Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 1997næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 26.04.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 26.04.1997, Síða 1
93. TBL. 85. ÁRG. Frakkland og Kúba Samið um viðskipti París. Reuter. STJÓRNVÖLD í Frakklandi undir- rituðu í gær viðskiptasamning við Kúbustjórn og vöruðu jafnframt Bandaríkjastjórn við afskiptum af frönskum fyrirtækjum, sem hefðu viðskipti við eyjarskeggja. Talsmaður Bandaríkjastjórnar gangrýndi samninga Frakklands og Kúbu með óbeinum hætti á fimmtudag og kvaðst um leið vona, að Frakkar héldu áfram að beijast fyrir auknum mannréttindum í ríki Castros. Franck Borotra, iðnaðar- ráðherra Frakklands, sagði hins vegar í gær, að stjórn sín og Evr- ópusambandsríkin væru andvíg Helms-Burton-lögunum banda- rísku en samkvæmt þeim er unnt að refsa fyrirtækjum, erlendum sem bandarískum, sem hafa við- skipti við Kúbustjórn. Vilja tengjast alþjóðlegu efnahagslífi Evrópusambandsríkin höfðu vís- að þessari deilu til Heimsviðskipta- stofnunarinnar en á mánudag féllu þau frá því. Þá hafði Bandaríkja- stjórn lofað að milda Helms-Burt- on-iögin. Ibrahim Ferradez Garcia, sem fer með erlenda fjárfestingu og efnahagssamstarf í Kúbustjórn, sagði, að stjórn sín legði nú mikla áherslu á að tengjast aftur hinu alþjóðlega efnahagslífi og því væri samningurinn við Frakkland mjög mikilvægur. Biðjast afsökunar á Guernica ROMAN Herzog, forseti Þýskalands, mun í dag biðjast formlega afsökunar á árásinni á bæinn Guernica í spænsku borgarastyijöldinni, í tilefni þess að nákvæmlega sextíu ár eru liðin frá henni. Guernica er í Baskalandi og Kondor-flugsveit Þjóð- veija, sem barðist við hlið spænskra falangista, varpaði sprengjum á bæinn 26. apríl 1937. Var það ein fyrsta sprengjuárásin sem gerð var úr lofti. Fullyrt er í þýska blaðinu Frankfurter Rundschau að Herzog muni viðurkenna að Þjóðveijar hafi borið mikla ábyrgð á árásinni. Um 5.000 manns bjuggu í bænum fyrir árásina, sem jafnaði hann því sem næst við jörðu, og gerði Pablo Picasso ódauðlegan minnisvarða um þá sem létu lífið í málverkinu „Guernica". Er hálf öld var liðin frá árásinni lofaði þýska stjórnin að gera allt sem í hennar valdi stæði til að veita eftirlif- endum í Guernica lið. Það lof- orð hefur ekki verið haldið og hafa Þjóðveijar verið harðlega gagnrýndir fyrir það. 88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Winnipeg Free Press Flóð valda usla í Manitoba VÖXTUR í Rauðá hefur valdið miklum flóðum i N-Dakota í Bandaríkjunum og Manitoba-fylki í Kanada. Búist er við að flóðin nái hámarki í Winnipeg í næstu viku. Á myndinni flýja bóndinn Jerry Pearse og frú heimili sitt skammt frá bænum Dominion. ■ Alit að 2.000 ferkílómetrar/22 Deilt á Kabila vegna týndra flóttamanna New York, Kisangani. Reuter. HART var deilt á uppreisnarmenn í Zaire vegna allt að 100 þúsund flóttamanna frá Rúanda, sem horfið hafa úr flóttamannabúðum í austur- hluta landsins. Haft var eftir Kofi Annan, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna (SÞ), að „hægfara útrýming" á flóttamönnum frá Rú- anda ætti sér stað í Zaire. Hafin var leit úr lofti að um 85 þúsund flóttamönnum, sem horfið hafa úr tvennum búðum suður af Kisangani. Um 55 þúsund hafa yfir- gefið Kasese-búðirnar og 30 þúsund Biaro-búðirnar. „Áttatíu þúsund manns hafa verið dæmd til hægfara og villimannlegs dauða,“ sagði Christiane Berthiaume, talsmaður Matvælahjálpar SÞ. Kenndi hún liðsmönnum uppreisnar- foringjans Laurents Kabila um að hindra matvælaflutninga til búðanna. „Uppreisnarmenn vilja flóttamennina feiga. Hafi þeir flúið inn í skóginn verður það þeirra bani. Við getum ekkert að gert,“ sagði Berthiaume. í gær komu svo 13 fióttamenn úr Kasese-búðunum til bæjarins Kik- ongo