Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.08.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ STÖÐUGT berast Sfldarminjasafninu nýir munir; bátar, vélar og hús. í tækja- og vélasalnum er hægt að skoða ferlið sem sfldin fór í gegnum frá þvf hún kom að landi og þar til hún yfirgaf það í tunnum. sett að maður getur gengið í gegnum síldarsöguna, frá upphafi til enda. „Fyrsti básinn er forsaga," segir Or- lygur. „Síðan er þætti Norðmanna gerð skil, vegna þess að þeir voru mesta síldveiðiþjóðin og þeir kenndu okkur síldveiðar. Við lærðum hins vegar togaraútgerðina af Englend- ingum. Þeir stunduðu veiðar hér um aldamótin, áður en við fórum að veiða sjálfir. Það voru ekki Danir sem ken- ndu okkur vélmenninguna, þótt þeir væru hér fyrir. Hér var alger stöðnun undir þeirra veldi. Þetta var alveg VIKU LM sorglegt. En eftir að Englendingar komu, hófst vélmenningin hér - og ef þú skoðar Vesturfarasafnið á Hofsósi, geturðu séð að eftir að vélmenningin og þessir nútíma atvinnuhættir hófust hér, hætti fólt að flytjast í Vesturheim. Það flutti hingað til Siglufjarðar í staðinn." HÚSIÐ stendur í sinni upp- runalegu mynd á Roalds- bakka. Miðhæðin, sem er stóri sýningarsalurinn, hefur verið innréttuð með gamaldags panel, þótt hann hafi ekki verið þannig í upphafi. Þá var hér geymsla fyrir veiðarfæri og kryddvörur til söltunar. „Það sagði okkur til dæmis gamall maður frá stórum bing af lárviðarlaufum sem lá alltaf hér úti í horni,“ segir Ör- lygur. „Húsið var mjög illa farið þeg- ar við tókum við því. Við þurftum að byrja á þvi að skipta um klæðningar utan á því og setja nýtt gólf hér inni. En við reyndum að láta það halda upprunalegu útliti.“ „Það eru mjög mörg hús hér í bænum sem eiga sér sögu,“ segja þeir Örlyg- ur og Hafþór. „Hérna rétt utar í bæn- um er grænt hús frá Óla Tynes. Það var útgerðarmaður sem settist hér að og bjó hér lengi. Þau eru í einkaeign og við getum ekkert gert við þau. En okkur langar til þess því þau má nýta til margra hluta.“ Gestum Síldarminjasafnsins fjölg- ar jafnt og þétt. Sumarið 1986 komu 8.000 gestir í safnið og það ár varð það 3. eða 4. í röðinni í söfnum lands- ins, hvað gestafjölda áhrærir. „Þetta hefur verið stígandi i gegnum árin,“ segir Hafþór, „og maður verður óneitanlega var við að það þykir mjög sérstakt hvernig að þessu hefur verið staðið." En er uppbyggingunni stjórnað hér á staðnum? „Já. Við stofnuðum áhugamannafé- lag og höfum haft alla uppbyggingu og rekstur safnsins í okkar höndum." „Hverjir eru í áhugamannafélag- inu? „Við, þetta venjulega fólk í bænum. Við vorum auðvitað eins og nátttröll til að byrja með - og vorum nánast litnir hornauga. Við vorum álitnir LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 29 sérvitringar með fúaspýtur og ryðgað drasl. En það hefur breyst. Margir sem vinna við önnur opinber söfn, undrast kraftinn sem hefur verið í þessu. Við höfum byggt safnið upp á tiltölulega stuttum tíma. En við höf- um líka unnið feykilegt starf í sjálf- boðavinnu og notið stuðnings fjöl- margra aðila.“ Hvað hefur uppbyggingin tekið langan tíma? „Það eru átta ár frá því að við stofnuðum áhugamannafélagið en endurbyggingin hefur tekið mun skemmri tima. Við fluttum inn á neðstu hæðina um leið og við gátum og opnuðum safnið upphaflega þar. I dag er þar sýning sem segir til um veiðar og vinnslu; hvernig síldin var verkuð, þar til kom að útflutningi. Þannig tengist hún sýningunni hér á efri hæðinni." FYRIR utan safnið standa mjög fallegir trébátar og ég spyr þá Örlyg og Hafþór hvort þetta séu bátar úr sögu síldveiða á Siglu- firði. „Nei, þetta eru bátar sem við ákváðum að bjarga, þegar trébátar voru úreltir. Stæni báturinn er sýnd- ur sem reknetabátur. Svona bátar voru notaðir til reknetaveiða á síld.