Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 1

Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 1
93. TBL. 85. ÁRG. Frakkland og Kúba Samið um viðskipti París. Reuter. STJÓRNVÖLD í Frakklandi undir- rituðu í gær viðskiptasamning við Kúbustjórn og vöruðu jafnframt Bandaríkjastjórn við afskiptum af frönskum fyrirtækjum, sem hefðu viðskipti við eyjarskeggja. Talsmaður Bandaríkjastjórnar gangrýndi samninga Frakklands og Kúbu með óbeinum hætti á fimmtudag og kvaðst um leið vona, að Frakkar héldu áfram að beijast fyrir auknum mannréttindum í ríki Castros. Franck Borotra, iðnaðar- ráðherra Frakklands, sagði hins vegar í gær, að stjórn sín og Evr- ópusambandsríkin væru andvíg Helms-Burton-lögunum banda- rísku en samkvæmt þeim er unnt að refsa fyrirtækjum, erlendum sem bandarískum, sem hafa við- skipti við Kúbustjórn. Vilja tengjast alþjóðlegu efnahagslífi Evrópusambandsríkin höfðu vís- að þessari deilu til Heimsviðskipta- stofnunarinnar en á mánudag féllu þau frá því. Þá hafði Bandaríkja- stjórn lofað að milda Helms-Burt- on-iögin. Ibrahim Ferradez Garcia, sem fer með erlenda fjárfestingu og efnahagssamstarf í Kúbustjórn, sagði, að stjórn sín legði nú mikla áherslu á að tengjast aftur hinu alþjóðlega efnahagslífi og því væri samningurinn við Frakkland mjög mikilvægur. Biðjast afsökunar á Guernica ROMAN Herzog, forseti Þýskalands, mun í dag biðjast formlega afsökunar á árásinni á bæinn Guernica í spænsku borgarastyijöldinni, í tilefni þess að nákvæmlega sextíu ár eru liðin frá henni. Guernica er í Baskalandi og Kondor-flugsveit Þjóð- veija, sem barðist við hlið spænskra falangista, varpaði sprengjum á bæinn 26. apríl 1937. Var það ein fyrsta sprengjuárásin sem gerð var úr lofti. Fullyrt er í þýska blaðinu Frankfurter Rundschau að Herzog muni viðurkenna að Þjóðveijar hafi borið mikla ábyrgð á árásinni. Um 5.000 manns bjuggu í bænum fyrir árásina, sem jafnaði hann því sem næst við jörðu, og gerði Pablo Picasso ódauðlegan minnisvarða um þá sem létu lífið í málverkinu „Guernica". Er hálf öld var liðin frá árásinni lofaði þýska stjórnin að gera allt sem í hennar valdi stæði til að veita eftirlif- endum í Guernica lið. Það lof- orð hefur ekki verið haldið og hafa Þjóðveijar verið harðlega gagnrýndir fyrir það. 88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Winnipeg Free Press Flóð valda usla í Manitoba VÖXTUR í Rauðá hefur valdið miklum flóðum i N-Dakota í Bandaríkjunum og Manitoba-fylki í Kanada. Búist er við að flóðin nái hámarki í Winnipeg í næstu viku. Á myndinni flýja bóndinn Jerry Pearse og frú heimili sitt skammt frá bænum Dominion. ■ Alit að 2.000 ferkílómetrar/22 Deilt á Kabila vegna týndra flóttamanna New York, Kisangani. Reuter. HART var deilt á uppreisnarmenn í Zaire vegna allt að 100 þúsund flóttamanna frá Rúanda, sem horfið hafa úr flóttamannabúðum í austur- hluta landsins. Haft var eftir Kofi Annan, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna (SÞ), að „hægfara útrýming" á flóttamönnum frá Rú- anda ætti sér stað í Zaire. Hafin var leit úr lofti að um 85 þúsund flóttamönnum, sem horfið hafa úr tvennum búðum suður af Kisangani. Um 55 þúsund hafa yfir- gefið Kasese-búðirnar og 30 þúsund Biaro-búðirnar. „Áttatíu þúsund manns hafa verið dæmd til hægfara og villimannlegs dauða,“ sagði Christiane Berthiaume, talsmaður Matvælahjálpar SÞ. Kenndi hún liðsmönnum uppreisnar- foringjans Laurents Kabila um að hindra matvælaflutninga til búðanna. „Uppreisnarmenn vilja flóttamennina feiga. Hafi þeir flúið inn í skóginn verður það þeirra bani. Við getum ekkert að gert,“ sagði Berthiaume. í