Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 30
30 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997
VERSLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Kjörbúðir
í Evrópu
í hálfa öld
Bylting varð í verzlunarháttum í Evrópu
með tilkomu kjörbúðanna, en sú fyrsta var
sett á laggirnar í Stokkhólmi í maí 1947.
—— .
Oskar Jóhannsson, fv. kaupmaður, starfaði
þar sem ungur maður og minnist hér þess-
ara tímamóta í verzlunarrekstri í álfunni.
ÞAÐ ER fróðlegt
fyrir okkur sem komin
erum á efri ár að horfa
á vinnubrögðin við af-
greiðsluborð stórversl-
ana í dag, því við mun-
um vel þá tíð, þegar
hópur fólks beið fram-
an við búðarborð og
afgreiðslufólkið var á
þönum eftir einum og
einum hlut í einu og
þurfti jafnvel að moka
með ausu upp úr skúffu
og vigta í bréfpoka, 2
kg hveiti, 1 kg mola-
sykur o.s.frv. Af-
greiðslufólkið þurfti að
muna verð á öllum hlut-
um sem til voru í búðinni, því verð-
merkingar tíðkuðust ekki.
Okkur finnst það ótrúlegt, að
fyrir rúmum 50 árum þekktist ekki
í nokkurri matvörubúð í Evrópu,
að við gætum tekið sjálf vörur úr
hillum búðarinnar, sett þær í körfu
eða kerru og greitt um leið og farið
var út.
í maímánuði 1947 opnaði Kaup-
félagið í Stokkhólmi fyrstu full-
komnu kjörbúðina í Evrópu, sam-
kvæmt því nýjasta og besta sem
þá var til í Ameríku, en sá viðskipta-
máti átti upptök sín þar.
En heiðurinn af fyrstu tilraun til
kjörbúðareksturs í Evrópu átti þó
KRON (Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis). Sú verslun var opnuð á
horni Vesturgötu og Garðastrætis
í nóvember 1942. Jens Figved, for-
stjóri KRON, hafði kynnt sér rekst-
ur kjörbúða í Ameríku og séð að
þeirra var framtíðin. Þessi nýjung
var of langt á undan sinni samtíð
á íslandi, m. a. vegna fábreytilegs
vöruúrvals, svo hún gat ekki boðið
upp á annað en það sem fékkst í
öðrum búðum. Kornvörurnar komu
allar í sekkjum, svo þær þurfti að
vigta í bréfpoka, sem þoldu illa
meðhöndlun kaupendanna. Fullorð-
ið fólk var ekki vant að fara „innfyr-
ir búðarborð". Jens Figved andaðist
úti í Bandaríkjunum árið 1945 að-
eins 38 ára að aldri og var búðinni
breytt í venjulega matvöru- og kjöt-
búð það sumar.
Það var fyrir einstaka tilviljun
að ég starfaði í báðum þessum
fyrstu kjörbúðum í Evrópu. Árið
1944 vann ég í KRON á Skólavörðu-
stíg 12, sem þá var stærsta mat-
vöruverslun Reykjavíkur. Þá vann
ég í afleysingum í „Sjálfsölubúð-
inni“ á Vesturgötu 15 um mánaðar-
tíma.
Haustið 1945, eftir að búðinni
hafði verið breytt, fór ég til starfa
þar. Haustið 1946, kom samvinnu-
skólagenginn Akureyringur til
starfa í búðinni, Jón Sigurðsson,
(seinna kaupmaður í Straumnesi).
Yfirkennarinn, Guðlaugur Rósin-
krans, hafði hvatt nemendur til að
reyna að afla sér meiri þekkingar
hjá sænsku samvinnuhreyfingunni
og lofað að hafa milligöngu um það.
Óskar Jóhannsson
Jón ætlaði að biðja
Guðlaug um aðstoð við
að komast á verslunar-
stjóranámskeið hjá
þeim næsta sumar.
Sumarið áður, 1946,
þegar ég var 18 ára,
var ég sendur sem full-
trúi KRON á fyrsta al-
þjóðamót ungra sam-
vinnumanna í Eng-
landi, ásamt Guðmundi
Björnssyni frá Kópa-
skeri, síðar vélaverk-
fræðingi, en hann fór
sem fulltrúi SÍS. Mótið
stóð í 2 vikur og þátt-
takendurnir voru
18-21 árs frá 12 lönd-
um auk fulltrúa frá Bretlandseyjum.
