Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 17.04.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Um verðandi gagns- leysi karlmanna ,u. essa dagana snýst aðal •brandarinn, einkum hjá meðvituðum konum, um það að karlmenn séu á barmi þess að verða úreltir og óþarflr. ?g-Mu/Jb* ÞETTA er nú raeiri byltingin Sigga mín. Nú getum við valið um það hvort við viljum fá það með gumsinu eða ekki, eða bara gumsið án þess að fá það . . . Greinargerð borgarlögmanns um útboð fyrir Nesjavallavirkjun Kærunefnd hef- ur ekki lagastoð Talsmenn lána- sjóða iðnaðarins Tjá sig ekki vegna trún- aðarskyldu FORSVARSMENN Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs vilja ekki tjá sig um ásakanir stjómarformanns Plastos ehf. i garð sjóðanna, sem birtust í Morgunblaðinu í fyrradag. Stjórnarformaðurinn, Jenný St. Jensdóttir, sakaði sjóðina um að hafa brugðist hlutverki sínu þegar Plastos leitaði til þeirra vegna bygg- ingar nýs verksmiðjuhúss að Suður- hrauni í Garðabæ. Sagði hún að langvarandi óvissuástand um tilveru og tilvist sjóðanna væri óþolandi. Bragi Hannesson, forstjóri Iðn- lánasjóðs, neitaði að tjá sig um málið þar sem starfsmenn sjóðsins væru undirseldir bankaleynd og mættu því ekki tjá sig um mál ein- stakra viðskiptavina. í svipaðan streng tók Þorvarður Alfonsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs. „REYKJAVÍKURBORG telur sig hvergi hafa brotið þau lög eða reglur sem giida um framkvæmd útboða og að skilmálum hafi verið fylgt í hvívetna," segir meðal annars í greinargerð Hjörleifs Kvaran borgar- lögmanns til fjármálaráðherra vegna kæmmáls í framhaldi útboðs á hverflasamstæðu til Nesjavallavirkj- unar. í greinargerð sinni segir borgar- lögmaður að kæmnefnd útboðsmála sem íjármálaráðherra byggir úr- skurð sinn á hafi ekki lagagrundvöll og að henni virðist hafa verið falin víðtækari verkefni en fjármálaráð- herra á að annast. Brot á lögum um skipan opinberra innkaupa og fram- kvæmda sæti kæm til fjármálaráðu- neytis en löggjafmn hafí ekki falið öðram meðferð slíkra mála. Borgarlögmaður svarar einstökum efnisatriðum kærunnar og segir varð- andi það að taka tilboði Mitsubishi að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum og að ákvörðun verkkaupa eða gerð verksamnings verði ekki breytt eftir að tilboð frá bjóðanda hefur ver- ið samþykkt. Hafi ráðuneytið því enga heimild til aðgerða gegn Reykjavíkur- borg. Segir einnig í greinargerðinni að útboðsmeðferðin á Evrópska efna- hagssvæðinu sé ekki kærð heldur framkvæmd þess eftir að tilboð voru opnuð og sé ekki að finna í lögum nr. 65/1993 heimild til afskipta fjár- málaráðuneytis. Geti það því ekki fjallað um þennan þátt málsins. í lok greinargerðar borgarlög- manns segir að við mat á tilboðum hafi eingöngu verið litið til tilboðsfjár- hæða eins og þær hafí verið við opn- un og þeirra atriða sem meta átti til verðs sérstaklega, samkvæmt ákvæð- um útboðslýsingar, svo sem gufu- notkunar, lánskjara og varahluta. ♦ ♦ ♦----- Ránið í 10-11 verslimunum Mennirnir þrír í gæslu- varðhaldi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði 32 ára gamlan Reykvíking í gæsluvarðhald til 23. apríl nk. á þriðjudagskvöld, vegna gruns um aðild að ráni á tæplega sex milljón- um króna af starfsmanni 10-11 verslananna á Suðurlandsbraut á mánudagsmorgun. Tveir aðrir menn, sem einnig em gmnaðir um aðild að ráninu, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sama tíma. RLR fer með rann- sókn málsins. Úðunartæki icimai gegn óhreinindum og skaðvöldum. RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM QARB- OG GRÓÐURRÆKT GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SOLUFELAGS GARÐYRKJUMANNÍ Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 3211 «asss Félag áhugafólks um Downs heilkenni Stuðningnr við foreldra bama með litningagalla Birna H. Bergsdóttir TLUNIN er að stofna félag áhugafólks um Downs heilkenni (synd- rome) og er tilgangurinn meðal annars að: Stuðla að fræðslu fyrir foreldra og almenning um Downs heilkenni. Efla samkennd milli aðstandenda. Afla upplýsinga um Downs heilkenni og miðla þeim. Samræma og efla þjón- ustu. Foreldrar hafa boðað til stofnfundar sem verður haldinn í dag, fimmtudag- inn 17. apríl kl. 20:30 í húsnæði Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22, 2 hæð. Bima H. Bergsdóttir er einn áhugamanna. - Hvað