Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDSSÖFNUN FYRIR HJARTVEIK BÖRN Gefum þeim von „Gefum þeim von - styrkjum hjartveik böm“ er yfírskríft landssöfnunar á Stöð 2 og Bylgj- unni til styrktar hjartveikum bömum næst- komandi fímmtudag. Auk íslenska útvarps- félagsins standa Neistinn, styrktarfélag hjartveikra bama, SPRON, Gula línan og fleiri aðilar að átakinu. Kór hjartveikra barna á æfingu Morgunblaðið/Golli ÁRLEGA greinast 40-50 börn með hjartasjúkdóma á íslandi. Um það bil helmingur þeirra þarf að gangast undir aðgerð og er píslarganga margra þeirra löng og ströng. Frá og með síðustu áramótum er unnt að gera 18-20 umræddra aðgerða hér á landi og enn stendur til bóta * á því sviði. Á þessum tölum sést að málefni hjartveikra barna varða hundruð fjölskyldna á íslandi með beinum hætti. Með átakinu „Gefum þeim von - styrkjum hjartveik börn“ eru málefni pg aðbúnaður langveikra bama á Islandi aftur komin í sviðsljósið, en í máli forvígismanna stuðningshópa langveikra barna hefur einatt komið fram að margt er það sem til betri vegar má færa. Að sögn Elínar Við- arsdóttur, formanns Neistans, eru hjartveiku börnin einn stærsti hópur- inn af mörgum, en tilgangur söfnun- arinnar sé í aðalatriðum tvíþættur: í fyrsta lagi miði söfnunin að því að tryggja að foreldrar geti annast hjartveik börn sín án þess að stofna fjárhagsöryggi fjölskyldunnar í hættu og í öðru lagi að hjartveik börn geti lifað sem eðlilegustu lífi utan sjúkrahúsa. Hjartagæslu- og súrefnistæki og önnur dýr hjálpar- tæki eru sumum hjartveikum börn- um nauðsynleg til þess að þau geti dvalist á heimilum sínum. Hjartasjúkdómar í börnum á ís- iandi eru af tvennum toga. í öðrum hópnum eru börn með meðfædda hjartagalla og greinast árlega 40-50 börn með slíka galla. í hinum hópn- um eru börn með ýmiss konar áunn- in vandamál. Má þar nefna hjart- sláttartruflanir, bólgur í hjarta- vöðva, ýmiss konar vandamál hjá nýburum og lokukvilla. Árlega greinast 10-20 börn með slíka sjúk- dóma, eða alls 50-70 börn alls á ári. Eins og frá var greint í inngangi, þurfa 25-30 þessara barna að gang- ast undir hjartaaðgerðir á ári hveiju. Hluti aðgerðanna hefur verið fram- kvæmdur hérlendis, en þó mest á erlendri grundu, einkum í Bretlandi, en einnig í Bandaríkjunum og Sví- þjóð. Mjög er misjafnt ástand barn- anna. Sum þeirra sem ekki þurfa í aðgerð þurfa t.d. aðeins að vera undir reglulegu eftirliti hjartalækna og hjartagallinn hefur að öðru leyti ekki áhrif á daglegt líf þeirra. Það er annað með þau börn sem þurfa að gangast undir aðgerð (eða að- gerðir í sumum tilvikum). Stór hluti þeirra, um 60% fær varanlega bót meina sinna þrátt fyrir að oft séu iangvinn og erfíð veikindi aðdrag- andi aðgerðanna. 25-40% barnanna gangast undir endurteknar aðgerðir, jafnvel margar, og eru áfram með krónískan langvinnan sjúkdóm. Þrátt fyrir að sumir hjartagall- anna séu þess eðlis að enga meðferð sem leiðir til lífsbjargar sé unnt að veita, hefur dauðsföllum meðal hjartveikra barna farið fækkandi á undanförnum árum. Því er þakkaður betri árangur skurðaðgerða, framf- arir í svæfingum, gjörgæsla við hjartaaðgerðir og tilkoma fóstur- greiningar hjartagalla. Guðrún Inga Benediktsdóttir, Hróðmar Helgason og Árni Kristins- son rituðu grein í Læknablaðið í fyrra þar sem þau gerðu úttekt á Þettaer Elín Viðarsdóttir röntgentæknir er formaður Neistans, styrktarfélags hjartveikra bama. — ——— ■ - I febrúar 1990 eignuðust hún og maður hennar Gunnar Andrésson listamaður dreng. Hann var þeirra fyrsta bam og gleðin var við völd. Aðeins fímm dögum síðar hófst sú atburðarás sem enn stendur og ekki sér fyrir endann á. Atburðarás sem markað hefur djúp spor í tilfinninga- og