Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 57 I DAG Árnað heilla Ljósmynd: Lára Long. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. desember 1996 í Fella- og Hólakirkju af sr. Hreini Hjartarsyni, föður brúðgumans, Þórhildur Pálmadóttir og Hjörtur Hreinsson. Heimili þeirra er erlendis. BRIPS IJmsjón Guðmundur Páll j Arnarson UNDANÚRSLIT ís- | landsmótsins í sveitakeppni fóru fram í Bridshöllinni í Þönglabakka um helgina. Fjörutíu sveitir kepptu um réttinn til að spila í úrslit- unum um páskana, en þá beijast tíu sveitir um Is_- landsmeistaratitilinn. A næstu dögum verða birt spil frá mótinu og við byrj- | um á fallegu varnarspili úr i sjöttu umferð: Suður gefur; NS hættu. Norður ♦ D832 V ÁKG763 ♦ 102 ♦ 4 Vestur ♦ 1054 V - Austur ♦ 976 iiiiii ;sr ♦ G87 ♦ K987532 ♦ AG106 Suður ♦ ÁKG V 842 ♦ ÁKD653 ♦ I) í leik Samvinnu- ferða/Landsýnar og La Café gengu sagnir þannig í opna salnum: Vestur Norður Austur Suður J.H. G.P.A. G.B. K.S. 1 tígull 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 5 lauf Pass 6 tíglar í NS voru Karl Sigur- hjartarson og Guðm. P. Arnarson í liði Samvinnu- ferða, en Jón Hjaltason og Gylfi Baldursson í AV. Þótt slemman sé melduð nánast blindandi, er hún nokkuð góð og vinnst oftast ef trompið brotnar 3-2. Jón spilaði út lauftvisti og Gylfi átti fyrsta slaginn á ásinn. Leið nú og beið og dálkahöfundur fór fram og sótti kaffi. Þegar hann kom til baka, lýsti Karl því yfir að hann væri ekki enn far- inn niður á slemmunni. Gylfi var enn að hugsa. Eða kannski bara að safna kjarki. Loks kom hjarta ti! baka og Jón Hjaltason lýsti því yfir að fyrri staðhæfing væri fallin úr gildi. „Spilið er komið niður,“ sagði Jón og trompaði. Lykillinn að vöminni er útspilið - tvisturinn, frá sönnuðum sex- eða sjölit. Reglan er að spila „þriðja eða fimmta hæsta“, en þeg- ar hún er vísvitandi brotin felur það í sér einhvern boð- skap. Gylfi túlkaði lægsta spilið sem kall í lægri litn- um, eða hjarta, og spilaði því beint upp í gaffalinn. Með morgunkaffinu Ast er ... TM Reg U S Pat Oft — all rights reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndlcale 8-19 . .. Ij'allakofi, sðlseturog . . .þú. ÞÚ hefur misskilið mig. Ég bauð þér í brúðkaupið eins og öðrum gestum. ÉG er orðin leið á að þú gerir alltaf alit á síðustu stundu. hætta að borða spínat í einhvern tíma. KAUPTU þér þá hengikoju. HVENÆR kemur brauðristin úr viðgerð? STJÖRNUSPÁ cftir Frances Drakc FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert uppátektarsamur ævintýramaður, en leggur þig lítt fram til að ná árangri. Hrútur £1. mars - 19. april) Þú nýtur vinsælda í vina- lópnum. Það er óvitlaust að ganga í félag um áhugamál- ið. Naut (20. apríl - 20. maí) tffö Þú verður að taka á honum stóra þínum til að komast yfir öl! verkefni. Gefðu þér nægan tíma til þess. Tvíburar (21.maí-20.júní) AX1 Einhver vinur þinn stendur ekki við sín orð. Sjálfur ert þú reiðubúinn til að reyna eitthvað nýtt. Krabbi (21. júní — 22. júll) Nú er rétt að huga vel að fjármálunum og gæta hófs í hvívetna. Beittu hugkvæmni þinni í vinnunni. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Það er ástæðulaust fyrir þig að sitja undir endalausum orðræðum annarra. Notaðu eigin sköpunargáfu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Óvæntan gest ber að garði. Þú getur náð betur utan um verkefnin ef þú tekur þér tíma til að sinna þeim heima fyrir. Vog (23. sept. - 22. október) Einbeittu þér að vinnunni. Hrintu hugmyndum þínum í framkvæmd og þá muntu fá ný og betri tækifæri. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ®)jj0 Haltu fast við skoðanir þínar og vertu óhræddur að tjá þig um þær. Ferðalag liggur í loftinu. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Nú er rétti timinn til að hyggja að fjárhagslegu ör- yggi þínu ogþinna. Notfærðu þér ráð fagmanna. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú leggur hart að þér til að ná athygli annarra. Gættu þess bara að ganga ekki of langt. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Þér ætti að ganga allt í hag- inn á vinnustað í dag. Ný tækifæri bíða handan homs- ins. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Gefðu sköpunargleði þinni lausan tauminn. Hún mun færa þér mikla gleði bæði starfi og einkalífi. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Jóni Garðari dugir jafntefli SKAK Fclagshcimili TR, Faxafcni 12: Alþjóðlegt skákmót, 3.-12. mars 1996: Jón Garðar Viðarsson heldur forystunni á mótinu og þarf aðeins eitt jafntefli úr tveimur skákum til að ná sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. ÞEGAR tveimur umferðum er ólokið hefur Jón Garðar hlotið fimm og hálfan vinning úr sjö skákum, en Þröstur Þórhallsson er í öðru sæti með fimm vinninga. Mikhail Ivanov og Igors Rausis eru jafnir í þriðja sæti með fjóra og hálfan vinning. Næstsíðustu umferðina átti að tefla í gær- kvöldi, en mótinu lýkur í dag. í síðustu skákunum mætir Jón Garðar þeim Mikhail Ivanov og Þresti, þannig að það verður við ramman reip að draga. Jón hefur oft áður verið mjög nálægt því að hreppa áfanga, en jafnan fat- ast flugið á lokasprettinum. íslendingar eru í þeirri óvenju- legu aðstöðu að eiga fleiri stór- meistara en alþjóðlega meistara, en í flestum löndum eru hinir al- þjóðlegu margfalt fleiri en stór- meistararnir. Þótt við getum teflt fram sterku landsliði þá hefur þessi skortur á breidd verið áhyggjuefni. Það er óskandi að Jón Garðar brjóti ísinn og fleiri fylgi í kjölfarið. Það er nefnilega löngu vitað að margir titillausir íslenskir skákmenn gefa erlendum alþjóðameisturum ekkert eftir í styrkleika. Staðan eftir sjö umferðir: 1. Jón G. Viðarsson 5 'A v. 2. Þröstur Þórhallsson 5 v. 3. -4. Mikhail M. Ivanov, Rússlandi og Igors Raus- is, Lettlandi 4'A v. 5.-6. Þorsteinn Þor- steinsson og Daniel V. Pedersen, Danmörku 4 v. 7. Jón Viktor Gunnarsson 3'A v. 8. -9. Bergsteinn Einars- son og Björgvin Víglunds- son 2 v. 10. James Burden, Bandaríkjunum 0 v. Þeir Rausis og Ivanov voru einnig með á alþjóðlegu haustmóti T.R. sl. haust. Jón Viktor Gunnarsson, 16 ára, gerði sér þá lítið fyrir og vann þá báða. Ivanov reyndi að koma fram hefndum nú, en það fór á sömu leið. Jón Viktor vann glæsilega: Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Mikhail M. Ivanov Sikileyjarvörn l.e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Db6 5. Rb3 - Dc7 6. Rc3 - a6 7. Be2 - b5 8. 