Morgunblaðið - 02.08.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 02.08.1997, Síða 37
36 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKRIÐUR KOMINN Á VAXTALÆKKUN SKRIÐUR virðist vera kominn á lækkun vaxta í banka- kerfinu, en í gær lækkaði Búnaðarbankinn vexti í annað sinn á þremur vikum og Landsbankinn lækkaði einnig sína vexti nokkuð. Búizt er við því, að framhald verði á lækkun vaxta á næstu mánuðum, enda eru orð- in gerbreytt viðhorf í fjármálum ríkisins og efnahagsmál- um almennt. Astæðurnar fyrir lækkun vaxta eru fyrst og fremst þær, að mati sérfræðinga, að vextir eru 2,5-3% hærri hér á landi en í nágrannalöndunum. Lánsfjárþörf ríkis- ins er orðin lítil sem engin og jafnframt hefur sparnað- ur landsmanna aukizt, fyrst og fremst í lífeyrissjóðum, og ójafnvægi því skapast í framboði og eftirspurn á innlendum peningamarkaði. Þetta hefur haft í för með sér, að lántakendur hafa leitað á erlenda fjármagnsmark- aði. Þá hefur gengi krónunnar styrkst síðustu mánuði og gengishagnaðurinn gerir það enn hagkvæmara að taka lán erlendis og nota eða endurlána féð innanlands. Loks hefur nýtt og hækkað lánshæfismat íslenzka ríkis- ins af hálfu bandaríska matsfyrirtækisins Moodys haft áhrif til vaxtalækkunar hér á landi, enda leiðir það til bættra lánskjara ríkisins á erlendum mörkuðum og væntanlega einnig annarra íslenzkra stofnana og fyrir- tækja. Þessi þróun er fagnaðarefni, enda mjög jákvæð jafnt fyrir ríkið, fyrirtækin og heimilin. Allar efnahagsspár fram yfir aldamótin benda til þess, að vaxtamunur á innlendum og erlendum fjármagnsmarkaði geti minnkað áfram. RAUSNARLEGAR GJAFIR FYRIR því er gömul og góð hefð á íslandi að einstakl- ingar og samtök þeirra láti fé af hendi rakna til verðugra málefna, ekki síst á sviði líknarmála. Þannig hefur tekist að byggja upp nauðsynlega starfsemi er vart hefði þrifist ef treysta hefði átt á stuðning opin- berra aðila einvörðungu. í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að Oddfellowreglan hóf störf á íslandi hafa félagar hennar ákveðið að veija þrjátíu og þremur milljónum króna til uppbyggingar líknardeildar Landspítalans, sem opnuð verður í Kópavogi á næsta ári. Þá hefur Oddfellowregl- an styrkt rannsóknarverkefni við barna- og unglingageð- deild Landspítalans um tvær milljónir og Fræðslumið- stöð í fíknivörnum um sömu upphæð. Oddfellowstúkan Ingólfur, sú fyrsta er stofnuð var á íslandi, hefur að auki styrkt Landspítalann til tækjakaupa með 3,5 millj- óna framlagi og afhent Krýsuvíkursamtökunum milljón krónur í styrk. Þetta eru rausnarlegar gjafir er munu koma að góðum notum. í samtali við Geir Zoéga, stórsír Oddfellowregl- unnar, kemur fram að hún var á sínum tíma stofnuð til að vinna að líknarmálum. Islenskir félagar reglunnar hafa með gjöfum si'num sýnt að þeir starfa áfram í þeim anda. VERSLUNAR- MANNAHELGI MESTA ferðahelgi ársins er runnin upp og að venju verða þúsundir manna á faraldsfæti um verslunar- mannahelgina og umferðarþungi meiri en á nokkrum öðrum tíma ársins. Eitt helsta einkenni þessarar helgar líkt og áður eru útihátíðir er einkum eru ætlaðar ung- mennum. Reynslan sýnir að ef skynsemin er ekki með í för um verslunarmannahelgina geta hræðileg slys átt sér stað í umferð og á skemmtunum. Það er því fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að sýna aðgát á ferðalögum helgarinnar þannig að hægt sé að tryggja slysalausa verslunarmannahelgi. * Olíkar væntingar um samstarfssamninga A-flokkanna og Dagsprents í útgáfumálum „Hvenær er blað nýtt og hvenær er blað ekki nýtt?