Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Engar
skýringar
á niaga-
kveisunni
ENN er verið að leita orsaka
magakveisunnar sem heijaði á
erlenda ferðamenn í síðustu
viku. Að sögn Ólafs Hergils
Oddssonar, héraðslæknis á
Norðurlandi eystra, hafa ekki
komið fram nein ný tilfelli síð-
ustu daga.
Ekki hafa ræktast bakteríur,
sem tengjast matareitrunum,
úr þeim sýnum sem send hafa
verið í ræktun. Þá er verið að
vinna úr þeim faraldsfræðilegu
gögnum sem safnast hafa um
hvar ferðamennirnir keyptu
matvæli. Ólafur sagðist vona
að einhveijar niðurstöður lægju
fyrir eftir helgi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STARFSMAÐUR Kópavogsbæjar við sorptunnurnar, sem byijað verður að afhenda í næstu viku.
Einstaka verslanir
opnar á mánudag
FLESTIR stórmarkaðir hafa lokað
á mánudag, frídegi verslunarmanna,
en einstaka verslanir þeirra verða
þó opnar. Aliar bensínstöðvar á
Reykjavíkursvæðinu verða lokaðar á
mánudag, en opnar í dag og á sunnu-
dag eins og venjulega.
Morgunblaðið kannaði afgreiðslu-
tíma helstu stórmarkaða og bensín-
stöðva um verslunarmannahelgina
og er afgreiðslutími þeirra sem hér
segir:
Allar 10-11 verslanirnar eru opn-
ar um verslunarmannahelgina frá
kl. 10 til 23.
Hjá skrifstofu Hagkaups fengust
þær upplýsingar að í dag verði allar
verslanir þeirra opnar frá kl. 10 til
18, nema sérvöruverslun Hagkaups
í Kringlunni. Flestar ef ekki allar
verslanir í Kringlunni verða lokaðar
í dag og alla helgina. Á sunnudag
verður opið í Hagkaup í Skeifunni
og Hagkaup á Akureyri frá kl. 12
til 18 en á mánudag verða allar
verslanir Hagkaups lokaðar.
Allar Nóatúnsverslanirnar verða
opnar í dag frá kl. 10 til 18, nema
Nóatún í Rofabæ, hún verður opin
til kl. 21. Á sunnudag verða allar
Nóatúnsverslanirnar lokaðar, það
sama á við um mánudaginn nema
hvað verslun Nóatúns í Rofabæ verð-
ur opin frá kl. 11 til 21.
Allar Bónusbúðirnar verða opnar
í dag frá kl. 10 til 16, nema Bónus
í Holtagörðum sem verður opin frá
kl. 10 til 17. Bónusbúðimar verða
allar lokaðar á sunnudag og mánudag.
Kaupfélag Ámesinga á Selfossi
verður opið í dag frá kl. 10 til 21 og
á sunnudag frá kl. 12 til 21. Lokað
verður á mánudag. KÁ í Vestmanna-
eyjum verður lokað alla helgina.
KEA á Akureyri hefur opið eins
og venjulega í verslunum sínum í
dag. KEA á Byggðaveginum verður
opin á sunnudegi frá kl. 10 til 22,
en allar búðir KEA á Akureyri verða
lokaðar á mánudag, samkvæmt upp-
lýsingum frá skrifstofu KEA.
Hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Eg-
ilsstöðum fengust þær upplýsingar
að kjörbúðin verði opin í dag frá kl.
10 til 16, en lokuð á sunnudag og
mánudag. Hins vegar verða hraðbúð
og söluskáli Kaupfélagsins opnar í
dag, á morgun og á mánudag frá
kl. 8 til 23.30.
Bensínstöðvar lokaðar
mánudag í Reykjavík
Hjá skrifstofum Esso, Olís og
Skeljungs fengust þær upplýsingar
að opið verði á öilum bensínstöðvum
á laugardag og sunnudag eins og
venjulega, en lokað á Reykjavíkur-
svæðinu á mánudag. Sjálfsalar verða
þó allir opnir.
