Morgunblaðið - 13.03.1997, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BOÐAÐAR VINNUSTÖÐVANIR
Framsókn og Dagsbrún v. félagsmanna hjá Mjólkursamsölu 9. mars
Framsókn og Dagsbrún v. félagsmanna hjá EMMESS 9. mars
Félag járniðnaðarmanna v. féiagsmanna hjá Eimskip 10. mars
Félag jámiðnaðarmanna v. félagsmanna hjá Samskip 12. mars
Dagsbrún v. félagsmanna hjá Samskip 12. mars
Dagsbrún V. félagsmanna hjá Löndun 12. mars
Framsókn og Dagsbrún v. féiagsmanna hjá Eimskip 12. mars
Bíliðnafélagið V. félagsmanna hjá Eimskip 12. mars
Rafiðnaðarsamband íslands v. félagsmanna hjá Eimskip 12. mars
Rafiðnaðarsamband íslands v. félagsmanna hjá Samskip 12. mars
Hlíf v. félagsmanna hjá Eimskip í Hafnarfirði 13. mars
Hlíf v. bensínafgreiðslumanna 17. mars
Rafiðnaðarsamband íslands v. félagsmanna hjá RARIK 17. mars
Dagsbrún V. félagsmanna við bensínafgreiðslu 17. mars
Rafiðnaðarsamband (slands v. féiagsmanna hjá rikinu 20. mars
Samband íslenskra bankamanna 20. mars
Úrslit kosninga í dag um fyrstu
allsheijarverkföll 22. og 23. mars
Sermal Dags-
brúnar rædd á
löngum fundum
VIÐRÆÐUR hófust á nýjan leik í
gær milli verkalýðsfélaganna Dags
brúnar/Framsóknar og vinnuveit-
enda hjá ríkissáttasemjara og var
unnið í átta vinnuhópum að ýmsum
sérkjaramálum á löngum sáttafund-
um. Viðræður stóðu fram eftir kvöldi
en fremur lítið miðaði í samkomu-
lagsátt, skv. upplýsingum blaðsins.
Ákveðið var að halda þeim áfram í
dag.
Verkfall VSK myndi ná til
Keflavíkurflugvallar
Upp úr hádegi í dag eiga niður-
stöður úr atkvæðagreiðslu um 1.850
félagsmanna í Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Keflavíkur að liggja
fyrir um boðun ótímabundins alls-
heijarverkfalls sem hæfist á mið-
nætti 22. mars.
Yrði það fyrsta allsheijarvinnu-
stöðvunin í yfirstandandi kjaradeilu
og næði hún yfir allt Suðurnesja-
svæðið, þ.á m. til Keflavíkurflugvall-
ar, en þar myndi m.a. olíuafgreiðsla
við flugvélar og ýmis önnur þjónusta
við millilandaflug stöðvast. I kvöld
eða fyrramálið eiga niðurstöður að
liggja fyrir úr atkvæðagreiðslu
Dagsbrúnar, Framsóknar og Hlífar
um boðun allsheijarverkfalls á mið-
nætti 23. mars.
í gærkvöldi lauk talningu í at-
kvæðagreiðslu hjá Verkaiýðsfélag-
inu Baldri á ísafirði um boðun verk-
falls frá og með 2. apríl hafí samn-
ingar ekki náðst. 170 félagar af 318
greiddu atkvæði eða 53,46%. 87%
sögðu já en 11,17% sögðu nei. At-
kvæðagreiðslur standa yfir eða eru
í þann mund að hefjast hjá fjölda
annarra félaga innan VMSÍ um boð-
un allsheijarverkfalla 2. apríl.
Staðið fast við
krónutöluhækkanir
Fulltrúar Verkamannasambands-
ins komu til fundar með viðsemjend-
um hjá sáttasemjara í gær og verður
viðræðum haldið áfram í dag en
fátt tíðindavert gerðist á fundinum
í gær.
Björn Grétar Sveinsson, formaður
VMSÍ, segir að afstaða formanna
félaganna úti um landið, sem komu
saman í gær, sé mjög hreinskiptin
og VMSÍ standi m.a. fast við kröfu-
gerð sína um krónutöluhækkanir
launa.