Að fara til útlanda og það með
flugvél á þessum tímum, var það
ótrúlegt ævintýri, að ég reyni ekki
að lýsa því hér og nú, en ég varð
mjög spenntur fyrir að fara með
Jóni og Guðlaugur bað einnig um
pláss fyrir mig.
Um sumarið sagði hann að já-
kvætt svar hafi borist. Við ættum
að fara út um 10 september og
skólastjórinn muni útvega okkur
vinnu í 1 ‘A mánuð til að liðka okkur
í málinu og síðan tæki námskeiðið
1 '/2 mánuð.
Jón hafði lært sænsku í Sam-
vinnuskólanum, en ég fór í tíma-
kennslu, líklega um 10 tíma. Ég
treysti á að geta bjargað mér á
ensku, en lenti þó ekki í neinum
vandræðum með sænskuna.
Við fengum þriggja mánaða
launalaust leyfi hjá KRON. Forstjór-
inn ísleifur Högnason skrifaði upp
á ábyrgð fyrir skattstofuna um að
skattar okkur yrðu greiddir, því
kvittun frá skattinum varð að sýna,
til að fá að kaupa farseðil til útlanda.
Margir útlendingar höfðu komið
eftir stríðið og unnið mikið og
„gleymt" að borga skattinn,
áður en þeir fóru.
Einu sinni í viku flaug
American Overseas
Airlines-vél um
Keflavík, Kaup-
mannahöfn,
Stokkhólm,
ÓSKAR Jóhannsson og Jón Sigurðsson
fyrsta daginn í Stokkhólmi, það var
djúpt á fyrirsætubrosinu.
Ósló og Keflavík. Mesta vandamálið
var að fá gjaldeyrisleyfi og fram á
síðustu daga biðum við, en loks feng-
um við smáupphæð.
Þorvarður Árnason (síðar forstjóri
Dairy Queen) hélt námskeið fyrir
starfsfólk KRON. Hann hafði verið
hjá kaupfélaginu í Stokkhólmi árið
áður og bað okkur að taka bréf til
vinar síns, skrifstofustjórans, og láta
hann vita ef hann þyrfti að aðstoða
okkur.
E1 Din, skólastjóri Samvinnuskól-
ans á Var Gard, var ekki ánægður
með þessa sendingu frá herra Rós-
inkrans. Námskeiðið var löngu yfir-
fullt auk þess var ég 6 árum of
ungur. Hann hafði enga vinnu handa
okkur, né húsnæði, því 20 þúsund
manns vantaði húsnæði í borginni.
Fyrst Jón var orðinn 25 ára ætl-
aði hann að bæta honum við ef hann
gæti bjargað sér sjálfur í 1 lh mán-
uð. Bréf Þorvarðar varð þá hálmstrá-
ið sem átti eftir að bjarga okkur,
því þegar skrifstofustjórinn hafði
lesið það og við sagt frá vanda okk-
ar, sagði hann okkur að koma aftur
eftir nokkra klukkutíma og þá verði
hann yonandi búinn að finna einhver
ráð. Á meðan við biðum röltum við
um nágrennið og skoðuðum borgar-
lífið. Götuljósmyndari tók meðfylgj-
andi mynd af okkur og skyldi engan
undra þótt djúpt sé á „fyrirsætubros-
inu“.
Þegar við komum aftur, var Bach-
mann, skrifstofustjóri búinn að út-
vega okkur herbergi hjá vinum sín-
um, eldri hjónum, en dóttir þeirra
hafði flutt út daginn áður. Ég átti
að vinna á skrifstofunni hjá honum
í 1 ‘/2 mánuð og Jón í flottustu
matvörubúð í Evrópu „Snabbköb",
Odengatan 31, sem opnuð
var í maí og var sjálfsaf-
greiðslubúð.
Þar átti Jón að vera
þar ti! námskeiðið byij-
aði, og þá færi ég í búð-
ina. Bachmann, fór með
okkur til hjónanna sem
tóku okkur strax sem sín-
um eigin sonum. Daginn
eftir voru öll okkar vanda-
mál úr sögunni. Oft hugs-
uðum við hlýlega til Þor-
varðar og pössuðum að
standa okkur vel, þó ekki
væri nema hans vegna.
