Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 31 Erindi um kvik- myndir og sögu FINNSKI sagnfræðingurinn Joach- im Mickwitz flytur erindi á vegum Hins íslenska kvikmyndafræðafé- lags í Norræna húsinu fimmtudag- inn 13. mars 1997 kl. 20.30. Erind- ið nefnist: „Stríð og kvikmyndir. Finnskar kvikmyndir 1939-1955.“ Sýnd verða mynddæmi og erindið verður flutt á sænsku. Allir vel- komnir. Kvikmyndir þjónuðu mikilvægu hlutverki í Finnlandi á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Þær áttu veigamikinn þátt í því að þjappa finnsku þjóðinni saman á stríðsár- unum, auk þess að sjá henni fyrir skemmtun á viðsjárverðum tímum. Sameiginlegar minningar finnsku þjóðarinnar um stríðið voru henni erfiðar og það var ekki fyrr en lið- ið var á sjötta áratuginn að hún gat farið að takast á við það tíma- bil í sögu sinni á markvissan hátt. Þar vógu kvikmyndimar þungt. Joachim Mickwitz mun fjalla um hið margþætta hlutverk kvikmynda í finnsku samfélagi sem og al- mennt. Hann er doktor í sagnfræði með heimildamyndir, áróðursmynd- ir og myndun finnsks þjóðernis sem sérgrein. Hann starfar við Helsinki- háskóla og er staddur á Islandi sem Nordplus-gestakennari í sagnfræði og hefur með höndum hluta af nám- skeiðinu „Sagnfræði og kvikmynd- ir“ við sagnfræðiskor Háskóla ís- lands. ------» » ♦----- Nýjar bækur • Modern Miracles nefnist bók eftir Erlend Haraldsson prófessor. Bókin sem kom fyrst út 1987 og fjallar um Ind- verjann Sathya Sai Baba hefur verið gefin út fjórtán sinnum í ýmsum lönd- um. Nú kemur hún út aukin og endurskoðuð. Sai Baba Eriendur hefur verið Haraldsson kallaður heilag- ur maður og vitringur. Hann er nú sjötugur að aldri og hefur helst unnið það sér ,til frægðar að vera kraftaverka- maður og heilari. Milljónir manna : eru sagðar hafa orðið vitni að kraftaverkum hans. Af núlifandi mönnum er Erlendur Haraldsson fróðastur um Sai Baba og feril hans. Erlendur hefur kynnt sér þessi mál í tíu ár og farið átta sinnum til Indlands í því sambandi. Útgefandi bókarinnar, sem er kilja og 315 síður, erHastings House íBandaríkjunum. Bókin kostar 14,95 dollara. •RÚSSNESKA tónskáldið Edison Denisov lést fyrir skömmu, 67 ára að aldri. Denisov var oft borinn saman við tónskáldið Schnittke en var lítt þekktur utan heimalands- ins, nema í Frakklandi. Hann var fæddur í Síberíu, lærði að spila á mandólín, komst í tónsmíðanám til Moskvu, þar sem hann gerðist kennari, naut mikillar virðingar og hafði mikil áhrif á nemendur sína. Á meðal þekktustu verka hans voru kammerkantatan „Sói inkanna" og óperan „L’écume des jours“ þar sem greinileg áhrif djasstónlistar var að heyra. Den- isov var um tíma formaður Rúss- neska nútímatónlistarfélagsins og eitt síðustu verka hans var að beita sér fyrir útgáfu verka tón- skálda sem bönnuð voru á timum Stalíns. OMJALEIT OG ÁLITAMÁL BOKMENNTIR Bókmcnntafræöi TVÍMÆLI eftir Ástráð Eysteinsson. 307 bls. Háskólaútgáfan. Prentun: Grafík ehf. Reykjavík, 1996. »ÞÝÐANDINN hefur gjarnan verið álitínn skynlaus vél sem eigi einungis að gera svo vel að koma textanum óbjöguðum til skila og láta hvergi sjást merki um starf sitt,« segir Ástráður Eysteinsson. Tekur hann dæmi af erlendum blaðafréttum þar sem þýðanda sé varla nokkru sinni getið. Víst er það rétt. En gegnir ekki sama máli um margháttuð önnur rit- störf? Hver er höfundur símaskrár- innar, svo dæmi sé tekið, og hve- nær má hann eiga von á bók- menntaverðlaunum? Ætla má að höfundur kveði vís- vitandi svona fast að orði til að minna á þau sannindi að þýðingar fagurbókmennta og fræðirita hafa alls ekki alltaf verið metnar að verðleikum. Sem betur fer má þó benda á undantekningar. Ljóðaþýð- ingar Magnúsar Ásgeirssonar voru lesnar til jafns við kvæði Davíðs og Tómasar. Og þurfti nokkuð til. Karl ísfeld naut réttmætrar virð- ingar sem rithöfundur. Sinnti hann þó nær