Morgunblaðið - 17.04.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.04.1997, Qupperneq 56
»6 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator féhg laganema. STRETCH gallabuxur Tfskuver/.lun v/Nesveg Seltjarnarnesi sími 561 1680 * Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla, Dalvík, verður haldinn að Rimum í Svarfaðardal 28. apríl 1997 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. Að loknum aðalfundi er boðað til fundar í fulltrúaráði Sparisjóðsins. Ársreikningur fyrir árið 1996 liggur frammi í afgreiðslum sjóðsins fyrir stofnfjáreigendur viku fyrir aðalfund. Stjórnin. ecco Úrval af herra- og kvenskóm Einnig nokkrar tegundir í barnaskóm Toppskórinn • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 5521212. STEINAR WAAGE „ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ^ SKOVERSLUN ^ SÍMI 55 l 85 l 9 SÍMI 568 9212 -# IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags í fáum orðum ÉG ER ósátt við það, að „þjóðarsálin" fái ekki að velja næsta biskup. Þjóðin er vart hlutdrægari í sínu vali en biskupskjósendur innan prestastéttarinnar, þar sem hver höndin virð- ist upp á móti annarri, eins og í þinginu. Um leið vil ég láta í ljós fróma ósk. Mættum vér fá meira að heyra af uglu- speglum og spaugurum, því eins og meistari Þór- bergur orðaði það: „Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín“. Gjört á vinnukonufrí- daginn. Guðrún Jakobsen, Bergstaðastræti 34. Dæmið ekki, eða þið verðið dæmdir í MORGUNBLAÐINU þann 10. apríl birtist frá- bær grein „Forsetasonur inn“ eftir Daníel Sigurðs- son, kennara. Það er svo sannarlega fagnaðarefni þegar kennari verður til að verja Björn Sv. Björns- son. Ég kynntist Bimi fyrir mörgum árum þegar ég var gjaldkeri í varahluta- verslun hjá Heklu hf, en þá var Björn umboðsmað- ur fyrir Encyciopedica Britannica í sama húsi. Bjöm kom alltaf til að heilsa og hressa okkur í búðinni á svo skemmtileg- an hátt. Ég gleymi því ekki. Að lokum skulum við minnast orða Drottins: „Dæmið ekki, eða þið verð- ið dæmdir". Virðingarfyllst, Vilhjálmur Alfreðsson, Efstasundi 76, Rvík. Minnisvarði um Jón biskup VEGNA greinar í Velvak- anda fyrir nokkmm dögum um minnisvarða um Jón biskup Arason vil ég benda fólki á að það er til minnis- varði við veginn sem liggur niður að Skálholti. Þessi minnisvarði var settur upp 1912. Það var ensk kona sem gekkst fyrir því, Disn- ey Leith. Hún var vinveitt íslandi og íslenskri sögu. Hún fékk til liðs við sig mann sem hét Þorgrímur Guðmundsen. Matthías Þórðarson fomminjavörð- ur benti henni á þennan stað þar sem hann taldi heimildir segja að þar hefðu Jón biskup og synir hans verið höggnir. Magn- ús Guðnason, steinsmiður, vann minnisvarðann. Það var gyllt letur framan á honum sem var farið að mást. 1993 var minnis- varðinn tekinn niður og letrið var endurnýjað, er núna upphleypt. Það var félag kaþólskra leikmanna sem gekkst fyrir því að letrið yrði endumýjað. Steinninn var síðan settur aftur upp 5. nóvember 1994. Þar voru viðstaddir þá athöfn sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sóknarprestur, og sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup. Eftir athöfnina var bænastund og ávörp flutt í kirkjunni. Torfi Ólafsson, Melhaga 4. Tapað/fundið Perluhringur tapaðist PERLUHRINGUR úr gulli með grænum steini tapað- ist fyrir framan 10-11 í Miðbæ í byijun mars. Uppl. í síma 565-1550 eða 565-4764. Fundarlaun. Belti af frakka tapaðist UM mánaðamót var ég svo óheppin að tapa belti af frakkanum mínum sem er dökkblár, ef einhver skyldi hafa hirt það en ekki hent því hafi þá samband í síma 561-4895. Stjömukort tapaðist STJÖRNUKORT í bókar- líki tapaðist í Garðabænum 11. apríl. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 565-5445. Eyrnatappi tapaðist EYRNATAPPI, sérmótað- ur úr sílikoni, tapaðist föstudaginn 11. apríl á tónleikum í Háskólabíói eða eftir tónleikana á leið út í rútu eða í rútunni. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 552-8256. SKAK Umsjðn Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í keppni í áskorendaflokki á Skák- þingi íslands um páskana. Siguijón Sigurbjörnsson var með hvítt, en Stef- án Kristjánsson hafði svart og átti leik. Hvítur var að leika 25. g2—g4?, en 25. Bxg7 eða 25. Df2l? Var mun 25^ - Hxd4! 26. Hxf7 (Skárra var 26. Rf3, en eftir 26. - Hd5 27. gxh5 — Hxh5 28. Dxa7 — Dc8 stendur svartur einnig til vinn- ings) 26. — Kxf7 27. Df3+ - Kg8 28. cxd4 - Hf8 29. De2 - Dxd4+ og hvítur gafst upp. Klúbbakeppni Hellis fer fram föstudagskvöldið 18. apríl kl. 20 í félagsheimili Hellis í Mjódd (hjá Bridge- sambandinu). Allir skák- klúbbar eru boðnir vel- komnir til leiks. Skráning á staðnum, 15 mínútum áður en taflið hefst. SVARTUR leikur og vinnur. COSPER NEI, það er einmitt kostur að hafa stóriðju í nágrenn- inu. Þá sérðu alltaf úr hvaða átt hann blæs. Víkveiji skrifar... SJÓNVARPIÐ sýndi í fyrri viku Kastljósþátt, þar sem fjallað var um strand Víkartinds. í þættin- um var fjallað um strandið frá öllum sjónarmiðum og reynt að komast að því hvernig á þeim töfum hafi staðið, sem orðið höfðu á björgun varnings úr skipinu. í sjálfu sér var þátturinn hin bezta samantekt á þessu máli, þar sem sitt sýndist hverjum. Þegar Kastljósþátturinn var kynntur, sagði kynnirinn, að nú yrði strandmálið krufið til mergjar. Þetta var margendurtekið í kynn- ingum og gott ef þulan fór ekki einnig með þessa staðhæfingu. Heldur stakk þetta Víkverja, vegna þess að hann álítur að með þessari staðhæfingu sé verið að rugla sam- an tveimur orðatiltækjum, þ.e.a.s. annars vegar að kryfja eitthvað, sem er gott og gilt tungutak og hins vegar að bijóta eitthvað til mergjar. Orðatiltækið að bijóta til mergjar er afskaplega myndrænt, er fólk sat að snæðingi og vildi ná í merginn, sem var inni í beininu. Til þess varð að bijóta beinið til að ná til mergsins, sem mörgum þótti lostæti. xxx. INN Á borð Víkveija barst í vik- unni tímaritið Dagfari, sem er tímarit Samtaka herstöðvarand- stæðinga. Satt að segja brá Víkveija svolítið við að fletta blaðinu, því að aðstandendur þess virðast vera ein- hvers konar nátttröll, sem dagað hafa uppi í kaldastríðshugsunar- hætti, sem Víkveiji hélt satt að segja að heyrði fortíðinni til. En þetta fólk virðist ekkert hafa lært, skilið og lesið síðastliðinn áratug. Forneskjan í hugarfari þess virðist algjör. Það virðist gjörsamlega hafa misst úr síðastliðinn áratug. Enn virðist hatrið á Bandaríkja- mönnum heltaka þetta fólk og á heimskorti, sem fylgir grein Gunnars Karlssonar sagnfræðiprófessors og birt er á bls. 11 í tímaritinu, er U.S.S.R. eða Sovétríkin enn við lýði. Sovétríkin eru raunar merkt með sérstökum skálínum á kortinu, rétt eins og Kúba, Mongólía og Kína og skýringin á kortinu segir að um sé að ræða „kommaríki". Sérkennileg sagnfræði það. Þeir aðilar, sem skrifa í blaðið eru, auk áðurnefnds sagnfræðipró- fessors, Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Einar Valur Ingimundarson umhverfisverkfræðingur, sem raun- ar er titlaður ritstjóri blaðsins, Þor- leifur Friðriksson sagnfræðingur, Garðar Mýrdal eðlisfræðingur og Einar Már Guðmundsson rithöfund- ur. Leiðara blaðsins skrifar svo Birna Þórðardóttir. Ein grein, sem flokkast undir aðsent efni og ber fyrirsögnina „Sölumenn dauðans" er eftir Ástþór Magnússon stofnanda Friðar 2000. xxx LEIÐARA Bimu Þórðardóttur segir hún, að í þessu tölublaði Dagfara sé reynt að leita svara við því hvort starf Samtaka herstöðvar- andstæðinga hafi verið hjóm eitt og engu skilað. Hún segir: „Vandi okk- ar og verkefni er ætíð hið sama; að halda baráttunni vakandi þar til sig- ur vinnst og gleyma ekki að þar þarf að flétta saman alla þijá þætt- ina - efnahagslega, pólitíska og sið- ferðilega. Nató hefur í engu breyst. Þar er tilgangurinn hinn sami og fyrr, að vemda hagsmuni hinna ríku gegn okkur „sem eigum / ekkert föður- land nema jörðina / enga hugsjón nema lífið“. Veit þetta fólk ekki, að nú berst fjöldi fyrrverandi Varsjárbandalags- þjóða fyrir því að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu, NATO? Og svo er fullyrt, að ekkert hafi breytzt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.