“ Átökum um blaðaútgáfu innan Alþýðufiokks og Alþýðubandalags virðist hvergi nærrí lokið þrátt fyrir samkomulag flokkanna og Dags- prents um útgáfu Dags-Tímans. Uppi eru mismunandi lýsingar á því hvað samstarfs- samningamir fela í sér eða hvemig það blað á að verða sem flokkamir ætla að efla og styðja. í grein Egils Ólafssonar og Ómars Friðrikssonar kemur fram að erfíð fjárhags- staða átti dijúgan þátt í samningunum. VERÐUR maður ekki að vera viðstaddur líkvökuna?" lét þungbúinn alþýðuflokks- maður sér um munn fara á leið inn á flokksstjórnarfund Al- þýðuflokksins sl. miðvikudagskvöld. Þar kynnti Sighvatur Björgvinsson flokksfélögum sínum samkomulagið við forsvarsmenn Ftjálsrar fjölmiðl- unar hf. og Dagsprents hf., sem gefur út Dag-Tímann, um að leggja Alþýðu- blaðið niður sem dagblað og hefja nýtt samstarf um dagblaðaútgáfu. Framkvæmdastjórnir Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks og flokks- stjórn Alþýðuflokksins hafa einum rómi fallist á að leggja málgögn sín niður og ganga til liðs við útgáfu dagblaðs á vegum Dagsprents. Al- þýðubandalagið skuldbindur sig til að hætta útgáfu Vikublaðsins í þijú ár skv. samningi Margrétar Frí- mannsdóttur, formanns Alþýðu- bandalagsins, við Dagsprent og Al- þýðuflokkurinn skuldbindur sig til að leggja Alþýðublaðið niður sem dag- blað í átta ár, skv. samningi Sighvats Björgvinssonar við sömu aðila. Mark- miðið er að gefið verði út dagblað sem höfði til jafnaðar- og samvinnumanna og verði um leið skref í nánara sam- starfi flokkanna í stjórnmálum. Valdabarátta hafin í Alþýðuflokknum? Leynd hefur hvílt yfir samningun- um sem hefur aðeins verið dreift til fárra aðila en skv. upplýsingum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að flokkarnir fái m.a. auglýsingaafslætti hjá Degi-Tímanum, starfsmenn fái störf hjá útgáfunni og áskrifendalist- ar Vikublaðsins og Alþýðublaðsins verði lagðir til hinnar sameiginlegu útgáfu. Kveðið er almennt á um sam- starf og stuðning flokkanna án þess þó að þeim sé á nokkurn hátt tryggð formlega aðkoma að útgáfu eða rit- stjórn blaðsins og ekki verði um fjár- framlög eða hlutafjárloforð að ræða af hálfu flokkanna. Heimildir herma að samningur Alþýðuflokksins við Dagsprent sé í nokkru frábrugðinn samningi Alþýðubandalagsins. Þar sé kveðið skýrar á um að stefnt sé að því að hefja útgáfu á nýju dagblaði jafnaðar- og samvinnumanna 15. sept- ember. Ennfremur er aflétt uppsöfn- uðum skuldum Alþýðuflokksins vegna útgáfu Alþýðublaðsins frá fyrri tíð sem nema nokkrum milljónum króna. Þar er m.a. um að ræða prentskuldir við ísafoldarprentsmiðju (dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar). Atburðarásin síðustu viku var hröð þótt málið ætti sér langan aðdrag- anda. Inn í það hefur blandast vax- andi vandi forystu Alþýðubandalags- ins vegna kaupa Tilsjár hf., útgáfufé- lags Vikublaðsins, á 49% hlut í Hel- garpóstinum, fjárhagsvandræði og skuldir, sem aflétt var af báðum flokkunum með samningunum við Dagsprent og Fijálsa fjölmiðlun, og ekki síst valdabarátta um formennsku í Alþýðuflokknum sem nokkrir heim- ildarmanna blaðsins staðhæfa að sé komin í gang. Hana megi rekja til flokksþingsins í fyrra þegar Sighvat- ur bar sigurorð af Guðmundi Árna Stefánssyni í formannskjöri. Efa- semdir og yfirlýsingar ýmissa for- ystumanna krata undanfarna daga um samkomulagið beri að skoða með hliðsjón af þessu. Menn virðast ekki hafa sama skilning á hvað felst í sam- starfssamningi Aiþýðuflokksins við Dagsprent. Ymist tala menn um