Morgunblaðið - 02.08.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 19
ÚRVERINU
ERLENT
Aflabrögð ennþá treg í Smugunni í Barentshafi
Þrettán íslensk skip að
veiðum eða á leiðinni
„ÞAÐ er ósköp lítið um að vera í
Smugunni enn sem komið er og
aflabrögðin frekar dauf,“ sagði
Eggert Jónsson, útgerðarstjóri
Básafells hf. á ísafirði, í samtali við
Verið, en frystitogarinn Orri ÍS, sem
er í eigu Básafells, var fyrst ís-
lenskra skipa í Smuguna í ár og
hóf veiðar þar 21. júlí sl.
Auk Orra, eru fimm önnur skip
að veiðum nú í Smugunni, Stakfell
ÞH, Hrafn Sveinbjarnarson GK,
Sigurbjörg ÓF, Hólmadrangur ST
og Eyborg EA. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Tilkynningaskyldunni eru
sjö íslensk skip til viðbótar á ieið
þangað, Mánaberg ÓF, Höfrungur
III AK, Snorri Sturluson RE, Snæ-
fugl SU, Þerney RE, Freri RE og
Gnúpur GK, sem tilkynnti sig síðast-
ur af stað frá Grindavík í fyrrinótt.
Eggert sagðist ekki hafa hug-
mynd um hvað Orri væri búinn að
fá af fiski, en sér vitandi væru afla-
brögðin enn mjög treg. „Það er
ekkert annað að gera en að bíða
þolinmóðir áfram. Þetta er löng leið
sem búið er að fara og hefur hann
aldrei gefið sig á fyrsta degi. Það
hefur oftast þurft að bíða eftir hrot-
unni. Við ætlum að minnsta kosti
að gefa þessu „sjens“ eitthvað fram
í ágúst. Menn eru ekkert orðnir
óþolinmóðir ennþá.“
Ekkert fjör ennþá
„Okkur líst bara mátulega vel á
Smuguna. Það er einhver vottur
þarna þó það sé ekkert fjör í þessu
ennþá, en það eru auðvitað allir
langt komnir með kvótann. Ef við
færum í túr núna innan landhelgi
og lönduðum ekki fyrr en eftir 1.
september, þá værum við aðeins að
pissa í skóna okkar og taka af
næsta árs kvóta. Það er ekki góður
kostur. Við höfum stílað okkar afla-
brögð upp á það að vera í Smug-
unni í 40 daga. í fyrra var reyndar
mjög döpur útkoma. Þeir hafa eitt-
hvað orðið varir nú, en það er ekk-
ert alvöru fískerí þarna ennþá,“ seg-
ir Freysteinn Bjamason, útgerð-
arstjóri Síidarvinnslunnar hf., en
meiningin er að Barði NK haldi áleið-
is í Smuguna seinnipartinn á sunnu-
dag. Að hans sögn eru aðeins nokk-
ur portúgölsk skip að veiðum í Smug-
unni nú fyrir utan þá íslensku tog-
ara, sem eru að tínast á svæðið.
LS krefst rannsóknar á veiðum „Smugutogara“
Sakaðir um ólöglegar
veiðar innan landhelgi
Reuter
Bogart á frímerki
LANDSSAMBAND smábátaeigenda
hefur farið þess á leit við Fiskistofu
að rannsakað verði hvort togarar,
sem eru á leið í Smuguna, veiða
innan landhelginnar en smábátasjó-
menn segjast hafa séð til þeirra að
veiðum í Nesdýpi fyrr í vikunni.
Smábátasjómenn gefa togurunum
að sök að veiða innan landhelginnar
á leið sinni í Smuguna en gefa afl-
ann upp sem Smuguafla og drýgja
þannig kvótann. Skipum sem hafa
tilkynnt sig til Smuguveiða er óheim-
ilt að veiða innan landhelginnar á
leið sinni þangað. Fiskistofa getur
þó heimilað skipum sem hafa veitt
á leið sinni í Smuguna að koma inn
til hafnar hér á landi í miliitíðinni,
þar sem starfsmenn Fiskistofu geta
rannsakað farminn. Frá því að
Smuguveiðar hófust hafa komið upp
nokkur slík tilvik.
