Morgunblaðið - 26.04.1997, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Sjónvarpið ►22.05 - Sjá umfjöllun
í ramma.
Sjónvarpið ►24.00 Ekki hef ég séð
bandarísku spennumyndina Hug-
leiðingar um glæp, öðru nafni
(Reflections in the Dark, 1994), þar
sem segir frá húsmóður sem er svo
þjökuð af ást og umhyggju eigin-
manns síns að hún kemur honum
fyrir kattarnef. „Leiðinleg" segja
Martin og Potter og gefa ★ ★ (af
fímm mögulegum). Aðalhlutverk
Mimi Rogers og Billy Zane. Leik-
stjóri Jon Purdy.
Stöð2 ►15.00 Myndirnar þijár um
karatedrenginn sem sigrast á að-
stæðum sínum með blöndu af aust-
rænni heimpeki og bardagalist byij-
uðu frekar þunnt og þynntust áfram
út. Sú fjórða, Karatesteipan (The
Next Karate Kid, J994)hefurekkert
nýtt fram að færa annað en stelpuna
Hilary Swank í stað drengsins Ralphs
Macchio. Noriyki „Pat“ Moritaerenn
sami góði, gamli leiðbeinandinn.
Leikstjóri Christopher Cain. ★ 'h
Stöð 2 ►21.10 Elizabeth Mont-
gomery leikur glæpablaðamanninn
Edna Buchanan sem fæst við þrefalt
morð tengt mafíunni í Síðustu for-
vöð (Deadline ForMurder: Frorn The
Files Of Edna Buchanan, 1995).
Þessi sjónvarpsmynd er úr syrpu um
fyrrnefnda blaðakonu en ef dæma
má af þeirri einu sem ég hef áður
séð er um sæmilega afþreyingu að
ræða. Og leikstjórinn Joyce Chopra
á nokkur frambærileg verk að baki.
Stöð 2 ►22.50 Framtíðarsýn vís-
indaspennumyndarinnar Johnny
Mnemonic (1995) lofar ekki góðu:
Árið 2021 er mannkynið undirselt
einni yfirstjórn gegnum tölvunet en
samt er allt í volli. Og Keanu Reeves
ertölvuvæddur sendiboði sem þarf
að höggva á báðar hendur til að
Elliheimilið
SÉRTRÚARSÖFNUÐUR samsettur
úr mörgum kynslóðum áhorfenda
virðist hafa endalausan áhuga á
endalausu flandri áhafnar
geimskipsins Enterprise um víðáttur
geimsins og glímu hennar við óvætti
og illfygli af ýmsu sauðahúsi - svo
endalausan áhuga að kynslóðaskipti
hafa orðið í áhöfninni sjálfri. Síðasta
myndin fyrir kynslóðaskipti er
Geimstöðin VI: Óþekkt land (Star
Trek VI: The Undiscovered Country,
1991, Sjónvarpið ►22.05). Þareru
William Shatner, Leonard Nimoy og
félagar að reyna að semja um vopna-
hlé við Klingona en Christopher
Plummer leikur - skemmtilega - við-
sjárverðan andstæðing sem leiðir þá
í gildru. Bindiefnið í báikinum -
óstöðvandi gerviheimspeki og há-
tæknibull - er auðvitað til staðar en
þessi mynd er með þeim skárri í
syrpunni, með nettu gríni að aldri
söguhetjanna og tilvísunum í stór-
viðburði í samtímanum. Leikstjóri
koma verkefni sínu í heila höfn.
Ekki vantar tæknilegar flugeldasýn-
ingar í þessum kaldranalega hasar
en myndin fuðrar upp þar fyrir utan.
Sænska hormónatröllið Dolph Lund-
gren er þó á réttri hillu sem erkibóf-
inn. Leikstjóri Robert Longo. ★ 'h
Stöð 2 ►O .30 Hrollvekjur eftir sög-
um Stephens King eru yfirleitt - en
ekki alltaf - hrollvekjandi slappar og
það á sannarlega við um Kirkju-
garðsvaktina (Graveyard Shift,
1990), þar sem verkalýðurinn í vefn-
aðarverksmiðju einni hrúgast ofaní
nærliggjandi kirkjugarð af einhveij-
um og fáránlegum ástæðum. Aðal-
hlutverk David Andrews, Kelly Wolf
Enterprise
WILLIAM Shatner sem Kirk
geimskipstjóri Enterprise.