að skapa Degi-Tímanum tækifæri til að styrkjast eða að stefnt sé að útgáfu nýs dagblaðs. Einn viðmælenda Iýsti því svo að fallist hefði verið á þetta samkomulag á þeim forsendum að um nýtt blað yrði að ræða, með nýjum efnistökum, nýrri ritstjórn og breyttu útliti. Gangi þessar forsendur ekki eftir, og í ljós komi að menn hafi verið plataðir til að leggja niður Al- þýðublaðið muni það hafa alvarlegar afleiðingar innan flokksins. Forysta flokkanna er þegar tekin til við að afla Degi-Tímanum áskrif- enda og stuðnings en lýsingum á því blaði sem flokkarnir ætla að styrkja ber ekki að öllu leyti saman. I gær barst áskrifendum Álþýðublaðsins og Vikublaðsins nær samhljóða bréf, undirritað af formönnum flokkanna og ritstjórum blaðanna, þar sem þeir eru hvattir til að fylgjast með Degi-Tíman- um. Lýst er yfír að nú sé að opnast langþráð tæki- færi til þess að byggja upp á næstu misserum spenn- andi kost á dagblaðamarkaðinum. „Næstu vikur verða notaðar til að undirbúa útkomu þessa blaðs. Fram til þess tíma verður Dagur-Tíminn grundvöllur þessa samstarfs," segir í bréfí Alþýðuflokksins en þá setningu er hins vegar ekki að finna í bréfi Alþýðubandalagsins sem er að öðru leyti samhljóða bréfí Alþýðuflokksins. Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður Dagsprents, hefur tekið skýrt fram á undanförnum dögum að flokkarnir muni engin áhrif hafa á ritstjórn eða ritstjórnarstefnu Dags-Tímans. Nýtt blað eða ekki? Guðmundur Árni Stefánsson var spurður hvort bæri að skilja yfirlýs- ingar hans þannig að hann væri þeirr- Rætt meðal __ krata að Össur verði ritstjóri ar skoðunar að tími flokksblaðanna væri ekki liðinn. „Alþýðuflokkurinn, sem slíkur ætlar ekki að fara að gefa út nýtt blað. En þegar Alþýðublaðið er lagt niður eftir 80 ára útgáfu vilja flokksmenn eðlilega hafa skýra mynd af því hvað taki við og hvort sjónar- mið jafnaðarstefnunnar fái að njóta sín í þessu nýja blaði. Það var alveg skýrt á flokksstjórnarfundinum á miðvikudaginn að menn voru að tala um nýtt blað jafnaðar- og samvinnu- manna. Það væri ákaflega óskynsam- legt að ætla sér að nálgast viðhorf jafnaðarmanna og kaupendur í röðum jafnaðarmanna með því halda áfram að þreyja þorrann og góuna með Degi-Tímanum, sem er blað sem á rætur í Framsóknarflokkunum. Það er ákaflega lítið nýjabrum í því.“ Guðmundur Árni sagði einnig að á flokksstjórnarfundinum hefði komið fram að formaður Alþýðuflokksins yrði hafður með í ráðum við mótun á nýju blaði. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, var spurður hvort hann liti svo á að stefnt væri að út- gáfu nýs blaðs. „Hvenær er blað nýtt og hvenær er blað ekki nýtt? Það hef- ur verið rætt um að það sé nauðsyn- legt að gera breytingar miðað við þau nýju markmið sem verið er að setja blaðinu. Við höfum einsett okkur að ljúka því öllu saman fyrir miðjan sept- ember. Rætt hefur verið um hvort rétt sé að breyta nafni, en engin ákvörðun hefur verið um það tekin.“ Sighvatur sagði að flokkarnir hefðu ekki sett fram neinar kröfur um ritstjórastól og engin ákvæði væru um slíkt í samstarfssamningn- um. Afskipti flokka af ritstjórn blaða heyrðu til liðnum tíma. Margrét Frímannsdóttir segir að- spurð að alþýðuflokksmenn verði að svara sjálfir fyrir skoðanir sínar á afskiptum stjórnmálaflokka af blað- aútgáfu. Sín skoðun sé sú að tími flokksblaðanna sé liðinn og á þessum tímamótum eigi flokkarnir ekki að skipta sér af útgáfu þess blaðs sem þeir vilji leggja lið. Oft hefði verið talað um að Alþýðubandalagið fylgd- ist ekki með tímanum en