Morgunblaðið - 20.06.1997, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Tvísköttunarsamningur milli íslands og Kanada
Kemur í veg fyrir
undanskot frá skattí
RÍKISSTJÓRNIR íslands og
Kanada hafa gert með sér samn-
ing til að komast hjá tvísköttun
og koma í veg fyrir undanskot frá
skattlagningu á tekjur og eignir.
Samningurinn var undirritaður í
utanríkisráðuneytinu í gær.
Tvísköttunarsamningar milli
ríkja hafa þau áhrif að lagðir eru
sambærilegir eða svipaðir skattar
á sama skattstofn skattaðila fyrir
sama eða svipaðan tíma í umrædd-
um ríkjum. Slíkir samningar fela
í sér gagnkvæmar ívilnanir á
tekju- og eignarskatti íslenskra
og erlendra aðila, sem ættu sam-
kvæmt gildandi skattalöggjöf ríkj-
anna að greiða skatt af sömu tekj-
um eða eignum, bæði á íslandi og
erlendis.
íslensk stjórnvöld hafa nú þegar
gert slíka tvísköttunarsamninga
við önnur ríki, t.d. Norðurlöndin,
Bandaríkin, Bretland, Frakkland,
Þýskaland og Sviss.
Atak til að fjölga
tvísköttunarsamningum
Garðar Valdimarsson ríkis-
skattstjóri segir að á síðustu árum
hafi staðið yfir sérstakt átak til
að fjölga tvísköttunarsamningum
við önnur ríki. Þannig hafa nú
þegar verið gerðir samningar við
Kína, Eistland og Lettland og inn-
an skamms verður gengið frá
samningum við Belgíu, Lúxem-
borg og Holland. Þá eru samning-
ar við Víetnam og Lithaugaland í
undirbúningi og einnig er stefnt
að því að ná slíkum samningum
við Rússa og Tékka síðar. Segir
Garðar að stefnt sé að því að tvís-
köttunarsamningar verði í gildi við
19 erlend ríki að þessu átaki loknu.
Morgunblaðið/Arnaldur
JÓN H. Bergs, ræðismaður Kanada á íslandi, Franeois A. Mathys
sendiherra og Helgi Ágústsson ráðuneytissljóri undirrituðu samning-
inn. Að baki þeim er Tómas Heiðar aðstoðarþjóðréttarfræðingur.
Ef ekki er til samningur við kvæmt umsókn skattaðila eða
annað ríki um að komast hjá tvís- ábendingu skattstjóra, lækkað
köttun getur ríkisskattstjóri, sam- tekju- og eignarskatt aðila.
Aðalfundur Islenska hlutabréfasjóðsins
Eignir sjóðsins jukust um
106% á síðasta rekstrarári
HLUTHÖFUN íslenska hlutabréfa-
sjóðsins fjölgaði um 1.800 á síðasta
ári, eða um 48% og voru í lok ársins
5.533 talsins. Heildareignir sjóðsins
námu í lok ársins rúmum 2,2 millj-
örðum króna og höfðu aukist á árinu
um 106%.
í ræðu Björns Líndal, stjómar-
formanns íslenska hlutabréfasjóðs-
ins, á aðalfundi sjóðsins sem haldinn
var í gær kom meðal annars fram
að samkvæmt rekstrarreikningi varð
hagnaður sjóðsins rúmar 148 millj-
ónir króna á reikningsárinu. „Vegna
reglna um reikningsskil er þessi
hagnaður ekki bein vísbending um
ávöxtun eigna sjóðsins þar sem
aukning á óinnleystum gengishagn-
aði er færð meðal eiginfjárliða í efnahagsreikn-
ingi. Þessi aukning nam rúmum 305 milljónum
króna eftir að tekið hefur verið tillit til reiknaðr-
ar tekjuskattsskuldbindingar sem nam rúmum
160 milljónum. Ávöxtun eigna sjóðsins var því
vel viðunandi á reikningsárinu og hækkaði innra
virði eigna, að teknu tilliti til útgreidds arðs sl.
sumar, um 41% frá maíbyijun 1996 til loka
apríl 1997.“
Hækkanir valda ýmsum heilabrotum
„Segja má að niðurstaða starfsársins endur-
spegli á sinn hátt efnahagsbatann í landinu og
bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja. í fyrra var
hagvöxtur 5,7% og spáir Þjóðhagsstofnun að
vöxtur landsframleiðslu verði 3,5%, sem er svip-
aður vöxtur og gert er almennt ráð fyrir í iðn-
ríkjunum á þessu ári. Jafnframt bendir ýmislegt
til að hagsæld muni ríkja i íslensku efnahagslífi
fram yfir næstu aldamót," segir
Björn.
