Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 51
Frá Lárusi Hermannssyni:
EKKI þurfum við íslendingar að
kvarta yfir því, að eiga ekki nægi-
lega mörg hvatningarorð, sem
hægt er að grípa til, til að minna
okkur á og hagyrðingar góðra
setninga ætluðust til að tiltæk
væru, þegar eitt og annað skyldi
athugast.
Nefni hér aðeins fátt eitt:
„Hamra skal járnið, meðan heitt
er.“
„Brennt barn forðast eldinn."
„Aldrei er góð vísa of oft kveð-
in.“
„Gott er að hafa tungur tvær
og tala sitt með hvorri."
Nefni þetta vegna þess, að ekki
virðist vanþörf á því, að stjórn-
málamenn sérstakiega megi hug-
fast hafa, a.m.k. fyrir hverjar
kosningar, hvernig loforðalistinn
er samansettur og hvernig þeim
ber að vinna úr honum og reyna
að efna, þó ekki væri nema eitt-
hvað af því sem þá var lofað. Það
verður því ætíð umhugsunarefni
allra sem reyna að fylgjast með
pólitíkinni gegnum tíðina hvernig
efndir flokkanna verða, þegar til
kastanna kemur.
Nú vitum við og höfum lengi
vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur aldrei verið félagshyggju-
flokkur og fer ekki leynt með
það. Heldur er hann flokkur ein-
staklingshyggjunnar, fijálshyggj-
unnar, þar sem helst fáir útvaldir
skulu ráða ríkjum í valdi pening-
anna. Og finnst mörgum ótrúlegt
að hann skuli vera enn í dag
stærsti stjórnmálaflokkurinn,
miðað við málstaðinn.
Athugum þá næst Framsóknar-
flokkinn sem ætíð hefur þóst vera
félagshyggjuflokkur og flutt mál
sitt fyrir kosningar á þeim grunni.
Gefum
þessari
ríkis-
stjórn frí
Og var harðsnúinn í stjórnarand-
stöðunni, þegar kratar störfuðu
með íhaldinu. En svo eftir síðustu
kosningar söðla framsóknarmenn
gjörsamlega um, eftir að þeir hafa
höndlað ráðherrastólana í samkr-
ulli við íhaldið. Svo að nú er svo
komið að ekki er hægt að greina
hvor flokkurinn er íhaldssamari.
Og sannarlega mega framsóknar-
menn muna sinn fífil fegri. Hver
og hvar er stefna þeirra nú? Spyr
sá sem ekki veit. Eitt er það einn-
ig, sem vekur sérstaka undrun
mína, hversu íhaldinu tekst ágæt-
lega að beisla eða jafnvel dáleiða
flesta þá sem eru með þeim í
stjórnarsamstarfinu hverju sinni.
Sem sést best á því núna, að
kratar hafa svo sannarlega fengið
sig fullsadda af „hjónabandssæl-
unni“, sem þeir fengu að reyna
með íhaldinu í síðustu ríkisstjórn.
Og hvað er það þá í landsmála-
pólitíkinni, sem ekki hefur verið
reynt áður? Að allir, sem telja sig
til vinstri, taki nú höndum saman
og efli einn sterkan félagshyggju-
flokk, sem gæti boðið birginn
þessu upprísandi peningavaldi,
sem íhaldsflokkarnir stefna óð-
fluga á í dag. Og ef hinir svoköll-
uðu vinstri menn vilja að þeir séu
teknir alvarlega, ættu þeir að láta
af allri hagsmunapólitík og smá-
flokkastarfsemi, sem og síendur-
teknum deilum um hverjir ráða
skuli ferðinni og hveijir í stólunum
sitja, ef svo skyldi til takast.
Þá satt best að segja hefur það
verið aðal áróðurs-tiltæki íhalds-
ins, að sundrungin sé svo algjör
hjá þessum v-flokkum, að ógjör-
legt sé fyrir þá að sameinast um
málin. En benda má á: Hvað heit-
ir sá flokkur eða samtök, þar sem
ekki rís upp ágreiningur og jafn-
vel harðar deilur milli þegnanna
þótt þeir eigi að heita í sama
stjórnmálaflokknum? Þau samtök
þekki ég ekki. Og þó að fijáls-
hyggjumenn vilji hefja sig til flugs
með tuggunni um eitthvert tæt-
ingslið á vinstri arminum, þá
mættu þeir gjarnan líta sér nær.
