Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 23
Sýning á ljósmyndum
SÝNING á ljósmyndum eftir Haf-
dísi Bennett verður opnuð í Gall-
eríi Sölva Helgasonar, Lónkoti,
Sléttuhlíð, Skagafirði, laugardag-
inn 28. júní nk.
Myndirnar voru flestar teknar
á sama kvöldinu í júlímánuði í
fyrra og sýna náttúru sveitarinn-
ar í miðnætursól.
Sumarsýn-
ing á verkum
Sigurjóns
í LISTA-
SAFNI _ Sig-
uijóns Olafs-
sonar hefur
verið opnuð
sumarsýning
á 27 völdum
verkum eftir
Siguijón. Eru
þau öll úr fór-
um safnsins
og tengjast
minni eða
stefi úr
náttúrunni. Heiti sýningarinnar er
Gróandi og er bein skírskotun til
nokkurra mynda með sama heiti.
Verkin spanna rúmlega 40 ára
Nýjar bækur
• ÚT er komið ritið Keltaráís-
landieftir Hermann Pálsson. í
kynningu segir að bókinni sé ætlað
að svala forvitni þeirra sem sætta
sig ekki við þá einföldu hugmynd
að íslensk fornmenning sé norræn
að öllu leyti.
í bókinni er fjallað um Papa,
írska og suðureyska landnáms-
menn, Kólumkilla, Kjarva! írakon-
ung og niðja hans, vestrænar höfð-
ingjadætur sem verða íslenskar
húsfreyjur og keltnesk mannanöfn
sem forfeður vorir báru og minnst
er í fornum ritum.
Háskólaútgáfan gefur bókina
út og sérjafnframt um dreifingu.
Hún er240 bls. ogkostarkr. 2.490.
tímabil og hafa sum þeirra ekki kom-
ið fyrir almenningssjónir í nokkra
áratugi. Flest eru þau unnin í tré en
einnig eru verk í stein og kopar.
Til þess að gestir safnsins fái einn-
ig að kynnast portrettlist Siguijóns
eru til sýnis þijár þekktar portrett-
myndir í brons og í safninu er að-
staða til að skoða vandað myndband
um þennan þátt í lífsverki lista-
mannsins.
Yfir sumartímann er safnið opið
alla daga nema mánudaga milli kl.
14 og 17. Kaffistofa safnsins er
opin á sama tíma.
KVIKMYNPIR
Regnboginn/
Iláskólabíó
„LE CINQUIEME
ÉLÉMENT" ★ ★ ★
Leiksjóri: Luc Besson. Handrit: Luc
Besson og Robert Mark Kamen.
Leikmyndahöfundur: Dan Weil. Bún-
ingahönnuður: Jean-Paul Gaultier.
Aðalhlutverk: Bruce Willis, Gary
Oldman, Milla Jovovich, Ian Holm,
og Chris Tucker. 127 min. Frönsk.
Gaumont/Columbia Pictures Corpor-
ation. 1997.
„LE CINQUIEME élément" segir
svo einfalda sögu að stundum virð-
ist í raun engin saga vera í gangi
og allt í upplausn. Einfaldleiki sög-
unnar, gott berst við illt og hetjan
bjargar heiminum, er undirstrikað-
ur í því að ekkert er gert til að
gefa persónum dýpt. Ein segir í
barnslegri einlægni „Ég æðsta vera
alheimsins. Ég fimmta höfuðefnið,“
og allar standa á öndinni yfír því
hve hún er fullkomin. Annaðhvort
gleypir maður svona framsetningu
LISTIR
TONLIST
Kópvogskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Skólakór Kársness undir stjóm
Þórunnar Bjömsdóttur flutti ís-
lenska og erlenda söngva. Sunnu-
dagminn 15. júní 1997.
SKÓLI gegnir margþættu hlut-
verki í uppeldi nemenda og það
er ekki eingöngu námsefnið sem
skiptir máli, heldur og sú þjálfun
sem nemendur öðlast í átökum
við margvísleg verkefni.
Tónlistarnám er ekki aðeins
fólgið í því að læra að leika á
hljóðfæri og syngja. Sú sjálfsög-
un og samvirkni sem tengja má
tónlistariðkun er mikilvægt og
birtist mjög skýrt í starfi kóra.
Þá er og merkilegt, að starf kóra
er ekki aðeins gefandi fyrir þátt-
takendur, heldur og njóta áheyr-
endur þess, sérstaklega ef vel
hefur verið staðið að verki. Þar
í er fólginn lykillinn að þeirri
sérstöðu sem kórar hafa, að starf
þeirra hefur í raun alþjóðlegt
gildi, er boðlegt hvar sem er á
heimsbyggðinni, fyrst og fremt
vegna þess að tónmálið er alþjóð-
legt. Lag býr yfir einni og sömu
vikrni, hvar sem það heyrist og
vel gert lag er ekki aðeins ti!
ánægju fyrir þann sem hlýðir á
það, heldur vekur það hlustand-
anum oftlega löngun til að taka
undir. Að þekkja eitthvert form
fegurðarinnar er mikilvægt og
líklega snertir fátt sterkar en
Aðala
upp sín
böm
blíður og fagurmótaður barna-
söngur.