eingöngu þýðingum. Hitt er rétt að þýðingar, sem stundaðar eru í ígripum, vekja oft minni at- hygli en skyldi; eru þá taldar starf fremur en list. Og þýðendur heims- frægra höfunda standa gjarnan í skugga stórmennanna. Að öðru leyti verður rit þetta engan veginn skoðað sem kveikja að kappræðu. Þetta er fræðilegt mest, þýðingarsaga og þýðingar- fræði; og harla fróðleg sem slík; að ógleymdu því sem kalla má þýðing- arheimspeki og reynt getur á þolrif lesandans. Höfundur leggur í fýrst- unni út af sögu Biblíunnar um Ba- belsturninn. Hann átti að verða svo hár að hann næði til himins. Þar með var almættinu ögrað. Lagt var á mannkynið að tungumálin skyldu verða mörg í stað eins áður. Þar með skapaðist þörfin fyrir þýðingar. Fram eftir miðöld- um tíðkaðist allt í senn, beinar þýðingar, fijálslegar útlegging- ar og stælingar af ýmsu tagi. Þá þegar tóku vísir menn að velta fyrir sér hvernig snúa skyldi texta frá einu tungumáli til annars. Enn eru bók- menntafræðingar að fást við sams konar álitamál, hvað höf- undur rekur ítarlega og skilmerkilega í riti þessu. Bendir hann á að menn hafi löngum greint á hvort heldur beri að þýða sem orðréttast - ell- egar koma efni og anda frumtext- ans til skila með öðrum hætti. Eigi að fara eftir hinu fyrrtalda rekur þýðandinn sig einatt á þá staðreynd að orð í einu tungumáli eiga sér ekki ætíð beina hliðstæðu í öðru. Ástráður kallar það merk- ingarlegt misgengi; eða misgengi merkingarsviða í lítið eitt öðrum skilningi. Þá kunna orð að fela í sér ýmiss konar aukamerking. Til- tekur Ástráður allnokkur dæmi þess, meðal annars enska orðið dump sem merki sama sem rusla- hauguren sé einnig haft um óhijá- leg húsakynni og samsvari þá ís- lenska orðinu greni. Svipuðu máli gegni um staðbundið talmál ýmiss konar og mállýskur sem oft sé erfitt að þýða þar sem þær eigi ekki beina samsvörun í máli þýð- andans; þeim geti fylgt hughrif sem erfitt sé að snúa frá einu tungumáli til annars. í kaflanum Frumtexti og jafngildi segir höf- undur meðal annars: »Þegar rit- verk er flutt milli mála þarf oft að gæta sérstaklega að öllum þeim mælieiningum og nafngiftum sem eru menningarbundnar en þarf kannski að breyta þegar verkið er flutt til annars málsamfélags.« Er þá átt við mál og vog svo dæmi sé tekið, ávarpsform, titla og fleira af því taginu sem við kemur dag- lega lífinu. Ennfremur geti þýð- anda verið vandi á höndum að endurvekja andblæ frumtexta vegna annars konar sérstöðu sem tungu- mál búi yfir og tekur sem dæmi áhrif þau er ná megi fram með notkun einsatkvæð- isorða í ensku sem ís- lenskur textahöfundur líki ekki svo auðveld- lega eftir í þýðingu. Fyrir kemur að ljóðaþýðendur víkja frá formi frumtextans og tekur höfundur dæmi af Jóni Þorlákssyni, sem þýddi Paradísar- missi undir fornyrði- slagi, og Magnúsi Ás- geirssyni, sem felldi órímuð ljóð undir íslenskar brag- reglur »af því að íslenzkum lesend- um fellur - sem betur fer - það form kveðskapar lítt í geð,« eins og Magnús komst að orði. í bók þessari er að sjálfsögðu miðað við þýðingar úr frummáli, fyrst og fremst. Þess er þó getið að þýðingar úr millimáli, sem höf- undur kallar svo, tíðkist einnig. Raunar var sú tíðin að fæstir ís- lenskir þýðendur höfðu á valdi sínu önnur tungumál en Norðurlanda- málin, ensku og þýsku og voru þá annarra þjóða rit þýdd úr einhveriu þeirra, oftast úr dönsku. Sjaldgæft mun nú orðið að rit séu þýdd þann- ig úr þriðja máli. Höfundur víkur að skilgreininga- vandanum og ekki að ástæðulausu því oft verður hann að grípa til orða sem eru síður en svo töm í hversdagsmáli. Tiltaka má: jafn- gildi, áhrifajafngildi, samsvörun, tjáfærsla, menningarfærsla, stað- færsla, málsnið, skynheild, svo nokkuð sé nefnt. Af stafanna hljóð- an liggur ekki í augum uppi hvað í orðunum felst og þarf þá að mæla þau og meta þar til ljóst er orðið hvaða