Morgunblaðið - 13.03.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 13
Morgunblaðið/Ásdís
ÞAU hafa undanfarið hálft ár haldið námskeið í árangursstjórn-
un fyrir 14 stjórnendur Reykjavíkurborgar. Vilhjálmur Krist-
jánsson og Guðfinna Bjarnadóttir.
Stjórnunarnámskeið fyrir yfirmenn
Reykjavíkurborgar
Stefnt að bættri
þjónustu og auk-
inni hagkvæmni
BORGARSTJÓRI og 13 aðrir lykil-
stjórnendur borgarinnar hafa síðustu
mánuði setið umfangsmikið nám-
skeið í árangursstjórnun en tilgangur
þess er að bæta stjórnun, auka hag-
kvæmni í rekstri borgarkerfisins og
bæta þjónustu við borgarbúa.
Leiðbeinendur eru Guðfinna
Bjarnadóttir og Vilhjálmur Kristjáns-
son sem reka fyrirtækið LEAD Con-
sulting í Bandaríkjunum. Byggir að-
ferðafræði þeirra meðal annars á því
að nýta þekkingu úr sálfræði og
verkfræði við að setja fram áætlan-
ir, endurbæta verkferla, leggja
áherslu á mannlega þáttinn og mæla
stöðugt árangurinn.
„Síðasta hálfa árið höfum við unn-
ið eina viku í mánuði með hópnum,
sem hefur verið sérlega skemmtileg-
ur og áhugasamur um verkið. Borg-
in á sterka leiðtoga og við erum sann-
færð um að breytingar til batnaðar
eigi eftir að verða á stjórnkerfinu,“
segja þau Guðfinna og Vilhjálmur.
Aður en þau komu til skjalanna
höfðu forráðamenn borg-
arinnar þegar hafið starf
að umbótum í stjóm borg-
arkerfisins. Málið var tekið
upp að frumkvæði borgar-
stjóra og vildu stjórnendur
borgarinnar skilgreina á
ný þjónustuhlutverk borgarinnar og
nýta fjármuni betur. En hvaða atriði
eru einkum tekin til skoðunar á nám-
skeiði sem þessu?
Miklar breytingar í stjórnun
„Nánast öll atriði í stjórnkerfi
borgarinnar og reynt er að ná fram
umbótum á þeim. í því sambandi
má nefna langtímaáætlanagerð,
rammafjárhagsáætlun, starfs-
mannamál, upplýsingamál og stöð-
ugar umbætur. Miklar breytingar
eiga sér stað í allri stjómun bæði
hjá einkafyrirtækjum og í opinberri
stjórnsýslu, menn eru að endurskipu-
leggja stjómskipulag til að ná hag-
kvæmni og menn vilja sjá mælanleg-
an árangur. Þannig hefur meirihluti
OECD-landanna tekið upp árangurs-
stjórnun."
Þau leggja áherslu á mikilvægi
þess að taka upp aðferðir sem gefist
hafa vel hjá öðrum aðilum og að
skoða sérstaklega viðmið fyrir ár-
angursríka stjórnsýslu. Lykilatriði
em að stjórnun sé lýðræðisleg enda
sé hún bæði árangursrík og hag-
kvæm, að borgin skilgreini sig sem
þjónustufyrirtæki fyrir borgarana,
að fram fari endurskilgreining á
samstarfí og samskiptum milli stofn-
ana, að valdi sé dreift, að starfsmenn
séu með í verkinu og að stöðugt sé
hugað að umbótum og breytingum.
Námskeiðið fer þannig fram að
Guðfmna og Vilhjálmur þjálfa þátt-
takendur í ákveðnum vinnubrögðum
við nútímastjórnun, benda m.a. á
hvaða tæki má nota til að forgangs-
raða umbótaverkefnum og bæta
þjónustu og mikil áhersla er lögð á
það á námskeiðinu að byggja upp
góðan liðsanda, svipað og hjá íþrótt-
aliði. Hafa fundir oftast verið haldn-
ir í Reykjavík en einu sinni var fund-
að að Úlfljótsvatni og vom þá borg-
arfulltrúar einnig teknir í hópinn.
„Sterk liðsheild hefur myndast,
menn eru samtaka og sammála um
að láta verkið takast og til þess að
svo megi verða er ekki síst mikil-
vægt að virkja sem flesta samstarfs-
menn. Það verða allir að vera meðvit-
aðir um hvað er um að vera og taka
þátt í því. Svona breytingar geta
tekið þrjú til fimm ár og oft taka
menn fimm skref áfram og þijú aft-
urábak, þetta getur gengið svolítið
upp og niður en aðalatriðið er að
stjómendur tileinki sér þessa að-
ferðafræði og séu tilbúnir
að byggja á henni áfram."
Guðfinna tók BA í sál-
fræði og síðar doktorspróf
í stjórnunarsálfræði. Vil-
hjálmur lagði stund á nám
í stjómmálafræði og tók
meistarapróf í opinberri stjórnsýslu.
„Ég naut þess í náminu í Bandaríkj-
unum að búa yfir ákveðinni reynslu
og hafa náð nokkrum þroska enda
um þrítugt þegar við fórum út og
öll reynsla og þekking kemur til góða
í svona námi og starfi," sagði Vil-
hjálmur. Guðfinna starfaði á verk-
fræðistofu í tengslum við nám sitt
þar sem sálfræðin og verkfræðin
tvinnuðust saman og sagði hún að
þau hefðu í framhaldi af því ákveðið
að stofna til þessa fyrirtækis um
árangursstjórnun.
Um 70% verkefna í
Bandaríkjunum
„Um 70% verkefna okkar eru í
Bandaríkjunum og verkefnið fyrir
Reykjavíkurborg er það stærsta sem
við höfum unnið hér heima. Við höf-
um einnig unnið fyrir fjármálaráðu-
neytið og Stjómunarfélagið og haldið
einstök námskeið," segja þau Guð-
finna og Vilhjálmur en þau eru í
þeirri óskastöðu að næg verkefni eru
framundan og jafnvel hafa þau þurft
að vísa frá.
„Við störfum oftast saman en fyr-
ir kemur að við erum ein með nám-
skeið. Þannig höfum við oftast getað
annað verkefnunum og síðan höfum
við tryggt okkur aðgang að nokkrum
hópi annarra sérfræðinga ef stærri
verkefni berast,“ segja þau að lokum.
Borgin verði
þjónustu-
fyrirtæki
-við segjum það uml
Nýju ostasneiðaumbúðirnar eru byltingfyrir neytendur!
Þeer hvíla d plastbakka og eru í loftskiptum umbúðum, sem gerir
þœr léttari í meðfórum oggeymslu.
Klippið endann afpokanum ogtakið bakkann lít. (mynd 1)
Ostabakkinn er tilbúinn á borðið.
Að lokinni máltíð setjið bakkann aftur ípokann. Lokið honum
meðþví að brjóta saman endann. (mynd 2)
Skoðiðgaumgœfilega mynd 3 og 4. Veitið sérstaka athygli bakkanum
sem ostasneiðarnar liggja á.
1 nýju umbúðunum eru Gouda 26%, Gouda 17%, Óðalsostur
ogMaribó.
tynd 3
ð a 1 a mynd 1 U S t
) / í
mynd 2
ISLENSKIR
OSTAR, j
- kjarni málsins!