Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HANDRITIN KOMIN HEIM DANIR AFHENTU í gær við athöfn í hátíðarsal Há- skóla íslands tvö síðustu handritin, en það voru tvö blöð úr predikunarsafni frá tólftu öld, sem kunna að vera það elzta, sem skrifað er á íslenzku, og annað aðalhandrit Stjórnar, sem hefur að geyma þýðingar úr Gamla testament- inu með skýringum og fegurri lýsingar en í flestum íslenzk- um handritum. Nú er því formlega lokið afhendingu ís- lenzku handritanna frá Danmörku, sem hófst 21. apríl 1971, þegar Vædderen kom með þau fyrstu. Á þessum tíma- mótum efna Háskólinn og Árnastofnun til tveggja daga dansk-íslenzks málþings um handritin og er m.a. mörgum dönskum fræðimönnum boðið að sitja það. Alls hafa Danir afhent íslendingum rúmlega 1.800 hand- rit úr Árnasafni í Kaupmannahöfn og Konungsbókhlöð- unni. Enn eru þó mörg handrit og handritabrot eftir í dönsku söfnunum, sem ekki féllu undir þá skilgreiningu í samningi landanna, að þeim handritum yrði fyrst og fremst skilað, sem skrifuð væru á Islandi og snertu íslenzk málefni og teldust því til menningararfs. Danir hafa staðið einstaklega vel að afhendingunni, m.a. annast viðgerðir á handritunum og ljósmyndir verða afhentar af þeim, sem ekki verður skilað. Fyrstu kröfur Islendinga um afhendingu handritanna komu fram í kjölfar Alþingishátíðarinnar 1930, en þær voru ekki settar fram af fullum þunga fyrr en eftir stríð. Árið 1961 náðist samkomulag milli ríkisstjórna landanna um skiptingu handritanna í megindráttum og vorið 1965 samþykkti danska þingið lög um afhendinguna. Veruleg andstaða var í Danmörku við þessi málalok og mál höfðað að undirlagi stjórnarnefndar Árnasafns. Dómsmeðferð lauk ekki fyrr en í marz 1971 með dómi Hæstaréttar Danmerk- ur. Helge Larsen, menntamálaráðherra, afhenti svo 21. apríl 1971 Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra, form- lega í Reykjavík Flateyjarbók með þeim fleygu orðum „Vær sá god, Flatobogen", svo og Konungsbók Eddukvæða. Þar með var 300 ára útivist þessara miklu þjóðargersema lok- ið. Viðstaddir athöfnina voru margir þeirra dönsku og ís- lenzku ráðamanna, sem svo lengi höfðu barizt fyrir lausn málsins með miklum og góðum stuðningi fjölmargra Dana, þá fyrst og fremst innan dönsku lýðskólahreyfingarinnar. íslendingar standa í eilífri þakkarskuld við þessa dönsku stuðningsmenn og vini og dönsku þjóðina alla, því það var í umboði hennar, sem danska þjóðþingið ákvað að íslenzku handritin færu aftur heim. ERU SKÓLAGJÖLD TÍMABÆR? GÓÐ MENNTUN er auðlind, bæði einstaklingum ogþjóð- um. Framsæknar þjóðir keppa viðvarandi að betri skólum og vaxandi námsárangri. Reynslan sýnir og að þær þjóðir, sem mestum fjármunum verja til menntunar, rann- sókna og vísinda, búa við beztan hag og mest efni. Það er að vísu sitt hvað fleira en skortur á fjármunum sem háð hefur árangri í íslenzku skólakerfi síðustu áratugi, en pen- ingar eru samt sem áður afl þeirra hluta sem gera skal. Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akur- eyri, sagði í skólaslitaræðu 17. júní sl. að sterklega kæmi til greina „til að bæta kjör kennara að taka upp bein skóla- gjöld í framhaldsskólum og háskólum.“ Skólagjöld eru hluti af fjáröflun til fræðslumála í ýmsum velmegunaríkjum, bæði vestan hafs og austan. Ummæli skólameistara MA vekja upp spurningu um, hvort tíma- bært sé að huga að skólagjöldum hér á landi á háskóla- stigi. Sjálfsagt er að ræða þessar hugmyndir af fullri hrein- skilni. Hins vegar er tæpast tilefni til að ræða skólagjöld á framhaldsskólastigi, að minnsta kosti á þessu stigi máls- ins. Skólagjöld vekja fólk til umhugsunar, hvort það vill kosta börn sín til langskólanáms, segir skólameistari MA, og bætir við, að skólagjöld knýi fólk til að forgangsraða í útgjöldum. Víða erlendis byrja foreldrar á unga aldri barna sinna að leggja fyrir í menntunarsjóð þeirra. Og þótt ekki sé sjálfgefið að laga skólakerfi okkar alfarið að erlendri þróun að þessu leyti þá er tímabært að kalla eftir viðbrögð- um og umræðum um skólagjaldahugmyndir skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Mergurinn málsins er að bæta skólana og stuðla að vaxandi námsárangri. Afhendingu íslenskra handrita úr Konungsbókhlöðunni og Á ■ . SVEINBJÖRN Björnsson, rektor Háskóla íslands, t.v., tekur við Stjórn úr hendi Kjeld Mollgárd, rektors Kaii afhenti handritið með orðunum: „Værs’go Stjórn!