skammt frá Kisangani og sögð- ust hafa verið á göngu í þijá daga eftir að skotárás var gerð á búðirn- ar. „Það greip um sig mikil skelfing, fólkið flýði í allar áttir þegar skot- hríðin hófst. Við vitum ekki hveijir voru að verki," sagði einn flótta- mannanna. Aðrar heimildir hermdu, að hundruð manna hefðu fallið í valinn. Örlög flóttamannanna eru á góðri leið með að snúast upp í pólitíska og áróðurslega martröð fyrir Kabila. Hann aftók að sveitir hans, sem eru aðallega skipaðar tútsum, hefðu gengið milli bols og höfuðs á flótta- mönnunum, hútúum frá Rúanda, sem að stórum hluta eru fyrrverandi liðsmenn stjórnarhers Rúanda. Talsmaður samtakanna Læknar án landamæra sakaði liðsmenn Kab- ila um að misnota nærveru hjálpar- samtaka í Zaire til þess að elta uppi flóttamenn í austurhluta landsins. Rússar fresta fullg’ildingxi Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR stjórnar Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta lét i ljós mik- il vonbrigði í gær með að rússneska þingið skildi streitast gegn alþjóð- legum þrýstingi um að fullgilda al- þjóðlegan samning um efnavopna- bann. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti sáttmálann í fyrradag en í stað þess að fara að dæmi þess sam- þykkti neðri deild rússneska þings- ins, dúman, ályktun um að stefnt skyldi að því að staðfesta samning- inn með haustinu. Vladímír Ljúkín, formaður utan- ríkisnefndar dúmunnar, sagði Rússa eiga einhveijar mestu efnavopna- birgðir heimsins. Þær eru taldar nema 40 þúsund tonnum og segja rússneskir þingmenn óhjákvæmilegt að Vesturlönd kosti eyðingu þeirra. ■ Stefnt að staðfestingu/2 ■ Mikilvægur pólitískur/21 Uppsveiflan dugar vart Major London. Reuter. HAGVÖXTUR í Bretlandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jafn- gildir 3% aukningu á ári, sam- kvæmt hagtölum, sem birtar voru í gær. Þessar góðu fréttir eru tald- ar koma of seint til þess að nýtast íhaldsflokki Johns Majors forsæt- isráðherra nægilega til að halda völdum eftir þingkosningarnar í næstu viku. „Varanlegur vöxtur er orðinn fastur í sessi, sveiflugangur heyrir sögunni til,“ sagði Major og ítrek- aði að aðrar Evrópuþjóðir litu öf- undaraugum til Bretlands hvað efnahagsuppgang áhrærði. Hagfræðingar sögðu reyndar, að hagtölurnar sýndu að hugsan- lega þyrfti að grípa í taumana og hafa hemil á hagvextinum til að ekki hlytist af verðbólga. Mikil harka hljóp í kosningabar- áttuna í gær. Major sakaði Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokks- ins, um „ósvífinn hræðsluáróður" með því að halda því fram, að Ihaldsflokkurinn hygðist afnema opinberan ellilífeyri héldi hann völdum eftir kosningar og einka- væða eftirlaunakerfið. Sagðist Major myndu samstundis ijúfa þing og segja af sér tæki stjórnin fram fyrir hendur sér og sam- þykkti slíkt. Tvær skoðanakannanir, sem birtar voru í gær, sýna, að forskot Verkamannaflokksins á íhalds- flokkinn er 16-18%. Gífurlegt umferðaröngþveiti skapaðist í miðhluta Englands í gær er tvær sprengjur, sem eign- aðar voru Irska lýðveldishernum (IRA), sprungu meðfram M6- hraðbrautinni. IRA hefur haft uppi áform um að valda sem mestri röskun fram að kosningum. í gær voru starfsmönnum kjör- stjórna afhentar leiðbeiningar um viðbrögð við sprengjuhótunum á kjörstað. Reuter UMFERÐ var stöðvuð um M6-hraðbrautina í Mið-Englandi í gær vegna sprengjutilræða. Mynduðust tuga kílómetra langar biðraðir. Franskir menntaskólanemar styttu sér stundir með því að halda ferðinni áfram gangandi.

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55740
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 93. tölublað (26.04.1997)
https://timarit.is/issue/129451

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

93. tölublað (26.04.1997)

Gongd: