Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 41
í
Varasveitirnar og
Borgnesingar í úrslitin
BRIPS
B r i d s h ö 11 i n
Þönglabakka
UNDANKEPPNI
ÍSLANDSMÓTSINS í
SVEITAKEPPNI
Yflr 200 þátttakendur -
Aðgangnr ókeypis
EITT skemmtilegasta mót vetr-
arins, undankeppni íslandsmótsins
í sveitakeppni, fór fram um helg-
ina. Þar mættust sterkustu sveitir
landsins, en 40 sveitir spiluðu um
10 sæti í úrslitunum, sem fram
fara um bænadagana. Eftirtaldar
sveitir unnu sér rétt til að spila í
úrslitunum: Landsbréf, Búlki,
Eurocard, Verðbréfamarkaður Ís-
landsbanka, Samvinnuferðir/Land-
sýn, Málning hf., Anton Haralds-
son, Sparisjóður Mýrasýslu, Hjól-
barðahöllin og sveit Símonar Sim-
onarsonar.
Tvær þessara sveita, sveit Sím-
onar Símonarsonar og Málningar
hf., komu inn í keppnina sem vara-
sveitir og spiluðu sig inn í úrslitin
en auk þeirra kom sveit Sparisjóðs
Mýrasýslu nokkuð óvænt í úrslit
en þeir eru 5. sterkasta sveitin í
sínum riðli skv. meistarastigaskrá
og eru í E-flokki. Þeir Borgnesingar
eru reyndar engir byrjendur í íþrótt-
inni allt gamalreyndir harðjaxlar.
A-riðill
í þessum riðli spiluðu Landsbréf og
Búlki og voru þessar sveitir fyrir
mót taldar nokkuð öruggar í úrslit-
in. Sveit Gylfa Pálssonar frá Akur-
eyri taldi það hins vegar ekki vera
lengst af og fyrir síðustu umferðina
leiddu Akreyringarnir riðilinn,
höfðu unnið 4 leiki og gert tvö jafn-
tefli og voru með 120 stig. Þeir
spiluðu við Landsbréf og áttu afleit-
an leik, einkum síðari hálfleikinn
og töpuðu 25-0. Búlki tapaði síð-
asta leiknum en aðeins 13-17 og
hékk því inni í úrslitunum.
Lokastaða efstu sveita:
Landsbréf 142
Búlki 127
Gylfi Pálsson 120
Byggingavörur Steinars 107
B-riðill
Sveit Eurocard byijaði keppnina
með miklum látum og vann VÍB í
fyrsta leiknum með 24-6. Þeir héldu
uppteknum hætti allt mótið og unnu
aíla sína leiki. Sveit VÍB var ekki
fullmönnuð þar sem tveir sveitar-
meðlimir voru erlendis. Þeir unnu
aðra leiki mótsins og skiluðu sér í
úrslitin nokkuð örugglega.
Lokastaðan í riðlinum:
Eurocard 148
Verðbréfamarkaður Íslandsb. 132
ísl. útflutningsmiðstöðin 122
Guðfinnur KE 111
C-riðill
Inn í þennan riðil kom sveit
Málningar sem varasveit en hún var
feti frá því að komast í keppnina í
undankeppninni í Reykjavík í vetur.
Þeir spiluðu sig inn í úrslitin með
því að vinna 5 leiki nokkuð örugg-
lega en með þeim koma Samvinnu-
ferðir/Landsýn, sem tapaði aðeins
einum leik með minnsta mun en
það var gegn Kaupfélagi Hér-
aðsbúa, sem endaði í neðsta sæti í
riðlinum. Sveit Roche, sem spilaði
hvað best á Bridshátíð, komst ekki
í úrslitin að þessu sinni en þeir
voru næstefsta sveitin skv. meist-
arastigaskrá.
Lokastaða efstu sveita í riðlinum:
Samvinnuferðir/Landsýn 136
Málning hf. 120
LaCacé 110,5
Roche 107,5
Héðinn Schindler 101
D-riðill
I þessum riðli tók sveit Antons
Haraldssonar öll völd og vann alla
Morgunblaðið/Amór
HANN var örlagaríkur síðasti hálfleikurinn hjá sveit Gylfa Páls-
sonar. Þeir norðanmenn höfðu spilað „eins og englar“ allt mótið
og voru í efsta sæti í A-riðlinum fyrir síðasta leikinn en þá kom
bakslagið og þeir töpuðu leiknum 0-25. Gylfi Pálsson og Helgi
Steinsson spiluðu í opna salnum gegn Ragnari Hermannssyni og
Birni Eysteinssyni.