Ég vann í félagsmála-
deildinni, en félagsmenn
kaupfélagsins, Konsum,
voru rúmlega 103 þús-
und. Konsum starfrækti
730 matvörubúðir, 30
veitingahús, 11 verk-
smiðjur auk ýmissa ann-
arra umsvifa. Við Jón
fengum 300 kr. laun á
mánuði, sem þótti ágætt,
en mikið þurfti að spara.
Ódýrasta máltíð á veit-
ingahúsi kostaði rúml. 2
krónur. í mötuneyti
Konsum kostaði maturinn
70 aura. Ég fór með spor-
vagni þangað, borðaði
eins mikið og hratt og ég
gat og þá tókst mér að nota sama
miðann til baka. Kvöldmat sleppti
ég alveg.
Við hliðina á skrifstofubygging-
unni var bakarí kaupfélagsins. Einn
daginn var mér boðið að fara með
hópi að skoða það. í því unnu um
500 manns. Þar var bakað úr 300
tonnum af hveiti á dag, og m.a.
1.500 lítrum af sýrópi. Daglega voru
þar bökuð 30 þúsund franskbrauð
auk margvíslegra annarra brauða
og kökutegunda. Smákökuvélin
framleiddi eins mikið á klukkutíma
og 70 manns á heilum degi.
Þegar Jón fór á námskeiðið, fór
ég í „Snabbköb". Ég fékk því kaup
allan tímann. Það var eins og að
koma í nýjan heim, að starfa í þess-
ari verslun. Vöruúrvalið var svo mik-
ið. Sem dæmi má nefna að 22 teg-
undir af ostum fengust þar, en heima
3-4. Verslunin fékk sérstaka þjón-
ustu frá kjötiðnaðarstöðinni, mikið
úrval og nýjungar, en við verðmerkt-
um þær allar og settum í kæliborð-
in. Álltaf var verið að slá ný sölu-
met og mikil ánægja ríkti með versl-
unina. Fljótlega þurfti að bæta við
afgreiðsluborðum, en þrír voru á
hverjum kassa, því margar matvörur
voru skammtaðar þ.á m. kjöt, og það
var meira verk að reikna saman
miðana en peningana. Þriðji starfs-
maðurinn raðaði í innkaupatöskurn-
ar, sem allir komu með.
Við vorum 19 sem unnum í búð-
inni. Nokkrar giftar konur sem sáu
um heimilisstörfin á kvöldin. Því
átti maður ekki að venjast hér heima,
því flestar starfsstúlkur verslana
hættu þegar þær stofnuðu heimili.
Auk Svíanna kom daglega fjöldi
útlendinga til að skoða búðina. Flest-
ir töluðu þeir ensku og það kom í
minn hlut að sýna þeim búðina og
svara spurningum, því enskukunn-
átta Svíanna var mjög lítil á þessum
tíma.
Auk mín voru fjórir karlmenn í
búðinni, verslunarstjórinn, tveir sem
sáu um allar kjötvörur og einn sem
var í sérstakri þjálfun, því hann
yrði verslunarstjóri næstu búðar
sem átti að opna í nýju hverfi
í borginni bráðlega.
í hverri viku voru vöru-
kynningar f' búðinni
sem vöktu mikla
FYRSTA fullkomna kjörbúð í Evrópu var opnuð 1947.
athygli, enda nýjung þá. Rannsökuð
voru áhrif kynninganna og var ótrú-
legt hve salan margfaldaðist á þeirri
vöru sem var kynnt. Þess má geta
hér að ári seinna höfðu verið opnað-
ar 22 kjörbúðir í Svíþjóð.
