Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 23 Whitewater-málið enn á döfinni James McDougal segir forseta- hjónin ljúga Washington. Reuter. Helmut Kohl úti- lokar seinkun EMU Bonn. Reuter. Sextánda F-16-þotan ferst í Noregi Flugmaður- innlasekki flugkortin vel FLUGMAÐUR F-16 þotu norska hersins sem fórst í Totenfjorden í fyrradag hefur að öllum líkindum ekki lesið rétt af flug- og leiðarkort- um sínum, að því er talsmaður flug- hersins tjáði blaðinu Aftenposten. Þotan flaug á raflínur og segir talsmaðurinn ólíklegt að raflínurnar hafi ekki komið fram á kortunum. Til þess sé einmitt ætlast af flug- mönnum að þeir skoði flugkortin rækilega fyrir flugferð með raflínur í huga. Per Morten Storengen ofursti átti að vera í 1000 feta eða 314 metra hæð er hann flaug á raflín- urnar og varð að skjóta sér út í fallhlíf. Samkvæmt upplýsingum rafveitunnar í Bindal eru raflínurn- ar hvergi hærri en 285 metrar og hefur hann því flogið of lágt. Var hann ásamt tveimur öðrum orrustu- flugvélum úr flugsveit er tilheyrir hraðsveitum Atlantshafsbandalags- ins (NATO), að æfa árás á óvina- skip. Storengen er þrautreyndur orrustuflugmaður og slapp ómeidd- ur frá óhappinu. Norski flugherinn keypti á sínum tíma 72 orrustuþotur af gerðinni F-16, sem eru smíðaðar í Bandaríkj- unum. Hafa 16 þeirra farist og með þeim sex flugmenn. Tjón á þessari þotutegund er hlutfallslega hærra í Belgíu og Hollandi en í Noregi. Fimm þotur af 16 flugu utan í fjallshlíð eða rákust á mannvirki á jörðu niðri, fjórar fórust vegna hreyfílbilunar og tvær eftir að hafa flogið inn í fuglager. JAMES McDougal, sem dæmdur hefur verið í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að Whitewater-mál- inu svokallaða, sagði í fyrrakvöld, að Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og kona hans, Hillary Rodham Clinton, lygju til um þátt sinn í þessu máli. Talsmaður forsetans vildi ekk- ert um þessi ummæli segja en Clint- on sagði fyrir helgi, að hann hefði ekki áhyggjur af yfirlýsingum eða framburði McDougals. McDougal, sem kom fram í þætt- inum „Larry King Live“ á CNN-sjón- varpsstöðinni, breytti nú fyrri fram- burði sínum og sagði, að Clinton, sem þá var ríkisstjóri í Arkansas, hefði lagt hart að bankastjóranum David Hale að veita Susan McDoug- al, þáverandi eiginkonu James McDougals, lán að upphæð rúmlega 21 milljón ísl. kr. McDougal sagði, að Clinton hefði þó ekki hafst neitt ólöglegt að en lýsti öllum þremur mönnunum á fundinum og þar með sjálfum sér sem „bragðarefum", sem gætu sagt það, sem segja þyrfti, með því að kinka kolli. Clinton neitar þessu og segist ekki minnast neins samtals við Hale um umrædda lánveitingu. McDougal var spurður hvers vegna hann hefði logið til um þenn- an fund áður og svaraði því til, að þá hefði hann viljað vernda vin sinn forsetann og sjálfan sig. McDougal, sem hefur nú gerst vitni saksóknar- ans í Whitewater-málinu, Kenneth Starrs, sagði, að hann hefði gert það „til að bjarga sjálfum mér“ og vegna þess, að Clinton hefði talið Susan trú um, að hún yrði náðuð. Hún var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa fengið fyrrnefnt lán á fölsk- um forsendum og situr auk þess inni vegna þess, að hún neitaði að bera vitni fyrir rétti. Kannski