Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bjami Tryggvason út í geiminn 7. ágúat Forsetahjónunum boðið til geimskotsins MUNDU nú að bursta tennurnar og fara með bænirnar þínar, en passaðu þig á litlu grænu körlunum, Bjarni minn... ANNA Sigþórsdóttir skolar af nýveiddum laxi í Haffjarðará fyrir fá- um dögum, einum af fimm sem hún og eiginmaður hennar, Einar Sig- fússon, drógu á einu síðdegi. Elliðaárnar hressast aðeins í gærmorgun voru komnir 297 lax- ar á land úr Elliðaánum og er það miklu minna en á sama tíma í fyrra. Ef miðað er við 30.júlí voru komnir 294 laxar, en á sama degi í fyrra voru komnir 625 laxar á land. Miðað við sama dag voru nú 917 laxar fam- ir um teljarann, en í fyma 1.673 laxar og fannst mönnum það ekki mikið. Á móti verður að segja að það hef- ur verið þokkaleg aukning í göngum og spuming hvort árnar ná góðum endaspretti. Prátt fyrir ákjósanleg skilyrði hefur veiðin síðustu daga ekki verið til að hrópa húrra fyrir, aðeins þrír á fimmtudag og aðrir þrír á miðvikudag. Fyrir hádegi hinn 26. júlí var borgarstjóradagur í ánum. Þá veiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sinn fyrsta flugulax, 5 punda hrygnu, á Hrauninu á tommulanga svarta Frances túbu. Sex laxar komu á land og var Erna Finnsdóttir, ekkja Geirs Hallgrímssonar, afladrottning með tvo flugulaxa, báða af Hrauninu. Sogið þokkalegt Um 100 laxar eru komnir úr Sog- inu sem er þokkaleg staða þegar góð- ur tími í ánni er eftir, ágúst og sept> ember. Ásgarður var bestur í viku- lokin með 36 laxa, Aiviðra var með 33 laxa, Bíldsfell með 15 laxa og Syðri- Brú með 3 laxa. Á þriðja hundrað bleikjur hafa einnig veiðst á um- ræddum svæðum og annað eins á sil- ungasvæðinu í Ásgarði. Þá hafa verið að koma skot af og til í Þrastarlundi. Smálaxinn óvenjustór og feitur PRÝÐISGÓÐAR veiðitölur berast víða að þessa daganna, aðallega af Vesturlandinu. Straumfjarðará og Álftá hafa t.d. gefið um 100 laxa hvor á sem er góð frammistaða miðað við það sem gengur í þeim verstöðvum. Aftur á móti vantar mikinn lax í El- liðaárnar þó svo að aðeins hafi lifnað yfir göngum að undanfórnu. Enn að ganga í Álftá „Við fengum 13 laxa og slatta af sjóbirtingi á tveimur dögum. Þá voru komnir um 100 laxar úr Álftá,“ sagði Dagur Garðarsson, einn leigutaka árinnar, í gærdag. Hann sagði mik- inn lax í Hólknum og Lambafossi og eitthvert líf væri í nánast öllum veiðistöðum. „Svo er lax enn að ganga, flestir okkar fiska voru lúsug- ir og þetta eru ótrúlega stórir og feitir smálaxar, flestir 6-8 pund,“ bætti Dagur við. Kraftur er einnig að færast í sjóbirtingsgöngur og eru 60 fiskar komnir í veiðibók, flestir um 2 pund, en þeir stærstu 4 pund. Góð tala í Straumfjarðará 110 fiskar eru komnir í veiðibók Straumfjarðarár og eru 100 þeirra laxar að sögn Vals Amarsonar veiði- eftirlitsmanns við ána. 10 bleikjur fylla töluna. „Menn eru mjög ánægðir með þessa veiði og að und- anfórnu hafa verið að veiðast að jafnaði 7-8 laxar á dag. Þetta er þriggja stanga á, en sum hollin taka það óskaplega rólega og stundum er bai-a einn úti í á að veiða í einu. Stærstu laxarnir eru 13 pund, en yf- irleitt eru þetta rígvænir smálaxar, mest 6-7 punda. Slangur hefur einnig veiðst af 9-10 punda löxum,“ bætti Valur við. Islenskir forverðir halda námskeið Mikil þörf á forvörslu Kristín Huld Sigurðardóttir FÉLAG norrænna forvarða - fslands- deild er fagfélag sérfræðinga sem stunda rannsóknir og annast við- gerðir og viðhald á hvers konar menningarminjum. Félagið var stofnað 1983 og eru fullgildir félagar nú sextán. Formaður fé- lagsins er Kristín Huld Sigurðardóttir. Hún var spurð hvert væri helsta markmið félagsins. - Markmið félagsins er að stuðla að auknum tengslum íslenskra for- varða innbyrðis og við aðra sérfræðinga á þessu sviði erlendis. Hvað er forvarsla? - Orðið forvarsla er mörgum illskiljanlegt. Það er nýyrði, myndað fyrir um það bil 25 árum og var ætlað að ná yfir varð- veislu allra menningarminja, innan húss sem utan. Þetta er mjög víðtæk merking. Starfsviði forvarða má skipta í þrjá megin- þætti: 1. Fyrirbyggjandi for- vörslu (safnfræði). 