Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykja- víkur er ánægður með nýjan kjarasamning sam sakomulag tókst um á sjöunda tímanum í gærmorgun við VSI og VMSI. Ekki er annað að sjá en Þórarinn V. Þórarinsson sé einnig ánægður, enda Jjóst að þeir samningar sem tókust í gær hafa komið hreyfingu á málin. RAFIÐNAÐARMENN ráðfæra sig við Hrafnhildi Stefánsdóttur, lögfræðing VSÍ, um frestun verkfalls þegar samningar voru í höfn á mánudagsmorgun. Ekki er heimilt að fresta vinnustöðvun með skömmum fyrirvara nema með samþykki beggja samnings- aðila, skv. nýju vinnulöggjöfinni. Þórir Einarsson ríkissátta- semjari fylgist með fyrir aftan. Kjarasamningar gerðir til allt að þriggja ára um nýtt kauptaxtakerfi Almennar hækkanir 12-14% á samningstíma KJARASAMNINGAR sem sam- komulag náðist um hjá ríkissátta- semjara í fyrrinótt og í gærmorgun fela að jafnaði í sér rúmlega 12-14% almenna hækkun launa á samnings- tímanum, ásamt sérstökum krónu- töluhækkunum lægstu taxta, auk áherslu sem lögð er á að færa iauna- taxta nær greiddu kaupi. Sú breyt- ing á þó ekki að leiða til hækkunar á launum sem eru hærri en nýju taxtarnir. Álags- og yfirgreiðslur vega þannig eftirleiðis minna í heildarlaunum en áður. Samningarnir gilda frá undirrit- un, að undanskildum samningi Landssambands iðnverkafólks, sem gildir frá 1. mars, og er samnings- tíminn rúmlega tvö og hálft til þijú ár. Hlutfallslegar hækkanir launa og samningstími er í öllum aðalatr- iðum sambærilegur við þá samninga sem Verzlunarmannafélag Reykja- víkur hefur náð við fyrirtæki og samtök sem standa utan samtaka vinnuveitenda á undanförnum dög- um, en þar var samið um 14% launa- hækkanir að jafnaði. Gengið var frá fjórum kjarasamn- ingum sem eru breytilegir í ýmsum atriðum. Landssamband iðnverka: fólks staðfesti kjarasamning við VSÍ og VMS í fyrrinótt og var hann undirritaður formlega í gærkvöldi. VR og VSÍ/VMS náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning á sjöunda tímanum í gærmorgun og Rafiðnað- arsambandið gerði annars vegar samning við vinnuveitendur fyrir hönd Landssambands rafverktaka fyrir rafiðnaðarmenn á almennum markaði og hins vegar var gerður samningur milli RSI og Reykjavík- urborgar í gærmorgun. Samning- amir ná til tæplega þriðjungs félaga í ASÍ. 4,7% hækkun við undirskrift Gildistími kjarasamnings VR og vinnuveitenda er til 15. febrúar árið 2000. Laun hækka um 4,7% við undirskrift, um 4% 1. janúar 1998 og 3,65% 1. janúar 1999. Öll grunn- laun hækka þannig um 12,86% frá upphafi til loka samningstímans. Auk þess var samið um sérstakar krónutöluhækkanir í upphafi á lægstu taxta og meiri hækkanir við aukinn starfsaldur en verið hefur. Einnig var samið um að félagsmenn hefðu val um að taka upp sveigjan- legan dagvinnutíma frá kl. 8 til 20 og lækka jafnframt yfirvinnuálag í 1% af mánaðarlaunum, gegn því að taxtar fyrir afgreiðslustörf hækki sérstaklega. Vinnuveitendur féllust á að draga til baka tillögu um lækk- TAXTAKAU P FÆRT NÆR GREIDDU KAUPI Dæmi: Taxtakaup að viðbættri óunninni yfirvinnu Laun skv. þriggja ára taxta skrifstofumanns, kr. 68.016 á mánuði „ _ _ Kr. Breyting Dæmi: Taxtakaup með prósentuáiagi Laun skv. þriggja ára taxta, kr. 59.223, ásamt 15% yfirborgun „ _ _ Laun skv. kauptaxta kjarasamnings 68.016 Laun skv. kauptaxta kjarasamnings 59.223 Yfirborgun: 15 óunnir yfirvinnutímar 10.595 Yfirborgun: 15% 8.883 Samtals fyrir hækkun 78.611 Samtals fyrir hækkun 68.106 Almenn launahækkun 4,7% 3.695 Almenn iaunahækkun 4,7% 3.201 Laun eftir hækkun 82.306 4,70% Laun eftir hækkun 71.307 4,70% Þar af nýr kauptaxti 76.500 8.484 Mismunur er ný yfirborgun, 7,3 yfirvinnutímar á nýjum taxta, kr. 794,45. 