Morgunblaðið - 26.04.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 26.04.1997, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNASALA I SKÚLAVÚRÐUSTlG 38A FAX 552-9078 L 0PIÐ9-18 LAUGARDAGA 11-15 Viðar Friðriksson jB, Löggiltur fasteignasali H 552-9077 Opið í dag 12-14. I Kóp. - Vesturbær - einbýli | p Einbýlíshús 138 fm m. 32 fm bílsk. 3- ; 5 herb. eða einstakl.íb. I kjallara. Stór y lóð. Verð 12,2 millj. 1 Álftanes - einbýli F Fallegt einbýlish. 140 fm ásamt 60 fm tvöf. bílsk. á kyrrlátum stað. 3-4 i I herb. 2 stofur. Verð 13,5 millj. IHvassaleiti - raðhús Fallegt 200 fm raðh. á 2 hæðum. 4-5 F i herb. Tvennar svalir. Góður garður. | Verð 14,9 millj. ■ Hörgshlíð - sérhæð I 135 fm sérhæð ásamt 27 fm bílsk. 2 I H stofur og sólskáli. 2-3 svefnh. 2 i svalir. Verð 12,5 millj. ■ Kirkjuteigur - 2 hæð I 4ra herb. íbúð á 2. hæð í þríb. 2 | m svefnh. 2 stofur, 17 fm útiskúr. j Háaloft og yfirbyggingarréttur. Laus. | i Verð 9,4 millj. y | Drápuhlíð - sérhæð | 4ra herb. íbúð á 1. hæð 110 fm i ■ | fjórb. 2 stofu og 2 svefnh. Nýtt park- ! et. Suðursvalir. áhv. húsbr. 56,1 m. J Verð 9,2 millj. iHoltagerði - Kóp. -| ■ sérhæð - 4ra herb. 113 fm neðri hæð í tvíbýli, j Iásamt 23 fm bílsk. 3 rúmg. svefnh. ■ ágæt stofa, allt sér. Verð 8,8 millj. Lindir III - Kóp. - nýtt Glæsil. 2ja-3ja-4ra herb. íb. í litlu i fjölbýli við opið svæði. Teikn. og _ H nánari uppl. á skrifst. IltofgtiiiHfiMfr - kjarni málsins! FRÉTTIR Aðlögun fyrir lokaáfangann að ljúka Minnstu verkefni erfið í 7.000 metra hæð LEIÐANGURSMENN eru í stöðugu sambandi við umheiminn frá grunnbúðunum í 5.300 m hæð. Hér eru þeir Hörður Magnús- son (t.v.) og Hallgrímur, bróðir hans, í tækjunum. ÍSLENSKU fjallagarparnir eru óð- um að ná sér eftir veirusýkingar og ljúka aðlögun fyrir síðasta áfanga klifursins á tind Everest sem hugsanlega verður eftir tíu daga til hálfan mánuð. Ræðst það af veðri því enn ríkir vetrarveður á tindinum og segir Hörður Magnússon, að- stoðarmaður Everestfaranna, að nú verði menn bara að bíða færis, veðr- ið verði að ráða. „Einar Stefánsson er staddur í Dingboche þar sem hann hvílir sig eftir veikindin síðustu daga áður en hann tekur til við síðasta áfang- ann í aðlögun, Björn Ólafsson hefur lokið aðlögun sinni og þarf ekki upp í fjall aftur fyrr en gefur á tindinn sjálfan og Hallgrímur Magnússon lýkur aðlögun sinni í öðrum búðum á næstu fjórum dögum,“ sagði Hallgrímur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Fjallgöngugarparnir hafa þar með fjórum sinnum farið upp og niður milli efri og neðri búðanna og segir Hallgrímur að með þessu náist góð aðlögun og hins vegar megi menn ekki ofreyna sig við það, þess vegna verði að taka hana í áföngum. Þegar aðlögun sé fengin búi fjallgöngumennirnir að henni í nokkrar vikur. Þegar allir hafa lokið aðlögun bíða þeir allir færis næstu daga í grunnbúðum sem eru í um 5.300 m hæð og segir Hallgrímur að þar sé aðstaðan góð fyrir biðina. Sagði hann þá félaga hefðu viljað vera samstiga í þessari aðlögun en heilsufar hefði truflað það nokkuð. Einar myndi örugglega ná sér og þá yrðu þeir saman í Iokasprettin- um. Leiðangursstjórinn og yfirmað- ur sherpanna hefðu þó lokaorðin í því og sæju þeir um að skipuleggja atlögurnar að tindinum. Síðustu daga hafa mál gengið þannig að Hallgrímur hélt að morgni sumardagsins fyrsta áleiðis í þriðju búðir og var kominn þangað fyrir hádegi. Chris Watts og Chris Brown, sem fóru með honum, voru ekki komnir upp síðast þegar frétt- ist. Björn kom niður úr þriðju búð- um þann dag. Einnig komu niður Jon Tinker, Chris Jones og Mark Warham. I pistli Harðar segir ennfremur