Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 33
_______________LISTIR
Stólar sólar
ogþæginda
NANNA Ditzel: Bylgjustóll (1996) og bekkur fyrir tvo (1989).
HÖNNUN
Káöhús Rcykjavíkur
HÚSGÖGN O.FL.
NANNA DITZEL
Opið kl. 10-19 virka daga og kl.
12-18 um helgar til 23. mars; að-
gangur ókeypis.
MEÐ VISSUM fyrirvara má
segja að það sé nöturleg staðreynd
að vel hannaður hlutur, einkum á
sviði húsgagna, veki enn í dag
sérstaka ánægju og eftirtekt. Þessi
staðreynd er nöturleg vegna þess
að þrátt fyrir að hönnun á flestum
sviðum hafi tekið stórstígum fram-
förum á þessari öld og hægt sé
að nefna mýmörg dæmi um
framúrskarandi hluti, er daglegt
umhverfi okkar eigi að síður upp-
fullt af undirmálsgripum, t.d. hús-
gögnum sem ná því hvorki að
gegna hlutverki sínu nógu vel,
hvað þá að vera sérstakt ánægju-
efni eða augnayndi. Sinnuleysi og
meðalmennska ríkja of víða, og
fátt minnir betur á það en að sjá
verk fijórra og skapandi hönnuða.
Danski hönnuðurinn Nanna
Ditzel er svo sannarlega í þeim
hópi. Hún er greinilega enn að
skapa stórskemmtilega hluti, kom-
in á áttræðisaldurinn, en hún hef-
ur nú unnið mikið starf á þessum
vettvangi allt frá því hún lauk
námi 1946. Eins og á við um fleiri
hönnuði í fremstu röð hefur hún
ekki bundið sig við eitt svið í gegn-
um tíðina, heldur tekist á við ólíka
hluti. Á sýningunni hér er hlutur
húsgagna mest áberandi, en þó
má einnig sjá dæmi um afar
skemmtilegan textíl og sérstæða
skartgripi og úr, sem hver gull-
og silfursmiður mætti vera hreyk-
inn af.
Húsgögnin sem hér eru sýnd
eru aðeins hluti af því lífsstarfi
Nönnu Ditzel, sem áhugafólk á
þessu sviði hefur átt kost á að
kynnast í gegnum tíðina, en þó
má hér glögglega sjá nokkra
áhersluþætti, sem hafa verið ríkj-
andi { verkum hennar. Þar má
fyrst nefna virðingu fyrir lífrænu
efni og þeim fjölbreyttu möguleik-
um sem t.d. timbur býður upp á.
Barnahúsgögnin eru hér gott
dæmi um þetta, enda hafa þau
verið afar vinsæl allt frá því þau
komu fyrst fram á sjötta áratugn-
um. Annað er að hönnun hennar
hefur reynst lítt háð tískubólum
hvers tíma, sem sést vel á því að
hér eru tveir stólar frá 1958 í fullu
samræmi við sófa og borð, sem
urðu til 34 árum síðar. Loks ber
að nefna að hönnuðurinn hefur
greinilega mikið vald á vinnslu-
ferli þeirra húsgagna sem hún
hannar og þeirri tækni, sem fram-
leiðsla þeirra krefst. Notkunin á
sveigðum krossvið er ef til vill
besti vitnisburður þessa, þar sem
koma í Ijós miklir möguleikar
sterks efnis, sem þó hefur á sér
afar létt yfirbragð.
Þessi léttleiki er eitt helsta ein-
kenni þeirra húsgagna, sem hér
eru sýnd. Nanna hefur um langt
árabil leitað mjög til eyja Karíba-
hafsins og það kemur glöggt fram
í litríki og munsturgerð margra
hluta hér; bekkur fyrir tvo (1989)
er líkt og hannaður fyrir sólina,
en þessi gripur fékk gullverðlaun
í Asahikawa í Japan árið eftir.
Bylgjustóll (1996) ber einnig með
sér þennan léttleika í undnu efn-
inu, sem og raðstólar úr málmi
(Bylgjan, 1991), sem minna á sjáv-
arföllin í hrynjandi jafnt sem litum
sínum.
