Morgunblaðið - 13.03.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 39
byggðinni yrði bætt áratuga þjóð-
nýting í þágu innflutningsverslun-
ar og ríkissjóðs. Sjávarútvegurinn
og landsbyggðin var áratugum
saman burðarklár fyrir þá, sem
þjónustuðu ríkið og innflutnings-
verslunina, en sú starfsemi fer
einkum fram á höfuðborgarsvæð-
inu. Nú krefjast þeir þess hæst
af öllum að auðlindaskattur taki
við af þjóðnýtingunni. Það er t.d.
athyglisvert að sá mikli stein-
steypusali og réttlætisfrömuður,
Halldór Jónsson, skuli ekki hafa
áttað sig á því að hann hafi notið
góðs af þjóðnýtingu sjávarútvegs-
ins og landsbyggðarinnar.
Landsbyggðin í gjörgæslu
Þessi „þjóðnýtingarstefna"
leiddi sjávarútveginn og fisk-
vinnsluna afvega. Asamt með tekj-
unum var þróunarstarfi og ný-
sköpun í sjávarútvegi og fisk-
vinnslu haldið niðri með óraunhæf-
um kaupmætti íslensks gjaldmið-
ils. Menntakerfið tók ekki tillit til
þarfa sjávarútvegs og fiskvinnslu.
Greinin varð útundan í þróunar-
starfi og nýsköpun. Atvinnugrein-
in var gengisfelld áratugum sam-
an. Landsbyggðin var gengisfelld
með sjávarútveginum. Lands-
byggðin varð afgangsstærð, sem
menn vöndust á að líta á sem
vandamál, sem glíma ætti við í
gjörgæslustofnunum. Hvers konar
atvinnulíf, hvers konar mannlíf
þrifist í dag á landsbyggðinni, ef
grundvallaratvinnulíf fólksins þar
hefði áratugum saman fengið að
búa við eðlilegar hagrænar að-
stæður?
Landsbyggðin má ekki
bjarga sér sjálf
Nú þegar rofar til í atvinnulíf-
inu, nú þegar sjávarútvegurinn og
fiskvinnslan eru að byija að rétta
úr kútnum, þrátt fyrir allan sam-
dráttin undanfarin ár, er kallað
hátt eftir aðgerðum til að draga
úr arðsemi og slagkrafti lands-
byggðarinnar. Nú þegar fram-
kvæmdir við stóriðju eru ýmist
hafnar eða að komast á fram-
kvæmdastig á höfuðborgarsvæð-
inu, virðist þjóðin sammála um það
að koma upp sérstökum skatti á
sjávarútveg og fiskvinnslu, auð-
lindaskatti á sjávarútveginn, sem
er að sjálfsögðu sérstakur skattur
á atvinnulíf landsbyggðarinnar.
Það er eins og það séu örlög þess-
arar þjóðar að ætla landsbyggð-
inni setu á biðstofum styrkja- og
hjálparstofnana. Hún má ekki
bjarga sér sjálf.
Viðskipti með kvóta, sem að
langmestu leyti eru hagræðingar-
viðskipti, þar sem útgerðarmenn
selja og kaupa veiðiheimildir til
að búa til rekstrarhæfa kvótasam-
setningu, eru notuð til að sýna
fram á hve miklir fjármunir fari
fram hjá eiganda auðlindarinnar,
þjóðinni sjálfri. í þeirri umræðu
er ekki litið til þess að í miklum
hluta þessara viðskipta jafnast á
tekjur vegna sölu á veiðiheimildum
annars vegar og útgjöldum vegna
kvótakaupa hins vegar. Þegar
samningamálin eru í brennidepli,
eru vaktar vonir um að hjá hinum
„illræmdu sægreifum“ sé að finna
fjársjóðinn mikla, sem allan vanda
leysi. Og síðan eru gerðar skoð-
anakannanir, sem sýna að menn
vilji óðir og uppvægir sækja fé í
þennan sjóð.
í hinum hatrömmu deilum um
aflahlutdeildarkerfið, hafa aðilar
sem ekki koma sér saman um
annað en andstöðu við kvótakerf-
ið, sameinast um að kenna því um
allt sem aflaga fer. í þessari um-
ræðu hefur verið sáð mikilli
óánægju með kerfið, en jafnframt
hatri í garð útgerðarmanna. Eg
er ekki viss um að menn geri sér
fyllilega grein fyrir hvað er að
vaxa upp af þessu sáðfræi.
Sjálfsagt er að leiðrétta þá
agnúa, sem enn eru á aflamarks-
kerfinu, og þeir eru nokkrir. Það
hlýtur að vera hægt án þess að
ráðast í ófrægingarherferð gegn
heilii atvinnustétt. Það hefur hent
þessa þjóð áður að spjótum hefur
verið beint að heilum atvinnustétt-
um í hita leiksins. Bæði kaup-
mannastéttin, bændastéttin og
kennarastéttin hefur á tímum orð-
ið að þola ósanngjarnar stéttará-
rásir. Það hefur ekki reynst okkur
vel.
Ennfremur tel ég æskilegt aáb
höfuðatvinnuvegi landsbyggðar-
innar verði gefið ráðrúm til að
rétta úr kútnum og sýna hvers
hann er megnugur fyrir land og
þjóð, áður en við leggjumst undir
feld til að hugsa út með hvaða
hætti hægt verður að búa til sér-
stakar skattlagningaraðferðir til
að halda landsbyggðinni niðri.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Norðurlandskjördæmi eystra.
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
TT'
i íS^^i:
Stórhöfða 17, við GuUinbrú,
sfmi 567 4844
AÐALFUNDUR
OLÍS 1997
Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf.
fyrir rekstrarárið 1996, verður haldinn
í Sunnusal (áður Atthagasal) Hótel Sögu,
fimmtudaginn 20. mars nk. kl. 16:00.
Dagskrá:
Samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins.
Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar
munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu
félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík,
7 dögum fyrir fundinn.
Stjórn Olíuverzlunar íslands hf.
■ ■ ■
■
■H
DRESS
MANN
bHm
Ath. við sendum í póstkröfu
Grænt númer 800 S730 - Sími S62 9730 - Fax S62 9731
LAUGAVEGI 1S B REVKJAVIK