5.806 -4.789 Þar af nýr þriggja ára taxti 55.887 6.664 Mismunur er ný yfirborgun, sem reiknast 8,2% á nýjan kauptaxta 5.420 -3.463 un yfírvinnuálags í 1% í almennu samningunum og er það talið kosta atvinnuiífíð >/2%—1% í auknum launaútgjöldum. 14,3% launakostnaðarauki Samið var um aukinn orlofsrétt, sem verði 25 dagar eftir 5 ára starf og 27 dagar eftir 10 ára starf. Rýmkaður er réttur til desember- og orlofsuppbótar og samið um heimild til að gera fyrirtækjasamn- inga, með það að markmiði að auka ávinning starfsmanna og fyrirtækja. Er það ítarlega útfært í samningum VR og RSÍ. Að mati VR er heiidarkostnaður samninganna að meðtöldum aðgerð- um til hækkunar lægstu launa 14,3% á samningstímanum. Hækka hlut dagvinnutaxta á móti álags- og aukagreiðslum í sameiginlegri bókun sem fylgir kjarasamningum VR og iðnverka- fólks við viðsemjendur um breyting- ar á launatöxtum segir að við mat á því hvort breytingar á launatöxt- um gefi tilefni til hækkunar launa, sem fyrir gerð samninga voru hærri en taxtinn, beri að nota þá aðferð að leggja við launataxtann allar aukagreiðslur fyrir dagvinnu, aðrar en endurgjald á útlögðum kostnaði. Engu skipti hvaða nafni auka- greiðslurnar nefnast. „Til að færa taxtakaup nær greiddu kaupi eru aðilar sammála um að taka upp ný kerfi kauptaxta sem komi að öllu leyti í stað eldri kauptaxta. Mikilvægur þáttur í þessari breytingu er að hækka hlut dagvinnukauptaxta. Þetta gerist m.a. með fækkun launaflokka og starfsaldursþrepa eins og fram kem- ur í kaupgjaldsákvæðum samnings- ins. Á móti taxtahækkunum lækka kjarasamnings- og/eða ráðningar- Formaður Dagsbrúnar gagnrýnir nýgerða kjarasamninga Dagsbrún þegar hafnað samningi af þessu tagi FORMAÐUR verkamannafélags- ins Dagsbrúnar segir að félagið geti ekki skrifað undir kjarasamn- ing á borð við þann sem Iðja gekk frá á mánudagsmorgun. „Samningurinn hjá Iðju er nán- ast með sama hætti og samningur- inn sem við höfnuðum, en búið að fella út yfirvinnuskerðingu. Allt annað er þar: fleytitíminn, skerð- ing á yfirvinnu ef ekki er unnin full dagvinna, ekki réttur til mat- artíma ef byrjað er að vinna 10-11 á morgnana og fleira. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta, að verða árið 2000,“ sagði Halldór Björnsson formaður Dagsbrúnar. Þegar Halldór var spurður hvort hann teldi að Iðja hefði komið í bakið á Dagsbrún með samningum, svaraði hann að Iðja hefði aðallega koinið í bakið á öðrum landssamböndum. „Guð- mundur Gunnarsson [formaður Rafiðnaðarsambandsins] gerir það raunar líka jafn heiftarlega. Þetta algera sambandsleysi við formenn annarra landssambanda er mjög slæmt. Það er lágmarkið er að fara yfir þetta með þeiin sem verið er í samstarfi við, áður en skrifað er undir,“ sagði Hall- dór. Halldór viðurkenndi að erfitt yrði fyrir Dagsbrún að halda kröfum til streitu og síkt myndi kosta mikil átök. „Hingað hafa komið hátt á fjórða hundrað manns í dag, og maður finnur réttláta reiði hjá fólki yfir, að verið sé að reyna að bjóða því þessa hluti. Eg hef ekki áður fundið jafn almenna samkennd innan félagsins. Halldór sagðist hafa lagt áherslu á náið samband Dagsbrún- ar/Framsóknar, Verkamanna- sambandsins og annarra sem ættu eftir ósamið, án þess þó að þessir aðilar settu hver öðrum skilyrði um að ekki mætti semja. samningsbundnar álags- og auka- greiðslur. Með kjarasamnings- bundnum álags- og aukagreiðslum er m.a. átt við fastar viðbætur við taxta eins og námskeiðsálag, fast- launauppbót og mætingaskyldu- gjald annars vegar og breytilegar viðbætur eins og t.d. bónus, ábata, ávinning o.