Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 23
VlÐSKIPTl
Afkoma Marels hf. á síðasta ári lakari en stefnt var að
40 millj. hlutafjár-
aukning heimiluð
REKSTRARTEKJUR Marels hf. og
dótturfyrirtækja voru 1.873 milljón-
ir á síðasta ári sem er 68% aukning
frá árinu 1995. Hagnaður af rekstri
fyrirtækisins eftir skatta varð 62,5
milljónir króna sem er 12% aukning
frá fyrra ári. í ræðu Geirs A. Gunn-
laugssonar, forstjóra Marels, á að-
alfundi félagsins á föstudag kom
fram að hagnaðurinn hafi verið
lægri en stefnt hafi verið að og
hann hafi ekki verið í takt við veltu
ársins. Að hans sögn er gert ráð
fyrir áframhaldandi vexti fyrirtæk-
isins á árinu 1997 og að hagnaður
verði af rekstri þess.
Heimild til
hlutafjáraukningar
Á fundinum var samþykkt sam-
hljóða að greiða hluthöfum 10% arð
af nafnverði hlutafjár. Einnig var
samþykkt að gefa út jöfnunarhluta-
bréf að verðmæti 20% af nafnverði
hlutafjár, eða 26,4 milljónir króna.
Aðalfundur samþykkti að veita
stjórn félagsins heimild til að hækka
hlutafé með sölu nýrra hluta um
allt að 40 milljónir króna að nafn-
virði. Gengi og önnur atriði varð-
andi sölu hlutafjárins verða nánar
ákvörðuð af stjórn félagsins en hlut-
afé fyrirtækisins, sem var um síð-
ustu áramót 132 milljónir að nafn-
verði, hefur ekki verið aukið frá því
á árinu 1992.
Hlutabréf Marels hf. eru skráð á
Verðbréfaþingi íslands. Á árinu
1996 voru 255 viðskipti með hluta-
bréf félagsins á Verðbréfaþingi fyr-
ir samanlagt 307,6 milljónir króna
að söluverði. Lægsta viðskiptaverð
var 5,50 en hæsta viðskiptaverð var
14,50. Á föstudag var gengi hluta-
bréfa Marel 18,0.
í árslok var fjöldi hlutahafa 503,
en tíu stærstu hluthafar voru þá:
Burðarás hf, með 37,59% eignar-
hlut eða 49,6 milljónir að nafn-
verði. Sigurður Egilsson, 10,15%
eða 13,4 milljónir. Hlutabréfasjóð-
urinn Auðlind hf., 6,74% eða 8,9
milljónir. Gísli V. Einarsson, 3,18%
eða 4,2 milljónir. Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. 2,75% eða 3,6 millj-
ónir. Þróunarfélag íslands hf.,
1,63% eða 2,2 milljónir. Lífeyris-
sjóður Tæknifræðingafélags ís-
lands, 1,57% eða 2,1 milljónir. Al-
menni hlutabréfasjóðurinn, 1,38%
eða 1,8 milljónir. Lsj. Verkfræð-
ingafélags íslands, 1,18% eða 1,6
milljónir og Lsj. Austurlands,
1,14% eða 1,5 milljónir króna að
nafnverði.
í stjórn voru kjörnir þeir Bene-
dikt Sveinsson, Hreinn Jakobsson,
Sigurður Egilsson, Þorkell Sigur-
laugsson og Þórólfur Árnason, en
hann kemur í stað Jóhanns G. Berg-
þórssonar sem hverfur úr stjórn
félagsins eftir 10 ára setu.
Fiskmarkaður Suður Úr reikningum ársins 199 nesja hf. jj'
Rekstrarreikningur Mttír króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 175,6 161,7 +8,6%
Bskstrargjöld 141.6 131.6 +7.6%
Rekstrarhagnaður 34,0 30,1 +12,9%
Fjármunatekjur og (fjármagnsqjöld) 0.08 11.1) -
Hagnaður fyrir skatta 34,1 29,0 +17,6%
Hagnaður ársins 29,1 23,9 +22,1%
Efnahag Sœikningur Milljónír króna 31/12 '96 31/12 '95 Breyting
Eignir: Veltufjármunir 120,3 121,1 ■0,7%
Fastafjármunir 106,0 59,1 +79,4%
Eignir samtals 226,3 180,2 +25,6%
Skuidir Skammtfmaskuldir 107,3 118,0 -9,1%
og Langtímaskuldir 28,4 11,6 +145,5%
eigið Eigið fé 89,2 49,7 +79,5%
fé: Þar af hlutafé 30,7 25,7 +19,4%
Skuldir og eigið fé samtals 226,3 180,2 +25,6%
Sjóðstreymi Veitufé frá rekstri 42,9 36,4 +17,8%
Furðuskjót
umskipti
hjá Benz
Frankfurt. Reuter.
DAIMLER-BENZ AG skilar
verulegum hagnaði aðeins
einu ári eftir mesta tap í sögu
þýzkra fyrirtækja og þessi
furðusnöggu umskipti koma
fjárfestum á óvart.
Að því er Eckard Cordes
úr stjórn Daimler-Benz tjáði
fréttamönnum á bílasýning-
unni í Genf mun Daimler til-
kynna rúmlega 2 milljarða
marka nettóhagnað á síðasta
reikningsári samanborið við
5,7 milljarða marka tap í fyrra.