Leikmaður kann að hugsa öðru
vísi til húsgagna en fagurkerinn,
en svarið hér er einfalt: Húsgögn
Nönnu Ditzel eru jafn þægileg og
þau eru ánægjuleg fyrir augað.
„Trinidad" og „Tuba“ stólarnir eru
afar viðkunnanlegir með sín háu
bök og breiðu sæti, og hallinn
hentar einnig vel; hið sama má
segja um raðstólana og forvitni-
lega hnakk-stóla, sem ættu að eiga
vel heima á ýmsum vinnustöðum.
Auk sýningargripanna .er hér
að finna nokkra kynningu á hönn-
uðinum og ferli hennar með sýnis-
hornum af blaðaúrklippum frá
ýmsum tímum. Þetta efni mætti
ef til vill vera skipulegra í fram-
setningu, en gefur engu að síður
nokkra mynd af þeim fjölbreytta
og ríkulega ferli, sem Nanna Ditz-
el á að baki - og á eflaust eftir
að bæta dijúgt við enn.
Það er fengur að þessari sýn-
ingu, þótt annað sýningarrými
hefði væntanlega hentað henni
betur, og er rétt að hvetja sem
flesta til að líta inn í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur á næstunni.
Eiríkur Þorláksson
AUÐUR Gunnarsdóttir og Carl Davis
Stríðsgóss á sýn
ingum í París
París. Reuter.
Glæsileg
frum-
raun
TÓNLEIKAR
Hafnarborg
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Auður Gunnarsdóttir og Carl Davis
fluttu söngverk eftir Sarti, Mozart,
Schumann, Sibelius, Tuurina, Bizet,
Nicolai og Jón Þórarinsson. Sunnu-
dagurinn 9. mars, 1997.
ÞAÐ ERU varla meira en þijátíu
ár síðan tónlistarskólarnir tóku að
sinna söngkennslu og með stofnun
Söngskólans í Reykjavík og síðar
íslensku óperunnar urðu straum-
hvörf í þjálfun söngvara hér á landi.
Áður fyrr sóttu ungir söngvarar
einkatíma í söng og þá varð minna
um almenna menntun í tónlist. Nú
má segja að söngkennsla skólanna
sé að skila sér, því fjöldi vel mennt-
aðra söngvara hefur haslað sér völl
sem atvinnumenn um allan heim.
Auður Gunnarsdóttir var, á sín-
um fyrstu söngtónleikum í Hafnar-
borg, að skila af sér afrakstri fjög-
urra ára framhaldsnáms í Þýska-
landi og er óhætt að segja, að Auð-
ur hefur unníð vel og er hún nú í
hópi efnilegustu söngkvenna okkar
í dag. Hjá henni haldast í hendur
góðir tónlistarhæfileikar, góð rödd
og góður skóli.
Tónleikarnir hófust á aríunni
Lungi dal caro bene, eftir Giuseppe
Sarte. Hann á sér sérkennilega
sögu, lærði hjá Padre Martini, starf-
aði fimm ár í Kaupmannahöfn, fjög-
ur ár við stúlknaskóla Vivaldis I
Feneyjum, þar sem Cherubini var
nemandi hans og dvaldist 16 ár í
Pétursborg. Sarti samdi margar
óperur bæði á ítölsku og rússnesku
og stofnaði m.a. tónlistaraskóla í
Úkraínu. Auður sýndi strax með
þessu lagi, að söngur hennar stend-
ur á traustum grunni. Sama má
segja um flutning Auðar á aríu
Fiordiligi, úr Cosi fan tutte, eftir
Mozart.
Söngvar Schumanns við ljóð úr
Wilhelm Meister, eftir Goethe, eru
níu talsins en Auður flutti fjóra
þeirra, Kennst du das Land, Nur
wer die Sehnsucht kennt, Heiss
mich nicht reden og So lasst mich
scheinen. Þessi fallegu söngverk
voru vel flutt, öguð og fallega túlk-
uð og þar átti samleikarinn Carl
Davis margt frábærlega vel gert.