Bankamenn héldu áfram viðræð-
um sínum við samninganefnd bank-
anna í gær og stóðu fundir fram
eftir kvöldi. Niðurstaða lá ekki fyrir
í gærkvöldi og var staðan óljós skv.
upplýsingum sem fengust hjá deilu-
aðilum skömmu fyrir miðnætti. Ef
samkomulag næst ekki skal sátta-
nefnd leggja fram sáttatillögu á
morgun sem bera þarf undir at-
kvæði á fjórða þúsund bankamanna.
í gær fóru einnig fram viðræður
á milli Samiðnar og viðsemjenda
hennar.
FRÉTTIR
Sjópróf Dísarfells fyrir lukt-
um dyrum til hlífðar vitnum
SJÓPRÓF hófust í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær, þar sem rann-
sakað er hvað varð til þess að Dísar-
fellið sökk miðja vegu milli íslands
og Færeyja aðfaranótt sunnudags.
Sjóprófin voru haldin fyrir luktum
dyrum.
Þegar þinghald var sett í gær-
morgun tilkynnti Jón Finnbjömsson,
formaður dómsins, að hann yrði við
beiðni forráðamanna Samskipa um
að þinghaldið yrði fyrir luktum dyr-
um. Jón vísaði þar til ákvæða laga
um meðferð opinberra mála, þar sem
undanþágur eru veittar frá þeirri
meginreglu að þinghöld skuli háð í
heyranda hljóði. Beiðni Samskipa
laut að því að þinghald yrði lokað
til hlífðar vitnum og þar sem rann-
sókn málsins stæði og hætta væri á
sakarspjöllum.
Gjaldkeri Sjómannafélags
Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson,
fékk heimild til að vera viðstaddur
sjóprófín á meðan skýrsla var tekin
af skipveijum. „Þetta áttu að vera
lokuð réttarhöld, en þarna var for-
stjóri Samskipa og fjöldi lögfræð-
inga og framkvæmdastjóra hjá
skipafélaginu. Okkur fannst því eðli-
legt að fulltrúi Sjómannafélagsins
væri einnig viðstaddur."
Morgunblaðið/Ásdís
LÖGMENNIRNIR Jón Finnsson frá Samskipum, Gunnar H. Sigurðs-
son frá Vátryggingafélagi íslands, Kristinn Ingólfsson frá Siglinga-
stofnun og Kristján Guðmundsson frá rannsóknamefnd sjóslysa
skoða teikningu af Dísarfelli áður en sjópróf hófust í gærmorgun.
Birgir sagði að þrátt fyrir að því
væri borið við, að réttarhöldin væru
lokuð til að vernda skipveijana, þá
hefðu skipveijar ekki verið spurðir
álits. „Ég var að tala við tvo sem
komu fyrir réttinn í morgun og þetta
var aldrei nefnt við þá.“ Teknar
voru skýrslur af þeim úr áhöfn Dís-
arfells sem komust lífs af í sjópróf-
unum í gær og verður því haldið
áfram í dag. Sjóprófín verða haldin
fyrir opnum dyrum í dag.
VSÓ, Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar, í Reykjavík hefur gert tölvulíkan að verksmiðjunni og stað-
sett mannvirkin í landslaginu suður á Reykjanesi, í grennd við Hafnir.
Bjartsýnir á magnesíum-
verksmiðju á Reykjanesi
Grindavík. Morgunblaðið.
BJARTSÝNI ríkir meðal forráða-
manna Hitaveitu Suðurnesja á að
niðurstöður hagkvæmnisathugunar-
innar vegna byggingar magnesíum-
verksmiðju á Reykjanesi, sem kynna
á 20. mars verði hagstæðar. Verk-
smiðjunni hefur verið valinn staður
norðan við Hafnarberg á Reykjanesi
milli Sandvíkurtanga og Eyrarvíkur.
Þar er vogur sem heitir Kópa og
verður höfnin, sem fengið hefur
vinnuheitið Sandhöfn, væntanlega
byggð þar.
Nýlega átti forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja, Júlíus Jónsson, fund
með kanadískum fjárfestum, þar
sem hann kynnti þeim verkefnið en
áður hefur verið unnið við að fá fjár-
festa að verkefninu í Evrópu og víð-
ar. Enn er of snemmt að segja hveij-
ar undirtektir verða enda tekur slík
kynningarvinna langan tíma.
Markaðshorfur eru taldar góðar á
magnesíum og kemur þar til stór-
aukin notkun þess í bílaframleiðslu
í kjölfar nýrra staðla sem krefjast
léttari bíla.