Kópavogs-
búar fá
sorptunnur
í stað poka
í REIÐHÖLLINNI í Kópavogi
er verið að setja saman um
fimm þúsund sorptunnur, sem
Gámkó hf. mun byrja að dreifa
til íbúa í næstu viku. Tunnurn-
ar koma í stað plastpokanna
sem notaðir hafa verið hingað
til.
Ein tunna verður afhent fyr-
ir hvert sérbýli íbúum að
kostnaðarlausu en óski einhver
eftir fleiri tunnum er tekið við
pöntunum hjá tæknideild
Kópavogs. Þegar tunnurnar
hafa verið afhentar munu
starfsmenn bæjarins flytja
eldri grindur og sorpskápa á
endurvinnslustað Sorpu, án
endurgjalds. Skal grindunum
komið út fyrir lóðarmörk.
Stjórnamefnd Ríkisspítala stingur uppá fjáröflunarleið
Hækkun vmdlingaverðs
myndi skila 900 milljónum
AUKINN hlutur ríkisins í verði
hvers vindlingapakka gæti aukið
tekjur ríkissjóðs og segir í bréfi
stjómamefndar Ríkisspítala til heil-
brigðisráðherra að 50 króna viðbót-
arálagning á hvem pakka af vindl-
ingum, sem þýðir 18% verðhækkun,
myndi skila yfir 900 milljónum
króna miðað sömu sölu og í fyrra.
Stjórnarnefndin stingur uppá því
í bréfí til ráðherra að hann beiti
sér fyrir því að álögur á tóbak verði
auknar um einn milljarð króna sem
rynni til sjúkrahúsanna til greiðslu
sjúkrakostnaðar. í bréfinu er vakin
athygli á þeim heilbrigðisvanda
sem beinar og óbeinar reykingar
valda sem séu áhættuþættir í ótal
sjúkdómum og valdi heilbrigðis-
kerfinu gífurlegum kostnaði.
Nefndir á vegum Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunarinnar og Evrópu-
ráðsins hafa stungið upp á að auka
álögur á tóbak til að draga úr reyk-
ingum. Hafa kannanir sýnt að í
kjölfar hækkunar á tóbaksverði
dragi úr sölu til unglinga. Hvetur
stjómamefndin ráðherra til að taka
þessa hugmynd til ítarlegrar athug-
unar.
Af 276 kr. verði hvers pakka af
Hlutfall opinberra gjalda af verði
vindlingapakka í nokkrum löndum 1995
Danmörk (.___(_____ Bl 85%
Bretlandjj^M .............. - 77%
FrakklandCÁ J fe 75%
Belaía^Ha.^ ....... .....1....................... 75%
Finnland-.........................HB 74%
Ítalía f r__________ — 73%
Halland^^m ................ m 72%
ÍSLAWD SMímLM ..... 1 72%
Þvskaland SOSBtBl .... .. «72%
Argentína f iðm............. 170%
Sviþjóð ... I g 69%
Lúxemborg ( ... I 69%
Noregur K 68%
KanadaMtmM....... .. . . . ..... 164%
Japant&ZZ-lzá ......... 60%
Sviss msmm ...........50%
Bandaríkin Ll- .-r.J 30%
vindlingum renna tæplega 200 töflu, allt frá 85% í Damörku niður
krónur til ríkisins. Hlutur hins opin- í 30% í Bandaríkjunum.
bera í einstökum löndum er misjafn í útreikningum stjórnamefndar-
eins og sjá má af meðfylgjandi innar kemur fram að 50 króna
hækkun myndi valda talsverðum
samdrætti í sölu vindlinga en í fyrra
voru seldir rúmlega 18,4 milljónir
pakka. Segir að erlend reynsla sýni
að 10% verðhækkun þýði 2-8%
samdrátt í sölu. Sett eru fram
dæmi sem sýna að miðað við 50
króna verðhækkun og 5% samdrátt
í sölu yrðu viðbótartekjur um 870
milljónir króna, við 10% samdrátt
yrði tekjuaukningin 824 milljónir
króna og yrði samdráttur í sölu 20%
fengjust um 733 milljónir.
