Morgunblaðið - 17.04.1997, Side 60

Morgunblaðið - 17.04.1997, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ r i i HÁSKÓLABIÓ Háskólabíó FRUM^XNING ‘ .□□Dolb Ævintýrið heldur áfram. Stjörnustríð 2, önnur myndin úr endurgerð STAR WARS þrennunnar, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. ___________________Sýnd kl. 6, 9 og 11.30.___________________ SAGA HEFÐ.ARKONU' Eftir Jane Campion leikstjóra* Pialio Fimaflott myndataka og leikur, frumleg leikstiórn. ★ ★★ Ó. H. T. Rás 2 Sýnd kl. 9.05**^ ÓSKARSVERÐLAUN: BESTA ERLENDA MYNDIN O IL Y „Þessi mynd er galdur sem dáleiðir þig, nær þér gjörsamlega á sitt band og þú óskar þess að hún megi aldrei hætta." Ásgrímur Sverrisson (Land og synir, rit kvikmyndagerðarmanna) Sýnd kl 5, 7, 9.05 og 11.10. Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.10. STAR TREK fiijuiitui m FYRSTU KYNNl ★★★ í Sýnd kl. 5 og 7. B. i. 12 ára. Síöustu sýningar!! HÉR sést fyrirsæta í síðkjól, klæðlitlum á hliðunum, á haustsýningu Marc Bouwer um síðustu helgi. Tíska að loknu sumri TÍSKUHÚS New York borgar keppast nú við að sýna áhugasöm- um hönnun sína fyrir komandi haust. Hver sýningin rekur aðra og á meðfylgjandi myndum sést dæmi um hvernig æskilegt er að klæða sig er laufin taka að roðna og sumri að halla. Skemmtanir ■ RÓSENBERGKJALLARINN Á fimmtudagskvöld verða haldnir tónleikar þar sem fram koma hljómsveitirnar Hugh Jazz sem kynnir efni af væntanlegri 12“ plötu. Þeir spila ,jungle“. Svo er það hljóm- sveitin Súrefni sem leikur danstónlist en það er væntanleg plata frá þeim á næstu dögum. Að lokum mun Stjörnukisi kynna óútkomna plötu sína. Stjörnukisi er tríó og sýna þeir á sér nýjar hliðar og önnur hljóð- færi. Aðgangseyrir er 300 kr. Húsið opnað kl. 21. ■ THE DUBLINER Á föstudagskvöld leikur tríóið T-Vertigo frá kl. 18-23.30 en þá tekur hljómsveitin Papar við en hún leikur einnig á laugardagskvöldinu. Á mánudagskvöld leika svo Pup Quiz. ■ GULLÖLDIN Á föstudags- og laugar- dagskvöld skemmtir Kiddi Rós. ■ NAUSTKRÁIN Á fimmtudags-, föstu- dags-, laugardags- og . sunnudagskvöld kvöld leikur mjómsveit Önnu Vilþjálms. ■ ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Á föstudagkvöld er dansleikur með Syórn- inni og á laugardagskvöld er diskótek til ki. 3. ■ KÁNTRÝKLÚBBURINN KÚREK- INN, Hamraborg 1-3 (norðanmegin), Kópavogi, stendur fyrir dansæfingu föstu- dagskvöld kl. 21 Þess má geta að Kúrekinn er með sýningarhóp. ■ CAFÉ ROMANCE Ástralski píanóleik- arinn Robin Rose leikur og syngur fyrir gesti staðarins alla daga vikunnar nema mánudaga. Einnig mun hann leika fyrir matargesti veitingahússins Café Óperu. Þess má geta að Rose var hér á landi fyrir 4 árum síðan. PAPAR leika á The Dubliner föstudags- og laugardagskvöld. STÍNA Bongó og Böðvar leika á Sir Oliver fimmtudagskvöld. ■ TODMOBILE leikur laugardagskvöld í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði. Þetta er fyrsti dansleikur hljómsveitarinnar á Höfn í rúm þrjú ár. Dansleikurinn hefst um mið- nætti og stendur til kl. 3. ■ CAFÉ AMSTERDAM Á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld leikur trúbadorinn Siggi Björns. ■ KAFFI REYKJAVÍK Á fimmtudags- og föstudagskvöld leikur Hálft í hvoru. Á laugardagskvöid leikur Sól Dögg og á sunnudagskvöldinu eru það Regína Ösk og Birgir Birgisson sem skemmta gestum. Á mánudags- og þriðjudagskvöld leika svo Grétar Örvars og Sigga Beinteins. ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudagskvöld verður Fegurðarsamekppni Reykjavíkur haldin. 14 stórglæsilegar stúlkur keppa um titilinn. Húsið verður opnað kl. 19 með for- drykk fyrir matargesti en í boði er glæsileg- ur kvöldverður og kl. 21 verður opnað fyr- ir aðra gesti. Dansleikur til kl. 3 að lokinni krýningu. Á laugardagskvöld verður haldið áfram sýningunni Braggablús, söngbók Magnúsar Eiríkssonar. Flytjendur: Pálmi Gunnarsson, lijarni Arason, Ellen Krist- jánsdóttir og Iris Guðmundsdóttir. Tón- listarstjórn er í höndum Gunnars Þórðar- sonar. Flutt verða Brunaliðslög, Manna- komslög o.fl. Þríréttaður kvöldverður. Að sýningu lokinni skemmta MiHjónamæring- amir ásamt Bjarna Arasyni á dansleik tii kl. 3. ■ ÓPERUKJALLARINN Á fóstudags- kvöld verður stórdansleikur með