Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 25 NEYTENDUR Bláber, rifsber, rabarbari, gulrætur Ur berjamó eða grænmetisgarðinum Það styttist í að hægt sé að fara í berjamó og Sigríður Sigmundsdóttir, sem rekur Fosshótel á Hallormsstað, er þegar farin að blaða í uppskriftunum sínum. HÚN segir að móðir sín Ingveldur Pálsdóttir fyrrv. skólastjóri hús- stjómarskólans á Hallormsstað hafi haldið til svo dögum skipti úti í náttúrunni þegar beijatíminn rann upp og hún sé þvi alin upp við að tína ber á haustin. Þeir sem stunda grænmetisrækt eru þegar farnir að sjá afrakstur- inn og ýmsir nýta sér hagstæð til- boð á íslensku grænmeti og súrsa og sjóða það niður. Sigríður leyfði okkur að fletta í uppskriftabókun- um. Blóberjaís Fersk íslensk bláber eru lostæti í þessa uppskrift. ______________2egg_______________ 4 msk. sykur 1 tsk. sítrónusafi 1 'Adl marin íslensk bláber 2'/2 dl þeyttur rjómi Þeytið vel saman sykur og egg og bætið síðan sítrónusafa saman við og mörðum blábeijum. Að síðustu er þeyttum ijómanum blandað sam- an við með sleif. Frystið. Einfaldur blóberjakrapi Milli rétta er tilvalið að bjóða þennan krapa sem er mjög einfald- ur í tilbúningi. í hann fara frosin ber, en þau eru upprunalega látin í þétt ílát og fryst án sykurs. 4 dl frosin íslensk blóber I dl hvítvín 1 msk. síróp 1 tsk. sítrónusafi Maukið frosin berin í matvinnslu- vél og bætið hvítvíni, sírópi og sítr- ónusafa samanvið. Berið krapann strax fram. Sigríður bendir á að frosin ber sé mjög gott að eiga í frysti og henda út í súrmjólkina eða skyrið. „Börnum finnst þetta mjög gott, þau þiðna fljótt og eru algjört lost- æti. Ef berin eru fryst í þéttum og góðum ílátum endast þau að minnsta kosti i frysti í um hálft ár. Sultuð ber 1 'Akg blóber, rifsber, jaróarberog fleiri berjategundir ef vill 1 'Ab hrósykur 1 'Ab kirsuberjalíkjör Hreinsið berin og setjið í fallega krukku. Sigríður þvær krukkurnar vandlega og hún hefur þann háttinn á að stinga þeim í 100°C ofn í um fimm mínútur. Þetta gerir hún líka þegar hún sultar og segir að fyrir bragðið þurfi hún ekki að bæta neinum aukaefnum samanvið. Berin eru semsagt sett í krukk- una og sykurinn settur yfir. Að lok- um er kirsubeijalíkjörnum hellt yf- ir. Gæta þarf að því að vínið hylji berin og krukkunni sé lokað kyrfi- lega. „Geymið á köldum stað í 2-3 mánuði og hreyfið krukkuna af og til.“ Berið fram með ijóma, bætið slatta af þessu út í ávaxtasalat eða borðið með ís. Sigríöur hreinsar krukkurnar vel en setur þær svo í 100°C heitan ofn í um fimm mínútur til aö sleppa við rotvarnarefni. Takiö sultu í teskeiö og stingiö henni undir kalda vatnsbunu. Stífni sultan er hún tilbúin. Rabarbaramauk 550 g rabarbari 1 1/2laukur 1 bolli rúsinur 4 bollar hrósylcur 2 bollar eplaedik 1 tsk. salt 1 tsk. kanill 1 tsk. engiferduft 1/2 tsk. negull Hreinsið og skerið niður rabarbara og lauk. Setjið á pönnu með epla- ediki og hitið við lágan hita. Hrær- ið í með trésleif og bætið sykri, Morgunblaðið/Golli kryddi og rúsínum út í. Látið suðu koma upp, lækkið enn frekar