Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Héraðsdómur dæmir þrjá menn eftir deilur manna í Garðabæ og Reykjavík Líkamsárás og brot gegn frjálsræði HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt þijá menn fyrir að ryðjast inn á einkaheimili í leit að manni sem þeir töldu sig eiga sökótt við, ráðast að bróður hans og nema hann á brott og bijóta þannig gegn fijálsræði hans. Einn þeirra fékk fjögurra mán- aða óskilorðsbundinn dóm, en hinir tveir fengu ijögurra og fimm mánaða dóma, skilorðsbundna. Málið tengdist deilum hópa í Reykjavík og Garðabæ. Fram kom að piltur nokkur úr Reykjavík hefði verið barinn aðfaranótt laugardags- ins 21. september sl. við hús í Garðabæ. Sólarhring síðar fór svo hópur manna úr Reykjavík á þremur bílum að húsinu við Garðabæ og ætlaði að gera upp sakir við árásar- manninn frá kvöldinu áður. Hann reyndist ekki heima og námu þeir þá bróður hans á brott, en sá átti að vísa á dvalarstað bróður síns. Sú leit var árangurslaus og var mannin- um skilað til síns heima. Bílalest til Garðabæjar Af dóminum má ráða að málinu hafi ekki lokið þar með, því á sunnu- deginum hafi hópur manna úr Garðabæ, þar á meðal sá sem leitað var að um nóttina, komið á heimili manns í Reykjavík, sem bar vitni fyrir dóminum, og verið að leita að þeim sem fyrstur var barinn. Sá var hins vegar ekki á staðnum. Daginn eftir hringdi svo einn Garðbæing- anna og sagði að málinu væri ekki lokið. Vitnið sagði að í framhaldi þessa hafi um 25 bílar farið frá Reykjavík að Garðaskóla í Garðabæ og „málið grafið“, en ekki er útskýrt nánar í dóminum hvað í því felst. Mennirnir þrír, sem ætluðu að gera upp sakir í Garðabæ, voru sak- felldir fyrir að hafa ráðist að manni þar með spörkum og veitt honum áverka. Einn þeirra hafí gengið harð- ast fram og dregið manninn nauðug- an út úr húsinu og inn í bíl. Því næst óku þeir með hann að tilteknu húsi í Hafnarfirði, en þegar bróður hans var ekki þar að fínna óku þeir með hann heim á ný. Ekki þótti koma til álita að skilorðs- binda refsingu eins þremenninganna, þar sem hann átti m.a. eldri dóm í fíkniefnamáli að baki. Hinir tveir eru nú í námi og hefur annar þeirra lokið meðferð við vímuefnavanda. Þótti dómaranum, Ingibjörgu Benedikts- dóttur, ástæða til að skilorðsbinda refsingu þeirra og fellur hún niður að 3 árum liðnum, haldi þeir skilorðið. Þá kom fram í dóminum, að mað- urinn sem fyrst var barinn lagði fram kæru á hendur ætluðum árás- armanni sínum. FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 7 Gagnlegar fermingar Svefnpokar fyrir -10°C, 5.990- Svefnpokar fýrír -15°C, 6.330- Léttir, hlýir og þægilegir. Þyngd 1,8—2,lkg Bakpokar: 25 Itr. 2.630-, 45 Itr. 4.770-, 65 Itr. 6.490-, 85 Itr. 6.740 Sérstaklega vandaðir og góðir pokar. Kaupir þú svefnpoka og bakpoka saman, færðu tjalddýnu i kaupbæti! Norsku ullarpeysurnar „Nansen". Vandaðar og hlýjar, margra ára end- ing. Verð 9.981- m. rennilás. „Nansen" með rúnnuðu hálsmáli 8.120- Frábærar flíspeysur með nýju sniði. Margir litir, stærðir S-XXL. Verð aðeins 5.790- Vinsælu litlu sjónaukarnir á tilboði meðan birgðir endast: 8x21 gúmmíklæddur 3.588- og 10x25 m. rauðu gleri, 4.597- Óbrjótandi hitabrúsar fyrir heita og kalda vökva. Dæmi: 1 Itr. 3.789,- Grandagarði 2, Rvik, simi 552-8855 Opið virka daga frá 8-18 og laugardaga frá 9-13 OPNUM I DAG í KRINGLUNNI Tískuverslun ársins i Bretlandi 1995 og 1996 Besta tískuverslunar- keðjan 1996 Marie Claire tímaritið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.