Nicholas Meyer sem einnig stýrði
mynd númer tvö. ★ ★ ★
og Stephen Macht. Leikstjóri Ralph
S. Singleton. ★
Sýn ►21.00 Vísindahasarsyrpan
um Vélmennið er við fátækramörk
hvar sem á hana er litið en þriðja
myndin, Vélmennið Cyborg 3 (Cy-
borg 3, 1994) er sú skásta, þökk sé
yfirgengilegum leik Malcolms
McDowell í hlutverki illmennisins og
örlitlum votti af húmor í handritinu.
Aðrir leikarar eru m.a. Zach Galligan
og Khrystyne Haje, sem leikur kven-
kyns vélmenni sem verður bariishaf-
andi og geri önnur vélmenni betur.
Leikstjóri Michael Schroeder. ★ 'h
Árni Þórarinsson
► SHANNON Doherty, fyrrver-
andi leikkona í sjónvarpsþáttun-
um vinsælu „Beverly Hills
90210“, mun brátt snúa aftur á
sjónvarpsskjáinn í gamanmynda-
flokknum „Faster Baby, Kill!“
sem sýndur verður á Fox sjón-
varpsstöðinni í Bandaríkjunum.
Doherty aftur
á skjáinn
Þættirnir eru gamansamir og
spennandi í bland og fjalla um
unga einkaspæjara í Los Angel-
es. Meðleikarar hennar verða
Orlando Jones og William Ragsd-
ale.
Doherty hætti í „Beverly Hills
90210“ árið 1994. Síðan þá hefur
hún leikið í sjónvarpsmyndum
og einni bíómynd, „Mallrats" sem
gekk afar illa.
TAKTU ÞATT IAÐ SKAPA
SAMHENGI..
d milli menntunary
starfsins, heimsins...
Ieggðu stund á tæknifræði í Ingeniorhjoskole Syd í Sonderborg
og lærðu að skapa samhengi á milli þinna hugmynda og þarfa
. samfélagsins.
Lærðu ao þróa kerfi vinsamlegt neytandanum og umhverfinu,
í námsumhverfi þar sem náið samstarf og tengsl eru við samfélagið.
Kennslan fer fram í miklum mæli í samvinnu við atvinnulífið og þú
munt því kynnast „raunveruleikanum“ í náminu. Einnig munt þú
kynnast fólki í málanámi og hagfræðinámi þar sem Ingeniorhojskole
Syd og Handelshojskoke Syd eru í sama námssamfélaginu.
Sem íslenskur tæknifræðinemi mun þér líða eins og heima hjá þér
í Snderborg, sem er spennandi námsbær með marga áhugaverða
menninga og tómstundamöguleika. Kollegietners Kontor hjálpar þér
að finna húsnæði og þú munt hitta aðra lslendinga í skólanum, í
bænum og í íslendingafélaginu. Þér er velkomið að hafa samband
við formann íslendingafélagsins í Sonderborg, Einar Jón Pálsson,
sem er við tæknifræðinám við skólann.
Heimasími er 00 45 74 42 66 59.
Fáðu nánari upplýsingar um Ingeniorhojskole Syd á íslensku
heimasíounni okkar: http://is.hhs.dk
Þú getur einnig nálgast Study Point-bæklinginn sem
veitir nánari upplýsingar um námsmannabæinn
Sonderborg.
Hringið til okkar í síma 00 45 79 32 16 00 eða sendið svarseðilinn
Framleiðslutæknifræðingur
(hagfræði)
Einstakt í Danmörku!
Lærðu að leysa framleiðslutæknifræðileg
verkefni út frá hagfræðilegu/tækni-
fræðilegu sjónarmiði.
Véltæknifræði
Lærðu að þróa umhverfis- og orkuvænleg
kerfi.
Veikstraumstæknifræði
Lærðu að þróa vélbúnað fyrir tölvustýrð
rafkerfi.
/
/
^ " JÁTAKK
Sendið mér nánari upplýsingar
um menntunarmöguleika og
námsumhverfi Ingeniprhöjskole Syd
/
INGENI0RH0JSKOLE SYD
Grundtvigs Allé 150 • 6400 Sonderborg • Danmark
Tlf. +45 79 32 16 00 • hhtp://is.hhs.dk
J Nafn
^ Starf
Heimilisfang I’óstnúmcr/bær
Land Sími
Sendið svarseðilinn á faxi 00 45 74 42 92 33 eða til Studv Point
co/Sonderborg Erhverfsrád, box 332, DK-6400 Sonacrborg
í VOLCANOer Los Angeles ógnað af eldgosi.
Eldgos, eldgos
alls staðar
Eldfjallastórslysamyndir eru
vinsælt viðfangsefni í Bandaríkj-
unum um þessar mundir. Universal
kvikmyndafyrirtækið er með Dant-
e’s Peak, Fox með Volcano, og nú
hefur sjónvarpsstöðin ABC gert
Volcano: Fire on the Mountain.
