Morgunblaðið - 17.04.1997, Page 11

Morgunblaðið - 17.04.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 11 FRÉTTIR Beiðni um stofnun séreignadeilda ósvarað í þrjú ár Félagsmálaráðherra tekur undir áhyggjur af aukningu á svartri atvinnustarfsemi Var ekki spenntur fyrir tilskipuninni HRAFN Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða (SAL), segir að beiðni frá SAL um heimild til að stofna séreignadeildir við lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði hafi legið hjá íjármálaráðuneytinu í þijú ár og henni aldrei verið svarað. Málið sé nú til meðferðar hjá umboðs- manni Alþingis. I ályktun sambandsstjórnar SAL um lífeyrisfrumvarp ríkisstjórnar- innar kemur fram að SAL telji óhjákvæmilegt að lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði fái heim- ild til að taka við viðbótargjaldi til séreignadeilda. Ekki síst þar sem rekstrarkostnaður sameignarsjóða sé mjög lágur og langtum lægri en kostnaður við rekstur banka, tryggingarfélaga og verðbréfafyr- irtækja sem ein eigi að fá slíkar heimildir ef frumvarp ríkisstjórnar- innar nái fram að ganga í óbreyttri mynd. „Við höfum verið með hug- Nýir yfirmenn við Lögreglu- skóla ríkisins •MEÐ tilvísun til nýju lögreglu- laganna hefur dómsmálaráðherra skipað lögreglumenn í nýjar stöður yfirmanna við Lögregluskóla ríks- ins. Gunnlaugur V. Snævarr, sem verið hefur yfirkennari við skólann frá 1988, hefur verið skipaður yf- irlögregluþjónn. Gunnlaugur sem er 47 ára gamall er kennaramennt- aður, auk þess að vera lögreglu- maður. Eiríkur Hreinn Helgason, rannsóknarlögreglumaður hefur verið skipaður aðstoðaryfiriög- regluþjónnn. Ei- ríkur sem er 41 árs hefur starfað í lögreglunni frá 1975 og við skól- ann sl. fimm ár. Umsækjendur um stöðurnar, aðrir en Gunnlaug- ur og Eiríkur, voru: Bjarni J. Bogason, rannsóknarlögreglu- maður, sem sóttu um stöðu yfir- lögregluþjóns, og Gylfi Dýrmunds- son, rannsóknarlögreglumaður, sem sótti um stöðu aðstoðaryfir- lögregluþjóns. Um báðar stöðurn- ar sóttu eftirgreindir: Árni Sig- mundsson, flokkstjóri, Björgvin Björgvinsson, rannsóknarlög- reglumaður, Einar G. Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri, Halldór Hall- dórsson, lögreglumaður, Helgi Skúlason, fulltrúi við Lögreglu- skólann, Hörður Siguijónsson, rannsóknarlögreglumaður, Jón S. Ólason, fulltrúi við Lögregluskól- ann, Sigurgeir Arnþórsson, varð- stjóri og Stefán Arngrímsson, lög- reglumaður. h|> povtjmx .. .blahií* - kjarni inálsins! myndir um að stofna sérstakar séreignadeildir við okkar lífeyris- sjóði þar sem menn gætu greitt umfram 10% iðgjaldið. Við höfum talið að með því að gera það þann- ig myndum við auka sparnaðinn í landinu sem kæmi þá séreignasjóð- unum til góðra nota,“ segir Hrafn. Hann segir að málið hafi strand- að í ijármálaráðuneytinu þar sem beiðni um þetta hafi legið í 2-3 ár og málið sé nú hjá umboðs- manni Alþingis en Sameinaði líf- eyrissjóðurinn sendi þangað kvört- un. Samhliða þessu hefði svo verið heimiluð stofnun sérstakra sér- eignasjóða, t.d. nýverið hjá Búnað- arbankanum. „Þrátt fyrir allt frelsið sem verið er að tala um er samkvæmt þessu stjórnarfrumvarpi ekki gert ráð fyrir því að sameignarsjóðir, sem hafa yfirburðaþekkingu á þessu sviði, fái að taka við viðbótarsparn- aði og við mótmælum því,“ sagði Hrafn. Morgunblaðið/Ásdís ÞESSAR stúlkur fundu dauða gæs og ákváðu að leggja hana til hinstu hvílu á viðeigandi stað. „Við drápum hana ekki - við fundum hana svona og ætlum heim að grafa hana,“ sögðu þær við ljósmyndarann. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að hugsast geti að vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins leiði til svartrar atvinnu- starfsemi hér á landi. Þorsteinn Geirsson, æskulýðs- og íþróttafull- trúi Seltjarnarness, sagði í Morgun- blaðinu í gær að hann óttaðist að vinnutímatilskipunin leiddi til mik- illar tekjuskerðingar íslensks launafólks og það leitaði í auknum mæli eftir aukavinnu þar sem tekj- ur þess væru ekki gefnar upp til skatts. „Ég var ekkert spenntur fyrir þessari vinnutímatilskipun frá ESB og þóttist nú sjá að það yrði til röskunar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um þetta sín á milli og það hefur augljóslega ýmsa kosti í för með sér að hafa vinnutímann hóflegan. Það er á tilskipuninni ákveðin sveigja svo hægt er a.ð jafna áhrifin á lengra tímabili. Ég held að 60-80 tíma yfirvinna á mánuði sé út af fyrir sig óþarflega mikil. Þeir menn lifa ekki miklu íjölskyldulífi sem vinna svo langan vinnudag," sagði Páll. Launþegasamtökin vildu fá tilskipunina í gildi Páll sagði að eins mætti kenna um neyslumynstri íslenskra laun- þega og lágum tekjum að þeir sæki í að vinna svo mikið. „Menn hafa e.t.v. farið út í íjárfestingar og vilja afla mikilla tekna hratt. Ég átti reyndar von á því að sam- tök launamanna myndu vera smeyk um að launamenn yrðu fyrir mik- illi tekjuskerðingu vegna tilskipun- arinnar. Þvert á móti því sem ég átti von á hafa launþegasamtökin pressað mjög á um að fá þessa skipun viðtekna," sagði Páll. Hann sagði að hægt væri að ímynda sér að í einhveijum tilfell- um ýtti tilskipunin undir svarta atvinnustarfsemi hér á landi og það væri náttúrulega ekki af hinu góða. NRD NYJR OC CLÆ5ILECR LUN í KRINCLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.