Svipaður orðrómur í fyrra
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
LS, segir að smábátasjómenn hafí
staðfest að sést hafi til togara að
veiðum í Nesdýpi, rétt við 12 mílurn-
ar, togara sem hafi tilkynnt sig á
leið í Smuguna. Væntanlega muni
þeir í framhaldinu gefa skýrslu um
málið. Hann segir að svipaður orð-
rómur hafi einnig verið á kreiki í
fyrrasumar, en ekki farið hátt.
„Núna höfum við því aðeins liannað
málið og höfðum því samband við
Fiskistofu og ég treysti því að þar
vinni menn sitt verk af kostgæfni,"
segir Örn.
Gefa þarf formlegar skýrslur
Þ,órður Ásgeirsson Fiskistofustjóri
segir að eðlilegt framhald málsins
sé að þeir smábátasjómenn sem um
ræðir gefi formlega skýrslu um
málið, þá væntanlega hjá viðkom-
andi lögregluyfirvöldum. „Þeir sem
bentu á þessi ákveðnu skip hljóta
að þurfa að standa við orð sín því
þarna er verið að bera menn sökum.
Ef þeir hafa ekki frumkvæði að því
að gefa formlega skýrslu, þá munum
við reyna að hlutast til um það. Við
viljum að hið sanna komi í ljós,“
segir Þórður.
Þórður segir að svipaðar ásakanir
hafi heyrst í fyrrasumar en þær
hafí verið á það veikum grunni að
ekki hafi þótt ástæða til að fylgja
þeim eftir.
Klárt brot á lögum
Sveinn Hjörtur Hjartarson hjá
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna segir að ekki hafí enn verið
greint frá hvað skip eigi þarna í
hlut. Hann segir að meginmáli skipti
að lög um stjórnun fiskveiða séu
virt og menn eigi því ekki að veiða
umfram veiðiheimildir. „Ef tilfellið
er að einhver hefur veitt þarna á
leið í Smuguna er það klárt brot á
lögunum og við því verður að bregð-
ast með viðeigandi hætti. Ef menn
hafa orðið vitni að þessum veiðum,
verða þeir hinir sömu að gefa lög-
regluskýrslu um málið. Þeim ber
skylda til þess því það er ótækt að
allir sem fara í Smuguna sitji undir
þessum ásökunum. Ef það er hins
vegar ekki gert kemur málið þannig
fyrir sjónir að verið sé að koma höggi
á ákveðinn hóp manna og menn séu
með dylgjur sem eiga ekki við rök
að styðjast en útgerðir gætu hlotið
skaða af,“ segir Sveinn.
Tilkynning barst of seint
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæsiunnar, segir að
Landhelgisgæslunni hafí verið gert
viðvart uin sólarhring eftir að um-
rætt atvik hafi átt að eiga sér stað
og gerðar hafí verið ráðstafanir til
að kanna málið. Vegna þess hve
seint tilkynning um meint atvik
barst, hafí þær kannanir ekki leitt
neitt í ljós sem vakið geti grunsemd-
ir. Kannanir gæslunnar bendi reynd-
ar frekar til þess að ásakanirnar
eigi ekki við rök að styðjast.
Norsk-íslensk demantssíld
veidd norður af Langanesi
Hefur ekki sést á þeim slóðum í hartnær 30 ár
RANNSÓKN á síld sem nótaskipið
Þorsteinn EA fékk langt innan ís-
lensku landhelginnar fyrir skömmu
hefur leitt í ljós að um er að ræða
norsk-íslenska vorgotssíld. Hún hef-
ur ekki sést á þessum slóðum í hart-
nær 30 ár að sögn Jakobs Jakobs-
sonar, forstjóra Hafrannsóknastofn-
unar, og eykur því vonir manna um
að síldin sé nú að taka upp göngu-
leið fyrri ára.
Síldin fékkst um 80 sjómílum
norður úr Langanesi og segir Jakob
síldina vel stóra og feita og greini-
lega norsk-íslenska. Fremur lítið
sást af síld á þessum slóðum en
Jakob segir að vonandi sé þetta vís-
ir af einhveiju meira.
Úttroðin af átu
„Síldin er dæmigerð demantssíld,
eins og hún var nefnd hér áður fyrr.
Þetta er í fyrsta skipti í 30 ár sem
síld af þessum stofni kemur vestur
fyrir Austur-íslandsstrauminn eða
köldu tunguna, eins og hann er kall-
aður. Hún snýr vanalega við við
austuijaðar þessa straums. Sildin
var úttroðin af átu og spikfeit og
skilyrði að því leytinu til nokkuð góð.