í gær: Þreyttir á skeytafréttum Þeir eru allir þreyttir eftir nær viku uppi og tvær nætur í yfir 7.000 m hæð. Aðlögun þeirra er nú lokið í bili og næsta verkefni er að safna kröftum á ný. Það er alveg ótrúlegt hversu erfítt er að athafna sig þeg- ar 7.000 m er náð. Minnstu verk- efni verða stór og þegar þrekið er búið er erfitt að ná því aftur. Chris Jones var til dæmis aðeins 50 metra á eftir Birni upp í fjórðu búðir en það tók hann rúma klukkustund að staulast þá metra. Við höfum undanfarna daga reynt að ná stuttbylgjusendingum Ríkisútvarpsins hér en án nokkurs árangurs. Okkur er farið að langa að heyra fréttir að heiman öðruvísi en í skeytaformi, en við verðum víst að sætta okkur við þetta. Loftþrýstingur fer hækkandi hér í grunnbúðum enda við hæfi nú í upphafi sumars. Vonandi er það merki um að veður fari batnandi og að bráðum gefist færi á að reyna við tindinn. Þangað til látum við hveijum degi nægja sína þjáningu. Of mikil hvíld? Hallgrímur á hvíldardag uppi í þriðju búðum í dag, föstudag. Hann er við góða heilsu og á von á að fara upp í fjórðu búðir á morgun eða hinn. Félagar okkar sem með honum eru telja hvíldina að vísu fullmikla því að hann er sá þeirra sem sefur best og nýtir hann þenn- an eiginleika óspart og þarf að vekja hann bæði í hádegis- og kvöldmat! Björn er með smáaðkenningu að vírussýkingunni sem hrjáð hefur leiðangurinn og eru þá allir leiðang- ursmenn búnir að fá hana. Hann er samt vel haldinn og mun halda niður til Dingboche til hvíldar með Jon Tinker, Chris Jones og Mark Warham á morgun, laugardag. Þar mun hann hitta Einar og koma þeir félagar aftur upp eftir nokkra daga. Þeir sem hafa verið hér áður segja að undanfarnar vikur hafi verið óvenju kalt og höfum við ekki farið varhluta af því. Veðrið efst í fjallinu hefur farið batnandi undan- farna daga og er það merki um vorkomuna. Eins og staðan er í dag lítur því út fyrir að tímasetningin hjá okkur sé nokkuð góð og líkur á að allir verði tilbúnir um leið og veður gefur til uppgöngu. Sjá Everestsíðu Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/everst/ rrn 4 4 rn rrn 4 nnn lárusþ.valdimarsson,framkvæmdastjóri UUL I luU'UUL lu/U JÚHflNNÞDRBftRSON,HRL.LÓGGILTURFASTEIGNASflLI. Nýjar á fasteignamarkaðnum meðal annarra eigna: Glæsileg suðuríbúð - eins og ný 3ja herb. á 3. hæð 82,8 fm v. Víkurás. Sólsvalir. Frág. sameign. Gamla góða húsnlánið kr. 2,5 millj. Skipti æskil. á 3ja herb. risíb. í nágr. Landspítalans. Góð eign - vinsæll staður Mjög gott parhús, suðurendi, 76,4 fm v. Hjallasel. Allt eins og nýtt. Sólskáli. Góð geymsla. Þjónhúsnæði f. aldraða. Góð eign - hagkvæm skipti Vandað og vel byggt raðh. v. Hrauntungu, Kóp. Skipti mögul. á góðri 4ra herb. íb. m. sérinng. og bílsk. Útborgun kr. 500 þús. Nýendurbyggð 2ja herb. risíb. í reisul. steinh. skammt frá Sundhöll Rvíkur. Nýtt eldh. Nýtt sturtubað m. sér þvottaaðst. Leiðslur og lagnir í húsinu eru nýjar. Nokkrar góðar eignir Einbhús, raðhús og hæðir til sölu í borginni og nágr. Hagkvæm skipti mögul. Nánari uppl. á skrifst. Opið í dag kl. 10-14. Gleðilegt sumar, með þökk fyrir traust og góð viðskipti á liðnum vetri • • • Opið í dag frá kl. 10-14. Viðskiptunum fylgja ráðgjöf og traustar upplýsingar ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150-5521370 Lýsi sett á markað í Kína STJÓRNENDUR Lýsis hf. undirrit- uðu samning við China Peace Corp- oration og Beijing Peace Century Economic & Trade Inc. í Peking í gær um markaðssetningu á Omega fitusýrum í perluformi í nokkrum borgum Kína. Undirritun samnings- ins ber upp á sama tíma og Ingi- björg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra^ er þar í opinberri heimsókn. Jón Ólafsson, markaðsstjóri Lýsis, segir að markaðurinn í Kína sé afar spennandi og Kínveijar séu sér meðvitandi um hollustugildi lýsis. Jón segir að tekist hafi samstarf við kínverskt dreifingarfyrirtæki sem hafi unnið afar góða vinnu, að mati stjórnenda Lýsis. Gerðar eru miklar væntingar til þessa markaðar í framtíðinni. Byrjað verður að flytja inn nokkra gáma af Omega perlum en í framtíðinni er stefnt að því að flytja einnig inn þorskalýsisperlur. Fyrst verður þó að skrá framleiðsluna inn á Kína- markað og segir Jón að það sé ferli sem tekur nokkra mánuði. Fyrstu sendingarnar fara ekki utan fyrr en í haust. Góður markaður í Austur-Evrópu Jón segir að kínverskir sam- starfsaðilar Lýsis hafi heimsótt fyr- irtækið og þeir haft mikinn áhuga á að eiga viðskipti við það. Jón segir að verði úr þessu mikil við- skipti sé það afar jákvætt fyrir Lýsi. Innanlandsmarkaðurinn fyrir lýsi í neytendapakkningum er um 60 tonn. Lýsi hf. er einnig að vinna að markaðssetningu í Rússlandi og sala er hafin í Hvíta-Rússlandi, Litháen og Póllandi. Jón segir mikla hefð fyrir lýsisneyslu í aust- anverðri Evrópu. Lýsi hf. selur meira magn af lýsi í neytenda- pakkningum á þessu ári til Póllands en innanlands. 2,5 millj- ónir hafa safnast SAFNAST hafa 2 milljónir og 250 þúsund krónur til styrktar sambýliskonu Elíasar Arnar Kristjánssonar, skipverja á Ægi, sem fórst við björgunar- störf 5. mars síðastliðinn, og að sögn Sigurðar Helga Guð- jónssonar hæstaréttarlög- manns, eins aðstandenda söfn- unarinnar, hafa borist fyrirheit um 250 þúsund krónur til við- bótar. Líknar- og styrktarsjóður Landssambands lögreglu- manna gaf 150 þúsund krónur í söfnunina síðastliðinn mið- vikudag. Sigurður Helgi sagði að yfirleitt gæfi fólk á bilinu 1-3 þúsund krónur, en þó væru dæmi um að mun hærri upp- hæðir hefðu borist frá ein- staklingum. Tekið er á móti framlögum til styrktar sambýiiskonu El- íasar Arnar á bankareikning í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis. Bankanúmerið er 1154-05 og reikningsnúmerið er 440000. Borgarstjóri á ráðstefnu í Noregi INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri tekur nú um helgina þátt í viðamikilli ráð- stefnu í Þrándheimi í Noregi sem ber yfirskriftina „Kvinn- ekjönn í topp-politik“ þar sem samankomnir eru norrænir stjórnmálamenn. Borgarstjóri flytur ræðu á ráðstefnunni og tekur þátt í pallborðsumræðum ásamt Monu Sahlin, fyrrv. varafor- sætisráðherra og jafnréttis- málaráðherra Svíþjóðar, Jytte Hilten, ráðherra rannsóknar- mála í Danmörku, Elisabeth Rehn, fyrrv. ráðherra öryggis- mála og jafnréttis í Finnlandi, og Gunhild Öyangen, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra í Noregi. Samræmdum prófum fagnað Grillaðar pylsur og bátsferðir FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur bjóða tíundubekk- ingum upp á grill, tónlist og bátsferðir í Nauthólsvík til að samfagna þeim eftir síðasta samræmda prófið á þriðjudag. Ferðin hefur verið auglýst í Félagsmiðstöðvunum, en lagt verður af stað klukkan 18 með rútum og ekið í Nauthólsvík- ina. Pylsur verða grillaðar, og boðið í siglingar. Fagnaðurinn stendur til klukkan 21 og þá verður haldið með rútum til baka. Rafiðnaðar- menn semja KJARASAMNINGUR rafiðn- aðarmanna hjá Rafmagnsveit- um ríkisins var samþykktur í gær. 62,7% þeirra sem tóku þátt í kosningunni sögðu já en 32,2% nei. Auðir seðlar voru fjórir og tveir ógildir. Rafiðnaðarmenn höfðu fellt áður gerðan samning. Hann var tekinn upp og borinn að nýju undir félagsmenn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.