þ.h. Með ráðningarsamn- ingsbundnum álags- og aukagreiðsl- um er m.a. átt við yfirborganir í formi prósentu- eða krónutöluálags á taxta og viðbótargreiðslur í formi óunninna yfirvinnutíma. Nýir kauptaxtar eiga ekki að leiða til meiri hækkunar á launum þeirra sem vegna álags- eða aukagreiðslna hafa jafn hátt kaup eða hærra en skv. nýju kauptöxtunum en sem nemur almennri launahækkun skv. samningi þessum. Þá skulu launa- breytingar samkvæmt samningi þessum í engum tilvikum leiða til minni launahækkana en sem nemur launahækkun skv. 2. gr.,“ segir í samningi Landssambands iðnverka- fólks. í samningunum segir einnig að kjósi starfsmaður sem nýtur álags- greiðslna umfram það sem samning- ar kveða á um að halda þeim auka- greiðslum óbreyttum, þannig að þær gangi ekki inn í reglubundin dag- vinnulaun hans, skal hann tilkynna það vinnuveitanda sínum skriflega innan 45 daga frá gildistöku samn- ingsins. Tekur hann þá áfram laun skv. óbreyttum kauptölum að við- bættum óbreyttum álags- og auka- greiðslum og laun hans hækka ein- göngu um þær almennu prósentu- hækkanir sem samið var um yfir tímabilið. Form yfirborgana skiptir engu máli við mat á því hvort nýju taxt- arnir leiða til hækkunar á greiddu kaupi. Sem dæmi um þessa aðferð má taka iðnverkamann sem hefur í dag 60.118 kr. taxtalaun og nýtur auk þess 20% yfírborgunar eða sam- tals 72.142 kr. Laun hans hækka um 4,2% við undirritun og fara í 75.172 kr., þar af er nýi kauptaxt- inn sem samið var um 68.386 kr. en mismunurinn reiknast sem ný yfírborgun á nýja kauptaxtann eða 9,923% í stað 20% yfirborgunar áður. Lægstu laun í um 70 þús. 1. janúar1999 Kjarasamningur Landssam- bands iðnverkafólks og vinnuveit- enda gildir til skemmri tíma en samningar VR og RSÍ eða til 15. október 1999. Áhersla er lögð á myndun nýs taxtakerfis, þar sem álags- og aukagreiðslur falla inn í grunninn. Almennar grunnlauna- hækkanir taka annars vegar mið af styttri samningstíma og hins vegar meira vægi taxtabreytinga en VR samdi um. Hækka laun við undirritun um 4,2%, 1. janúar 1998 hækka laun um 4% og 1. janúar 1999 um 3,5%. Samtals er um að ræða 12,16% almenna grunnlauna- hækkun á samningstímanum. Heildarkostnaður vegna launa- breytinga á samningstímanum er talinn aukast um 15%. Iðnverkafólk samdi um sérstakar krónutöluhækkanir í upphafi á lægstu taxta sem hækka af þeim sökum hlutfallslega meira en nemur almennu grunnlaunahækkununum. Lægstu laun verða komin í um 70 þúsund kr. 1. janúar 1999. Einnig hækka laun fyrr við starfsaldur en áður var. Lágmarkslaun RSÍ hækka um 20% Samningur RSÍ og vinnuveitenda gildir til 15. febrúar árið 2000 en samningur RSI og Reykjavíkur- borgar gildir til 31. mars á sama ári. Launahækkun skv. samningi rafiðnaðarmanna á almenna mark- aðinum er tæplega 14% á samnings- tímanum og lágmarkslaun sveina við upphaf samningstímans hækka í 88.719 kr. Samningurinn við Reykjavíkurborg felur í sér liðlega 14% launahækkun og lágmarkslaun hækka um 20%, skv. upplýsingum RSÍ. Margskonar sérákvæði eru i samningnum s.s. lenging orlofs um þijá daga. Þá er launataxtakerfi breytt og ný ákvæði eru um hvíidar- tíma í samningnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.