sálarlíf fjöl- skyldunnar. Þá hefur heimilisfjárhagurinn ekki sloppið óskaddaður frekar en annað. ELÍN féllst á að segja sögu sína ef það gæti orðið til að auka skiln- ing á málefnum lang- veikra barna, en á fimmtudaginn fer fram landssöfnun til ^ handa einum stærsta hópnum í þeirra röð- um, hjartveikum börn- um. „Ég þurfti að liggja síðasta mánuð með- göngunnar, en fæð- ingin gekk eðlilega fyrir sig. Hann fædd- ist mjög lítill og var frekar blár við fæð- ingu. En hann hristi það af sér. Ekkert kom fram í fóst- urskoðun, allt virtist vera eðlilegt. En á fimmta degi vorum við að búa okkur undir heimferð, búin að skíra drenginn , þegar það heyrðust ein- hver óhljóð við hjartahlustun. Hann var einkennalaus, en rúmlega viku seinna komum við aftur upp eftir og Hróðmar Helgason skoðaði barnið í sónar. Þá kom upp úr kaf- inu að barnið var með þrenns konar * hjartagalla. Þrengsli í ósæð, óvenju- lega skapaðar hjarta- lokur og syllu undir ós- æðarloku. Hróðmar sagði okkur að þetta væri að vísu alvarlegt, en margir væru með ýmiskonar hjartagalla en lifðu samt góðu lífi og þetta væri að öllum líkindum hægt að laga. Og það myndi duga að laga einn gallann einhvern- tíma áður en til skóla- aldurs kæmi,“ segir Elín um fyrstu óvissu- sporin á langri píslar- göngu. Með þessar upplýs- ingar fór fjölskyldan heim, en þrem- ur mánuðum síðar var drengurinn- orðinn veikur. Hann var vansæll, drakk ekki mjólkina sína og Elín segist hafa hugsað um flest annað en hjartagallana er leitað var eftir því hvað amað gæti að. „Ég tengdi þetta ekki. Var í afneitun," segir hún. Drengurinn var í þessu ástandi í tvo daga og er ekkert horfði til betri vegar var hann fluttur á Land- Elín Viðarsdóttir pakkínn spítalann til skoðunar. Þar kom upp úr kafinu að hann var kominn með „bullandi hjartabilun" eins og móð- ir hans orðar það, önnur lokan var búin að gefa sig, var farin að leka, öndun var komin í 200 á mínútu og lungun voru að fyllast af vökva. Barnið var lagt inn og ijóst að til einhvers yrði að grípa. Sá nú fjöl- skyldan fram á það að þurfa að drífa í þessari „einu“ aðgerð sem kveðið var upp úr um að þyrfti að eiga sér stað einhvern tímann fyrir skólaaldur. Enginn gerði sér grein fyrir því sem í vændum var. Erfiður tími Nú tók við biðtími og segir Elín ekkert erfiðara en að bíða. Loks kom að því, að drengurinn var drif- inn til Lundúna þar sem gerð var aðgerð á honum fjögurra mánaða í Harley Street sjúkrahúsinu. Hróðmar fór með í þessa ferð. Það var ekki eftir neinu að bíða, barnið var drifið í aðgerð strax morguninn eftir að það kom út. „Það er undar- legt að upplifa barnið sitt svona lít- ið og varnarlaust eftir stóra að- gerð. Barnið var svo ofboðslega tengt alls konar snúrum og leiðslum að það fannst varla smáblettur svo ég gæti strokið á því kinnarnar. Þá eru svona lítil börn kæld niður í 17-18 gráður við svona aðgerðir og barnið var eins og liðið lík. Það getur verið erfitt að venja smábörn af öndunarvélum. Þau hafa haft svo mikið fyrir því að halda sér lifandi að það er léttir að vera i öndunarvél. En ef þau eru í slíkum vélum of lengi er hætta á öndunarsýkingum og það kom ein- mitt fyrir drenginn. Hann fékk einnig slæma blóðsýkingu. Ofan á bættist, að um leið og hann losnaði úr öndunarvélinni var hann fluttur af gjörgæslu, okkur var úthiutað sérherbergi á almennri deild og þar var öll umönnun í höndum foreldra. Enginn hjúkrunarfræðingur tengd- ist okkur og segja má að við höfum verið þarna þijú saman í þriggja vikna einangrun. Allan þann tíma fékk drengurinn endurteknar sýk- ingar og var mjög veikur. En svo leið þetta, við vorum gersamlega úrvinda - en giöð því aðgerðin sem slík var vel heppnuð og almennt álitið