Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Sjólag versnaði skyndilega eins og bensíni væri hellt á eld og brotin riðu yfir Ægi Vikartindur var fallinn á tíma BATSMANNINN á Ægi, Elías Orn Kristjánsson, tók út í broti sem reið yfir skipið við björgunartilraunir og yfirstýrimaðurinn fótbrotnaði. Einar Valsson, skipherra á Ægi, rakti at- burðarás miðvikudagsins fyrir dómi og ítrekaði orð Karls Guðmundsson- ar, hleðslustjóra Vikartinds, um að kl. rúmlega 18 hefðu skipveijar á Vikartindi verið látnir vita af því að skipið væri farið að draga akkerin. „Klukkan 18.35 bentum við þeim á að myrkur væri að skella á og það myndi gera okkur erfítt fyrir. Nú væri að falla frá, brimrótið að fær- ast nær og þyrlan ætti að taka hluta áhafnar. Tíu mínútum síðar svaraði skipstjórinn og hafnaði aðstoð varð- skipsins vegna kostnaðar og aðstoð þyrlu þar sem hann þyrfti alla menn um borð. Það var nánast komið myrkur þegar aðstoð Ægis var þegin og þá sögðum við þyrlunni að vera í viðbragðsstöðu.“ Eins og fram hefur komið gerði Ægir tvær tilraunir til að koma línu yfir í Vikartind. Fyrri línan festist upp í krana á Vikartindi, þar sem skipveijar náðu ekki til hennar og varð að skera hana frá varðskipinu. Þá reyndi Ægir aftur, en „það var eins og bensíni hefði verið hellt á eld,“ sagði Einar þegar hann lýsti því hvernig sjólagið versnaði skyndi- lega. Ægir var í beygju aftur fyrir skut Vikartinds þegar fyrsta brotið skall aftan á skipið. „Þetta brot lagði skip- ið talsvert. Þá voru tveir menn í líflín- um aftur á skipinu að fylgjast með dráttarbúnaði, svo tógin flæktist ekki, en aðrir voru í skjóli. Eftir brot- ið voru allir heilir." Ægir nánast á hliðina Nokkrum mínútum síðar var Ægir þvert á vind og reyndi að beygja upp í. „Þá kom mjög stórt brot, sem skall á skipinu frá bóg og aftur úr. Þetta brot færði skipið í kaf og nánast á hliðina," sagði Einar. Stjórnborðsskrúfa var sett á fullt, þegar skipherrann reyndi að keyra skipið upp úr brotinu. „Ég fékk ekk- ert svar frá afturþilfarinu, en um það leyti sem síðari línunni var skotið heyrði ég að talstöð yfírstýrimanns var opin og að hann hrópaði. Síðar kom í ljós að hann var fótbrotinn.“ Skipherrann bað 2. stýrimann, sem hafði skotið línunni frá brúar- vængnum, um að fara niður og aftur á og kanna stöðuna. „Um leið var hringt úr vélarrúmi og sagt að bátsmaðurinn væri týndur og yfirstýri- maður fótbrotinn. Þá ákvað ég strax að hætta frekari tilraunum til að koma línu yfír í Vikar- tind og koma Ægi út úr þessu. Þriðja brotið skall á okkur, mjög stórt, en skipveijar voru allir komnir í skjól. Ég óskaði eftir að þyrian færi strax af stað. Stuttu síð- ar lét ég þá um borð í Vikartindi vita að við værum farnir frá og bað þá um að kanna hvort þeir sæju til bátsmannsins." Ægir sigldi utar og skipverjar hlúðu að yfirstýrimanninum í sam- ráði við lækni þyrlunnar og lækna á slysadeild. „Þegar þyrlan kom var ákveðið að byija á áhöfn Vikartinds, því það var lítið hægt að gera fyrir okkur í bili.