Reykingar valda 6% dauðsfalla
Meðal fylgigagna sem stjórnar-
nefndin sendi ráðherra voru nokkr-
ar staðreyndir um tóbaksnotkun.
Þar segir m.a. að reykingar valdi
um þremur milljónum dauðsfalla
árlega, um 6% af öllum dauðsföll-
um. Tóbak sé þekktur áhættuvald-
ur í 25 sjúkdómum og bent er á
að rannsóknir í Bretlandi hafi sýnt
að reykingamönnum á aldrinum
30-50 ára sé fimm sinnum hættara
við að fá hjartaáfall en reyklausum
jafnöldrum þeirra. Þá segir að reyk-
ingar á meðgöngu hafi verið tengd-
ar hærri tíðni fósturláta, lægri
fæðingarþyngd og seinþroska.
Mánaðar hesta-
ferð hefst í dag
Riðnir
verða
1.100 kíló-
metrar
í DAG hefst 30 daga hesta- ■
ferð um hálendi íslands sem
farin er í tilefni af 15 ára
afmæli íshesta ehf. Riðið
verður um þijá stærstu há-
lendisvegi landsins, Arnar-
vatnsheiði, Kjöl og Sprengi-
sand.
Þátttakendur og starfs-
menn í ferðinni eru 26-28 og
koma hvaðanæva. Þeir eru
allir þrautreyndir hestamenn
enda ekki annað hægt þar
sem riðnir verða um 1.100
km.
Útlendingar sóttir á
hestum út á fluvöll
Þátttakendur, sem aðallega
eru útlendingar, verða sóttir
á hestum út á Keflavíkurflug-
völl síðdegis í dag. Þaðan
verður fyrsti áfangi ferðar-
innar og verður riðið í Vog-
ana. Þaðan verður haldið sem
leið liggur um Hafnarfjörð,
Mosfellssveit, Þingvelli, Uxa-
hryggi, Ok-leið í Húsafell og
yfir Arnarvatnsheiði í Víðidal.
Þaðan er svo haldið yfir Hóp-
ið á Þingeyrar, inn í Vatnsdal
og yfir í Skagafjörð. Þaðan
liggur leiðin yfir Kjöl niður í
Gnúpveijahrepp. Síðasti
áfanginn er yfir Sprengisand.
Þá flýgur hópurinn norður og
ríður frá Húsavík að Foss-
nesti í Gnúpveijahreppi.
Lítrinn hjá
Orkunni
kostar
73 krónur
VERÐ á bensínlítranum hjá
Orkunni hækkaði í gær um
1,40 kr. eins og hjá öðrum
olíufélögum. Er hækkunin til
komin vegna hækkunar fjár-
málaráðuneytisins á vöru-
gjaldi.
Verð á lítra af 95 oktana
bensíni hjá Orkunni er því
eftir hækkun 73 kr. og lítrinn
af 98 oktana bensíni kostar
77,80 kr. Er því lægst verð
hjá Orkunni á 95 oktana bens-
íni og munar 4,40 krónum á
lítra.
Nýr veit-
ingastaður
opnar í
miðbænum
ÞESS er ekki langt að bíða
að enn einn veitingastaður
verði opnaður í miðborg
Reykjavíkur.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur Tómas
Tómasson veitingamaður,
sem rekur Hótel Borg og
Kaffíbrennsluna, tekið jarð-
hæð Austurstrætis 9 á leigu.
Þar var um árabil verslunin
Egill Jacobsen til húsa. Tómas
hyggst reka þar veitingastað
í svipuðum stíl og Kaffi-
brennsluna.