það ætti ekki við í þessum efnum hvað sem svo mætti segja um Alþýðuflokkinn. Tap á Alþýðublaðinu Staða Alþýðuflokksins til þess að halda áfram útgáfu Alþýðublaðsins er veik. Um síðustu áramót var það alvarlega rætt innan flokksins að hætta útgáfu Alþýðublaðs- ins. Mikil átök urðu um framtíð Alþýðublaðsins á aukafundi flokksstjórnar 25. janúar en þar kom fram ________ tillaga um að hætta útgáfu blaðsins ótímabundið vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Áætlað var að blaðið skuldaði 8-10 milljónir kr. Innan flokksins voru margir þeirrar skoðunar að leita ætti allra leiða til að halda útgáfunni áfram. Þá þegar voru komnar fram hugmyndir um að ganga til samstarfs við Dagsprent. Athyglisverð eru ummæli Guðmundar Árna Stefánssonar í frétt sem birtist í Vikublaðinu 31. janúar, en þar sagði hann: „Það er mikið óráð að hætta útgáfu blaðsins nú og sala þess til Dags-Tímans kemur ekki til greina. Af tvennu illu væri betra að blaðið fengi að deyja með sæmd frekar en að afhendaþað íhaldinu og fjölmiðla- veldi Jóns Olafssonar, fyrir eitthvert smælki." 7. febrúar varð niðurstaðan sú að MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 37 agur- CÐmi besti tími dagsins! fáw W . Morgunblaðið/ Jim Smart SIGHVATUR Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir fagna undirritun samnings við Dagsprent. gengið var frá samningi um að Al- þýðublaðsútgáfan ehf., sem er að 80% hlut í eigu Fijálsrar fjöimiðlunar hf., tæki að sér útgáfu Alþýðublaðsins í níu mánuði eða til 10. nóvember. Samningurinn var gerður við Alþýðu- flokkinn og Alprent hf. sem gaf út Alþýðublaðið. Gera átti úrslitatilraun til að tryggja útgáfugrundvöll Alþýðu- blaðsins. Nokkrum dögum síðar var Össur Skarphéðinsson alþingismaður ráðinn ritstjóri blaðsins. I vor tók svo stjóm Þjóðvaka ákvörðun um að Þjóð- vakablaðið rynni inn í þessa útgáfu með sameiningu Þjóðvakablaðsins og Alþýðublaðsins. Forysta Þjóðvaka hef- ur þannig átt beinan hlut að samkomu- laginu sem gert hefur verið. Sighvatur sagði að það hefði ekki verið raunhæfur kostur fyrir Alþýðu- flokkinn að halda útgáfu Alþýðublaðs- ins áfram eftir 10. nóvember. Flokkur- inn væri búinn að tapa miklum fjár- munum á blaðaútgáfu í gegnum árin. Vikublaðið í vörn Alþýðubandalagið hefur tapað um- talsverðum fjármunum á blaðaútgáfu í gegnum árin. Vegna erfiðrar rekstr- arstöðu Þjóðviljans og skulda ákvað flokkurinn að hætta útgáfu Þjóðvilj- ans í ársbyrjun 1992, en blaðið hafði þá komið út í 55 ár. Útgáfufélag blaðsins, Bjarki hf., varð síðan gjald- þrota. Nokkrum mánuðum seinna hóf Alþýðubandalagið útgáfu Vikublaðs- ins, sem í upphafí var rekið af flokkn- um sjálfum, en í ársbyijun 1996 var stofnað sérstakt útgáfufélag, Tilsjá ehf., um rekstur blaðsins. Alþýðu- bandalagið á allt hlutaféð í Tilsjá. Ekki hefur verið almenn ánægja með útgáfumál Alþýðubandalagsins á seinni árum. Vikublaðið hefur ekki fallið öllum í geð og fjárhagsgrun- dvöllur útgáfunnar hefur verið veik- ur. „Mjög margir fylgismenn Alþýðu- bandalagsins hafa aldrei haft trú eða væntumþykju gagnvart blaðinu. Vikublaðið hefur alltaf mætt mótbyr og samanburðurinn við Þjóðviljann er okkur óhagstæður," sagði Friðrik Þór Guðmundsson, ritstjóri og fram- kvæmdastjóri Vikublaðsins. Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður lagði það til í framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins fyrir bráð- um tveimur árum að flokkurinn hætti útgáfu Vikublaðsins. „Það er nokkuð langt síðan það var ljóst að þetta var útgáfa sem var rekin með umtals- verðu tapi og skilaði litlum pólitískum ávinningi, ef nokkrum. Ég lagði því til að menn hættu þessari útgáfu. Það má segja að nú séu aðrir fram- kvæmdastjórnarmenn komnir á mína skoðun. Ætli láti ekki nærri að tapið af rekstri blaðsins hafí verið 100 þúsund krónur á viku síðustu þijú ár.“ Friðrik Þór sagði þessar tölur rang- ar hjá Kristni og málflutninginn frá- leitan. Blaðið hefði að vísu verið rek- ið með 9 milljóna króna tapi árið 1995 en á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefði tekist að reka blað- ið réttum megin við núllið. Rekstur Tilsjár gerður upp Valþór Hlöðversson, stjórnarfor- maður Tilsjár, sagði að nú yrði geng- ið í það að gera upp rekstur Tilsjár. Hann sagðist gera sér vonir um að félagið gæti staðið við allar skuldbind- ingar sínar en það færi þó mikið eft- ir því hvernig því gengi að innheimta kröfur hjá áskrifendum og auglýsend- um. Ef það gengi hins vegar ekki eins og vonir stæðu til myndi Alþýðu- bandalagið greiða það sem á vantar. Stjórn Tilsjár, en hana skipa Val- þór Hlöðversson, Jón Gunnar Ottós- son (eiginmaður Margrétar Frí- mannsdóttur) og Sigríður Jóhannes- dóttir, eru í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldum Tilsjár við Landsbank- ann. Bankarnir gera almennt kröfu um slíkar ábyrgðir þegar um er að ræða félög sem eiga litlar eða engar eignir. Margrét Frímannsdóttir segir að þessar ábyrgðir hafi ekki skipt neinu máli varðandi þær ákvarðanir sem flokkurinn tók í þessu máli. Þetta væru lágar upphæðir, hver og einn hefði verið í ábyrgð fyrir um einni milljón króna. Hún sagðist vita að flokksmenn annarra flokka hefðu þurft að taka á sig sambærilegar ábyrgðir vegna skulda sem stofnað hefði verið til vegna útgáfumála eða kosningaútgjalda. Sighvatur Björg- vinsson staðfesti að hann hefði oftar en einu sinni tekið á sig skuldir vegna útgáfu Alþýðuflokksins í gegnum tíð- ina. Valþór tók undir með Margréti og sagði að ábyrgðirnar hefðu engu máli skipt varðandi þær ákvarðanir sem flokkurinn tók. Vandræðagangurvegna Helgarpóstsins Upphaf málsins má rekja til þess að þegar Helgarpósturinn var að komast í þrot í fyrra ákváðu nokkrir starfsmenn Vikublaðsins og stjórn Tilsjár að kaupa blaðið af prentsmiðj- unni Odda sem þá hafði yfírtekið blað- ið vegna prentskulda. Stofnað var sérstakt félag um reksturinn, Lesmál ehf. Tilsjá lagði fram fímm milljón króna hlutafé, en Páll Vilhjálmsson, Árni Björn Ómarsson og fleiri fimm milljónir á móti. Valþór Hlöðversson sagði að hugmyndin hefði ekki verið að Alþýðubandalagið eða alþýðu- bandalagsmenn færu að gefa út Hel- garpóstinn til að stuðla að jákvæðri umræðu um Alþýðubandalagið. Valþór sagði að m.a. hefðu verið uppi hugmyndir um að Vikublaðið og Helgarpósturinn hefðu samstarf og leituðust við að spara ýmsan fastan kostnað. Mjög fljótlega kom á daginn að ekkert yrði af þessu samstarfí. Valþór sagði að upp hefðu komið erf- iðleikar í samskiptum eigendanna, þ.e. á milli Tilsjár og Páls Vilhjálms- sonar, sem hefðu aukist eftir því sem leið á veturinn. Valþór lagði því til í stjórnum Tilsjár og Lesmáls að sam- starfinu yrði slitið. Jafnframt hófust viðræður milli Tilsjár annars vegar og Páls og Árna Björns hins vegar um að þeir félagar keyptu Tilsjá út úr útgáfunni. Ekki náðist samkomu- lag um verð og á endanum tilkynnti Valþór þeim að hann myndi leita annarra kaupenda. Möguleikar Alþýðubandalagsins á að selja hlut sinn í Helgarpóstinum voru ekki margir því að fjárhagsstaða blaðsins var veik. Eftir að drög að samkomulagi lágu fyrir