“ Bátsmaðurinn kom félögum sínum til hjálpar Atburðarásin um borð í Ægi skýrðist nánar í framburði skipherra, 2. stýrimanns, 3. stýrimanns, yfirvél- stjóra og tveggja háseta. Skipherr- ann sagði ljóst, að eftir fyrsta brot- ið, sem fór yfir skut varðskipsins, hefði dráttarbúnaðurinn farið á hreyfingu og mennimir tveir, sem voru í líflínu að gæta hans, áttu í vandræðum því taugin hafði flækst í brotinu. Elías Öm Kristjánsson, bátsmaður, sem var inni í vélarrúmi, sá vandræði félaga sinna og hljóp út á þilfarið til að aðstoða þá. Slíkt hið sama gerði Jóhannes Siguijóns- son háseti og var hvorugur þeirra í líflínu. Guðmundur Guð- mundsson, 2. stýri- maður, sá um að skjóta línunni frá varðskip- inu. „Eftir að stóra brotið reið yfir skaut ég síðari línunni, en ég sá ekki hvort hún náði inn á Vikartind. Rétt í sömu mund heyrði ég í talstöðinni að það væri eitthvað að og skipstjórinn sendi mig niður og aftur á. Þá var búið að draga yfir- stýrimann i skjól. Hann sagðist vera fótbrot- inn, en þeir gætu ekki fundið bátsmanninn. Það var kannað hvort hann væri í vélarrúmi, þar sem hann var áður. Á meðan bárum við yfir- stýrimann inn á verkstæði." Eins og flögg í vindi Kristján Guðmundsson, 3. stýri- maður, var í brúnni og sá um ijar- skiptin við Vikartind. Hann taldi sennilegt að Vikartind hefði farið að reka þegar él gengu yfír um kl. 18, en svo hefði hægt á rekinu aftur. Það hefði hins vegar aukist þegar brot skullu á skipinu. „Þegar fyrsta brotið skall á Ægi lagðist hann í 50° halla, við annað brot 80° og í því þriðja 50-60°. Menn héldu í rekkverk og stóðu beint út frá þeim, eins og flögg í vindi. Ég gat ekki sinnt fjarskiptum eða neinu öðru, því ég varð að halda mér eins og ég gat. Þegar skipið lagðist mest og nánast alveg á hliðina, þá stóð ég innan á millivegg í brúnni. Við lentum ekki í vandræðum þegar fyrri línunni var skotið og það var ekkert sem benti til að síðari tilraun- in yrði öðruvísi, en sjórinn rauk skyndilega svona upp.“ Sá skaflinn rísa Olafur Pálsson, yfirvélstjóri, sagði að Elías Örn hefði verið inni í vélar- rúmi áður en fyrsta brotið reið yfir. „Eftir fyrsta brotið spurði ég hann hvar strákamir væru. Hann sagði Einar Valsson skipherra Morgunblaðið/Árni Sæbcrg VARÐSKIPIÐ Ægir fékk á sig brot þegar tilraunir voru gerðar til að koma línu yfir í Vikartind. Bátsmanninn tók út og yfir- stýrimaður skipsins fótbrotnaði. að það væri allt í lagi með þá, því þeir væru í skjóli inni í málningar- kompu. Ég leit út um kýrauga og sá þá skaflinn risa við skipið. Ég skellti kýrauganu aftur, greip hand- festu og svo reið stóra brotið yfir. Þá sá ég Elías ekki, hann var farinn út. Brotið lagði skipið svo mikið á stjórnhliðina, að bakborðsskrúfan hefur áreiðanlega farið upp úr sjó. Skipið nötraði allt.“ Hélt um akkeriskeðju Jóhannes Siguijónsson háseti sagði að eftir fyrsta brotið hefði El- ías iitið út á dekk og séð að dráttar- taugin var komið í flækju og skipveij- amir tveir, sem þar vom, áttu í erfið- leikum. „Hann hljóp af stað út og ég líka. Þá gekk enginn sjór yfir dekkið. Við ætluðum að aðstoða þá sem fyrst, svo línan kæmist út ef skotið heppnaðist. Við vomm að leysa út flækjunni þegar ég heyrði ailt í einu öskrað: „Brot“! Ég var ekki með líflínu, svo ég kastaði mér á akkeriskeðjuna og hélt um hana með höndum og fótum. Ég sá Magn- ús háseta sveiflast stjórnlaust til og frá í líflínunni og hann rann undir mig. Svo hvarf allt í sjó. Þegar rof- aði til aftur heyrði ég yfirstýrimann- inn hrópa: „Ég er fótbrotinn“. Ég dró hann í hlé og kallaði í skipstjór- ann úr málningarkompunni að keyra út úr þessu, því það væri allt að fara til íjandans aftur á. Hann kallaði á móti að hann væri þegar að keyra skipið út úr þessu." Jóhannes sagði að hann hefði séð Elías síðast nokkrum sekúndum áður en brotið reið yfir. „Við fundum hann ekki. Við köstuðum út björgunar- hring, hrópuðum og kölluðum, en sáum hann aldrei.