0-0 - Bb7 9. a3 - Rf6 10. Dd3 - Rc6 11. f4 - d6 12. Bf3 - Be7 13. De2 - Hb8 14. g4 - h6 15. Bd2 - Rd7 16. Hael - Bh4 17. Hdl - g5?! Svartur leggur mikið á stöðuna. Baráttan stendur um e5 reitinn eins og svo oft í Sikileyjarvörn. Ivanov dreymir greinilega um að gróðursetja þar riddara, en Jón Viktor bregst rétt við: 18. e5! - gxf4?? Slæm yfirsjón sem leiðir til taps. Svartur varð að leika 18. - dxe5 en eftir bæði 19. fxg5 og 19. f5 hefur hvítur sóknarfæri fyrir peðið. 19. Rd5! - Dc8 20. exd6 - Rce5 21. Rc7+ - Kf8 22. Bxb7 - Dxb7 23. Bxf4 - Rg6 24. Rxe6+! - fxe6 25. Bxh6+ - Kg8 26. Dxe6+ - Kh7 27. Hf7+ - Kxh6 28. Hd5 - Db6+ 29. Rc5 - Rf6 30. Hxf6 30. Dxf6 leiddi einnig til máts. 30. - Bxf6 31. Dxf6 og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát. íslandsmót barnaskólasveita Mótinu lauk á sunnudaginn. 25 sveitir með meira en 100 börnum tóku þátt. Tefldar voru níu umferð- ir eftir Monrad-kerfi og gat hver skóli mest náð 36 vinningum. Hóla- brekkuskóli sigraði örugglega. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Hólabrekkuskóli, A sv. 31 v. 2. Breiða- gerðisskóli 27 v. 3. Kársnesskóli, Kóp. 25 'A v. 4. Lundarsk., Akureyri 25 v. 5-7. Ártúnsskóli, A sv. 20 'A v. 5. -7. Seljaskóli 20'A v. 5.-7. Foldaskóli 20'A v. 8.-9. Álftanesskóli 19’A v. 8.-9. Rimaskóli 19 V« v. í sigursveit Hólabrekkuskóla tefldu þau Guðjón Heiðar Valgarðs- son 872 v. af 9, Ingibjörg Edda Birgisdóttir 5V2 v., Knútur Ott- erstedt 8 v. og Gústaf Smári Björns- son sem vann allar sínar níu skákir. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir bestan árangur á fyrsta og öðru borði. Þau hlutu Guðjón Heiðar með Jón Garðar Jón Viktor Viðarsson. Gunnarsson. 8V2 á fyrsta borði og Akur- eyringurinn Halldór Halldórsson, Lundarskóla sem hlaut 8 v. á öðru borði. Skólamót um næstu helgi Tvær vinsælar skólaskákkeppn- ir fara fram um næstu helgi í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Skákkeppni framhaldsskóla 1997 fer fram 14.-16. mars og hefst keppnin á föstudaginn kl. 19.30. Teflt er í fjögurra manna sveitum, sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. Þátttökutilkynningar í sím- um TR frá kl. 20-22 fram á fimmtudagskvöld. Fjöldi sveita frá hverjum skóla er ekki takmarkað- ur. Ekkert þátttökugjald. Teflt er föstudag frá kl. 19.30-23.30, laugardag frá kl. * 13-19 og sunnudag frá 13-17. Skákmót grunnskóla í Reykja- vík, 1,—10. bekk fer einnig fram helgina 14.-16. mars. Hverjum skóla er heimilt að senda eina eða tvær sveitir. Teflt er á fjórum borð- um, umhugsunartíminn er hálftím á skákina. Keppni hefst kl. 19 á föstudaginn, og kl. 14 laugardag og sunnudag. Þátttöku ber að til- kynna til skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs í síðasta lagi í fimmtudag. Nánari upplýsingar síma 562-2215. Margeir Péturssor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.