Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 13.03.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1997 51 I I I I : I 2 2 ( : i ( 4 ( ( | ( ( i i i j r BRÉF TIL BLAÐSINS Að lítilsvirða andstæðinginn Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: EG ER einn þeirra sem reyna að mynda sér sæmilega hlutlæga skoð- un um stóriðju á Islandi og þá sér í lagi umdeilt álver í Hvalfirði. En þetta er erfitt fyrir venjulegt fólk vegna þess hve skoðanir eru skiptar meðal þeirra sem eru að fræða þjóð- ina með eða móti. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri íslenska járnblendifélagsins hf., ritar grein í Morgunblaðiðið 26.febrúar sem heitir „Um það.sem er logið og hitt, sem er satt“. Ég varð þrumu lostinn við lestur henn- ar. Framkvæmdastjórinn ber fram þær ásakanir að meðal „hluta þess fólks sem berst gegn álverinu á Grundartanga", heigi „tilgangurinn meðalið án nokkurra siðgæðis- marka“. Þetta fólk, sem er líklega mestanpart alþýðufólk í Kjósinni, er því siðleysingjar sem einskis svífst að dómi Jóns. Og hann leggur fram „sönnun“ fyrir máli sínu. „Sönnunin" er nokkrar sögur sem hvergi er þó hægt að ganga úr skugga um hvort hafi raunverulega gerst eða séu bara misskilningur Jóns. Stundum vísar hann þó til „greinarskrifara" eða „greinarhöf- unda“ en án frekari skýringa svo lesendur greinar hans í Morgunblað- inu geta ekki borið frumheilmildina saman við endursögn og túlkun Jóns. Eftirfarandi sögu segir hann sem hveija aðra staðreynd án vísana til nokkurra heimilda: „Grunnskóla- kennari á Akranesi segir 10 ára börnum sem hún kennir, að verði álverið á Grundartanga byggt, muni það menga umverfið þannig, að þau muni fullorðin eignast vansköpuð börn. Innrás kennara í hugarheim lítilla barna, með upplogna hryll- ingssögu af þessu tagi, er að mati skrifara þessarar greinar enn verra ofbeldi en ýmislegt það, sem nú er réttilega barist gegn í þjóðfélaginu." Það er greinilegt að Jón Sigurðs- son veit ekkert um afleiðingar of- beldisverka fyrir börn. Þá hefði hann ekki skotið svona hátt yfir markið. Þungar refsingar liggja við ofbeldi gegn börnum. Slíkur verknaður er alvarlegur glæpur og það er borg- araieg skyida hvers manns að gera yfirvöldum viðvart ef þeir hafa grun eða vissu um slíkt ofbeldi. Við höfum hér orð Jóns sjálfs fyrir því að í grunnskólanum á Akranesi fremji kona nokkur ofbeldisglæpi gegn börnum sem séu með verri ofbeldis- glæpum gegn þeim. En hver er þá ofbeldismaðurinn, minn kæri Jón? Foreldrar á Akranesi geta ekki sof- ið rótt og yfirvöld ekki litið svo á að þú gegnir þinni borgaralegu skyldu fyrr en þú upplýsir það. Allt er þetta víst nógu rökrétt. En samt er þessi rökfærsla mín vegna sögu Jóns tóm vitleysa, því jafnvel hann sjálfur veit ósköp vel að í raunveruleikanum er ekki verið að misþyrma neinum börnum í grunnskólanum á Skaga og hann þarf því ekki að tilkynna um neinn meintan ofbeldismann. Orð hans eru vissulega bara stóryrði, sem falla í hita leiksins, en þau eru þó satt að segja fyrir neðan allar hellur. Grein Jóns er skrifuð af mikilli fyrirlitningu á þeim sem hann ritar gegn. Kona er nefnd „valkyija", sem auðvitað er niðrandi orð um konu, svona álíka og orðið „hrokagikkur“ til að lýsa einum herlegum fram- kvæmdastjóra. Andstæðingar Jóns eru að hans áliti haldnir „sjúklegu ofstæki“ sem þýðir