í síðustu viku um að Vikublaðið yrði lagt niður varð að samkomulagi að Dagsprent hf. keypti hlut Tilsjár í Lesmáli. Stuttu seinna framseldi Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður Dagsprents, samn- inginn til Ámunda Ámundasonar, auglýsingastjóra Alþýðublaðsins. Valþór sagði að þegar hann undir- ritaði samninga við Dagsprent hefði sér ekki verið kunnugt um að fyrir- tækið myndi síðan selja hann Ámunda. I sjálfu sér skipti það engu máli. Þeir samningar sem Alþýðu- bandalagið, eða Tilsjá fyrir þess hönd, gerði við Dagsprent eru tveir. Annars vegar er samningur um að útgáfu Vikublaðsins verði hætt í a.m.k. þijú ár og hins vegar samningur um sölu á hlut Tilsjár í Helgarpóstinum. Val- þór sagði að Tilsjá fengi samtals tæplega fimm milljónir út úr samn- ingunum. „Við förum því lítt sár, en ákaflega móð út úr þessu dæmi öllu,“ sagði Valþór um kaup Alþýðubanda- lagsins á hlut í Helgarpóstinum. Ekki voru allir innan Alþýðubanda- lagsins ánægðir með þá ákvörðun Tilsjár að leggja peninga í rekstur Helgarpóstsins. Nokkrir af forystu- mönnum flokksins voru ekki hafðir með í ráðum þegar þessi ákvörðun var tekin og gagnrýndu þeir hana þegar fjölmiðlar greindu frá þessum viðskiptum. „Mér finnst að þeir sem hafa vélað þarna hafí ekki vaxið af verkum sín- um. Þetta [kaup Alþýðubandalagsins á hlut í Helgarpóstinum] hefur reynst vitlaus ákvörðun að mati þeirra sjálfra því aðeins sex mánuðum eftir að þeir kaupa hlutaféð í Helgarpóstinum vilja þeir selja það aftur. I öðru lagi höfum við tapað á þessu, a.m.k. hálfri millj- ón og þriðja lagi hefur það orðið okk- ur álitshnekkir hvernig staðið var að málum. Þessi atburðarás undir lokin hefur síst orðið til þess að bæta ímynd flokksins," sagði Kristinn H. Gunn- arsson alþingismaður. Margrét Frímannsdóttir sagðist ekki telja að samstarf Tilsjár við Helgarpóstinn hefði verið mistök. Að vísu mætti kalla allar væntingar sem ekki gengju upp mistök. Hugmyndir um útgáfuna hefðu verið áhugaverðar. Eins hefðu menn verið að hugsa um að ná fram í samstarfi við Helgarpóstinn hagkvæmari rekstri á Vikublaðinu. Þetta hefði ekki gengið eftir og þegar það lá fyrir hefði verið tekin ákvörðun um að Tilsjá færi út úr rekstrinum. Samningar gengu hratt Alþýðuflokksmenn, sem rætt var við, voru á einu máli um að Alþýðu- bandalagsforystan hefði að mestu verið búin að ljúka sínum samningum við Eyjólf Sveinsson um að leggja niður Vikublaðið og varðandi sölu Tilsjár á 49% hlut í Helgarpóstinum þegar formaður Alþýðuflokksins kom að málinu. Því er haldið fram að margir alþýðubandalagsmenn hafí verið farnir að ókyrrast vegna fjár- hagsskuldbindinga og tengslanna við Helgarpóstinn. Á miðvikudag í síð- ustu viku hafí svo skv. upplýsingum blaðsins skyndilega opnast nýir möguleikar þegar þeir feðgar, Eyjólf- ur Sveinsson og Sveinn R. Eyjólfsson, stjórnarformaður Fijálsrar fjölmiðl- unar, gáfu forystu Alþýðubandalags- ins til kynna að þeir væru reiðubúnir að gera sitt til að leysa vandræði Alþýðubandalagsins vegna hlutafjár- þátttöku þess í Helgarpóstinum ef það mætti verða til að samkomulag næðist um samstarf um blaðaútgáfu og að Vikublaðið yrði lagt niður, eins og rætt hafði verið um í vetur. Tóku þá hjólin að snúast hratt og sam- komulagsdrög milli forystu Alþýðu- bandalagsins og Dagsprents um Vikublaðið lágu fljótlega fyrir. Þess- um viðræðum var haldið aðskildum frá viðræðum stjórnar Tilsjár og Fijálsrar fjölmiðlunar um hlutabréfin í HP. „Þar með tókst að skera Alþýðu- bandalagið niður úr þeirri fjárhags- legu snöru