Hagnaður Fiskmarkaðs
Suðurnesjajókst um 22%
REKSTUR Fiskmarkaðs Suður-
nesja hf. (FMS) og dótturfélagsins
Reiknistofu fiskmarkaða hf. gekk
vel á síðasta ári. Hagnaður FMS
að teknu tilliti til hlutdeildar í hagn-
aði Reikistofunnar var 29 milljónir
króna eða um 22% meiri en árið á
undan. Rekstrartekjur samstæð-
unnar námu 176 milljónum og juk-
ust um 8,6% frá árinu á undan, en
nánari upplýsingar um afkomuna á
síðasta ári er að finna á meðfylgj-
andi töflu.
Alls voru seld 32.500 tonn á Fisk-
markaði Suðurnesja hf. á síðasta
ári fyrir 2.250 milljónir króna, en
þar af voru 4.800 tonn af loðnu.
Opnuð var ný starfsstöð á ísafirði
og eru starfsstöðvar FMS þá í fjór-
um höfnum.
Reiknistofa fiskmarkaða hf.
gerði á árinu samning við aðila í
Bandaríkjunum um notkunar og
dreifingarrétt á fiskmarkaðskerfinu
Tengli. Samningurinn víkkar út
starfsemi RSF sem ásamt því að
selja innlendum mörkuðum þjón-
ustu sína þjónar nú bandarískum
mörkuðum og mun auka sókn á
aðra markaði, segir í frétt.
Hlutafé FMS var aukið um 5
milljónir og var forkaupsréttarhöf-
um boðið það á gengi 2,2 og nýttu
rúm 80% hlutahafa sér forkaups-
réttinn. FMS er skráð á Opna til-
boðsmarkaðnum og seldust hluta-
bréfin þar á gengi 3,6 síðari hluta
ársins og í árslok seldust þau á 3,8.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Suður-
nesja hf. verður haldinn föstudag-
inn á Flughóteli Reykjanesbæ 14.
mars nk. kl. 18.30.
BSkyB og Kirch hætta við
þýzkt stafrænt sjónvarp
London. Reuter.
BREZKA gervihnattasjónvarpið
BSkyB og þýzka fjölmiðlafyrirtækið
Kirch Gruppe hafa orðið ásátt um
að hætta við fyrirhugað samkomu-
lag um að DFl fyrirtæki bæverska
fjölmiðlajöfursins Leo Kirchs komi á
fót stafrænu sjónvarpi.
Samkomulagið var gefið upp á
bátinn „vegna þess að ekki tókst að
semja um nokkur undirstöðuatriði“
að því er fyrirtækin segja í sameigin-
legri yfirlýsingu.
í júlí kvaðst BSkyB mundu kaupa
49% hlut í DFl, hinu stafræna sjón-
varpi Kirchs í Þýzkalandi, en viðræð-
ur drógust á langinn. Það flækti
viðræðurnar að BSkyB’s hefur
áhuga á hiut í öðru þýzku sameign-
arfyrirtæki, Premiere, sem Kirch á
25% í.
Viðræðuslitin eru meiriháttar
áfall fyrir Kirch, sem hefur átt í
útistöðum við samstarfsaðilana
Bertelsmann AG í Þýzkalandi og
franska áskriftarsjónvarpið Canal
Plus. Bæði þessi fyrirtæki vilja að
Premiere verði helzta stafræna sjón-
varpið í Þýzkalandi, en ekki DFl.
Áskrifendur að DFI stöð Kirchs
eru aðeins 30.000 og nýlega beið
hann ósigur í dómsmáli gegn Premi-
ere. BSkyB virtist reiðubúið að
kaupa 25% í Premiere í fyrra áður
en fyrirtækið einbeitti sér að DFl.
Ástralska fjölmiðlafyrirtækið
News Corp á 40% í BSkyB.
| Morgunveröarfundur á Akureyri
miðvikudaginn 12. mars 1997
kl. 8.00 - 9.30 á Hótel KEA
EINKAVÆÐING A
F JÁRMAGN SMARKAÐI
- veröur atvinnulífmu betur þjónaö?
Stuðlar stofnun Fjárfestingabankans hf.
að hagræðingu á fjármagnsmarkaðnum?
Hver verður lánastefna Nýsköpunarsjóðs hf.?
Verða nýju hlutafélögin samkeppnisfær
við skilyrði frjáls markaðar?
Hvemig munu stjómvöld standa
að sölu hlutabréfa?
FRAM S Ö GUMENN:
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON
Björgólfur Jóhannsson, ffamkvæmdastjóri
nýsköpunar- og þróunarsviðs Samheija
V__________________________________
Umræður og fyrirspurnir
Fundargjald er kr. 1.200,- (morgunverður innifalinn).
Fundurinn er öllum opinn. Hann verður sem fyrr segir
haldinn á Hótel KEA, frá kl. 8.00 - 9.30,
miðvikudaginn 12. mars nk.
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Olíufélagsins hf.
verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 1997
á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3,
og hefst fundurinn kl. 14.00
Dagskrá
t. Venjuleg aðalfundarstörf skv.12. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga urn útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins
munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins,
hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18,
4. hæð, frá og með 17. mars,
fram að hádegi fundardags.
Stjóm Olíufélagsins hf.
Olíufélagsð hf