Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 47 FRÉTTIR Samkeppni í flu^uhnýtingnm LOKAKEPPNI fluguhnýtingar- keppni Landssambands stangaveiði- félaga verður haldin í húsakynnum Stangaveiðifélagsins Ármanna að Dugguvogi 13 í dag, laugardag, og hefjast leikar klukkan 12.30. Aætl- að er að keppnin standi fram eftir degi og búast mótshaldarar við spennandi keppni. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og þótti hún heppnast með ágætum í fyrra. Síðustu mánuði hefur undan- keppni farið fram í aðildarfélögum LS og er keppt í tveimur flokkum, flokki byijenda og flokki þeirra sem lengra eru komnir. Landsþekktur hnýtingarmeistari verður á staðnum með sýnikennslu fyrir gesti og gangandi. „Áhugi almennings fyrir flugu- veiði hefur farið stigvaxandi á síð- ustu árum og því var löngu tíma- bært að halda sérstaka fluguhnýt- ingarkeppni fyrir aðilarfélaga LS,“ sagði Valdór Bóasson, formaður LS. Breytt fyrirkomulag í Kjósinni Fulltrúi leigutaka Laxár í Kjós, Ásgeir Heiðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fært veiðitímann fram til 5. júní að þessu sinni og frá þeim degi og allt til 15. júní yrði veitt með átta stöngum, þ.e.a.s. fækkað hefði verið um tvær. Eftir 15. júní og allt til loka tíma- bilsins verða stangirnar hins vegar aftur tíu. í júní og september geta menn keypt staka daga án aðstöðu í veiðihúsi og fæðis og er það ný- lunda. Miðá aftur í sölu hjá SVFR Félagsskapur undir forystu Lúð- víks Gissurarsonar hefur tekið Miðá í Dölum á leigu og hefur hópurinn samið við Stangaveiðifélag Reykja- víkur um að hafa veiðileyfi í ána í umboðssölu. Gamla hússkriflið verð- ur á sínum stað skammt neðan Kvennabrekku, en leigutakar hafa tekið tvö vel búin sumarhús í landi Tungu í Haukadals á leigu, ef við- skiptavinir kjósa huggulegri aðstöðu gegn hóflegu aukagjaldi. Fremur dræm laxveiði hefur verið í Miðá síðustu sumur, en afar góð sjóbleikjuveiði bætt þar nokkuð úr. Lúðvík er öllum hnútum kunnugur um sleppingar seiða á öllum aldri, náði prýðilegum árangri á efsta svæði Eystri-Rangár síðustu sumur og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að svipuðum meðölum yrði beitt til að koma upp laxgengd í Miðá á nýjan leik. Veiðiskapur hér og þar Sjóbirtingsveiði hefur gengið skrykkjótt það sem af er og slæm skilyrði oftar en ekki sett strik í reikningin. Þannig hafa hlýindi skil- að gruggi í ár víða á Suðurlandi jafnvel dögum saman og er þá ill- veiðandi. Reytingsveiði hefur verið í Geirlandsá og góð skot í Vatnamót- um. Varmá hefur einnig verið góð á köflum, en slæm skilyrði valdið því að veiði í Hörgsá hefur ekki verið jafngóð og vonir stóðu til. Um helgina voru aðeins komnir á annan tug fiska á land. Betur hafði gengið í Eldvatni í Fljótshverfi, um 40 fiskar komnir á land, þeir stærstu um 6 pund. Mest sjóbirtingur, en einnig stöku bleikja. Stærstu fiskar í Hörgsá voru um 8 pund, en 10 punda úr Vatnamótum og Geirlandsá, fiskar sem veiddust strax í opnun. Vorveiði í Hítará á Mýrum hefur brugðist og fiskur varla sést. Þarna er um tilraunaveiðar að ræða þar eð bleikjuveiði var tíðum góð þarna á vorin fyrr á árum. Þá hafa menn aðeins verið að reyna bleikjuveiði í Soginu, t.d. fyr- ir landi Þrastalundar. Veiði hefur verið lítil, en menn þó orðið varir og séð fisk. Vatnið er hins vegar ægikalt og bleikjan að vanda dynt- ótt. Stangaveiðifélagið Lax-á hefur nú leigt Þrastalundarsvæðið. :°4Étu VIDALINSKIRKJA. Vídalínshátíð á sunnudag HIN árlega Vídalínshátíð fer fram nk. sunnudag í Vídalíns- kirkju. Guðsþjónusta verður kl. 11 þar sem dr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og nemendur Tónlistarskólans í Garðabæ og kór kirkjunnar annast flutning tónlistar. Hátíðarsamkoma hefst kl. 17. Þar verður flutt fjölbreytt tónlistardagskrá, ávörp flutt og lesið úr verkum Jóns bisk- ups Vídalíns. Ferenc Utassy organisti kom sérstakleg hing- að til lands til að sljórna Kór Vídalínskirkju við þetta tæki- færi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Námskeiðinu „Lærðu að njóta góðrar tón- listar“ að ljúka UM EITT hundrað manns innrituðu sig á námskeiðið Lærðu að njóta góðrar tónlistar - hátinds barokks- ins í ítalskri og þýskri tónlist undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar og lauk því sl. miðvikudag með afhend- ingu viðurkenningar. Ástundun hef- ur verið mjög góð, hjá mörgum 100% en meðaltal yfir 80%. Á námskeiðinu hafa þátttakend- ur kynnst ævi og tónlist ítölsku tónskáldanna Corellis og Vivaldis og í framhaldi var fjallað um Tele- mann, Hándel og J.S. Bach, almenn umfjöllun og um ævi þeirra og verk, útskýringar á tónverkum og hlustað á valin tóndæmi flutt af fremstu listamönnum. Námskeiðið fór að þessu sinni fram í hátíðarsal Há- skóla íslands sem borist hafði góð gjöf í ársbyrjun; hljómflutningstæki af vönduðustu gerð, sem nokkur þekkt fyrirtæki í Reykjavík lögðu af mörkum og hafa reynst með ágætum. Greinilegt er að almenningur er þyrstur í þekkingu af þessu tagi og þakklátur fyrir tækifæri til að fá innsýn í töfraheim góðrar tónlist- ar, segir í fréttatilkynningu frá Endurmenntunarstofnun. Þetta var fimmta námskeið Ingólfs Guð- brandssonar en ráðgert er að hann taki fyrir tónjöfurinn Ludwig van Beethoven á sérnámskeiði í byijun næsta árs. Morgunblaðið/Halldór FRÁ afhendingu styrksins. F.v.: Eydís Valgarðsdóttir, Valgarð- ur Einarsson, Alfreð Samúelsson, Valgerður Baldursdóttir, Hrefna Ólafsdóttir, Björn Samúelsson og Þórhallur Ólafsson. Merkjasala Ingólfs um helgina ÁRLEG merkjasala Björgunar- sveitar Ingólfs fer fram dagana 25. og 26. apríl nk. Þá ganga börn úr Grunnskólum Reykjavíkur í hús og bjóða merki sveitarinnar til sölu. Merkið mun líkt og undanfarin ár kosta 200 kr. Merkjasala þessi á sér langa hefð að baki. í hartnær 30 ár hefur merkjasalan verið ein af stærstu fjáröflunum björgunar- sveitarinnar og hefur hún unnið sér fastan sess í hugum margra Reykvíkinga, segir í fréttatilkynn- ingu. Sinna útköllum á sjó og landi Björgunarsveit Ingólfs er eina björgunarsveitin í Reykjavík sem sinnir bæði sjó- og landútköllum. Á síðasta ári sinnti björgunarsveit- in u.þ.b. 40 útköllum, þar á meðal voru stóru snjóflóðin á Vestfjörð- um. Björgunarsveitin á og rekur í dag 2 bifreiðar, 2 snjóbíla, 1 harð- botnaslöngubát, 3 slöngubáta auk þess sem hún mannar björgunar- skip Slysavarnafélags Islands, Henry A. Hálfdánsson. Þó að starf sveitarinnar sé allt unnið í sjálfboðavinnu kostar mikla fjármuni að reka hana og er þessi fjáröflun einn liður í því að tryggja rekstrargrundvöll fyrir hana. Ágóði til bama geðdeildar STYRKTARSÝNING á nýjustu kvikmynd John Travolta, Mich- ael, þar sem Travolta leikur óvenjulegan engil, var haldin miðvikudaginn 16. apríl sl. Á undan sýningu myndarinnar var skyggnilýsing og umsjónar- menn hennar voru miðlarnir Valgarður Einarsson og Þórhall- ur Guðmundsson. Aðgangseyrir á þessa sýningu var 1.000 kr. og allur ágóði rann til Barna- og unglingageðdeildar Landspítal- ans. Ágóðinn mun fara til rann- sóknar og fræðslu um kynferðis- legt ofbeldi, segir í fréttatilkynn- iíigu frá Sambíóunum. Heyrnarhjálp vinnur að af- mælisriti FÉLAGIÐ Heyrnarhjálp, sem er hagsmunasamtök heyrnarskertra, á 60 ára afmæli á þessu ári. Félagið vinnur nú að veglegu afmælistíma- riti með fróðleik um málefni heyrn- arskertra. Eitt af helstu framtíðarverkefn- um félagsins er að vinna að heyrn- arvernd og því mun ágóði af tíma- ritinu renna til kaupa á hljóðmæli. Félagið mun nýta mælinn í baráttu sinni til að varpa ljósi á skaðsemi hávaðarmengunar á heyrn barna jafnt sem fullorðinna í samfélagi okkar. Á íslandi eru heyrnarskertir um 10% af þjóðinni. Tvær orlofs- ferðir á vegum Orlofsnefndar húsmæðra í Kópavogi EINS og undanfarin ár skipulegg- ur Orlofsnefnd húsmæðra í Kópa- vogi orlof fyrir húsmæður, búsett- ar í Kópavogi. Að þessu sinni verður farin fjög- urra daga ferð til Grímseyjar dag- ana 26.