“ Hvert verður svo framhaldið hjá ykkur? „Við ætlum okkur að koma upp tveimur til þremur húsum til viðbótar hér fyrir árið 2003,“ segir Hafþór. „Við erum rólegir menn, en það lítur út fyrir að áætlanir okkar muni standast. Menntamálaráðuneytið hef- ur lofað að styrkja okkur í uppbygg- ingunni og vonandi verður gengið frá samningi wum það á næstunni. Þá er- um við búnir að byggja upp þriðjung af þvi sem við ætlum okkur. Það hef- ur líka sýnt sig að þegar menn eru byrjaðir, er auðveldara að afla fjár- magns til að halda áfram. Við höfum verið að reyna að gera þetta á þann hátt að setja okkur ekki í stórskuldir. Safnið skuldar mjög lítið í því sem er búið að gera, enda hefur áhuga- mannafélag ekki efni á að skulda mik- ið. Við höfum hug á að koma hingað hluta af Hafliðaplaninu, gömlum brakka sem stendur hér enn. Við eig- um hann að vísu ekki ennþá en höfum vilyrði fyrir því að eignast hann.“ Hvenær? „Hann er inni í áætluninni eftir 2003. Síðan ætlum við að endurreisa bræðsluskemmuna. Við eigum upp- haflegu stoðirnar og þær eru allar merktar, þannig að það er tiltölulega einfalt að koma henni upp. Þar ætlum við að hafa vélasafn. Við eigum mikið af vélum, auk þess sem það er mikið til af þeim á Hjalteyri. Hjalteyringar vilja allt fyrir okkur gera og við fáum eitthvað af vélum frá þeim. Síðan stendur nánast óskert síldarverk- smiðja á Ingólfsfirði á Ströndum. Við erum þegar búnir að fara þangað að sækja sex tonn af járnarusli og eigum örugglega eftir að eiga meiri góð við- skipti við þá Ingólfsfjarðarmenn. Svo eru það burðargrindumar í báta- geymsluna sem við ætlum að koma upp. Þær eru í gamla mjölhúsinu. S.R. mjöl á það hús núna, en það stendur til að rífa það. Við vonumst til þess að fá burðargrindurnar úr því. Okkur er meinilla við að fara að nota stálgrindur og annað nýtískulegt efni, sérstaklega þegar við vitum að annað er til. Þetta er í sjálfu sér óendanlegt starf og sem betur fer er fólk að átta sig á því að fortíðin er einhvers virði. Við höfum verið undarlega sofandi fyrir því. Hér hafa verið fjölmargar síldarverksmiðjur á öldinni, en við er- um að skrapa þetta saman út um allt. Það sem hefur verið sérstakt við upp- byggingu safnsins, er sá velvilji sem við höfm alls staðar mætt. Ef við sjá- um eitthvað sem okkur langar í, höf- um við nær undantekningarlaust fengið það.“ EFTIR að ég kveð þá Örlyg og Hafþór, skoða ég safnið einu sinni enn. Fer upp á efstu hæðina, sem hefur verið innréttuð eins og brakki. Þar er eldhús með gömlum munum. Þar eru pottar og pönnur og diskar og bollar, herbergi með kojum, þar sem kápur, kjólar og skór og nælonsokkar og aðrir per- sónulegir munir hanga á veggjum. Allar sögurnar sem ég hef alist upp við verða áþreifanlegar, öðlast líf. semja tónlist með hljómsveit og ná beint til áheyrenda, en mér þykir líka mjög gaman að segja sögu á sviði með öðrum leikurum; mér finnst afskaplega skemmti- legt að þykjast vera einhver ann- ar, sem er yfirleitt í óvenjulegum kringumstæðum." Anne segist helst vilja einbeita sér að sólóferlinum um sinn, hana langi til að kynna plötuna sem best og ekki síður að hefjast handa við næstu plötu. „Ef frá- bæra sýningu með frábært hlut- verk ræki á fjörur mínar myndi ég vitanlega taka mér umhugsun- arfrest, en sem stendur legg ég aðaláherslu á tónleikahald, plöt- una nýútkomnu og upptökur á næstu plötu. Samhentur hápur Anne segir að Broadway-lista- menn séu ekki fjölmennir og hóp- urinn haldi yfirleitt vel saman. „Við höldum reglulega skemmt- anir þar sem allir leggjast á eitt um að safna fé til góðgerðarmála og fátt fmnst mér skemmtilegra en taka þátt í þeim skemmtunum, ekki síst vegna þess að áheyrend- ur eru hvergi eins fjörugir og kát- ir.“ Þó Anne Runsólfsson hafi alist upp vestur í Bandaríkjunum seg- ist hún ævinlega líta á sig sem Is- lending; „því Island er svo snar þáttur í fjölskyldu minni og ekki síður í mér“. Hún segist eiga fjölda ættingja á íslandi sem hún þekki vel til, enda hafi hún komið oft hingað til lands, meðal annars eytt heilu sumri hér ijórtán ára gömul. „Mér finnst alltaf eins og ég sé að koma heim þegar ég kem til íslands og mig langar til að koma þanngað mun oí'tar en ég á kost vegna vinnunnar,“ segir hún og bætir við að hún geti varla beðið þess að deila landinu með eiginmanni sínum. Wmí' Frá John Grisham höfundi The Firm The Client og A Time to Kill. HASKOLABIO R LOGFRÆÐINGUR EYNIR AÐ BJARGA AFA SÍNUM FRÁ GASKLEFANUM. Er það þess VIRÐI? [;l| T TjiiTj 1 | J|1 I MÉiMÍHÍ8ÍiÍÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.