“ og vísaði þar til frægra orða Helge Larsen, menntai afhenti dr. Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra Flateyjarbók hinn 21. apríl 1971. Flutningur handriti samningi þjóðanna 21. apríl 1971, en þá afhentu Danir fyrstu tvö handritin sem voru Flateyjarbók og K tímabili hafa samtals 1.807 handrit og skjöl komið til landsins í um 600 sendii „Vamarveggur um menningararfleifö og íslenska tungu“ Rektor Kaupmannahafnarháskóla afhenti í gær rektor Háskóla Islands tvö síðustu ís- ------------------------------^---------- lensku handritin sem afhent verða Islendingum ----------------------------?------------ úr Konungsbókhlöðunni og Arnasafni í Kaupmannahöfn. Þar með lauk flutningi hand- ritanna til Islands samkvæmt samningi þjóðanna, en fyrstu tvö handritin afhentu ---------------------^------------------- Danir 21. apríl 1971. A þessu tímabiii hafa samtals 1.807 handrit og skjöl komið til landsins í um 600 sendingum. Hallur Þorsteinsson var viðstaddur afhendingu síðustu handritanna við setningu málþings um handrit í Háskóla íslands. VIÐ setningu dansks-íslensks málþings um handrit, sem Stofnun Árna Magnússon- ar á íslandi efnir nú til í Háskóla íslands, sagði Björn Bjarna- son menntamálaráðherra að lögum samkvæmt lúti handritin forsjár ríkis- stjórnar íslands og sæmd íslensku þjóðarinnar sé að veði við varðveislu þeirra. „Verkefni skortir ekki, þegar hugað er að fræðilegu gildi handritanna og útgáfustarfi á grundvelli þeirra. Raunar gerir ný tækni kleift að sinna þessu starfi með allt öðrum hætti en áður og vísa ég þar til hugmynda um að gera stafrænar myndir allra hand- rita Árnasafna í Danmörku og á ís- landi aðgengilegar á Internetinu. Nýta ber nýja og fullkomna tækni til að koma list handritanna á framfæri við sem flesta. Þessi tækni leysir vanda íslendinga vegna öflunar mynda af þeim íslensku handritum sem verða eftir í Árnasafni í Kaupmannahöfn,“ sagði Björn. Hann sagði handritin skapa Norð- urlöndum sameiginlegan menningar- grunn, og þegar þau yrðu orðin öllum tiltæk fyrir tilstuðlan nýrrar tækni, ættu Norðurlöndin sameiginlega að gera átak til að ýta undir rannsóknir í norrænum fræðum við menntastofn- anir og háskóla um heim allan. Ekki þyrfti að draga úr mikilvægi nor- rænna rannsókna við Kaupmanna- hafnarháskóia þótt hluti handritanna hafi verið fluttur til íslands, og hann gæti því áfram verið eitt af helstu fræðasetrum heims á þessu sviði. „í febrúar 1986 rituðu mennta- málaráðherrar Danmerkur og íslands undir samstarfssamning í tengslum við lyktir handritamálsins. Þar er lýst vilja til þess að styrkja hinar tvær Árnastofnanir til að stunda rannsókn- ir á grundvelli handritasafnanna. í því efni er lögð áhersla á náið og skipulagt samstarf stofnananna tveggja," sagði Björn. „Um aldur hafa Danir og íslendingar staðið að því að varðveita íslensku handritin. Nú þökk- um við Dönum fyrir gæslu þeirra og góða umsjá - við þökkum einnig fyr- ir hve vel þau hafa verið búin úr garði við afhendingu þeirra. Við fögnum því, hve vel hefur verið staðið að fram- kvæmd samnings þjóðanna. Við vænt- um góðs samstarfs um alla framtíð svo lengi sem menn kunna að meta gildi þessara dýrgripa." Afhendingin gengið samkvæmt áætlun Það var Kjeld Mollgárd, rektor Kaupmannahafnarháskóla, sem af- henti Sveinbirni Björnssyni, rektor Háskóla íslands, tvö síðustu handritin sem flutt verða frá Danmörku, en rektorarnir eru formenn Árnanefndar hver í sínu landi. í ávarpi sem Kjeld Mollgárd flutti áður en hann afhenti handritin gerði hann Árna Magnússon og starf hans að umtalsefni, en Árni ánafnaði Kaupmannahafnarháskóla handrita- og bókasafn sitt eftir sinn dag með það fyrir augum að textarn- ir kæmust á prent. „Tvö síðustu handritin, sem afhent verða í dag, koma úr safni Árna Magnússonar. Þar er um að ræða eitt af stærstu og merkustu handritum safnsins, er inniheldur hinn svokallaða Stjórnar-texta, sem m.a. samanstend- ur af þýðingum nokkurra bóka Gamla testamentisins. Þessi bók er um 650 ára gömul. Og það er einnig um að ræða slitur á tveimur síðum með leif- um tveggja predikunartexta sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.