Morgunblaðið - 02.08.1997, Side 22

Morgunblaðið - 02.08.1997, Side 22
22 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 ERLEIUT MORGUNBLAÐIÐ pMrUMiyRINN H C>RPIP AP FAÐU ÞER MIÐA FYRIR K L. 20.20 Flóðin í austurhluta Þýzkalands Hættan ekki Hohenwutzen. Reuter. liðin hjá VATN seytlaði í gær á ýmsum stöð- um úr flóðvarnargörðum meðfram ánni Oder á austuriandamærum Þýzkalands. Vatnsborð árinnar hef- ur enn ekki tekið að lækka sem þýðir, að sögn embættismanna, að hætta er enn mikil á því að garðarn- ir bresti. Um fimmtán þúsund manns hafa á síðustu dögum verið flutt á brott úr húsum sínum í héraðinu næst varnargörðunum og þúsundum til viðbótar hefur verið gert að vera undir það búin að flýja hús sín með örskömmum fyrirvara. Bráðasta hættan vofir yfir bæn- um Hohenwutzen þar sem hermenn og sjálfboðaliðar hafa lagt nótt við dag í meira en viku við að styrkja varnargarðinn sem var við það að láta undan þrýstingi og ágangi flóð- vatnsins. „Líkurnar á að garðarnir bresti eru meiri en að okkur takist að halda þeim,“ sagði talsmaður neyðarnefndar heimamanna í Bad Freienwalde, skammt frá Hohenw- utzen. Skammt þar frá, við Reitwein, lengra norður með fljót- inu, byijaði vatn að seytla í gegnum garðinn á nokkrum nýjum stöðum í gær. Þegar varnargarðarnir brustu síðast, árið 1947, og settu stóran hluta hins frjósama iandbúnaðar- héraðs á kaf, gerðist það einmitt við Reitwein. Samkvæmt bráðabirgðamati op- inberra aðila í Tékklandi, Póllandi og Þýzkalandi á tjóninu, sem flóðin hafa í för með sér, má gera ráð fyrir að kostnaðurinn vegna þeirra geti numið samtals um 325 milljörð- um íslenzkra króna. Richter látinn Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI píanó- ieikarinn Svjatoslav Richter lést skammt frá Moskvu í gær af hjartaáfalli. Hann var 82 ára að aldri. Rúss- neska fréttastofan Interfax skýrði frá þessu í gær. Richter var einn af meisturum klassísks píanóleiks á þessari öld. Hann fæddist í Úkraínu 1915 og var orðinn þekktur fyrir leik sinn í Odessa þegar um 1930. Síðar Svjatoslav Richter flutti hann til Moskvu og naut mikillar hylli bæði í heimalandi sínu og á alþjóðlegum vett- vangi. Richter var ekki síst kunnur fyrir túlk- un sína á verkum Jo- hanns Sebastians Bachs en auk þeirra lék hann ýmis klass- ísk verk evrópskra tónskálda og verk rússneskra samtíma- manna, Sergejs Pro- kofíevs og Dmítrís Shostakovítsj. Casanova drakk kakó London. The Daily Telegraph. ÍTALSKI ævintýramaðurinn og einn þekktasti ástmaður sögunn- ar, Casanova, gat haldið sér við efnið með því að drekka heitt kakó áður en hann fór í háttinn, að því er vísindamenn segja. Rannsakendur við Bristolhá- skóla efnagreindu innihald súkk- ulaðis og komust að því að auk koffíns inniheidur það efni sem veldur kæti. Dr. Susan Pringle, lektor í eðlisfræði, kennir „kakó- fræði“ á einu námskeiða sinna ef það mætti verða til þess að auka vinsældir vísinda. Hún hóf rann- sóknir sínar eftir að hafa Iesið að Casanova hafði sagt kakó vera ástalyf. Kakó var fyrst drukkið af hermönnum til þess að þeir gætu haldið sér vakandi. Það hef- ur komið sér vel fyrir Casanova. Auk þess er í kakói fenýletýlam- ín, sem eykur sælukennd. Það efni finnst í líkama manns en þegar kakós er neytt eykst magn- ið. Verði hins vegar of mikið af því getur það hindrað blóðstreymi til heilans og valdið höfuðverk. Casanova sagði frá því að hann tæki kakó fram yfir kampavín. Talsmaður súkkulaðiframleið- andans Cadbury’s segir að kakóið sem Casanova drakk hafi liklega verið sætt með múskati og kanil og dálitið öðru vísi á bragðið en kakómjólkin sem nú er vinsæl. Efnisinnihald hafi þó verið hið sama. „Reðurræningj- ar“ líflátnir Dakar. Reuter. ÆSTUR múgur í Senegal hefur brennt og barið nokkra meinta seiðkarla til bana vegna gruns um þeir geti látið getnaðarlim manna hverfa eða minnka með því einu að taka í hönd þeirra. „Við höfum glatað allri heil- brigðri skynsemi," sagði í fyrir- sögn á forsíðu dagblaðsins Le Matin undir mynd af meintum „reðurræningja" sem æstur múg- ur svipti lífi í höfuðborginni, Dak- ar. Annað dagblað, Le Soleil, skýrði frá því að fimm menn frá Níger hefðu verið líflátnir í Casa- mance-héraði í suðurhluta lands- ins fyrir sömu sakir. Tugir manna, aðallega afrískra útlendinga, hafa orðið fómarlömb slíkrar múgæsingar í Ghana, Fíla- beinsströndinni og Senegal síð- ustu misseri. Lögreglan í Vestur- Afríkuríkjunum hefur reynt að fullvissa almenning um að ekkert sé hæft í sögusögnum um að flannar manna hafi gufað upp. Oft hafi þjófar komið þessum sög- um á kreik þar sem þeir hagnist á ólgunni, sem þær valdi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.