Við höfum ekki nákvæmar upp-
lýsingar um sjávarhita á þessum
slóðum en þegar síldin gekk inn á
alla firði fyrir Norður- og Austur-
landi, fyrir um 40 árum, var sjórinn
hlýrri og allar aðstæður mildari.
Straumurinn var þá ekki eins öflug-
ur og hann hefur verið síðustu ár.
Sjórinn var nokkuð kaldur í vor en
ef yfirborðslög ná að hlýna þá breyt-
ir það miklu. Ég er ekki að segja
að nýtt síldarævintýri sé í uppsigl-
ingu, en mjór er mikils vísir,“ segir
Jakob.
Rannsóknaskipið Ámi Friðriksson
fer á þriðjudag í seiðarannsóknir og
segir Jakob að tekinn verði tími í að
skoða svæðið norður af Langanesi.
NÝTT frímerki með mynd af
bandaríska leikaranum Hump-
hrey Bogart var kynnt í Holly-
wood í fyrrakvöld. Bogart varð
þar með þriðja bandaríska kvik-
myndastjarnan sem heiðruð er
með frímerki, en áður höfðu
verið gefin út frímerki til minn-
ingar um Marilyn Monroe og
James Dean. Ekkja Bogarts,
leikkonan Lauren Bacall, var
viðstödd kynningarathöfnina og
sést hér með börnum þeirra,
Stephen og Leslie.
Neysla á fiskfitu
Gæti dregið úr
hættu á brjósta-
krabbameini
Los Angeles. London. Reuter
NÝJAR rannsóknir benda til
þess að konur gætu dregið úr
hættunni á að fá bijóstakrabba-
mein með því að neyta fiskfítu,
grænmetis og sojaafurða.
Dr. John Glaspy, vísindamað-
ur við krabbameinsrannsóknar-
stöð Kalifomíuháskóla, rann-
sakaði 25 konur með bijósta-
krabbamein. Þær tóku upp nýtt
mataræði sem byggt var á físk-
fitu, sojaafurðum og grænmeti,
þar á meðal grænum salatblöð-
um, spergilkáli, rósakáli, blóm-
káli og gulrótum. Niðurstöðurn-
ar gáfu til kynna að hlutfall
omega-3 fitusýra í blóðvökva
fjórfaldaðist gagnvart omega-6
fitusýrum, og hlutfallið hækk-
aði um 1,4 í bijóstvef, eftir að
konurnar höfðu verið á slíku
mataræði í þijá mánuði.
Lág tíðni þar sem konur
borða mikinn fisk
og grænmeti
Rannsóknir hafa bent til þess
að omega-3 fitusýrur dragi úr
hættu á bijóstakrabbameini, en
talið er að omega-6 fitusýrur
geti aukið hættuna. Omega-3
fítusýrur eru ekki til staðar í
öllum fisktegundum, en lax
inniheldur til dæmis mikið
magn þeirra.
Tíðni bijóstakrabbameins er
tiltölulega lág í Japan, þar sem
konur borða yfirleitt mikinn
fisk, sojaafurðir og grænmeti.
En tíðni bijóstakrabba hjá jap-
önskum konum sem flytja til
Bandaríkjanna og neyta hefð-
bundinnar bandarískrar fæðu
er hins vegar sú sama og hjá
bandarískum konum, og nú er
ef til vill ljóst af hverju þetta
stafar.
„Hægt er að breyta hlutfalli
fítusýra í bijóstum bandarískra
kvenna þannig að það verði
svipað og í ýmsum löndum Evr-
ópu og Asíu, ... þar sem tíðni
bijóstakrabbameins er lægri en
hér,“ sagði Glaspy i yfirlýsingu
um niðurstöður rannsóknarinn-
ar. „Það er of snemmt að spá
fyrir um nokkuð, en við höfum
ákveðnar vísbendingar sem
gefa ástæðu til bjartsýni."
Barneignir
hamla ekki bata
Vísindamenn við dönsku far-
aldsfræðistofnunina í Kaup-
mannahöfn tilkynntu í gær að
niðurstöður rannsókna þeirra
bentu til að bameignir hefðu
ekki neikvæð áhrif á batahorfur
kvenna, sem fengið hefðu
bijóstakrabbamein.