Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 ÚR VERIIMU MORGUNBLAÐIÐ Hún er orðin bragðdauf vetrarvertíðin í Stykkishólmi. Nú er algeng sjón að sjá bundna við bryggju báta sem geta ekki sótt sjóinn vegna lítils þorskkvóta. Skelvertíð að ljúka en illa gengur með beitukónginn LÍTILL kraftur er í útgerð vertíðar- báta frá Stykkishólmi um þessar mundir, en þaðan eru gerðir út 6 bátar 100-160 tonn á stærð. Þorskkvóti þessara báta er mjög takmarkaður. Þeir hafa litla úthlut- un í þroskkvóta sem setur sitt mark á útgerð þeirra. Þrír bátar stunda netaveiðar, en þeir mega lítið fiska vegna þess hve þorskkvóti þeirra er takmarkaður. Þeir eru með fá net í sjó, u.þ.b. 60 net og verða að taka upp netin og stoppa þegar aflast vel til að treina þorskinn. Áður en línutvöföldun var afnum- in voru 3-4 bátar gerðir út á línu- veiðar og skapaðist við það mikil vinna bæði á sjó og í landi yfir þann tíma er hún var leyfð. Sú ákvörðun að afnema línutvöföldun- ina hefur haft mikil áhrif hér. Menn eru ekki sáttir við þá ákvörðun og lítt þakklátir þeim sem þá ákvörðun Afnám línutvö- földunar hefur áhrif á atvinnulíf- ið í Stykkishólmi tóku. Nú er komin upp sú staða að erfitt er að finna þessum bátum verkefni. Þeir fá úthlutað frá 150-300 þorsktonnum, sem dugar skammt til að brúa veiðar í nokkra mánuði. Það virðist sem svokallaðir vertíðar- bátar hafi orðið útundan í barátt- unni um kvótann og því farið á mis við góðærið sem talið er vera í sjávarútvegi á íslandi í dag. Þess- um hópi má ekki gleyma og það þarf að styrkja stöðu hans, því þessi bátaflokkur er mikilvæg undirstaða atvinnu í byggðunum á norðan- verðu Snæfellsnesi. Kapphlaupið varðandi veiðar og vinnslu loðnu og síldar hefur alveg farið framhjá íbúum á Snæfellsnesi. Skelvertíð er að mestu lokið í Stykkishólmi. Veiðin hefur verið góð í vetur og virðist sem jafnvægi sé komið á veiðar og stofnstærð. Þá hafa 4 minni bátar stundað veið- ar á beitukóngi. í haust var veiðin góð, u.þ.b. 5 kg af beitukóng í gildru. Um miðjan nóvember datt veiðin niður og hefur verið mjög léleg fram til þessa. Nú eru bátam- ir að fá um 1,5 kg í gildru. Er það talið stafa af því að beitukóngurinn er í hrygningarástandi, en þá nær- ist hann ekki og leitar því ekki í gildrumar. Ekki er vitað hve lengi þetta ástand varir en vonast er til að þessu ástandi fari að ljúka og að beitukóngurinn fái bráðum lyst- ina að nýju. Þingsályktun þriggja þingmanna jafnaðarmanna Vilja að Island gangi á ný í Alþjóðahvalveiðiráðið ÞRÍR Þingmenn jafiiaðarmanna, þau Svanfríður Jónasdóttir, Jón Bald- vin Hannialsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, leggja til í þingsálykt- unartillögu á Alþingi að fela ríkis- stjóminni að gera ráðstafanir til að ísland verði aftur aðili að Alþjóðahval- Laxeldi í vanda FRANSKA fyrirtækið Salmor tilkynnti í febrúar sl. að það hefði hætt laxeldi undan strönd- um Brittaníu en þar hefur fyrir- tækið alið lax síðastliðin tíu ár. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið leggi endanlega upp laupana eftir þijá mánuði og þar með er talið að franskt laxeldi legg- ist af á einu bretti. Þegar Salmor hóf rekstur var gert ráð fyrir að 77 frankar fengjust fyrir kflóið af laxi. Markaðsverðið í dag er um 22 frankar á kfló. Fyrirtækið fram- leiddi um 500 tonn af laxi á ári og treysti sér ekki í sam- keppni við þau 320.000 tonn sem koma frá Noregi á ári hveiju. veiðiráðinu. Mótmæli Alþingis við banni við hvalveiðum verði hluti þeirra ráðstafana. Tillaga þingmannanna þriggja er ann- ars svo hljóðandi: ★ „Úrsögn íslands úr Alþjóðahval- veiðiráðinu 1991 hefur ekki orðið til þess að hvalveiðar væru hafnar hér við land að nýju. í raun virðast minni möguleikar á því ef ísland stendur utan ráðsins. ★ Sé litið til stöðu Norðmanna virðist einsýnt að hagsmunum okkar væri betur borgið með að vera einnig innan ráðsins en þeir hafa nú í skjóli þess hafið hrefnuveiðar. Japamir stunda hvalveiðar í vísindaskyni en þær eru löglegar samkvæmt sáttmálanum. Á sama tíma hafa íslendingar ekki veitt neinn hval. Ekki hægt að sejja afurðirnar ★ Við gætum ekki selt Japönum hvalaafurðir þótt við hæfum veiðar á meðan við stöndum utan ráðsins. Samþykkt ráðsins frá áttunda ára- tugnum bannar að lönd innan ráðsins kaupi hvalaafurðir af ríkjum utan þess. ★ Við getum lítið aðhafst án þess að eiga samstarf við Alþjóðahvalveiði- ráðið því bæði í Hafréttarsáttmála SÞ og framkvæmdaáætlun Rió-ráðstefti- unnar er mælt fyrir um skyldu ríkja til samstarfs í þessum efnum. ★ Ákvarðanir ráðsins hafa áhrif á ákvarðanir okkar hvort sem við erum utan þess eða innan. Möguleikar okk- ar til að hafa áhrif á stefnumótun eru mestir ef við eigum sæti í ráðinu. ★ Innganga íslands í Alþjóðahval- veiðiráðið, og þar með í samfélag þeirra þjóða sem í raun ráða úrslitum um hvalveiðar í heiminum, mun sýna vilja okkar til að undirgangast alþjóð- legar samþykktir í náttúruvemdar- málum. ★ Að þessu samanlögðu er það mat flutningsmanna að rétt sé að ganga aftur í ráðið, þrátt fyrir þá staðreynd að afstaða ráðsins til hvaleiða sé ekki einungis byggð á vísindalegum for- sendum heldur einnig pólitískum. Mótmæla verður banni við veiðum ★ Alþingi samþykkti árið 1983 að nýta ekki rétt landsins til að gera fyrirvara við samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins um tímabundna stöðvun veiða í atvinnuskyni (núllkvóta). Sem lið í ráðstöfunum til að ganga í ráðið yrði Alþingi að samþykkja að gera slíkan fyrirvara, mótmæla banni við hvalveiðum." IMEYTENDUR Matreiðslumaður ársins •• Hákon Már Orvarsson hlaut titilinn í ár KEPPNI um matreiðslumann árs- ins fór fram um helgina en for- keppnin fór fram nokkrum dögum fyrir úrslitakeppnina. Keppnisrétt höfðu þeir sem lokið hafa sveins- prófi í matreiðslu og greitt keppn- isgjald. Að þessu sinni var grunn- hráefni í forkeppni lambahryggur, lambanýru, couscous og eggaldin. í leyndardómskörfunni var steinbít- ur, rauðspretta, karfi, tindabikkja og hörpuskeli í forrétt, í aðalrétt grísalæri og úrval af grænmeti, ávöxtum, mjólkurvörum og þurr- vörum og í eftirrétt dökkt súkkul- aði og mokka. Það var síðan Hákon Már Örv- arsson, matreiðslumaður á Hótel Holti, sem bar sigur úr býtum og hlaut titilinn að þessu sinni. í öðru sæti var Úlfar Finnbjömsson á Jón- atan Livingstone Mávi og í þriðja sæti Sæmundur Kristjánsson, mat- reiðslumaður á Hótel Sögu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HÁKON Már Örvarsson sem hlaut titilinn Matreiðslumað- ur ársins 1997. Herragarðurinn flytur á Laugaveg VERSLUNIN Herragarðurinn verð- ur opnuð í maí í 170 fermetra hús- næði þar sem Habitat var áður til húsa að Laugavegi 13. Siguijón Þórsson eigandi Herragarðsins segir að auk úrvals af hefðbundnum herra- fatnaði verði einnig herraskór.á boð- stólum. Þá verður veitingastaðurinn Mirabelle í bakhúsinu og verslunin Virgin verður einnig þarna til húsa. NÝTT Kvenfataverslunin OASIS í Kringlunni FIMMTUDAGINN 13. mars verður kvenfataverslunin OASIS opnuð í suður Kringlu. OASIS-verslanir voru fyrst opnaðar árið 1991 í Bretlandi og hefur síðan fjölgað hratt. Að sögn Þorbjöms Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Álfheima ehf., sem er rekstraraðili OASIS, hafa verslan- irnar verið kjömar tískuverslanir ársins í Bretlandi bæði 1995 og 1996. Alls eru nú starfræktar um 110 OASIS-verslanir, flestar í Bretlandi og Þýskalandi. Fatnaðurinn er að sögn Þorbjöms hannaður fyrir konur á aldrinum 18-35 ára þó viðskipta- vinirnir séu einnig yngri og eldri. Hann segir það sérkenni á verslun- um OASIS að árinu sé skipt í sex tímabil en ekki fjögur eins og venja er. Vikulega koma nýjar vörur. Lögð er áhersla á að fatnaðurinn í hverri línu passi saman og boðið er upp á skart og fylgihluti í stfl. Þorbjöm segir að lögð verði áhersla á að bjóða upp á alvöru tískufatnað á sann- gjömu verði og hafa úrvalið fjöl- breytt. Verslunin er í um 200 fermetra húsnæði og búið að koma þar upp átta mátunarklefum. Verslunarstjóri er Guðbjörg Friðbjömsdóttir. Neytendablaðið Uppþvottavélar og tölvukaup FYRSTA tölublað Neytendablaðs- ins á þessu ári er komið út. Þar er meðal annars að fínna úttekt á þeim uppþvottavélum sem seldar eru hérlendis og ráðleggingar fyrir byijendur í tölvuheiminum. Þá er að finna í blaðinu niðurstöður gæða- könnunar á tölvuprenturum. Það er International testing, sem er samstarfsvettvangur neytendasam- taka um gæðakannanir á vörum, sem stendur að könnuninni. Fjallað er um orlofshlutdeildir í kjölfar þess að tvö fyrirtæki hófu sölu á þessu hér á landi og ráðleggingar lög- fræðings Neytendasamtakanna um hvernig ganga á frá kaupum eða sölu á fasteign. Ennfremur er að finna í blaðinu umfjöllun um afleið- ingar dóms í Hæstarétti vegna jöfn- unargjalds sem lagt var á kartöflur og Elín Sigrún Jónsdóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, fjallar um mikilvægi þess að fólk leiti sér aðstoðar í tíma vegna fjárhagsörðugleika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.