sem það hafði komið sér í,“ sagði einn af heimildarmönnum blaðsins. Margréti hafði samband við Sighvat og stakk upp á að flokkarnir gengju sameiginlega til samstarfs við Dagsprent um blaðaútgáfu sem höfð- aði til félagshyggjufólks. Sighvatur ráðfærði sig við nokkra forystumenn í Alþýðuflokknum á fimmtudegi áður en gengið var frá drögum að sam- komulagi. Forysta Alþýðuflokksins taldi sig eiga um tvo kosti að velja, bíða með ákvörðun um framtíð Ál- þýðublaðsins til 10. nóvember þegar samningurinn við Fijálsa fjölmiðlun átti að renna út eða láta slag standa og ganga til samninga við Dags- prent. Sighvatur tók síðari kostinn og naut stuðnings forvera síns, Jóns Baldvins Hannibalssonar, í samtölum við samflokksmenn yfír helgina, skv. heimildum blaðsins. Verulegs titrings varð vart innan beggja flokkanna vegna málsins áður en samkomulagið var lagt fyrir framkvæmdastjórnir flokkanna sl. mánudag. „Málið var einfaldlega að reyna að tryggja að lendingin yrði sú að menn tryggðu áhrif jafnaðarmanna eins mikið og kostur væri á á þessu nýja blaði. Það hefur gengið vel eftir. Það er reiknað með að Dagur-Tíminn komi út með nýju útliti um miðjan september. Degi-Tímanum hefur al- gerlega mistekist að ná fótfestu á markaðinum hér á höfuðborgarsvæð- inu. Hugsun Fijálsrar fjölmiðlunar með þessu er að rýma fyrir blaðinu inni á Reykjavíkurmarkaðinum. Starfsmenn Alþýðublaðsins og Viku- blaðsins eru teknir í faðm Dags- prents. Stefán Jón Hafstein verður áfram ritstjóri blaðsins og það reikna allir með að Össur verði annar rit- stjóri blaðsins. Þannig verði lagt upp með þetta blað,“ sagði áhrifamaður á bak við Alþýðublaðsútgáfuna í sam- tali við blaðið. Margir alþýðuflokks- menn, sem rætt var við, líta svo á að frágengið sé með óformlegum hætti að Össur Skarphéðinsson setjist innan tíðar í stól ritstjóra blaðsins við hlið Stefáns Jóns. Þegar Morgunblað- ið bar undir Össur hvort rætt hefði verið um þetta við hann sagðist hann engu vilja svara um það. Hvað gera lesendur Dags-Tímans? Dagur-Tíminn var stofnaður fyrir ári þegar blöðin Dagur og Tíminn voru sameinuð, en þau höfðu áður verið málgögn Framsóknarflokksins. Dagur var gefínn út á Akureyri og lagði áherslu á að vera blað Norðlend- inga. Degi-Tímanum var ætlað að höfða jafnt til Norðlendinga sem annarra landsmanna, en til þess þurfti blaðið að þræða erf- iða leið. Það þurfti bæði að gera Norðlendingum til Forystumenn byrjaðir að safna áskrifendum hæfis, sem söknuðu Dags og norð- lensku fréttanna, og hinna sem vildu víðari svið og höfðu takmarkaðan áhuga á fréttum af Norðurlandi. Þetta mun hafa valdið blaðinu nokkrum erfiðleikum í upphafí. Segja má að við sameiningu Al- þýðublaðsins og Vikublaðsins við Dag-Tímann standi stjórnendur blaðsins frammi fyrir sama vanda- sama verkefninu og þegar Dagur og Tíminn voru sameinaðir. Áskrifendur Alþýðublaðsins og Vikublaðsins eru annars konar lesendahópur en sá sem kaupir Dag-Tímann og það verður ekki auðvelt fyrir Dag-Tímann að gera báðum til hæfís án þess að hvor- ugur verði óánægður. Þetta verkefni verður kannski enn erfiðara í ljósi yfirlýsinga sumra alþýðuflokksmanna um að verið sé að stofna nýtt blað. Ekki er víst að áskrifendur Dags- Tímans, sem að meirihluta eru búsett- ir á landsbyggðinni, hafi áhuga á þeirri félagshyggju sem jafnaðar- menn eru að kalla eftir. Nú þegar eru komin fram merki , óánægju innan Alþýðubandalagsins vegna málsins. í Vikublaðinu í gær er haft eftir Guðrúnu Helgadóttur, fyrrv. alþingismanni, að þetta mál sé sorglegra en tárum