er Downs heil- kenni? „Heilbrigðir eru með 23 litningapör eða 46 litninga. Barn með Downs heilkenni hefur þrjú eintök af 21 litningi og því alls 47 litninga. Afleiðingin birtist í þroskahömlun og útlitseinkennum sem kennd hafa verið við mongó- líta, eins og skásett augu, flatt nef og styttri útlimir. Bömin líkj- ast samt fyrst og fremst foreldmm sínum. Greindarvísitalan er frá 40-70 stigum og þ.a.l. verða bæði fín- og grófhreyfingar hægari og barnið seinna til máls. Ekki er vitað hvað veldur Downs heilkenn- um en ástæðuna er ekki að finna í einhveiju sem móðirin gerði á meðgöngunni. Aukalitningurinn er til staðar frá getnaði." - Fara börn með Downs heilkenni heim með mæðrum sínum af fæð- ingardeildinni? „Já, þannig er það núna. Börnin ganga svo í Greiningarstöð ríkisins í þjálfun, stuðning og eftirlit. Þá liggur leiðin í leikskóla í heima- hverfínu. Bömin hafa svo farið í Öskjuhlíðarskóla í Reykjavík en á landsbyggðinni í almennan skóla. Vonandi gefst öllum þessum böm- um kostur á almennum skólum með nýju grunnskólalögunum." - Hvers vegna þarf sérstakt félag áhugafólks um Downs heilkenni? „Þetta er spurning sem ég hef velt fyrir mér síðastliðin 3 ár. Árlega fæðast um 4 - 5 börn á íslandi með litningagallann Downs heilkenni. Það er því stór hópur aðstandenda ungra barna sem annast börn með þennan litninga- galla. Þegar ég varð foreldri bams með Downs heilkenni velti ég fyr- ir mér hvort ég gæti leitað til annarra foreldra til að auðvelda mér að takast á við þau vandamál sem upp kynnu að koma. í litlu samfélagi eins og á íslandi, þar sem allir þekkja alla, komst ég fljótlega að því að nokkrir for- eldrar Downs heilkennabama hitt- ust til að bera saman bækur sín- ar. En sú starfsemi var með óreglulegu formi. Upplýsingamar sem komu fram á þessum fundum um eftirlit, þjálf- un og réttindabaráttu Downs heil- kenna barna vom ómetanlegar. En það vantaði að koma hlutunum á blað, skrá upplýsingarnar og fræðsluefnið sem hægt er að fá og styrkja samkennd milli for- eldra.“ - Mun félagið styðja nýja foreldra bama með Downs heilkenni? „Já, með stofnun félags stuðlum við að öryggi nýrra foreldra bama með Downs heilkenni og meiri við- ► Birna H. Bergsdóttir er fædd árið 1959 í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1982. Hún starfaði á Landakoti og Borgarspítala og einnig sem skólahjúkrunarfræðingur. Eig- inmaður hennar er Ólafur Njáll Sigurðsson og eiga þau þrjú böm, þeirra á meðal þriggja ára son með Downs heilkenni. Hann heitir Daníel og fæddist í sept- ember 1993. urkenningu á fötlun þessa hóps. Það er ótrúlegt hvað miklar breytingar verða á tilfinningum þeirra sem ala barn sem er ekki eins og vonast var eftir. Það koma margar neikvæðar tilfinningar fram og bitrar og það er þá sem við foreldrar þurfum hjálp. Nýlega var gefín út bók af for- eldrum barna með Downs heil- kenni, sem nefnist Börnin okkar. Hún er ætluð til stuðnings foreldr- um sem eignast barn með Downs heilkenni. Þar er safnað saman myndum af 34 íslenskum börnum sem eiga það sameiginlegt að vera með Downs heilkenni. Þessi börn eiga það samt fyrst og fremst sameiginlegt að vera böm með sömu þarfír, langanir og tilfinningar og önnur börn, og að vera þátttakendur í venjulegu fjölskyldulífi. Það var ósk okkar sem stóðum að útgáfu bókarinnar að í framhaldi af henni yrði félag stofnað um málefnið." - Hvert verður gildi félagsins? „Það að geta leitað til slíks fé- lags þegar foreldri eignast barn með Downs heilkenni og geta sem fyrst notið þeirra sér- stöku og yndislegu hluta sem öll börn veita, hlýtur að vera ómetan- legt. Einnig á félags- skapurinn að veita þeim stuðning sem em í því ábyrgðar- hlutverki að ala upp þessi börn með því að safna saman upplýsing- um. Þegar fiutningur málefna fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga verð- ur að veruleika árið 1999 getum við sem félag staðið betur vörð um réttindi barna okkar, sérstak- lega innan smærri sveitafélaga þar sem erfiðara er að fá sérþjónustu fyrir þessa einstaklinga og gæta réttarstöðu hvers og eins. Við horfum jákvætt til framtíð- ar og ætlum að byggja upp já- kvæða starfsemi. Aðstandendur og áhugafólk ættu að sýna sam- stöðu og mæta á stofnfund félags áhugafólks um Downs heilkenni." Vandinn að ala upp öðru- vísi barn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.