Rétt áður en Jón fór á námskeið-
ið, buðu þeir okkur, Bachmann skrif-
stofustjóri, Aiaxson verslunarstjóri,
starfsmannastjóri Konsum og kynn-
ingarstjórinn út að borða í Katarína-
hissan, sem var mjög fínn veitinga-
staður í eigu Konsum. Allir höfðu
þeir mikinn áhuga á íslandi og
þurftu margs að spyrja, Clausen-
bræður og Finnbjörn Þorvaldsson
voru mjög sigursælir á íþróttamótum
sem fóru fram í Ósló og Stokkhólmi
þá dagana. Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur fræddi Svía mikið um
Heklugosið í útvarpinu og sýndi lit-
myndir af gosinu í kvikmyndahúsi,
Salka Valka var framhaldssaga í
stærsta dagblaði landsins. Vilhjálm-
ur Þór var í miklu uppáhaldi hjá
sænskum samvinnumönnum, fyrir
einstakan dugnað. Að borðhaldinu
loknu buðu þeir okkur í leikhús.
Níls Poppe, sem var mjög vinsæll
kvikmyndaleikari, lék aðalhlutverk-
ið.
Allt það fólk sem við Jón höfðum
samskipti við í Stokkhólmi tók okkur
svo einstaklega vel, að á meðal ís-
lendinga þar, vorum við kallaðir
„heppnu strákarnir hjá Konsum",
en yfirleitt höfðu þeir ekki góðar
sögur af samskiptum við Svía.
Nokkrum dögum áður en ég fór
heim sagði Aiaxson verslunarstjóri
mér að nú sé búið að ákveða þriðju
búðina og reynslan af þessari sé það
góð að kaupfélagið muni eingöngu
opna nýjar kjörbúðir í framtíðinni.
Hann spurði hvort ég vildi vera hjá
þeim áfram í þjálfun og taka við
þriðju búðinni. Þetta kom mjög flatt
upp á mig. En þá gat ég ekki ímynd-
að mér neitt áhugaverðara starf, en
ég sagði honum að af persónulegum
ástæðum yrði ég að fara heim. Þeg-
ar ég hafði greint honum frá því,
var ákveðið að ég hefði samband
við hann næst þegar ég kæmi til
Stokkhólms, en ekki hefur orðið úr
því ennþá. Ég var mjög leiður yfir
að geta ekki þegið þetta einstaka
boð. Mér finnst það undarlegt nú,
að þeir skyldu treysta 19 ára útlend-
ingi í þetta, en þá fannst mér það
ekki, því þeir höfðu þá engan annan
í augnablikinu, sem var farinn að
þekkja starfið.
Þetta var glöggt dæmi um það
sem ég hef oft fundið, að það sem
fer á annan veg en maður hefði ósk-
að, verður seinna til góðs, því ég er
sannfærður um að þótt ég hefði orð-
ið verslunarstjóri 19 ára gamall í
Svíþjóð, hefði ég ekki öðlast meiri
lífshamingju en ég hef hlotið - en
þetta var útútdúr -.
Jón stóð sig mjög vel á námskeið-
inu og fékk ágætis einkunn. Einn
kennarinn var norskur og hann bauð
Jóni að koma með félaga sinn á
námskeið sem hann átti að halda í
Ósló vikuna eftir að við færum heim.
Það átti allt að vera frítt. Við sömd-
um við flugfélagið um að fá að verða
eftir í Ósló og taka vélina áfram
viku seinna. Það fengum við meira
að segja án aukagjalds. Þegar þang-
að kom og Jón hringdi frá flugvellin-
um, var honum sagt að námskeiðinu
hafi verið frestað um viku og kenn-
arinn kominn norður í land. Þannig
hófst óvænt vikuævintýri peninga-
lausra manna í 24 stiga frosti í Ósló,
- En það er önnur saga.
Kjörbúðir á íslandi
það liðu átta ár þar til fullkomnar
kjörbúðir tóku til starfa á íslandi. í
nóvember og desember 1955 opnaði
samvinnuhreyfíngin fjórar kjörbúðir.
I Reykjavík, Hafnarfirði, á Selfossi
og Akureyri. Þá var skriðan komin
af stað. Gömlum búðum var breytt,
nýjar rúmgóðar kjörbúðir byggðar
og 9 árum síðar voru kjörbúðir á
íslandi á milli 130 og 140 talsins.
þótt nú verði að skrifa „frídag
verslunarmanna" með gæsalöppum,
óska ég öllu verslunarfólki og öðrum
landsmönnum gleðilegrar hátiðar.
Höfundur er fyrrvcrandi
kaupmaður í Sunnubúðinni og
fulltrúi skrifstofustjóra
borgarverkfræðings.