íslendingar sem þekkja eldgos
af eigin raun geta bráðum séð
Volcano og Dante’s Peak í bíó.
Meðan beðið er getur maður stytt
sér stundir við smá samanburðar-
fræði sem bandaríska tímaritið
Variety velti fyrir sér nýlega. Þeir
tóku nokkur lykilatriði í myndun-
um og báru saman hvað hetjurnar
létu sér um munn fara.
Aðdragandinn
Dante’s Peak. „Paul, það er eitt-
hvað að gerast. Við mælum
skjálftavirkni."
Volcano: „Er þér sama þó að
ég skoði þetta sjálfur."
Volcano: Fire on the Mountain:
„Vá, maður. Það er stór byigja
hérna á mælinum."
Hvað er
væntanlegt
Dante’s Peak. „Fjallið er tifandi
tímasprengja.“
Volcano: „Þetta á eftir að eyði-
leggja allt sem á vegi þess verður."
Volcano: Fire on the Mountain:
„Það er eitthvað slæmt á leiðinni
og Guð hjálpi okkur ef við komum
okkur ekki undan því.“
Fyrstu fórnarlömbin
Dante’s Peak. (elskendur í heitri
lind) „Auhhhnnnn".
Volcano: (skíðafólk á fljúgandi
ferð) „Aiiieeee.“
Volcano: Fire on the Mountain:
(lestarstarfsmenn) „Auggghhh!"
Slappið af
Dante’s Peak: „Dömur mínar og
herrar, viljið þið gjöra svo vel og
vera róleg.“
Volcano: „Verið svo væn og ver-
ið róleg."
Volcano: Fire on the Mountain:
„Viljið þið öll vera róleg.“
Múrviðgerðir,
múrverk og
flísalagnir
0tt0UUN«5r%
aV' __.-.-tzSNZFFFnPV ~ I
0
§
HUSAKLÆÐNING HF
5!« 1977» GSBIM02I7
Byggjum á árangri
Vont versnar
Dante’s Peak: „Það er meiri
hraunleðja að koma niður hlíðina."
Volcano: „Pabbi, flýttu þér, fót-
leggurinn á mér brennur.“
_ Volcano: Fire on the Mountain:
„Ég finn reykjarlykt! Það mun allt
brenna."
Hetjudáð
Dante’s Peak: „Hlustaðu á mig,
Paul, komdu þér í burt núna, gerðu
það!“
Volcano: „Svona nú, komdu þér
burt héðan! Það tekst ef þú hleyp-
ur!“
Volcano: Fire on the Mountain:
„Ég skil þig ekki eftir hérna.“
Þörf viðbrögð
Dante’s Peak: „Drífum okkur,
drífum okkur, enn og aftur, drífum
okkur!“
Volcano: „Áfram, áfram, áfram,
áfram, áfram!“
^ Volcano: Fire on the Mountain:
„Áfram, áfram, áfram!“
Þjáning
aukaleikara
Dante’s Peak. „Við sökkvum!
Við höfum þetta ekki af!“
Volcano: „Bjargið mér héðan!“
Vclcano: Fire on the Mountain:
„Hjálpið mér, gerið það, hjálpið
mér!“
Aætlun mótuð
Dante’s Peak: „Ég verð að kom-
ast til barnanna."
Volcano: „Allir út! Við erum að
yfirgefa Hard Rock!“
Volcano: Fire on the Mountain:
„Þetta er of hættulegt, þetta tekst
ekki!“
Boðskapur
myndarinnar
Dante’s Peak: „Maður á aldrei
að geyma kaffibaunir í frystin-
um.“
Volcano: „Sjáið andlitin á þeim!
Þeir eru allir eins.“ (um skítuga
björgunarstarfsmenn af ýmsum
kynþáttum).
Volcano: Fire on the Mountain:
„Guð er til.“
Bestu atriðin
Dante’s Peak: Vísindamaður um
borð í báti úr málmi: „Gosið hefur
breytt vatninu í sýru.“ Bæjarstjór-
inn: „Sýra eyðir málmi.“
Volcano: Vísindamaður: „Borgin
er loksins að borga fyrir hroka
sinn.“
Volcano: Fire on the Mountain:
Vísindamaðurinn: „Það er ný
kvikuþró að skapast þarna og hún
á eftir að gjósa! Ég finn það á
mér.“ Yfirmaðurinn: „Jarðfræði
eru vísindi, hr. Slater, ekki byggð
á yfirskilvitlegum hugboðum.“