Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 27
Reuter
SLÖKKVILIÐSMENN skoða flök bifreiða sem lentu í fjöldaá-
rekstri skammt frá Birmingham í gær. Eins og sjá má hafa
bílflökin verið tölusett til að auðveldara verði að greiða úr þeirri
flækju sem fjörtíu bíla árekstur er.
Fjöldaárekstur í þoku
FJÓRIR létu lífið og að minnsta
kosti sextíu slösuðust í geysistór-
um árekstri sem rekja má til
dimmrar þoku, skammt frá Birm-
ingham á Englandi. Að sögn lög-
reglu lentu um fjörtíu bílar í
árekstrinum á M42-hraðbrautinni
en litlu mátti muna að olíuflutn-
ingabíll yrði einn þeirra. Þá bætti
ekki úr skák að tuttugu mínútum
eftir að fyrri áreksturinn varð,
gerðist hið sama á hinum vegar-
helmingi hraðbrautarinnar. Eldur
kviknaði í mörgum bifreiðanna
eftir að þær höfðu skollið hver á
annarri á um 100 km hraða á
klukkustund. Var óttast að eitt
allshetjar eldhaf myndaðist þar
sem mikið bensín lak úr eldsneyt-
istönkum bifreiðanna.
Þá lentu yfir 100 bílar í árekstri
á vesturströnd Frakklands. Eng-
inn lét lífið í þeim en tveir slösuð-
ust.
Önnur uppstokkun boðuð á einni viku
Ihaldsmenn ætla
að einkavæða
elliheimilin
London. Daily Telegraph.
BRESKA stjómin hyggst stíga nýtt
skref í þessari viku í átt til þess að
umbylta félagslegri þjónustu er kynnt
verða áform um einkavæðingu öldr-
unarþjónustunnar. Sveitarfélög verða
samkvæmt því neydd til að selja elli-
heimili og kaupa í staðinn þjónustu
af einkareknum hjúkmnarheimilum.
Tilgangurinn er að draga úr opinber-
um umsvifum og útgjöldum.
Aðgerðirnar eru liður í uppstokkun
bresku stjórnarinnar á heilbrigð-
iskerfinu. Verða áformin kynnt í
hvítbók í vikunni og er ætlunin með
þeim að sýna annars vegar, að stjórn
Ihaldsflokksins er ekki hugmynda-
snauð eftir 18 ára setu við völd og
hins vegar að freista þess að vinna
fleiri kjósendur á band flokksins fyr-
ir þingkosningarnar í vor, en hann
nýtur mun minna fylgis en Verka-
mannaflokkurinn, samkvæmt skoð-
anakönnunum.
Þessi áform koma í kjölfar annarr-
ar stórbreytingar á umsvifum hins
opinbera, en sl. miðvikudag kynnti
stjórn Johns Majors forsætisráðherra
algjöra byltingu á eftirlaunakerfinu.
Byggjast breytingarnar einkum á
því, að fólk fær sjálft frelsi til þess
að byggja upp sína lífeyrissjóði og
sparnað til eftirlaunaáranna.
Breska stjórnin hefur ákveðið að
ráðast í einkavæðingu öldrunarþjón-
ustunnar þar sem rannsóknir sýna,
að elliheimili í eigu hins opinbera,
sveitarstjórnanna, eru mun dýrari í
rekstri en einkarekin heimili. Aform-
in hafa það í för með sér, að almenn-
ing^ur neyðist ekki lengur til þess að
selja húsin sín og aðrar eigur til að
fjármagna umönnun sína. „Sam-
kvæmt núgildandi reglum verða
breskir þegnar, sem þurfa á langtíma
umönnun að halda, að fjármagna
hana sjálfir nemi skuldlaus eign
þeirra 16.000 pundum, jafnvirði 17,4
milljóna króna. Með breytingunum
þurfa hinir sömu ekki að losa sig við
eigur sínar, selja húsin sín, heldur
geta þeir tryggt sig gegn slíkum
kostnaði. Ríkið mun umbuna fólki
tryggingarkaup af þessu tagi en
Stephen Dorrel heilbrigðisráðherra
sagði í gær, að gert væri ráð fyrir
að útgjöld ríkisins vegna þess myndu
aðeins nema um 200 milljónum
punda, rúmum 20 milljörðum ísl. kr.
Snýr baki við íhaldsflokknum
Um helgina sagði Sir George Gard-
iner, þingmaður Ihaldsflokksins í Rei-
gate í Suður-Englandi, sig úr lögum
við þingflokkinn og sagðist genginn
til liðs við Þjóðaratkvæðisflokk Sir
James Goldsmiths. Er hann fjórði
þingmaður íhaldsflokksins sem gerist
liðhlaupi á tveimur árum, en flokksfé-
lagið í kjördæmi Sir George hefur
fyrir nokkru snúið baki við honum
og ákveðið að stilla öðrum manni fram
við þingkosningamar í vor.
Frétt um einræktun borin til baka
Brussel. Reuter
FRÉTT í breska blaðinu The
Sunday Times um að belgískur
læknir gæti fyrir slysni hafa
orðið fyrstur til að einrækta
mann er algjör tilbúningur og
tómur hugarburður, að sögn
yfirmanns frjóvgunardeildar
sjúkrahússins þar sem sagt var
að einræktunin hefði átt sér
stað.
Robert Schoysman, yfirmað-
ur deildarinnar, sagði að fjög-
urra ára tvíburadrengur, sem
átti að hafa verið búinn til með
einræktun, tengdist ekki klónun
á nokkurn hátt. „Þessar upplýs-
ingar eru algjör tilbúningur.
Þetta er firra,“ sagði Shoysman.
Drengurinn var búinn til með
aðferð, sem beitt er til að auka
líkurnar á því að glasafrjóvgun
takist. Frosinn fósturvísir er þá
þíddur og himnan nudduð til að
auka líkurnar á því að eggið
losni og festist í legi móðurinn-
ar. „Síðar getur það skipt sér
og eineggja tvíburar orðið til,“
sagði Schoysman. „Þetta tengist
engan veginn einrækun.“
Nýju ostasneiðaumbúðirnar eru byltingfyrir neytendur!
Þœr hvíla á plastbakka og eru í loftskiptum umbúðum, sem gerir
þœr léttari í meðfórum oggeymslu.
Klippið endann afpokanum ogtakið bakkann út. (mynd 1)
Ostabakkinn er tilbúinn á borðið.
Að lokinni máltíð setjið bakkann aftur í pokann. Lokið honum
meðþví að brjóta saman endann. (mynd 2)
Skoðiðgaumgtefilega mynd 3 og4. Veitið sérstaka athygli bakkanum
sem ostasneiðarnar liggja á.
I nýju umbtíðunum eru Gouda 26%, Gouda 17%, Óðalsostur
og Maribó.
mynd 1
ÍSLENSKIR W
OSTAR, Sft