2. Rannsóknir á ástandi muna. 3. Viðgerðir eða forvörslu. Gætir þú skýrt nánar þessa þrjá þætti? - Fyrirbyggjandi forvarsla lýtui' að húsnæði því sem safn- gripur er í, bæði sýningarhús- næði og geymslum. Þær felast meðal annars í því að hita- og rakaprósentu í lofti, svo og ljós- magni, sé þannig hagað að sem minnst hætta sé á að gripir skað- ist. Þessir umhverfisþættir hafa mikil áhrif á ástand gripa, t.d. getur of mikil lýsing valdið upp- litun muna, rangt og breytilegt rakastig getur valdið sprungu- myndunum í munum úr lífræn- um efnum, auk þess sem máln- ing getur flagnað af gripum. Annað atriði er rannsókn á safn- gripum. Það felur í sér ýmiss konar efna- og smásjárrann- sóknir. Slík rannsókn getur verið þáttur í að ákveða hvaða með- höndlun gripurinn fær. Viðgerð eða forvarsla gripa getur falist bæði í alls konar hreinsun og styrkingu gripa og einnig í end- urgerð muna. Er mikið verksvið fyrir íslenska forverði? - Já, það er sannarlega mikil þörf fyrir forverði hér á landi. Hins vegar er fjármagn tak- markað til þessa málaflokks. Benda má til dæmis á að í Þjóð- arbókhlöðu er mikil þörf fyrii' forvörð, þar stendur ónotað nýtt og fullkomið forvörsluverkstæði en ekki er fyrir hendi fjárveiting íyrir launum starfsmanns þar. Er forvarsla gömul starfsgrein? - Fyrstu heimildir um for- vörslu eru viðgerðir á pappír á fimmtu öld f.K. í Kína. En sem vísindagrein byrjaði forvarsla að þróast á 19. öldinni. Þá var þetta í raun starf tveggja stétta, annars vegar vísinda- manna, svo sem efna- og eðlisfræðinga, sem þróuðu forvörsluaðferðir, og hins vegar handverksmanna og lista- manna sem unnu að viðgerðun- um. Forverðir lærðu áður hand- verkið inni á söfnum eða hjá starfandi forvörðum, en núna er þetta yfirleitt menntun á há- skólastigi þar sem steypt er saman þekkingu visindamanns- ins og handverksmannsins. Við forverðir erum mjög sérhæfð stétt þannig að t.d. textflforvörð- ►Kristín Huld Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1973 og tók BA-próf í sagnfræði og bókmenntasögu árið 1977. BAhons.-próf í fomleifafræði tók Kristín frá Lundúnarháskóla 1979, próf í forvörslu fomgripa tók hún 1 listaháskólanum 1 Kaupmannahöfn árið 1984 og Cand.mag.-próf í sagnfræði frá Háskóla Islands árið 1990. Nú er Kristín að ljúka doktorsprófi í efnisfræði jáms við Lundúnahá- skóla. Hún er formaður Félags norrænna forvarða - Islands- deildar, hefur stundað fornleifa- rannsóknir og vann lengi við Þjóðminjasafn íslands. ur getur ekki tekið að sér að gera við ljósmyndir, hann hefur ekki þekkingu til þess, og hins vegar getur ljósmyndaforvörður ekki gert við málmgripi eða leir- ker, svo dæmi séu tekin. Hvenær kom fyrsti forvörðurinn til starfa á íslandi? - Vigdís Bjömsdóttir var íyrsti íslenski forvörðurinn, hún hóf störf á Þjóðskjalasafninu ár- ið 1963, hún var og er pappírs- forvörður, Þjóðskjalasafn réð síðan fleiri pappírsforverði til starfa. Næsta safn sem réð for- vörð til starfa var Þjóðminja- safnið, þangað kom textflfor- vörður í hlutastarf árið 1973, forngripaforvörður kom þar til starfa tíu árum seinna, einnig hefur forvörður verið að störfum á Listasafni Islands í tæp tíu ár. Af þessu má sjá að forvarsla er ekld gömul starfsgrein á íslandi og heldur ekki fjölmenn enn sem komið er. Starfa forverðir yfír- leitt á söfnum? - Bæði og - það eru forverðir á flestum söfnum erlendis og á ríkissöfnunum hér í Reykjavík, en það starfa engir forverðir á t.d. byggðasöfnum úti á landi. Er þörf fyrir forverði á byggða- söfnum? - Já, það er mikil þörf fyrir að gripir á byggðasöfnum séu forvarðir, sem merkir að þörf er á að grip- imir fái rétta meðhöndlun svo þeir skaðist ekki t.d. vegna áhrif ljóss og raka. Starfsfólki byggðasafna er þessi vandi vel ljós og það hefur oft óskað eftir að fá leiðsögn í forvörslu. Þess vegna ætlar Félag norrænna forvarða - íslandsdeild að halda námskeið fyrir safnamenn, þar á meðal byggðasafnamenn, í fyrir- byggjandi forvörslu núna í lok október. Forverðir eru mjög sér- hæfð stétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.