SVEIT Málningar hf. kom inn sem varasveit og spilaði sig inn í
úrslitin. Talið frá vinstri: Jón Steinar Gunnlaugsson, Steingrímur
Gautur Pétursson, Ragnar Björnsson, Hjálmtýr Baldursson og
Jón Alfreðsson. Á myndina vantar Baldvin Valdimarsson.
sína leiki með glæsibrag og náði
hæsta skori mótsins, 159 stigum,
sem er tæplega 23 stig að meðal-
tali í leik. Sveitin Marvin sem var
stigahæsta sveitin skv. meistara-
stigaskrá náði ekki í úrslitin að
þessu sinni. Þeirra sæti tekur Spari-
sjóður Mýrasýslu, sem spilaði sig
inn í úrslitin í lokaleiknum. Borg-
nesingar voru 5. stigahæsta sveitin
í riðlinum eða svokölluð E-sveit.
Lokastaðan:
Anton Haraldsson 159
Sparisjóður Mýrasýslu 118
Marvin 117
Björn Friðriksson 101
E-riðill
Hjólbarðahöllin vann 6 fyrstu
leiki sína í þessum riðli og tryggði
sér þar með sæti í úrslitum. í þenn-
an riðil kom sveit Símonar Símonar-
sonar sem varasveit. Það ruglaði
nokkuð styrk riðilsins en Símon og
félagar hans gáfu ekkert eftir og
náðu örugglega öðru sætinu en
sveit Þormóðs ramma varð að sætta
sig við 3. sætið í riðlinum en það
er hin þekkta bræðra/feðga sveit
frá Siglufirði sem varð Islands-
■-----------■
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur
Oáuntv
tískuverslun
j V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 j
meistari fyrir nokkrum árum.
Lokastaðan í riðlinum:
Hjólbarðahöllin 147
Símon Símonarson 124
Þormóður rammi 115
Sigfús Þórðarson 109
Mótið var að mestu prúðmann-
lega leikið. Þó urðu einhver leiðindi
sem vonandi eru nú gleymd en góð-
ir keppnisstjórar, Sveinn R. Eiríks-
son og Jakob Kristinsson, lentu í
rimmu við einn þátttakandann, sem
lét orð falla sem betur væru ósögð.
Mótið fór að öðru leyti mjög vel
fram. Ef eitthvað er þá má nefna
að maturinn hjá vertinum, sem er
yndisleg kona, er nokkuð dýr enda
borðuðu fáir.
Arnór Ragnarsson
fcuölcUs}U /ú eyísir
Aldamótaverð
kr. 2000
imt&eúttt
títmffliííD-
Súpa eða salat
—ctmiKim—
Léttsteiktur lambavöðvi
eða
kjúklingabringa meö
villisveppasósu
eða
fiskfang dagsins
eða
grænmetislasagne
—Híumim—
Hnetumousse
eða
kaffi og sætindi
Ofi ballið initHalið
\Borðapantanir sími 551-9636
Aðalfundur
Islandsbanka hf.
Aðalfundur íslandsbanka hf. 1997 verður haldinn
í Súlnasal Ilótel Sögu niánudaginn 17. mars 1997
og hefst kl. 14:00.
Dagskrá
1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein
samþykkta bankans.
2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á
hlutabréfum í íslandsbanka hf.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út
þriðjudaginn 11. mars kl. 17:00.
Framboðum skal skila til bankastjórnar, Kirkjusandi.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð,
13. og 14. niars frá kl. 9:15 -16:00 og á fundardegi
frá kl. 9:15 - 12:00.
Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins
fyrir árið 1996 verður hluthöfum til sýnis á sama stað
frá og með mánudeginum 10. mars 1997.
Illuthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja
aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12:00
á hádegi á fundardegi.
7. mars 1997
Bankaráð íslandsbanka hf.
ISLANDSBANKI