hugtak stendur að ’oaki hveiju þeirra. Þá minnir höfundur á að orðið sjálft, þýðing, hafi tvenns konar merking, í fyrsta lagi vinnuna - að þýða - og í öðru lagi textann eftir að hann hafi verið þýddur og út gefinn. Þessi tvöfalda merking orðsins hefur oftar en ekki valdið misskilningi. Hefði höfundur sjálf- ur mátt geyma þau tvímæli betur í minni þegar hann les gagnrýnend- um pistilinn og segir að þeir tali stundum »um gæði þýðingarinnar, án hliðsjónar af frumtexta að því er séð verður«. Þijótarnir þeir arna, væri ekki eftir þeim að látast hafa lesið það sem þeir hafa í raun alls ekki litið í? Auðvitað er það hugsan- legt; alit getur gerst. Hitt er víst að með »þýðingunni« er oft átt við hinn íslenska texta einvörðungu. Skilgreiningavandinn leynist víða! í lokakafla lítur höfundur yfir íslenskar þýðingar á 19. og 20. öld og fer fljótt yfir sögu. All- marga þýðendur nefnir hann, og þá af handahófi að því er virðist; getur einkum þeirra sem hafa áunnið sér frægð vegna eigin frumsaminna verka; og fer þar troðnar slóðir. Þess er naumast að vænta að rit þetta höfði til hins svokallaða almenna lesanda. Mun það fyrst og fremst ætlað nemendum í bók- menntafræðum og má þeim vel gagnast. Sá er meginkostur ritsins að það er klárt og yfirgripsmikið og fáu sleppt sem við kemur efni því sem höfundur hefur kosið að fjalla um. Heiti bókarinnar felur í sér orðaleik og minnir á að margt orkar tvímælis þegar texti er flutt- ur frá einu tungumáli til annars. Sannarlega skýtur þar upp mörgu álitamálinu. Erlendur Jónsson MEG frá ABET UTANÁ HÚS FYRIRLIGGJANDI Ástráður Eysteinsson •TÓNLISTARIÐNAÐURINN í Bretlandi veltir gríðarlegum upp- hæðum á ári hverju. Nýlega var sagt frá því í BBC Music að hann væri metinn á um 2,5 billjónir ísl. kr. á ári, sem er meira en skipa- smíðar og efnaiðnaður. Metin var sala á geisladiskum, aðgangseyrir að tónleikum, hagnaður af hljóð- færasmíði, laun tónlistarkennara o.H. Það var Breska tónlistarráðið sem lét taka saman skýrslu um málið og þar kemur einnig fram að 12,7% bresks almennings sóttu sígilda tónleika á síðasta tónleika- ári. Að mati þeirra sem skýrsluna unnu, starfa um 115.200 manns við tónlistariðnaðinn breska en í annarri könnun er fullyrt að um 2% bresku þjóðarinnar hafi starfa sinn af tónlist. Þakkað fyrir sönginn SGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir hélt einsöngstónleika hjá Lista- klúbbi Leikhúskjallarans á mánudagskvöld við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Á myndinni færir Þórunn Sigurð- ardóttir, formaður Listaklúbbs Leikhúskjallarans, Sigríði EIlu blómvönd í lok tónleikanna, sem voru að sögn Þórunnar vel sótt- ir og var Sigríði Ellu og Ólafi Vigni vel fagnað að þeim lokn- um. Kjarkur í auglýsingum Hvað þarf til að ná í gegn? Hádegisveröarfundur Félags viðskipta- og hagfræöinga. Fimmtudaginn 13. mars n.k. boðar Félag viöskipta- og hagfræðinga til fundar frá kl. 12:00-13:30 að Hótel Sögu, Ársal 2. hæð. Framsögumenn á fundinum veröa þeir: Ástþór Jóhannsson hjá auglýsingastofunni Góöu fólki, en Gott fólk hlaut einmitt flest verölaun nýverið fyrir „Athyglisverðustu auglýsingar ársins". Ásmundur Helgason markaösstjóri Húsasmiöjunnar, en Húsasmiðjan er einnig marg verölaunuö fyrir athyglisverðar auglýsingar. Framsögumenn munu m.a. fjalla um: * Hvaö þarf til aö ná athygli neytandans í síflóknara markaösumhverfi * Hversu langt má ganga viö auglýsingagerð * Dæmi tekin um athyglisveröar auglýsingar, innanlands og erlendis * Samskipti auglýsenda og auglýsingastofa Verö er 1.500 kr. fyrir félagsmenn en 1.900 kr. fyrir aðra. Hádegisveröurinn innifalinn. Opinn fundur - gestlr velkomnir. FÉLAG VIÐSKIFTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fundurinn hefst kl. 12:00, stendur til kl. 13:30 og er öllum opinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.