Fjögur lög eftir Sibelius voru
næst á efnisskránni og var meist-
araverkið Flickan kom ifrán sin
alsklings möte, frábærlega vel flutt.
Fimm skemmtileg sönglög eftir
Turina, sem nefnast Poema en
forma de cancoines, voru mjög vel
flutt, fyrsta lagið, Dedicatoria, er
einleikur á píanó og var það ágæt-
lega leikið af Carl Davis. Áf þessum
lögum er Cantares skemmtilegast
og þar blómstraði söngur Auðar.
Þriðja lagið fjallaði um óttann og
var það fallega túlkað og í síðasta
laginu, sem er ort um öfgar ástar-
innar, var túlkun Auðar töluvert
áhrifamikil.
Jeg fand í morges og Jeg elsker
dig, bæði eftir Jón Þórarinsson,
voru sérstaklega vel flutt og ekki
síst af píanóleikaranum, er náði að
móta mjög fallega undirleiksum-
gjörðina um lögin, þannig að falleg-
ur söngur Auðar naut sín sérlega
vel og má vel segja, að ekki hafi
þessi lög verið betur flutt en nú gat
að heyra.
Aría Micaelu úr Carmen var
glæsilega sunginn og náði Auður
að túlka ást hennar, sem hjálpar
henni að yfirvinna óttann og knýr
hana áfram í leitinni að Don José.
í Lokalagi tónleikanna, aríu frú
Fluth (Alise hjá Shakespeare) úr
Kátu konurnar frá Windsor, eftir
Nicolai, sýndi Auður, að hún ræður
yfir töluverðri söngleikni og á gott
með leikræna túlkun.
í heild var flutningur Auðar mjög
vel mótaður, svo hvergi bar á
skugga. Carl Davis átti og mikið í
þessum tónleikum, sérstaklega í
söngverkum Schumanns, ljóðunum
eftir Turina og ekki síst í „Flickan"
eftir Sibelius og lögum Jóns Þórar-
inssonar. Auður Gunnarsdóttir hef-
ur með þessum fyrstu tónleikum
sínum haslað sér völl í fremstu röð
íslenskra söngvara og verður fróð-
legt að fylgjast með þroska hennar
sem listamanns í framtíðinni.
Jón Ásgeirsson.
UM 900 listaverk, sem nasistar
tóku traustataki í Frakklandi í
heimsstyijöldinni síðari, verða
sýnd á fjórum söfnum í París í
næsta mánuði, í von um að eigend-
urnir geri kröfu til þeirra, að sögn
safnstjóranna. Verkin eru af ýms-
um toga, m.a. eftir Picasso og
Matisse, Cezanne, Utrillo, Leger
og Courbert.
Lýst eftir eigendum
Verkunum var skilað til Frakk-
lands eftir að stríðinu lauk en þar
sem enginn gerði kröfu til að fá
þau, voru þau sett í geymslu til
ríkisrekinna safna, sem áttu sam-
kvæmt lögum að reyna að hafa
uppi á eigendunum. Það hefur
ekki tekist, raunar hafa ríkisreknu
söfnin verið sökuð um að hafa
ekkert gert til þess en alls munu
vera um 2.000 verk í vörslu þeirra.
Eftir stríð skiptu þau tugum þús-
unda en mörg hafa verið seld á
uppboðum.
Sum verkin hafa verið sýnd
opinberlega en þau sem eru síður
verðmæt hafa verið í geymslu í
ríflega hálfa öld.
Fyrsta sýningin verður opnuð í
Musee d’Orsay þann 8. apríl og
daginn eftir í Louvre, Pompidou
og íranska leirlistasafninu. Búist
er við að sýningarnar standi í um
hálfan mánuð.
Tiim
ISLENSKA OPERAN
___III!!
V i f
' V <
/Á
r
1f
Káta ékkjaTi
Frábær skeTnmttjn
Sídustu síjTiingQr fyrir
páska 14. og 15. mars.
Sími 551 1475.