“ Hvarf allt I hvítt löður Magnús Þór Guðjónsson, háseti, var við dráttarbúnaðinn ásamt Jak- obi Jónssyni yfírstýrimanni. Hann sagði að þeir hefðu verið að reyna að greiða úr flækjunni eftir fyrsta brotið þegar Elías kom hlaupandi. „Ég sá hann aldrei eftir stóra brotið. Mér fannst reyndar eins og mörg brot kæmu, hvert á eftir öðru. Það hvarf allt í hvítt löður og ég missti allt tímaskyn." Skipveijamir á Ægi voru spurðir, hvort þeir hefðu talið forsvaranlegt að reyna að koma taug í Vikartind við þessar aðstæður. Einar Valsson skipherra sagði að skipið hefði ekki legið undir neinum áföllum við fyrri tilraunina. „Miðað við hvað allt gerð- ist hratt eftir þessar tilraunir okkar, efast ég um að okkur hefði gefist timi til að draga skipið frá. Ég hefði hins vegar aldrei lagt skip mitt og menn í hættu ef ég hefði ekki haldið að við gætum bjargað Vikartindi. Ég sá ekki fyrir hve hröð atburðarás- in varð.“ Guðmundur Guðmundsson, 2. stýrimaður, sagði að hann teldi að Ægir hefði getað náð Vikartindi út, ef lína hefði komist yfír í flutninga- skipið og skipveijar náð að festa hana. Kristján Guðmundsson, 3. stýrimaður, sagði að þeir hefðu talið raunhæft að bjarga skipinu. „Ef skip- ið hefði ekki rekið svona hratt að landi, eftir að þessi stóru brot skullu á því og varðskipinu, hefði það tek- ist. Skipið hafði færst hratt að landi í éljum, en hægt á sér á milli, því það var ekki alveg laust. Það var ekki fyrr en síðar sem við sáum að Vikartindur var fallinn á tíma.“ Hleðslustjórinn um borð í Vikartindi taldi skipið alls ekki öruggt þótt það lægi við akkeri Þvermóðska skip- stjórans tómt rugl KARL Guðmundsson, hleðslustjóri og fulltrúi Eimskips um borð í Vikartindi, hafði orð á því við skipstjóra flutningaskipsins strax þegar bilun kom upp í skipinu á miðvikudagsmorgun hvort ekki væri rétt að láta Landhelgisgæsluna vita. Karl horfði þá til þess að miðað við rek- hraða á skipinu tæki það aðeins fjóra tíma að reka að landi og þann tíma taldi hann rétt að nýta svo varðskip ætti möguleika á að sigla að skipinu í tíma. Skipstjórinn taldi óþarfa að hafa samband við Gæsluna. Áður hefur komið fram að Eimskip hafði samband við Gæsluna á miðvikudagsmorgun og var varðskipið Ægir sent að Vikartindi í kjölfarið. Sjóprófum vegna strands Vikartinds var fram haldið á laugardag, en síðdegis var þeim frestað. I fyrstu var ætlunin að halda þeim áfram í gær en varðskipið Ægir átti að fara út að nýju ki. 14 í gær og var ákveðið að fresta sjóprófum þar tii Ægir kæmi í höfn á ný. Þeim verður því haldið áfram þann 19. eða 20. mars. Jón Finnbjörnsson dómarafulltrúi sagði að þessi frestun hefði verið í samráði við lögmann Landhelgisgæslunnar og fallist hefði verið á hana þar sem meginatriði máls- ins væru þegar komin fram. Karl Guðmundsson kom fyrir réttinn á laug- ardag. Hann sagði m.a. að akkeri hefðu verið iátin falla milli kl. 12 og 13 en þau hefðu ekki náð festu fyrr en skipið var komið á minna dýpi, um kl. 14. Úr vélarrúmi bárust ýmist þau skiiaboð að vélstjórar vissu ekki hve lang- an tíma viðgerð tæki eða að nú væri henni alveg að Ijúka. Karl taldi að akkerin hefðu svo farið að losna þegar skipið fór að velta meira í versnandi sjó enda botninn sendinn. Þegar Ægir kom að skipinu upp úr hádegi mátu varðskipsmenn stöðuna svo að hætta væri á að skipið ræki upp og vildu setja í það línu en því hafnaði skipstjórinn, eins og ávallt síðar um daginn, allt þar til aðstoð var þegin um