hitann og sjóðið maukið í tvo tíma uns það er orðið þykkt. Setjið á hreinsaðar krukkur og geymið á svölum stað. Gulrótarsulta Ef hægt er að fá gulrætur á góðu verði eða fólk ræktar þær sjálft er tilvalið að búa til þessa gulrótarsultu 1,2 kg gulrætur 3'Ab vatn ____________3'/ab sykur_______ safi úr tveimur stórum sítrónum 1 msk. fínsöxuð engiferrót 2 msk. koníak Hreinsið og skerið gulræturnar í ræmur eða litla bita. Sjóðið í mjög litlu vatni í um 20 mínútur eða uns þær eru orðnar mjúkar. Setjið þær í mixara og maukið síðan aftur á pönnuna. Sykrið og bætið saman við safa og engiferi. Hrærið í og sjóðið við vægan hita uns sykurinn er kominn vel samanvið. Til að vita hvort sultan er orðin nógu þykk er gott ráð að taka sultu í teskeið og stinga undir kalda vatnsbunu. Ef hún stífnar er réttri þykkt náð. Bætið koníakinu við þegar sultan hefur náð að kólna aðeins. Select-hraðverslanir við Suðurfell og Vesturlandsveg Opið allan sólarhringinn SELECT-hraðverslanirnar á Shell- stöðvunum í Suðurfelli og á Vestur- landsvegi eru frá og með gærdegin- um 1. ágúst opnar allan sólarhring- inn. Samþykki borgaryfirvalda ligg- ur fyrir. Að sögn Arndísar Sigur- geirsdóttur, rekstrarstjóra bensín- stöðva, er það eitt einkenna Select stöðva í Evrópu að hafa opið allan sólarhringinn og því eðlilegt að stöðvarnar hér á landi bjóði við- skiptavinum sínum einnig upp á þessa þjónustu. „Þetta er í fyrsta sinn á íslandi sem fólk getur gengið inn í verslun og keypt í matinn eða fengið sér skyndibita hvenær sem er sólar- hringsins," segir hún. „Líklegt er að vaktavinnufólk komi til með að meta þennan sólarhrings opnunar- tíma okkar og ég hef t.d. þegar fengið góð viðbrögð leigubílstjóra. Þá er ekki ólíklegt að fólk kíki líka við hjá okkur eftir dansleiki eða bíóferðir.“ Arndís segir að fengist hafi leyfi í þijá mánuði fyrir því að reka þrjár stöðvar með þessum hætti. „Þegar stöðin okkar á Bústaðaveginum verður tilbúin komum við til með að nýta okkur leyfið. Það má líka taka fram að þó opið sé á nóttunni mun það ekki koma fram í hækk- uðu vöruverði." Áhersla lögð á öryggi starfsfólks Til að tryggja öryggi starfs- manna hefur verið komið fyrir upp- tökumyndavélum sem fylgjast með öllu svæðinu. Stöðvarnar eru vaktaðar af Securitas og á hverjum tíma er lágmark reiðufjár í sjóðsvél. Arn- dís segir að starfsmenn á nætur- vakt yfirgefi ekki afgreiðsluna og hafi ekki tækifæri til að sinna öku- tækjum fyrir utan verslunina. Brauð og sætabrauð er bakað á staðnum. AMERÍSK RÚM OG DÝNUR KIIitDOWN Gefðu "gormur á gorm" kerfinu gaum. Það þýðir að gormastellið I undirdýnunni er eins og hið vandaöa stell í yfirdýnunni. í raun sefur þú á tveimur dýnum og hryggsúlan er bein í svefninum. Þetta er ekki neitt smáatriði, því undirdýnan vinnur raunverulega 60°/o af hlutverki dýnanna. Ottstœlt án áranguré designsíkS. Frábært úrval af tré- og járnrúmum SUÐURLANDSBRAUT 22 S.: 553 6011 & 553 7100 IAFNFIRÐINGAR ÚTSALAN HEFST ÞRIÐJUDAG IG NÁGRANNAR! ^•*»FSUi:TUR— adidas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.