Óperu- bandinu ásamt Bjögga Halidórs. Opið til kl. 3. Á iaugardagskvöld er svo diskó- tek. Opið til kl. 3. ■ SIR OLIVER Á fimmtudagskvöld leika Stína Bongó og Böðvar auk þess að Laddi verður með óvæntar uppákomur. Um kvöld- ið er boðið upp á val milli fjögurra rétta og drykk á 1.000 kr. Á föstudags- og laug- ardagskvöld skemmta þeir Björgvin Franz og Laddi. Ath. breyttan afgreiðslutíma. Opið frá kl. 16-1 alla virka, 16-3 föstu- daga og frá kl. 12 laugardag og sunnudag. ■ FEITI DVERGURINN Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Rúnar Júlíusson. Veitinga- húsið er opið frá kl. 13.30 föstudag, laugardag og sunnu- dag. Snyrtilegur klæðnaður. ■ GRAND HÓTEL v/Sig- tún. Á fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld frá kl. 19-23 leikur og syngur Cunnar Páll Ingólfsson perl- ur dægurlagatónlistarinnar fyrir gesti hótelsins. ■ HÓTEL SAGA Á Mírnis- bar er opið fimmtudags- og sunnudagskvöld frá kl. 19-1 og frá kl. 19-3 föstudags- og laugardagskvöld en þá koma fram þeir Stefán Jökulsson og Ragnar Bjarnason. í Súlnasal á föstudagskvöld er einkasamkvæmi en á laugar- dagskvöld verður sýningunni Allabaddarí haldið áfram en þetta er skemmtidagskrá í frönskum anda. Þeir sem taka lagið á sýningunni eru Egill Ólafsson, Sigrún Eva Ár- mannsdóttir, Rósa Ingólfs- dóttir, Karl Ágúst Úifsson og Örn Árnason. Á opnum dansleik eftir kl. 23.30 leika Aggi Slæ og Tamlasveitin ásamt Sigrúnu Evu. Á Skrúði standa Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum og Hótel Saga saman að saltfísks- ævintýri. Tugir saltfískrétta sem eiga rætur sínar að rekja til Spánar og Portúgals verða á hlaðborðinu auk eftirrétta frá sömu slóð- um. Opið verður bæði í hádeginu og á kvöld- in mun gítarleikarinn Hinrik Bjarnason leika fyrir matargesti á kvöldin. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtudags- kvöld leikur hljómsveitin Riff Red Hedd og á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Kirsuber gamalt og nýtt popp- rokk. Hljómsveitin Dúndurfréttir leikur sunnudágs- og mánudagskvöld lög eftir Pink Floyd, Led Zeppelin o.fl. Á þriðjudags- kvöld mætir síðan Tríó Jóns Leifssonar og á miðvikudagskvöld leikur hljómsveitin Hunang ásamt söngvaranum Herberti Guðmundssyni. ■ KRINGLUKRÁIN Fimmtudags-, föstu- dags-, laugardagskvöld leikur hljómsveitin Sín frá kl. 22. í Leikstofu fóstudags- og iaugardagskvöld leikur Viðar Jónsson frá kl. 22. Á sunnudagskvöld leikur svo hljóm- sveitin í hvítum sokkum. ■ ELDGAMLA ÍSAFOLD, Þingholts- stræti 5. Á sunnudagskvöld verður haldið Englakvöld þar sem flutt verður dagskrá með lifandi tónlist og Ijóðalestri. ■ FÓGETINN Á fímmtudags- og föstu- dagskvöld leikur hljómsveitin Vestan hafs en meðlimir hennar eru Björgvin Gíslason, Jón Ingólfsson og Jón Björgvinsson. Á laugardagskvöld leikur hljómsveit Stebba Pé. Halli Reynis leikur sunnudagskvöld. Fógetinn opnar kl. 12 á hádegi alla daga vikunnar. ■ FJÖRUKRÁIN Fjörugarðurinn er opinn um helgina. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti. Magnús Kjartansson og félag- ar leika síðan fyrir dansi til kl. 3. Veitinga- húsið Fjaran er opin öll kvöld. Vordagar heQast í Fjörunni sunnudaginn 20. aprfl. ■ SKÍTAMÓRALL leikur á Sauðárkróki um helgina. Á fötudagskvöldi á grunnskóla- balli og á laugardagskvöldið á Hótel Mæli- felli. ■ DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆR Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Hljóm- sveit Birgis Cunnlaugssonar fyrir dansi. Danshúsið er opið öll föstudags- og laugar- dagskvöld frá kl. 22-3. ■ VESTAN HAFS Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin á Mótel Venus við Borg- arfjarðarbrú. ■ CAFÉ ROYALE Á föstudags- og laug- ardagskvöld leikur hljómsveitin Privat. Veitingahúsið verður með íslenska bjór- kynningu og tilboð frá fímmtudegi til sunnudags. ■ HITT HÚSIÐ stendur fyrir síðdegistón- leikum á föstudag kl. 17 þar sem nýbylgju- hljómsveitin Maus kemur fram. Maus er að koma fram á tónleikum í fyrsta skipti eftir langan tíma og munu leika efni af breiðskífu sem væntanleg er í sumar. Að- gangur er ókeypis. ■ JETZ leikur föstudagskvöld á Casa- blanca og laugardagskvöld á Gauk á Stöng.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.