að þeir séu bein- línis andlega bilaðir. En þeir eru einnig siðferðilegt undirmálsfólk því þeir beijast „án nokkurra siðgæðis- marka". Og auðvitað eru þeir líka „ofstækisfólk" og lygarar. En Jón sjálfur? Hvernig brygðist hann við ef hann væri vændur um þetta sama? Ætli heyrðist þá ekki hljóð út- horni. Að vísu lætur hann í veðri vaka að einungis „hluti“ þeirra sem andvígir eru álverinu sé siðspillt og andlega sjúkt fólk. En skyldi sá „hluti" hvenær sem er ekki geta orðið ansi stór eftir hentisemi hans sjálfs? Og eru allir þeir sem hlynnt- ir eru álverinu til hinnar mestu fyrir- myndar? Eru það bara sumir „hinir“ sem eru ómerkilegir? Ekki sumir „við“? Er virkilega ekki hægt að deila hart og skörulega án þess að vera með svona persónulegar lítil- lækkanir í þeirra garð sem eru ann- ars sinnis? Grein Jóns, með sínum lauslega söguburði sem ógerlegt er að henda reiður á og fjarstæðukennda ásökun um ofbeldisglæpi gegn börnum, mun ekki auðvelda almenningi að mynda sér skynsamlega og hlut- læga skoðun um það hitamál sem er fyrirhugað álver í Hvalfirði. Frumreglan í öllum deilum um mál- efni er það að lítilsvirða ekki and- stæðinginn. Sýna honum þess í stað sömu virðingu og tillitssemi og menn vilja sjálfir njóta. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, rithöfundur. Opið bréf til fjármála ráðherra og jaðar- skattanefndar Frá Lárusi Elíassyni: ÞAÐ ER mikið dásemdarland, þetta ísland, sem lánar þegnum sínum fé til menntunar eftir settum reglum og krefst ekki vaxta, en þó verð- tryggingar á end- urgreiðslunum. Þetta sagði mað- ur erlendum sam- stúdentum sínum þar sem maður var í þekkingaröflun í faggreinum sem ekki voru kenndar hér heima. Sinni þjóð og manni sjálf- um, það best maður vissi, til hagsbóta. Góð ímynd og falleg hugsjón, en hvaðan koma peningarnir til að end- urgreiða blessuð námslánin? Jú, með hærri launum. En hafi manni tekist að komast yfir nauðþurftarmörkin til að end- urgreiða af námslánunum er maður orðinn verri þegn. Börnin manns verða síðri þannig að skattajöfnun ríkisins milli þegna á mismunandi æviskeiðum (barnabætur) hverfa að mestu. Sama gildir um þá stefnu þessarar þjóðar að ungar fjölskyldur eigi að koma sér upp þaki yfir höfuð- ið, henni er lagt fyrir róða enda geta þessir uppar jú bara byggt yfir sína grísi sjálfir. Reyndar fær þetta vesalings fólk sem er á nýjustu námslánunum með 7% endurgreiðsl- unni hvort sem er ekki greiðslumat þannig að eigið húsnæði þvælist varla fyrir því. Þegar þessir áhrifavaldar eru taldir saman, ásamt mögulegum hátekjuskatti, eru þessir námslána- endurgreiðslu-uppar að þvæiast í um 60-70% jaðarskatti. Það þýðir að fyrir hveijar 100 kr. sem maður ætlar til endurgreiðslu námslána þarf að vinna sér inn á milli 250 og 333 kr. En maður er jú ekki bara að borga 100 kr. heldur alla töluna þar sem ríkið tekur muninn til sín í tekjuskatti og lægri vaxta- og barnabótum. Þessar 100 kr. duttu ekki af tijánum heldur þurfti að vinna fyrir þeim, þá væntanlega með þeirri auknu þekkingu sem námið gaf. Útkoman er sú að raunvextir sem ríkið fær af útgreiddum námslánum eru á bilinu 7-20% eftir jarðarskatta- hlutfalli og endurgreiðslutíma. Megn- asta óréttlæti og örugglega ekki það sem Alþingi stefndi að þegar lögin um námslán voru sett. Að sjálfsögðu eiga því endur- greiðslur námslána að vera frádrátt- arbærar frá tekjuskattsstofni. Það mætti hugsa sér námslánin sem öfugan lífeyrissjóð, þ.e. maður nýtur lífeyrisins fyrst en endurgreiðir hann síðan á lengri tíma með tekjutengd- um greiðslum. Og til að allir fái sitt, þ.m.t. gjaldheimtan, þá er hægt að skattleggja námslánveitingar með sama hætti og atvinnutekjur að því marki sem lánveitingin var til fram- færslu, þá á því ári sem þær eru greiddar út. Með kröfu um snöggar úrbætur. LÁRUS ELÍASSON, framkvæmdastjóri Alpan hf. Að selja land og grafa bein Frá Jóni Hálfdanarsyni: FYRIR margt löngu voru samin lög um íslenska járnblendifélagið hf. Þá tók Alþingi þá ákvörðun að forræði yfir fyrirtækinu ætti að vera í ís- íenskum höndum. Nú er gengið til samninga við Norð- menn að Alþingi forspurðu og þessi veigamikla forsenda notuð sem skiptimynt. Er ekki rétt að staldra við og velta fyrir sér hvert við stefn- um? Ætlum við útlendingum að standa einum fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar og taka fyrir okk- ur erfiðar ákvarðanir í framtíðinni? Eiga þeir einir að ráða hvar í heimin- um hagnaði af nýtingu auðlinda okkar verður fyrirkomið? Lengi hef- ur verið klifað á því að orkan í land- inu geti orðið okkur mikil verðmæti og nú hiilir undir það. í sjávarútvegi gilda takmarkanir á eignarhaldi út- lendinga. Af hveiju höldum við þeim? Finnst íslendingum engu skipta hveijir fara með forræði yfir þeim fyrirtækjum sem nýta auðlindir landsins og þeir ætla niðjum sínum að vinna hjá? Væri ekki rétt að Al- þingi íslendinga tæki til umræðu með hvaða hætti við ætlum að starfa og lifa áfram hér í landinu áður en lengra er haldið? JÓN HÁLFDANARSON, eðlisfræðingur á Akranesi. Falsað bréf BRÉF merkt Sveini Ólafssyni, Birkigrund 62, Kópavogi, birt- ist á þessum síðum í Morgun- blaðinu í gær. í ljós kom að bréfið var fals- að, en sá sem ritaði það hafði sett nafn Sveins undir, heimil- isfang og síma og handskrifað nafn hans neðst á handritið. Morgunblaðið biður Svein afsökunar á birtingu þessa bréfs, en í ljósi þessa verður Morgunblaðið að taka upp ný vinnubrögð varðandi birtingu á bréfum og greinum. LANCOME Kynning á nýju vorlitunum, ásamt ýmsum öðrum skemmtilegum nýjungum. Sérfrœðingur frá LANCÖME verður á staðnum í dag og á morgun og veitir persónulega ráðgjöf. Glœsilegur kaupauki. BYLGJAN Hamraborg, sími 564 2011 VJÐ lÆYSlJM VANPAMÁIJN Kynning verður á hinum margverðlaunuðu ELANCYL vörum sem bjóða upp á mismunandi meðferð við CELLULITE . •': EAU THERMALE ásamt Avene húðvörunum sem ætlaðar eru fyrir hina viðkvæmustu húð og bjóða upp á ýmis meðferðarkrem við húðvandamálum. C I dag: HAGKAUP, Skeifunni J Á morgun: BORGARAPÓTEK ) Komið og fáið faglega ráðleggingu. Gjöffylgir kaupum LISTAKOKKAR 1 J?v ^ Jr OG DÁSAMLEGUR MATUR I ^ í TiLEFN115 ÁRA AFMÆLIS OKKAR: Kvöldoghelgar- tilboð ♦♦♦ allan marsmánuð Hefurdu bodid fjálskyldunni ut að borða nýlcga? Jíácftseðdí forrétt: Koníaksbætt humarsúpa Veljíð: Okkar landsfræga LAMBASTEIK BERNAISE meö bakaöri kartöflu GRÍSALUND með graðostasósu. NAUTAPIPARSTEIK með villisveppum. tfflottmli isbwHwi í bvenum w* buúfuluui i oeróbui oij koo aiufvitaó (jhe&ilaji mbitbuiHiui, AÐEINS KR, 1,390,- Við erum á besta stað í bænum. POTTURINN OG PflNÍ Góð aöstaða í barna- hominu. BRRUTRRHOITI 22 SÍMI551-1690
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.