kvöldmatarleyti. Þá var það hins vegar um seinan. Varðskipsmenn hefðu komið þeim skilaboðum tii skipveija á Vikartindi að best væri að slaka út eins miklu af akkerisfestum og hægt væri. í sjóprófum hafa komið fram nokkuð misvísandi upplýsingar um hve mikið var úti af festunum. Karl sagði að það hefðu verið 6 liðir stjómborðsmegin og 5 bakborðs- megin þegar mest var, en skipstjórinn sagði á föstudag að fleiri liðir hefðu verið settir út síðar. Karl sagði að sér hefði skilist að samninga- viðræður væru í landi um björgunarlaun, en sjálfur hefði hann enga milligöngu haft um slíkt. Um kl. 18 hefði Ægir haft samband og spurt hvort verið gæti að skipið ræki. Hann hefði skoðað stöðuna og verið sammála varð- skipsmönnum, að skipið hefði færst frá því að staðsetning þess var síðast færð inn á kort, kl. 14.50. Þegar Karl var inntur eftir því hvort hann hefði verið sammála skipstjóranum um að skipið væri öruggt við festar á þessum stað svaraði hann: „Alls ekki. Mitt mat á hættunni var allt annað en skipstjórans." Akkerin héldu ekki Um kl. 18.30 bað skipherrann á Ægi Karl um að benda skipstjóra Vikartinds á að myrk- ur væri að skella á, skipið væri rétt við brim- garðinn og ekki tími til að gera neitt ef það færi af stað. Réttast væri að senda þyrlu til að taka a.m.k. hluta áhafnar. „Ég benti skip- stjóranum á að akkerin héldu greinilega ekki alveg en hann vildi hvorki fá taug úr varðskip- inu né að þyrlan tæki einhveija úr áhöfn, því hann þyrfti að nota þá um borð. Mér fannst þessi þvermóðska í honum tómt rugl og sagði honum að ég tæki ekki þátt í þessu lengur. Svo yfirgaf ég brúna til að ieggja áherslu á að ég væri fullkomlega ósammáia honum en hann kallaði mig aftur upp í brú,“ sagði Karl. Karl bar einnig að hluta áhafnar hefði verið safnað saman í borðsal 1-2 klukkustundum áður en farið var fram á aðstoð varðskips. Aðspurður hvort skipstjórinn hefði þá talið hættu á ferðum sagði Karl að hann hefði alla vega séð ástæðu til að safna saman þeim skip- veijum sem ekki voru að vinna við akkerisspil eða annað. Dýptarmælir bilaður? Karl sagði að sér hefði skilist að dýptarmæl- irinn um borð væri bilaður enda hefði skipstjór- inn haft orð á því. Upplýsingar dýptarmælis hefðu alla vega ekki komið heim og saman við staðsetningu á korti, sem sýndi að þarna væri 20-30 metra dýpi. Karl ítrekaði aðspurður að skipstjórinn hefði ekki getað efast um að varðskipsmenn, stjórn- stöð Gæslunnar og hann sjátfur hefðu talið hættu yfirvofandi. „Hann taldi að akkeri myndu halda og vélin færi í gang. Svo var þetta spurning um björgunarlaun. Hann vildi gera allt sem hann gæti til að komast út úr þessu af eigin rammleik." Aðspurður hvort hann væri viss um að skip- stjórinn hefði tafið fyrir aðstoð vegna björgun- arlauna svaraði Karl: „Hann var ekki að tefja neitt, ég sagði það ekki, en hann lifði í voninni." Skipstjórinn á Vikartindi, Michael Barz, var kallaður aftur fyrir eftir vitnisburð Karls. Hann var spurður nokkuð um skráningu stað- arákvarðana skipsins og sagði að þær hefði ekki verið búið að færa inn í skipsbók. Hann sagði að dýptarmælirinn hefði verið í lagi en þar sem mikil hreyfíng hefði verið á skipinu hefði hann sýnt rangar tölur af og til. Hann sagði að akkeri hefðu haldið þar til kl. rúm- lega 18 en skilaboð hefðu borist nokkrum sinn- um frá Ægi um að rétt væri að skipið yrði tekið í tog. I I i l I i l { I I 1 i t l « I I t I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.