Hann fjallaði einnig um þær
breytingar sem átt hafa sér stað
að undanfömu á íslenskum hluta-
bréfamarkaði og þær hækkanir
sem hafa orðið á þingvísitölu hluta-
bréfa undanfarin tvö ár. „Þessar
hækkanir hafa valdið ýmsum heila-
brotum og sumir talið hlutabréfa-
verð orðið of hátt og spáð lækkun-
um. Slíkar vangaveltur eru eðlilegar
og þótt gengi á bréfum einstakra
fyrirtækja lækki nokkuð sýnir það
ekki endilega veikleika heldur á
vissan hátt styrk og aukna virkni
markaðarins. Jafnframt er það holl
áminning til okkar að falla ekki í
þá gryfju að halda að hlutabréfaverð hækki stöð-
ugt.“
Markaðsvirði hlutabréfa
1,4 milljarðar
Finnur Stefánsson, forstöðumaður hjá Lands-
bréfum, kynnti á aðalfundinum ársreikning ís-
lenska hlutabréfasjóðsins. í máli hans kom m.a.
fram að ef horft er til skiptingar á milli atvinnu-
greina í hlutabréfaeign sjóðsins, sem var að
markaðsvirði 30. apríl sl. tæplega 1,4 milljarðar
króna, er vægi sjávarútvegsins mest, 37%, iðn-
fyrirtækin; Hampiðjan, Skinnaiðnaður, Samein-
aðir verktakar, Jarðboranir o.fl. vega 13%, fjár-
málafyrirtækin; íslandsbanki, Tryggingamið-
stöðin og Sjóvá-Almennar 13%, Olis og Olíufé-
lagið 4%, sölufyrirtækin ÍS og SÍF 6% en auk
þess var í gær gengið frá kaupum sjóðsins á
hlutabréfum í SH fyrir tæpar 60 milljónir króna
en ekki kemur í ljós fyrr en að nokkrum vikum
liðnum hvort af kaupum verður vegna réttar
forkaupsréttarhafa. Pharmaco og Lyfjaverslun
íslands 5%, Tæknival og Nýherji 2% og Eimskip
og Flugleiðir 20% af hlutabréfasafni íslenska
hlutabréfasjóðsins.
Hlutabréfaviðskipti
fyrir 25-30 milljarða
Bjarni Brynjólfsson, hjá Landsbréfum, flutti
erindi um hlutabréfamarkaðinn á aðalfundinum,
en að hans sögn áttu sér stað viðskipti á Verð-
bréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum
fyrir um 7,9 milljarða á síðasta ári. „í ár er
þessi tala komin í 9,3 milljarða. Þar eru ekki
talin hin fjöldamörgu útboð sem námu á síðasta
ári um 9,7 milljörðum né utanþingsviðskipti sem
voru allnokkur og samkvæmt skrám Verðbréfa-
þings eru þau metin á um 7 milljarða. Einkum
var þó um viðskipti að ræða sem ekki voru til-
kynnt þannig að búast má við að heildarveltan
á síðasta ári með hlutabréf hafi verið á bilinu
25-30 milljarðar. Sama á sér stað í dag nema
hvað utanþingsviðskipti skila sér betur inn til
skráningar. Þó má nefna að í ár hafa Landsbréf
selt 22% af hlutafé SH fyrir um 1,6 milljarð en
SH er lokað hlutafélag og því ekki á markaði."
Að sögn Bjarna sjá stöðugt fleiri fyrirtæki
sér hag í því að skrá hlutabréf sín á Verðbréfa-
þingi Islands, en alls eru 39 fyrirtæki skráð
þar, en að hans sögn má búast við því að þau
verði orðin um fimmtíu talsins um næstu áramót.
Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hlut-
höfum 7% arð með gjalddaga 19 júlí næstkom-
andi. Stjóm sjóðsins var endurkjörinn á fund-
inum, en hana skipa Björn Líndal, stjómarformað-
ur, Jakob Bjamason og Júlíus Vífill Ingvarsson.
Björn Líndal
Flugleiðir
ogfleiri
panta
Rolls-Royce
París.
ROLLS-ROYCE hefur skýrt
frá því á flugsýningunni í
París að fyrirtækið geri ráð
fyrir að fá pantanir í hreyfla
að verðmæti allt að 200 millj.
dollara í kjölfar þess að Flug-
leiðir hafa pantað fjórar Bo-
eing 757 farþegaþotur og
tryggt sér rétt til að kaupa
átta í viðbót.
Rolls-Royce kveðst eiga von
á pöntunum upp á að minnsta
kosti um 750 milljónir dollara
frá Flugleiðum, British Airwa-
ys og suður-afríska flugfélag-
inu (SAA) að sögn Evrópuút-
gáfu Wall Street Journal.
British Airways hefur stað-
fest að félagið hafi valið Rolls-
Royce hreyfla í 14 nýjar Bo-
eing 757-400 flugvélar. Heim-
ildir hjá BA herma að verðið
á hreyflunum verði nálægt 500
milljónum dollara, en Rolls-
Royce nefnir engar tölur.
Fleiri panta hreyfla
frá Rolls Royce
SAA hefur einnig valið nýja
útgáfu RB211 hreyfla Rolls
Royce til að knýja tvær nýjar
Boeing 747-400 flugvélar,
sem félagið pantaði í febrúar.
SAA á fyrir fjórar 747 vélar
búnar Rolls Royce hreyflum.
Áður hefur Airbus Industrie
valið Rolls Royce Trent-900
hreyfla í lengda útgáfu fjög-
urra hreyfla A340-300 flug-
véla sinna.
Umhverfisverðlaun starfsfólks
Sorpu veitt í fyrsta skipti
ísbúðin í Álfheim-
um verðlaunuð
ÍSBÚÐIN í Álfheimum hlaut
umhverfisverðlaun starfsfólks
endurvinnslustöðva Sorpu sem
veitt voru í fyrsta skiptið í gær.
Með verðlaununum vill starfsfólk
Sorpu sýna því fyrirtæki eða ein-
staklingl sem hefur verið til fyr-
irmyndar í allri umgengni þakk-
læti sitt og um Ieið hvetja aðra
til að fylgja fordæmi þess.
Magnús Stephensen, deildar-
stjóri þróunar- og tæknideildar
Sorpu, segir bakgrunninn að
verðlaunaveitingunni vera þann
að fá fólk til þess að flokka sorp
betur heima þar sem um 350
þúsund bílar koma árlega í end-
urvinnslustöðvar Sorpu og ef
ekki er nægjanlega vel gengið frá
og ruslið flokkað, þá myndist
biðraðir við stöðvarnar viðskipta-
vinum og starfsfólki Sorpu til
óþæginda.
„Isbúðin i Álfheimum hefur
Morgunblaðið/Amaldur
STARFSFÓLK Sorpu fjölmennti í ísbúðina í Álfheimum
í gær með viðurkenningarskjalið
vakið athygli starfsfólks Sorpu
allt frá upphafi fyrir óaðfinnan-
leg vinnubrögð við frágang sorps
og nákvæma flokkun alls úrgangs
sem hægt er að flokka. Hilmir _
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, hefur útbúið sér-
stakan vagn eða kerru til að auð-
velda flokkun úrgangs en vönduð
flokkun er alger forsenda allrar
endurvinnslu. Góð umgengni,
flokkun úrgangs og endurvinnsla
er undirstaða náttúruverndar og
á því sviði stendur ísbúðin í Alf-
heimum uppúr."
Verðlaunin
verði árleg hefð
Starfsmenn endurvinnslu-
stöðva Sorpu hugsa sér að veita
umhverfisverðlaun endurvinnslu-
stöðvanna árlega til viðskiptar-
vinar, fyrirtækis eða einstaklings
sem hefur skarað framúr á þessu
sviði.
I-
I
I:
»
»
l,
»
»
»
»
»
t
#
»
(
_L