Þórunni Björnsdóttur hefur
tekist að samþætta sönggleðina
og ögunina, í starfi Skólakórs
Kársness og það sem gat að heyra
á tónleikum kórsins sl. sunnudag,
var að áheyrendur, væntanlega
foreldrar og vinir kórfélaganna,
eiga sér sín uppáhaldslög, sem
þýðir að söngur barnanna hefur
náð heim til þeirra, er ekki eitt-
hvað sem aðeins gerist í skólan-
um. Þórunn brá á það ráð að láta
hlustendur velja viðfangsefnin úr
viðamikilli efnisskrá og það sem
var merkilegt við val áheyrenda,
var að nútímalegustu verkin voru
ekki síður valin en þau sem helst
eru talin vinsæl, ómþýðust. Má
þar nefna lög eins Dúfa, dúfa
eftir Þorkel Sigurbjömsson, Synir
Jakobs, eftir Kostiainen, sem
bæði voru kostulega vel sungin.
Þá var unun á að hlýða, er kórinn
söng Ó, undur lífs, eftir Jakob
Hallgrímsson og alýðulagið Dag-
ur er risinn. Hvar eru fuglar,
sungið við rússneskt þjóðag, sýn-
ir hversu lítið fer fyrir landamær-
um á sviði tónlistarinnar og af
öðrum erlendum lögum, sem voru
sérstaklega falleg, má nefgna
Ave Maria, eftir Koldály og Lyftu
þínum augum upp, eftir Mend-
elssohn.
Tónleikarnir hófust á Þótt þú
langförull legðir, kvæði Stehans
G. Stephanssonar er nam land í
Kanada, og Sigvaldi Kaldalóns
tónklæddi svo glæsilega. Þetta
er því einkennislag kórsins, því
þessa stundina er kórinn á tón-
leikaferðalagi í Kanada. Það tók
lengri tíma en á venjulegum tón-
leikum, að fara eftir óskum hlust-
enda og víst er að margir áttu
sér óskir, sem ekki vannst tími
til að sinna og segir það nokkuð
um vinsældir kórsins. Nærri þrír
tugir laga voru fluttir og það sem
einkenndi allan flutning barnanna
var, eins fyrr sagði, frábær ögun
og sönggleði. Öll lögin eru þegar
kunn sem verkefni kórsins á liðn-
um árum, nema tvö kandadísk
söngverk, Away from the Roll of
the Sea, eftir A. MacGillivray og
I’se the B’y, eftir J Covedas, vel
gerð tónverk, sem voru, eins og
allt sem kórinn söng, frábærlega
vel flutt.
Það er vel hægt að trúa á hið
íslenska vor, þegar æskan syngur
svo fagurlega sem Skólakór Kárs-
ness og þakka má Þórunni fyrir
hversu vel hún hefur alið upp sín
börn, og er kórnum óskað góðrar
ferðar til Kanada og heimkomu
með allt heilt.
Jón Ásgeirsson
Framtíðinni
bjargað með
„stæl“
með bros á vör eða lýsir frati á
myndina og gengur út. Þeir sem
hafa gaman af verða ekki fyrir
vonbrigðum því mynd Luc Besson
er algjört bíó.
Bruce Willis leikur Korben Dall-
as, leigubílstjóra í New York, árið
2214. Hann er auðvitað einnig fyrr-
verandi sérsveitarhermaður sem
kann að meðhöndla öll möguleg
morðtól og farartæki. Þekking sem
kemur sér vel þegar hann fær skip-
un frá fyrrverandi yfirmanni sínum
um að bjarga heiminum frá gjöreyð-
ingu. Willis er að vanda kaldhæðinn
og kankvís en ívið rómantískari en
maður á að venjast úr öðrum hasar-
myndum með hetjunni.
Korben Dallas verður yfir sig
heillaður þegar hann kynnist hinni
hundeltu Leeloo (Millu Jovovich).
Hún er falleg, sakleysisleg, og varn-
arlaus, en á samt í engum vandræð-
um með að lúbeija heila hersveit
af geimverum sem líta út eins og
nashyrningar. Má segja að hún sé
aðeins hlýlegri útgáfa af „Nikitu“.
Jovovich smellur vel í rulluna,
strákslega glæsileg, og með sjarm-
erandi hreim.
Gary Oldman er handbendi illra
afla á jörðu niðri og einstaklega
skemmtilegur skúrkur. Hans hlut-
verk sýnir best að áherslan í „Le
cinquieme élément" er meira á grín
en hasar af því að Jean-Baptiste
Emmanuel Zorg (Oldman) er langt
frá því að vera skelfilegur fantur.
Þeir sem fara á myndina og halda
að þeir séu að fara að sjá franska
„Die Hard“ verða þess vegna ör-
ugglega fyrir vonbrigðum.
Mynd Besson er nefnilega létt
sumarfroða í geysilega flottum
umbúðum. Dan Weil leikmyndahöf-
undur, Nick Dudman brúðuhönnuð-
ur, Jean-Paul Gaultier fatahönnuð-
ur, og tölvutæknilið hjálpa Besson
að skapa glannalega umgjörð um
atburðarásina. Umferð í mörgum
lögum, góðviljaðar geimverur sem
líta út eins og björgunarhringir úr
stáli, og Titanic slysið í geimnum.
Allt má þetta finna í „Le cinquieme
élément" enda myndin samsuða úr
öllu mögulegu: „Star Wars“, „Star-
gate“, James Bond-myndunum,
„Blade Runner“, „Indiana Jones“,
og að sjálfsögðu „Die Hard“.
Anna Sveinbjarnardóttir
GRLRNT