að málið væri nú úr sög- unni,“ segir Elín. Ný hrina Barnið fór beint á sjúkrahús er heim kom. Þetta var að sumarlagi og í stað þess að braggast var hann- ekki alveg nógu hress. Hann þurfti enn að fá sýklalyf í æð, fékk nær- ingu í gegn um rör, fékk blóðgjafir til að hressa sig, en samt þreifst hann ekki sem skyldi. Skyndilega helltust yfir meiri veikindi en áður. Við skoðun kom í ljós að farið hafði á þann versta veg sem völ var á. Lokan sem áður hafði lekið var nú beinlínis sprungin og blöðkur úr henni voru „eins og þvottur á snúru“. Vökvasöfnun var meiri en fyrr. „Barnið var einfaldlega að deyja og eina leiðin í stöðunni að setja í það gerviloku. Gallinn var bara sá að engin fordæmi voru fyrir slíku hér á landi og þau voru fá erlendis. Auk þess var verið að ofurselja barnið því að þurfa í framtíðinni að gangast undir fjölmargar að- gerðir til viðbótar til að skipta um lokur og vera ævilangt á blóðþynn- ingarlyfjum, í blóðprufum og undir eftirliti. Sem sagt stöðugu áreiti," segir Elín. En valkostir voru ekki aðrir og það varð fjölskyldunni til happs að læknir sá hinn sami og hafði gert aðgerðina á drengnum í Lundúnum hafði sett nokkrar gervilokur í sjúklinga sína. Hann féllst á að gera aðgerðina og þannig atvikaðist það, að Elín og Gunnar þurftu nú í annað skiptið á nokkrum vikum að fara með kornabarn sitt til Eng- lands í stórfellda hjartaaðgerð. „Nú var okkur sagt að búa okkur undir það versta en vona það besta. Foreldrar gefast aldrei upp ef börn þeirra eiga einhveija von. En nú tók við hryllilegasta vikan af þeim öll- um,“ segir Elín. Henni vöknar um augun þótt liðin séu sjö ár. Næstu daga var drengurinn við dauðans dyr á hveijum degi. Til að hægja á vökvasöfnun í lungunum var hann sveltur, fékk aðeins sem nam einni teskeið af vökva á klukkustund. Stöku sinnum fengu foreldrarnir að dýfa snuðinu í vatn og gefa barninu. Það saug þá græðgislega, nánast hamaðist á snuðinu. Strax eftir aðgerðina, er barnið fékk loks næringu, hafnaði það snuðinu algerlega. „Á þessum tíma íhugaði ég margt, m.a. hvað betur mætti fara, t.d. hvernig fagfólk gæti betur hjálp- að . Þótt þetta sé mjög hæft lið upp til hópa þá er það meðvitaðra um raunveruleikann heldur en foreldr- arnir, sem í þessu tilviki voru með hálfgerðan dauðadóm á barninu yfir sér. Foreldrar þurfa hughreystingu, ekki vorkunnsemi,“ segir Elín. Það var mælst til þess að þau reyndu að hvíla sig, m.a. með því að sofa heima hjá sér. Tvisvar voru þau vakin upp klukkan 4-5 á nóttu með þeim fréttum að bamið væri að öll- um líkindum að skilja við. í bæði skiptin stóðu allir ráðþrota yfir dauðastríðinu og skildu vart hvers vegna bamið ekki dó. Elín segir að daginn áður en- drengurinn fór aftur til Lundúna hafi annað barn fæðst, barn með mjög slæman hjartagalla. Ljóst hafi verið strax að það barn færi til Lundúna í sömu vél. „Það er sýndi og sannaði samhuginn sem ríkir að finna að þeir voru til sem höfðu það verra en við“, segir Elín. Aðgerðin gekk vel, en aftur þurfti heilan mánuð til að komast yfir sýkingar á sýkingar ofan. Allan tímann notaði bamið útvortisgang- ráð. Það var talið að nýja gervilok- an myndi duga í 3-5 ár. Hún dugði í eitt ár. Mælingar sýndu hvert stefndi og drengurinn var búinn undir að það þyrfti að „laga hann“ til þess að hann yrði ekki veikur. Áftur gekk aðgerðin vel, en samt fór hefðbundinn mánuður í að jafna sig af sýkingum og hjartastoppi erlendis. Entist til haustsins Nýjasta aðgerðin fór fram síðasta haust, „fyrr en búist var við, en kannski samt síðar en nokkur þorði að vona,“ eins og Elín orðar það. í þetta skipti er drengurinn orðinn stálpaður lítill strákur, en aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.