gær komu svo 13 fióttamenn úr Kasese-búðunum til bæjarins Kik- ongo skammt frá Kisangani og sögð- ust hafa verið á göngu í þijá daga eftir að skotárás var gerð á búðirn- ar. „Það greip um sig mikil skelfing, fólkið flýði í allar áttir þegar skot- hríðin hófst. Við vitum ekki hveijir voru að verki," sagði einn flótta- mannanna. Aðrar heimildir hermdu, að hundruð manna hefðu fallið í valinn. Örlög flóttamannanna eru á góðri leið með að snúast upp í pólitíska og áróðurslega martröð fyrir Kabila. Hann aftók að sveitir hans, sem eru aðallega skipaðar tútsum, hefðu gengið milli bols og höfuðs á flótta- mönnunum, hútúum frá Rúanda, sem að stórum hluta eru fyrrverandi liðsmenn stjórnarhers Rúanda. Talsmaður samtakanna Læknar án landamæra sakaði liðsmenn Kab- ila um að misnota nærveru hjálpar- samtaka í Zaire til þess að elta uppi flóttamenn í austurhluta landsins. Rússar fresta fullg’ildingxi Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR stjórnar Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta lét i ljós mik- il vonbrigði í gær með að rússneska þingið skildi streitast gegn alþjóð- legum þrýstingi um að fullgilda al- þjóðlegan samning um efnavopna- bann. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti sáttmálann í fyrradag en í stað þess að fara að dæmi þess sam- þykkti neðri deild rússneska þings- ins, dúman, ályktun um að stefnt skyldi að því að staðfesta samning- inn með haustinu. Vladímír Ljúkín, formaður utan- ríkisnefndar dúmunnar, sagði Rússa eiga einhveijar mestu efnavopna- birgðir heimsins. Þær eru taldar nema 40 þúsund tonnum og segja rússneskir þingmenn óhjákvæmilegt að Vesturlönd kosti eyðingu þeirra. ■ Stefnt að staðfestingu/2 ■ Mikilvægur pólitískur/21 Uppsveiflan dugar vart Major London. Reuter. HAGVÖXTUR í Bretlandi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs jafn- gildir 3% aukningu á ári, sam- kvæmt hagtölum, sem birtar voru í gær. Þessar góðu fréttir eru tald- ar koma of seint til þess að nýtast íhaldsflokki Johns Majors forsæt- isráðherra nægilega til að halda völdum eftir þingkosningarnar í næstu viku. „Varanlegur vöxtur er orðinn fastur í sessi, sveiflugangur heyrir sögunni til,“ sagði Major og ítrek- aði að aðrar Evrópuþjóðir litu öf- undaraugum til Bretlands hvað efnahagsuppgang áhrærði. Hagfræðingar sögðu reyndar, að hagtölurnar sýndu að hugsan- lega þyrfti að grípa í taumana og hafa hemil á hagvextinum til að ekki hlytist af verðbólga. Mikil harka hljóp í kosningabar- áttuna í gær. Major sakaði Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokks- ins, um „ósvífinn hræðsluáróður" með því að halda því fram, að Ihaldsflokkurinn hygðist afnema opinberan ellilífeyri héldi hann völdum eftir kosningar og einka- væða eftirlaunakerfið. Sagðist Major myndu samstundis ijúfa þing og segja af sér tæki stjórnin fram fyrir hendur sér og sam- þykkti slíkt. Tvær skoðanakannanir, sem birtar voru í gær, sýna, að forskot Verkamannaflokksins á íhalds- flokkinn er 16-18%. Gífurlegt umferðaröngþveiti skapaðist í miðhluta Englands í gær er tvær sprengjur, sem eign- aðar voru Irska lýðveldishernum (IRA), sprungu meðfram M6- hraðbrautinni. IRA hefur haft uppi áform um að valda sem mestri röskun fram að kosningum. í gær voru starfsmönnum kjör- stjórna afhentar leiðbeiningar um viðbrögð við sprengjuhótunum á kjörstað. Reuter UMFERÐ var stöðvuð um M6-hraðbrautina í Mið-Englandi í gær vegna sprengjutilræða. Mynduðust tuga kílómetra langar biðraðir. Franskir menntaskólanemar styttu sér stundir með því að halda ferðinni áfram gangandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.