1-10% af hagnaðinum
hugsanlega hingað
FJÁRFESTING erlendra aðila í ens-
ímvinnslu úr ljósátu mun skila tugum
milljarða króna á ári í hagnað en
íslenski þátturinn í vinnslunni, sem
verður stjómað af Jóni Braga Bjama-
syni prófessor, skilar hugsanlega frá
1-10% af heildarhagnaðinum við
vinnsluna. Jón Bragi segir að íslend-
ingar séu að hirða upp molana af
veisluborði ensímtækninnar og skiln-
ing stjómvalda skorti algjörlega.
Jón Bragi segir að það að ensímið
verði unnið úr ljósátu frá Suður-
skautslandinu eigi sér sögulegar
ástæður hjá enska fyrirtækinu.
Þorskensím
hugsanlega notað
„Ljósátan er mun stærri þarna í
suðurhöfum en við þekkjum hana,
eða 4-5 sentímetrar að stærð. Farn-
ir voru leiðangrar fyrir einum og
hálfum áratug til suðurskautsins og
þá var mikið hirt af ljósátu. Pólveij-
ar, Norðmenn, Svíar og fleiri rann-
sökuðu ensím úr Ijósátunni og þau
þóttu mjög kröftug. Talað var um
það að átan melti sjálfa sig hálfpart-
inn ef hún væri látin standa. Sama
má reyndar segja um loðnuna því
ef hún er í átu getur hún melt gat
í gegnum sig innan frá. Þarna eru
á ferðinni þessi öflugu meltingarens-
im í sjávarfingi," sagði Jón Bragi.
Hann sagði að hérlendis hefði ver-
ið ákveðið að einbeita sér að þorsk-
ensímum af þeirri ástæðu að þorskur
er helsti nytjafískur landsmanna og
talið hentugt að vinna ensím úr hon-
um úr slógi sem bærist á land.
„Nú er að koma í ljós að þessi
ensím eru öll skyld. Það er því allt
eins líklegt að áður en yfir lýkur
verði önnur ensím fyrir valinu hjá
þessum erlendu aðilum, til dæmis
þorskensím. Við erum núna á þró-
unarstigi og þróunin fer fram hér
á landi. Síðan verður þetta í til-
raunavinnslu í sumar,“ sagði Jón
Bragi.
Fyrirtækið Norður hf. hefur ann-
ast tilraunavinnslu á þorskensím-
unum íslensku og notkun þeirra, eins
og t.d. að roðfletta físk og gera súpu-
kraft úr rækju. Jón Bragi segir að
hugsanlega verði samið við Norður
hf. að taka að sér vissa hluti í til-
raunaensímvinnslu úr ljósátu.
Hagnaðurinn þangað sem
fjárfestingarnar koma frá
Jón Bragi segir að enska fyrirtæk-
ið sé ekki mjög stórt en afar öflugt
áhættufjárfyrirtæki í lyfjaiðnaði.
„Þegar maður kynnist aflinu á bak
við það að koma einni slíkri afurð á
markað, þ.e. rannsóknum, þróun
varðandi vinnslu, öllu í sambandi við
notkunina og eftirlit og fleira, sést
vel hvað þarf til. Ef við íslendingar
viljum njóta afrakstursins af okkar
þróun verðum við líka að gera þessa
hluti sjálfir. Hagnaðurinn fer þangað
sem fjárfestingarnar koma frá. 600
þúsund krónur eða þar um bil í vís-
indasjóðsstyrki duga hvergi til þegar
fyrirtækin nota milljarða kr. í þróun-
Vísindamenn sambærilegir við okkur
í útlöndum fá 5-10 milljónir kr. á
ári fyrir sérhvert afmarkað verk-
efni,“ sagði Jón Bragi.
Hann segir að íslendingar séu að
glutra niður tækifærum á hveijuin
degi og telur þá hafa bolmagn til
slíkra fjárfestinga þótt þær geti auð-
vitað reynst erfiðar. „Við eigum
ekki einungis að gera auðveldu hlut-
ina, á því hagnast menn ekki neitt.
Hagnaðurinn af ensímtækninni get-
ur numið milljörðum og tugum miHj'
arða króna á ári. Við þurfum að
fara að komast á þetta stig. En
meðan ríkið leggur aðeins 200
milljónir kr. á ári í rannsóknarstyrki
gerist ekki neitt,“ sagði Jón Bragi-