Og nú vildi ég meina, að engin
vanþörf væri á því að reyna eitt-
hvað annað, en það sem nú er.
Því aldrei getur svona vont orðið
verra en vont.
Og þar sem einn málshátturinn
í upphafi greinarinnar hljóðaði
uppá það, að aldrei væri góð vísa
of oft kveðin, þá finnst mér tíma-
bært að minna á, að óðum styttist
þar til kosningar til Alþingis verða
háðar. Og eftir venju munu núver-
andi þingmenn koma skríðandi á
maganum eða kijúpandi á hnján-
um til ykkar kjósendur góðir og
án efa bjóða gull og græna skóga,
ef þið vilduð vera svo elskuleg að
veita þeim brautargengi til setu í
fínu og mjúku stólunum næstu
fjögur árin. Og þá verða ekki frek-
ar en endranær spöruð fögru orð-
in og loforðin um betri tíð með
blóm í haga. Eldri borgarar, látið
ekki blekkjast oftar. Gefum þess-
ari ríkisstjórn frí.
LÁRUS HERMANNSSON,
Hringbraut 99, Reykjavík.
/er& frá
330 kr.
50%
afsláttur
D
AFMÆ
Parket á mjög góðu verði.
Dæmi: Eik kr. 2.388 m2
Góð greiðslukjöri
Raðgreiðslur tII allt að
36mónaða
Grensásvegi 18 Sími 581 2444 Stofnað 1965
KARLAR KRUNKA!
Ráðstefna um máiefni karla í Borgarleikhúsinu 2.maí 1997.
Á vegum Sólstöðuhóps í samvinnu við Karlanefnd Jafnréttisráðs
09.00-09.15 Setning.
09.15-09.30 TEGUNDIN KARL. Tilraun til skilgreiningar. Sigurður Svavarsson, formaður karlanefndar jafnréttisráðs.
09.30-10.00 MEÐ LÍFIÐ í LÚKUNUM. Staða karla í nútímasamfélagi. Asþór Ragnarsson, sálfræðingur.
10.00-10.20 Kaffihlé.
10.20-10.40 KARLMENN OG VÍMUEFNANEYSLA. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir.
10.40.-11.00 „LIGGJA MENN ENNÞÁ VEL VIÐ HÖGGI?" Umfjöllun um ofbeldishneigð karla. Karl Steinar Valsson, afbrotafræðingur og lögreglumaður.
11.00-11.20 KARLMENN OG SJÁLFSVÍG. Wilhelm Norðfjörð.sálfræðingur.
11.20-11.35 Tónlist
11.35.-12.00 GLERVEGGIR HEIMILISINS. Ingólfur Gíslason, starfsmaður karlanefndar
12.00-13.00 Hádegishlé.
13.00-13.25 HVERS VEGNA ÆTTU FYRIRTÆKIN AÐ STYÐJA FOÐURHLUTVERKIÐ? Árni Sigfússon, framkvæmdarstjóri.
13.25-13.50 ER SKÓLINN FYRIR STRÁKA? Hafsteinn Karlsson, skólastjóri.
13.50-14.15 KARLAR OG KYNLÍF. Bragi Skúiason, sjúkrahúsprestur.
14.15-14.35 Kaffihlé.
14.35-14.55 HVERNIG VERÐA NÝJU ALDAMÓTAMENNIRNIR? Svavar Gestsson, alþingismaður.
14.55-15.15 FRAMTÍÐARSÝN. Steingrímur Hermannsson.
15.15-15.25 Egill Ólafsson og
15.25-15.55 Pallborðsumræður. trió Björns Thoroddsen
15.55-16.00 Ráðstefnuslit. sJá um tónlistarflutning.
Þátttökugjald fyrir 29.04: 4.500.- Þátttökugjald eftir 29.04: 6.000,-
Innifalið í þátttökugjaldi er ráðstefnan, ráðstefnugögn og kaffiveitingar.
Skráning fer fram hjá Ferðaskrifstofu íslands, ráðstefnudeild, með faxi eða síma.
Sími 552 5447, faxnúmer 562 3345. Konur Jafnt sem karlar velkomin.
Þátttaka tilkynnist fyrir 1. maí. Tekið er við Vísa og Eurocard kreditkortum.
Wk
- -
Hún valdi
skartgripi
frá Silfurbúöinni
SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þarfœrdu gjöfina -