í ástarsambandi McDougal sagði það „vel geta verið", að þau Clinton og Susan hefðu átt í ástarsambandi enda hefði koma hans á fundinn með bankastjóranum komið á óvart þar sem hann hefði ekki átt að vita af honum. Þá kvaðst McDougal vera undrandi á því, að Susan skyldi hafa kosið að fara í fangelsi í stað þess að svara spurningum dómar- ans og bætti því við, að hugsanlega væru einhver persónuleg og fjár- hagsleg tengsl á milli hennar og forsetans. Þá sakaði hann einnig Hillary um að ljúga til um tildrög þess, að hún annaðist hans mál á tímabili og sagði, að hann hefði farið fram á það við Bill Clinton áður en hann hitti hana. Hillary segist aftur á móti hafa fengið þetta verkefni í gegnum samstarfsmann sinn á Rose-lögfræðistofunni í Ark- ansas. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, gaf í gær afdráttarlausa yfirlýsingu um að ekki kæmi til greina að fresta gildistöku Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) og að Þýzkaland myndi uppfylla þau skilyrði, sem sett eru fyrir að- ild að mynt- bandalaginu. „Þýzkaland mun aldrei sam- þykkja seinkun á áætluninni [um upptöku evrósins],“ sagði Kohl á fundi með forystumönnum iðn- fyrirtækja í Diisseldorf. „Ekki und- ir neinum kringumstæðum. “ Tveir helztu hagfræðingar Þýzkalands sögðu hins vegar í gær að ekki ætti að útiloka seinkun EMU algerlega. Reimut Jochims- AÐILD að Evrópusambandinu gæti kostað Pólland upphæð sem nemur hálfri árlegri landsframleiðslu vegna gífurlegs kostnaðar við að uppfylla umhverfísreglur ESB. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um stækkun ESB, sem Alþjóðabankinn gefur út bráðlega. Fram kemur í European Voice að bankinn nefni tölur á bilinu 30 til 45 milljarða ECU, eða 2.400 til 3.600 milljarða króna. Þetta gæti en, sem situr í bankaráði þýzka seðlabankans, sagðist ekki hvetja til seinkunar, en ekki mætti útiloka möguleikann. Jiirgen Donges, sem er einn hinna svokölluðu fimm vitringa, efnahagsráð- gjafa ríkisstjóm- arinnar, sagði að hann sæi ekki að Þýzkaland ætti raunverulega möguleika á að uppfylla skilyrði Maastricht-sátt- málans um fjárlagahalla og skulda- byrði hins opinbera. Betra væri að seinka gildistöku EMU en að of fá ríki tækju upp evróið. í Maastricht-sáttmálanum er ekki gert ráð fyrir seinkun gildistöku EMU, samkvæmt mati sérfræðinga framkvæmdastjómar ESB. orðið kostnaðurinn við að tryggja að pólskur iðnaður uppfylli skilyrði umhverfislöggjafar ESB og að ná mengun lofts og drykkjarvatns nið- ur fyrir viðmiðunarmörk í tilskipun- um sambandsins. Alþjóðabankinn leggur hins veg- ar líka áherzlu á að þessar upphæð- ir þurfi ekki að hindra aðild Pól- lands að ESB. Þær taki ekki mið af þeim ávinningi, sem Pólverjar hafi af nútímalegri iðnaði. *★★★* EVRÓPA** Aðild Póllands að Evrópusambandinu Dýrar umhverfísreglur Va val á salernispappír hættir okkur um of til að láta verðið ráða kaupunum. Það er oftast á kostnað þægind- anna því þegar upp er staðið Lotus rifnar ekki hvar sem er snýst málið um gæði. Lotus er þægilegur og endingargóður salernis- pappír. Hann er mýkri og sterkari en aðrar ódýrari tegundir og er því drýgri fyrir vikið. Prófaðu Lotus - ^ a fesafeálÍP ! iOUVMJL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.