Morgunblaðið - 17.04.1997, Side 54

Morgunblaðið - 17.04.1997, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Smáfólk It was a dark cmd stormy níght. Það var dimm óveðursnótt... Nei, ekki aftur ... Ii was one of those dark nights when you weren't sure if it was going to be stormy or not. Það var ein af þessum dimmu nóttum þegar maður er ekki viss um hvort það kemur stormur eða ekki. BREF TIL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Oft er gott það er gamlir kveða Frá Hallgrími Sveinssyni: HINN aldni þulur, dr. Gunnlaugur Þórðarson, lögmaður, reifar nýlega í Morgunblaðinu mál málanna, kvót- ann og hlutafjársölu og bendir mönnum á að hugsa sinn gang. Er það reyndar ekki í fyrsta sinn sem Íögmaðurinn hefur uppi aðvaranir í þeim málum í blaðinu. Dr. Gunn- Íaugur segir: „Með óbreyttu ástandi er aukin hætta á að kvótinn safnist á fárra hendur. Afleiðing þess yrði sú, að minni háttar byggðarlög sitji uppi með engan kvóta og leggist í auðn.“ Tilvitnun lýkur. Oft er það svo, að menn sjá ekki alltaf sína eigin, raunverulegu hags- muni, í blindri hagsmunagæslu sinni og auðhyggju. Sagan geymir þess mörg dæmi. Nefna má, að líklega hefði rússneska byltingin aldrei átt sér stað, ef aðallinn hefði séð hvað var landinu og þeim sjálfum fyrir bestu. Kvótaherrarnir, sem er hinn raunverulegi íslenski aðall í dag, þurfa að átta sig á því, að gína ekki yfir of miklu of fljótt. Spyija má: Hvað verður á þessu landi, ef stjórn- endur örfárra fyrirtækja eiga að ráða því nærri alfarið, hvar og hvernig verði gert út til fiskveiða frá hinni íslensku veiðistöð og nánast þeir ein- ir verða handhafar veiðiréttarins? Sú þróun sem er að verða í sjáv- arútvegi íslendinga, bæði hvað varð- ar eignarhald og útgerðarhætti, er að sumu leyti til bóta, en hún má ekki verða of snögg eða á kostnað þeirra sem minna mega sín. Ef menn mega ekki sækja bjargræði í greipar Ægis konungs nema í krafti auð- magns, er hætta á ferðum í veiði- stöðinni. Gunnlaugur lögmaður og fjöldi annarra aldinna þul'a hafa margsinnis varað við þessu. Þeir sem lenda í því að græða hundruð millj- óna króna á einum degi, vegna spá- kaupmennsku útá óveiddan fisk í sjónum, hafa ekki gott af slíkum ofsagróða, þó það sé út af fyrir sig ánægjulegt þegar hlutabréf hækka í verði. En þær hækkanir þurfa að vera á heilbrigðum grunni byggðar. Innbyggjarar „krummaskuðanna" á íslandi verða að fá að róa til fiskjar, eins og þeir hafa gert frá upphafi þéttbýlismyndunar á landinu. Ef þeir fá það ekki, eru þeir með hyski sínu búnir að vera og óhamingja verður þeirra hlutskipti. Svo einfalt er það mál. Það eru hagsmunir kvótaherr- anna og allrar hinnar íslensku þjóðar að leyfa þeim smáu að njóta sín að vissu marki, rétt eins og það voru hagsmunir rússneska aðalsins að al- þýðan fengi að éta. Skiptir þá ekki máli þó viðkomandi innbyggjarar hafi gloprað landnáms- og frumburð- arréttinum úr höndum sér á einhvern hátt, með góðri aðstoð misheppnaðr- ar lagasetningar. Sjómenn, útvegs- bændur og fiskverkunarfólk á um- ræddum stöðum eiga ekki skilið þau örlög að flosna upp, hverfa frá eign- um sínum og lepja dauðann úr skel. Kvótaherramir og þá ekki síst iög- gjafinn, Alþingi sjálft, þurfa að átta sig á þessu í tíma. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Árásir á IsNet? Frá Kristni Soffaníasi Rúnarssyni: BORIÐ hefur á því að undanfömu að fjölmiðlar eru að búa sér til frétt- ir úr því að klám er að finna á ainet- inu, þetta eru ekki gróusögur heldur staðreynd sem auðvelt er fýrir flesta að líta framhjá en ég ætla að segja frá einu dæmi sem kom fyrir í ET- blaðinu 1. tbl. 1997. - Þar var sagt frá því að Intemet á Islandi, einnig þekkt sem IsNet/Intís, veiti fólki og notendum alnetsins aðgang að klámi, þetta er að mörgu leyti rétt en að mörgu leyti rangt líka. Internet á íslandi veitir íslending- um aðgang að alnetinu sjálfu og þar með öllu því innihaldi sem þar er að finna, sem er ógrynni eins og flestir vita. í þessari grein er Intís gert ábyrgt fyrir allri alnetsnotkun á Islandi þar sem þeir reka eitt af tveimur útlanda- samböndum netsins hér á landi. Það sem kom ekki fram og „gleymdist" að taka fram er að Póstur og sími hf. reka einnig útlandasamband eins og Intís gerir og em þeir mjög stórir á sínu sviði. Hvergi kom fram að P&S hf. veita notendum sínum alveg sömu þjónustu og aðgang að öllu því sem er á alnetinu. Afhverju var þetta ekki tekið fram? Enginn veit. Undirritaður skrifaði ritstjóra ET- blaðsins fyrir u.þ.b. tveimur mánuð- um og krafðist leiðréttingar á þessu en allt kom fyrir ekki, ekki einusinni svar frá ritstjóranum. Ég held bara að við lesendurnir eigum fullan rétt á því að fá að vita báðar hliðar á málunum. KRISTINN SOFFANÍAS RÚNARSSON, Hlíðarvegi 5, Grundarfirði. Þökk sé Siðmennt Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: ÉG LAS með velþóknun það opna bréf, sem samtökin Siðmennt sendu allsheijarnefnd alþingis og birtist í Mbl. 2. apríl sl. Eg vil taka undir kröfuna um aðskilnað ríkis og kirkju og láta í ljósi óánægju mína yfir þeirri ósvinnu að fela atvinnutrú- mönnum úr þjóðkirkjunni að ráð- stafa þeim fjármunum sem inn- heimtir eru af fólki utan trúfélaga og eiga að svara til hinna svonefndu sóknargjalda. Hvers vegna má ekki leyfa þessu fólki sjátfu að ráðstafa sínu framlagi eða sleppa því við að greiða það? Nú þegar enginn tekur trúarbrögð alvarlega lengur, er það fáráðlegra en orðum taki, að rekin sé ríkistrú með ærnum tilkostnaði, og þar að auki sé öllum gert að greiða einhver sóknargjöld, sem enginn sleppur við en útvaldir fá að ráðstafa til sinna eftirlætisguða. JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, Stangarholti 7, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.