Morgunblaðið - 13.03.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Héraðsdómur dæmir þrjá menn eftir deilur manna í Garðabæ og Reykjavík
Líkamsárás og brot
gegn frjálsræði
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt þijá menn fyrir að ryðjast
inn á einkaheimili í leit að manni sem
þeir töldu sig eiga sökótt við, ráðast
að bróður hans og nema hann á brott
og bijóta þannig gegn fijálsræði
hans. Einn þeirra fékk fjögurra mán-
aða óskilorðsbundinn dóm, en hinir
tveir fengu ijögurra og fimm mánaða
dóma, skilorðsbundna.
Málið tengdist deilum hópa í
Reykjavík og Garðabæ. Fram kom
að piltur nokkur úr Reykjavík hefði
verið barinn aðfaranótt laugardags-
ins 21. september sl. við hús í
Garðabæ. Sólarhring síðar fór svo
hópur manna úr Reykjavík á þremur
bílum að húsinu við Garðabæ og
ætlaði að gera upp sakir við árásar-
manninn frá kvöldinu áður. Hann
reyndist ekki heima og námu þeir
þá bróður hans á brott, en sá átti
að vísa á dvalarstað bróður síns. Sú
leit var árangurslaus og var mannin-
um skilað til síns heima.
Bílalest til Garðabæjar
Af dóminum má ráða að málinu
hafi ekki lokið þar með, því á sunnu-
deginum hafi hópur manna úr
Garðabæ, þar á meðal sá sem leitað
var að um nóttina, komið á heimili
manns í Reykjavík, sem bar vitni
fyrir dóminum, og verið að leita að
þeim sem fyrstur var barinn. Sá var
hins vegar ekki á staðnum. Daginn
eftir hringdi svo einn Garðbæing-
anna og sagði að málinu væri ekki
lokið. Vitnið sagði að í framhaldi
þessa hafi um 25 bílar farið frá
Reykjavík að Garðaskóla í Garðabæ
og „málið grafið“, en ekki er útskýrt
nánar í dóminum hvað í því felst.
Mennirnir þrír, sem ætluðu að
gera upp sakir í Garðabæ, voru sak-
felldir fyrir að hafa ráðist að manni
þar með spörkum og veitt honum
áverka. Einn þeirra hafí gengið harð-
ast fram og dregið manninn nauðug-
an út úr húsinu og inn í bíl. Því
næst óku þeir með hann að tilteknu
húsi í Hafnarfirði, en þegar bróður
hans var ekki þar að fínna óku þeir
með hann heim á ný.
Ekki þótti koma til álita að skilorðs-
binda refsingu eins þremenninganna,
þar sem hann átti m.a. eldri dóm í
fíkniefnamáli að baki. Hinir tveir eru
nú í námi og hefur annar þeirra lokið
meðferð við vímuefnavanda. Þótti
dómaranum, Ingibjörgu Benedikts-
dóttur, ástæða til að skilorðsbinda
refsingu þeirra og fellur hún niður
að 3 árum liðnum, haldi þeir skilorðið.
Þá kom fram í dóminum, að mað-
urinn sem fyrst var barinn lagði fram
kæru á hendur ætluðum árás-
armanni sínum.
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 7
Gagnlegar
fermingar
Svefnpokar fyrir -10°C, 5.990-
Svefnpokar fýrír -15°C, 6.330-
Léttir, hlýir og þægilegir. Þyngd 1,8—2,lkg
Bakpokar: 25 Itr. 2.630-, 45 Itr.
4.770-, 65 Itr. 6.490-, 85 Itr. 6.740
Sérstaklega vandaðir og góðir pokar.
Kaupir þú svefnpoka og bakpoka
saman, færðu tjalddýnu i kaupbæti!
Norsku ullarpeysurnar „Nansen".
Vandaðar og hlýjar, margra ára end-
ing. Verð 9.981- m. rennilás.
„Nansen" með rúnnuðu hálsmáli 8.120-
Frábærar flíspeysur með nýju
sniði. Margir litir, stærðir S-XXL.
Verð aðeins 5.790-
Vinsælu litlu sjónaukarnir á
tilboði meðan birgðir endast:
8x21 gúmmíklæddur 3.588- og
10x25 m. rauðu gleri, 4.597-
Óbrjótandi hitabrúsar
fyrir heita og kalda vökva.
Dæmi: 1 Itr. 3.789,-
Grandagarði 2, Rvik, simi 552-8855
Opið virka daga frá 8-18 og laugardaga frá 9-13
OPNUM I DAG
í KRINGLUNNI
Tískuverslun ársins
i Bretlandi 1995 og 1996
Besta tískuverslunar-
keðjan 1996
Marie Claire tímaritið