taki. „Málstað okkar verður aldrei haldið uppi af þeirri samsuðu sem Dagur-Tíminn er og þetta nýja blað verður. Kaup flokksins á Helgarpóstinum eru mér sömuleiðis ráðgáta sem ég botna hreint ekkert í og ég skil ekki hvað þetta fólk er að fara með þeim. Það sem er svo borið á borð fyrir flokks- menn er vitleysa og lygi,“ sagði Guð- rún. ■’» Skv. heimildum Morgunblaðsins mun vera lítill áhugi á því innan rit- stjórnar Dags-Tímans að þar verði ráðinn „einhver flokksgæðingur" í ritstjórastól. Andstaða mun t.d. vera við að Össur Skarphéðinsson verði ráðinn ritstjóri við hlið Stefáns Jóns Hafsteins. Áf hálfu ritstjórnar blaðs- ins er litið svo á að samstarfssamn- ingur Dagsprents og A-flokkanna sé eingöngu viðskiptasamningur sem komi ritstjórn blaðsins ekkert við. Af framansögðu er ljóst að átök verða um það blað sem stefnt er að útgáfu á í haust. Ritstjórn Dags- Tímans á eftir að standa á móti áhrif- um flokkanna á blaðið, en ýmsir al- þýðuflokksmenn eiga eftir að krefj- ast áhrifa og vísa til yfirlýsinga for- manns flokksins á flokksstjórnar- fundi sl. miðvikudag um útgáfu á nýju blaði. Eyjólfur Sveinsson, stjórnarfor- maður Dagprents, sagði að þegar Dagur-Tíminn hóf að koma út hefði verið lögð áhersla á að hafa skýrskot- un blaðsins sem breiðasta og samn- ingurinn við Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag væri í samræmi við það markmið. Varað við samþjöppun eignarhalds Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrr í þessari viku hefur Fijáls fjöl- mið'iun hf., sem gefur út DV og á 49,9% hlut í Dagsprenti, á undanförn- um misserum fjárfest eða efnt til samstarfs við ijölmörg fyrirtæki í útgáfu- og upplýsingaiðnaði og mynd- að eins konar regnhlíf fyrirtækja í þeirri grein. Fijáls fjölmiðlun á m.a. 20% hlut í Framtíðarsýn, sem gefur út Viðskiptablaðið. Þá hafa Víkur- blaðið á Húsavík og Skagablaðið á Akranesi hætt útgáfu og gengið til samstarfs við Dag-Tímann. Tengsl eru einnig á milli Fijálsrar fjölmiðlun- ar og íslenska útvarpsfélagsins hf. . sem á m.a. Stöð 2 og Bylgjuna, en það keypti fyrir tveimur árum um 35% hlut í Fijálsri fjölmiðlun. Nokkrir forystumenn A-flokkanna hafa á undanförnum misserum gagn- rýnt samþjöppun eignarhalds á íjölm- iðlamarkaðinum, þ.á m. er Margrét Frímannsdóttir. Ummæli hennar um Jón Ólafsson, stjórnarformann ís- lenska útvarpsfélagsins, við Kristján Þorvaldsson á rás 2 27. október sl. vöktu mikla athygli. Margrét sagði þar Jón vera að verða valdamesta mann í fjölmiðlaheiminum í dag, sem réði fólk og ræki eftir þörfum og stjórnmálamenn veigruðu sér við að fara með gagnrýni vegna þess að þeir ættu mikið undir því að koma^ fram í þáttum hjá fjölmiðlamönnum. Hættan væri sú í þessu fámenna þjóð- félagi að ef þetta óhefta frelsi fengi að viðgangast yrðu ekki eingöngu fískimiðin innan skamms komin í hendur fárra einstakra aðila heldur yrði komin á einokun og fjölmiðlum sem öðru stjórnað af mjög fámennu gengi sem þjóðin hefði alls ekki valið til þess. Margrét sagði í gær, aðspurð um þessi atriði, að að vissu leyti væri rétt að með þessum samstarfssamn- ingum væri blaðaútgáfa á Islandi að færast á fárra manna hendur. „Það skiptir hins vegar máli að stefnt er að því að Dagur-Tíminn fari á hluta- bréfamarkað og verði almennings- hlutafélag. Það er verið að leita eftir nýjum aðilum þarna inn, meðal ann- ars hafa verið uppi hugmyndir um að leita til verkalýðshreyfingarinnar. Þetta hafði töluvert mikið að segja um þær ákvarðanir sem við tókum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.