-29. júní á vegum nefndar- innar. Ekið verður til Sauðárkróks og gist eina nótt á Hótel Áningu. Þaðan verður haldið, föstudaginn 27. júní, til Akureyrar og siglt síð- ari hluta dags frá Dalvík til Gríms- eyjar. í Grímsey verður gist í svefnplokaplássi tvær nætur. Sunnudaginn 29. júní verður hald- ið í land og ekið til Kópavogs og komið ekki seinna en um miðnætti. Þátttökugjald er 15.000 kr., innifalið í verði er akstur, sigling, gisting, kvöldverður, morgunverð- ur og einhveijar hressingar. Ennfremur stendur húsmæðrum í Kópavogi til boða orlofsdvöl á vegum nefndarinnar á Flúðum í Hrunamannahreppi dagana 10.-15. ágúst. Dvalið verður á Hótel Eddu. Þátttökugjald er 15.000 kr. Innifalið í verði er akst- ur, gisting, morgunverður, mið- degiskaffi, kvöldverður, takmark- aður aðgangur að sundlaug o.fl. alla dagana. Lífríki ís- lenskra vatna HIÐ íslenska náttúrufræðifélag heldur fræðslufund mánudaginn 28. apríl kl. 20.30 í stofu 101 í Lög- bergi, lagadeildarhúsi Háskólans. Á fundinum flytur Hilmar J. Malm- quist, líffræðingur, Náttúrufræði- stofu Kópavogs, erindi sem hann nefnir: Lífríki íslenskra vatna. I fyrirlestrinum verður greint frá rannsóknaverkefninu: Yfirlitskönn- un á lífríki íslenskra vatna, sam- ræmdur gagnagrunnur sem er unn- inn á vegum Bændaskólans að Hól- um, Líffræðistofnunar Háskólans, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Veiðimálastofnunar. Auk aðstand- enda verkefnisins tengjast því ýmsir innlendir og erlendir aðilar sem sjá um afmörkuð rannsóknasvið. Yfirlitskönnunin byggist á um- fangsmikilli gagnasöfnun í vötnum vítt og breitt um landið og hefur verkefnið veirð í gangi sl. fimm ár. Þegar hafa 46 vötn verið rannsökuð en stefnt er að því að gagnagrunn- urinn innihaldi upplýsingar um alls 100 vötn. Verkefnið takmarkast við vötn stærri en 100 ha en um 200 slík eru á landinu. Gagnaöflunin nær til ljölmargra þátta sem snerta líf- fræði, vatnafræði og jarðfræði við- komandi vatns og vatnasviðs. í erindinu verður veitt innsýn í aðferðafræði verkefnisins og greint frá ýmsum niðurstöðum m.a. með samanburði á lífríkisþáttum í völd- um vötnum. Fræðslufundir félagsins eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. ------------------ Gróður fyrir fólk Sljórn skiptir með sér verkum INGVI Þorsteinsson, náttúrufræð- ingur, var kosinn formaður samtak- anna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar sl. þriðjudag. Þórður H. Ólafsson, skrifstofustjóri umhverf- ismálaráðuneytisins var kjörinn varaformaður, Bryndís Brandsdótt- ir, jarðfræðingur, gjaldkeri og Fríða Björg Eðvarsdóttir, landslagsarki- tekt, ritari. Aðrir í stjórn eru EUert Eiríks- son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Hólmfríður Finnbogadóttir, formað- ur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Stefán Hermannsson, borgar- verkfræðingur í Reykjavík. Með- stjórnendur eru Gunnar G. Schram, prófessor, Óttar Geirsson, ræktun- arráðunautur Bændasamtaka ís- lands og Þuríður Ingvadóttir, land- fræðingur. Valdimar Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri samtakanna sem hafa skrif- stofu að Laugavegi 13. Markmið samtakanna er að vinna að stöðvun gróður- og jarðvegseyð- ingar í landnámi Ingólfs, auka og bæta gróður og styrkja vistkerfi svæðisins, í þeim tilgangi að endur- heimta glötuð landgæði og skapa vistlegra umhverfi fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem þar býr. Sam- tökin eru opin öllum; einstaklingum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, bæjarfélögum og ríkisstofnunum. ------» ♦ ♦------ Heimildarkvik- mynd um Maju Plísetskaju KVIKMYNDIN Maja Plísestskaja verður sýnd sunnudaginn 27. apríl kl. 16 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er heimildarkvikmynd um eina frægustu ballerínu heims gerð á árinu 1964 þegar hún stóð á há- tindi frægðar sinnar. Sýnd verða atriði úr ýmsum ball- ettum þar sem fram koma auk Plí- setskaju flestir kunnustu ballett- dansarar Bolshoj-leikhússins í Moskvu á sjöunda áratugnum. Skýr- ingar á myndinni á ensku. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.