Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 43

Morgunblaðið - 02.08.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997 43 HYDROTECH-GRUPPEN AS Hydrotech-Gruppen AS er einn stærsti framleiöandi í sjóeldi á laxi og urriöa í Noregi meö ca. 13.000 tonn í framleiðslu árlega. Fyrirtækiö rekur fiskeldistöðvar, sláturhús og framleiöir laxaafurðir og er með ca. 200 manns í vinnu. Hydrotech-Gruppen AS óskar eftir að ráða aðstoðarverkstjóra og fiskvinnslufólk í laxaflökunarsal fyrirtækisins. Krafist er reynslu úrfrystihúsi við framleiðslu á bolfiskafurðum eða laxi. Laun: "Frá ca 750-870 ÍSK/tímann eftir starfs- reynslu. Laun aðstoðarverkstjórans skv. sam- komulagi. Húsnæði: Hydrotech-Gruppen AS getur að- stoðað við að finna húsnæði. Góðar og ódýrar íbúðir/hús eru til leigu í 10—30 mín fjarlægð frá verksmiðjunni. Verksmiðjan er staðsett rétt við miðbæinn í Kristiansund. Um er að ræða fasta ráðingu. Starf gæti hafist frá 15/9 til 1/11/97. Umsóknarfrestur ertil 1. september 1997. Upplýsingar veita Laila Thomassen eða Siw Tove Rpsberg í síma (47) 71 56 62 00. Lyfjakynnir Delta hf. óskar eftir að ráða lyfjakynni til starfa. Viðkomandi skal hafa lyfjafræðimenntun eða aðra menntun á heilbrigðissviði. Reynsla af markaðsmálum og lyfjakynningum er æskileg. Markaðsstjóri Delta hf. veitir frekari upp- lýsingar. Umsóknarfresturertil 11. ágúst 1997 og skal umsóknum skilað til Delta hf., þar sem eyðu- blöð fást. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Um framtíðarstarf er að ræða. Reyklaus vinnustaður. Delta hf., Reykjavíkurvegi 78, pósthólf 420, 222 Hafnarfirði, sími 555 3044 Kennarar — kennarar Reykhólaskóli í Austur-Barðastrandarsýslu bráðvantar kennara vegna barnsburðarleyfis frá 1. september 1997 til 11. febrúar 1998. Kennslugreinar: Enska og danska í 6.—10. bekk og raungreinar í 8.—10. bekk. Umsóknarfresturertil 15. ágúst. Reykhólaskóli er vel búinn, einsetinn skóli í fögru umhverfi með aðeins 52 nemendur. Vinnuaðstaða kennara er mjög góð. Ódýrt og gott húsnæði í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri, Skarphéðinn Ólafsson, í símum 434 7807 og 852 0140, fax 434 7891. Hjúkrunarfræðingar Er ekki einhver orðinn leiður á vaktavinnunni? Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Kirkjubæjarklaustri er laus til umsóknar frá 1. sept. nk. til 30. maí '98. Laun skv. samn- ingum opinberra starfsmanna. Heilsugæslu- stöðin er H1 stöð þar sem vinna læknir, ritari og hálf staða hjúkrunarfræðings auk hjúkrun- arforstjóra. Sérfræðingsíbúð í stöðinni ertil reiðu fyrir starfið, á vægu gjaldi. Starfið er unnið á dag- vinnutíma, á virkum dögum, nema í neyðartil- fellum. Kirkjubæjarklaustur er 150 manna þorp í 270 km fjarlægð frá Reykja- vík. Samgöngur eru góðar, mannlíf með ágætum, öll almenn þjónusta og umhverfi heillandi. Nánari upplýsingar gefa Matthildur Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 487 4623 og Hanna Hjartardóttir, formaður stjórnar, í síma 487 4635, sem jafnframt tekur við skriflegum umsóknum. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Grunnskóli Eskifjarðar Við Grunnskóla Eskifjarðar vantar kennara næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru danska og líffræði auk almennrar bekkjar- kennslu. I boði er niðurgreitt húsnæði og flutn- ingsstyrkur ásamt góðri vinnuaðstöðu. Nánari upplýsingar veita Hilmar, skólastóri, í síma 476 1472 eða 476 1182 og Guðjón, aðstoðarskólastjóri, í síma 476 1250. Umsóknarfrestur ertil 15. ágúst nk. Eskifjarðarkaupstaður er kröftugt og umsvifamikið sjávarpláss með liðlega 100 íbúum og allri nauðsynlegri þjónustu við þá. Skíðasvæðið í Oddskarði er rétt við bæjardyrnar og einnig höfum við frábæran golfvöll inn af bænum. Við skólann starfa 15 kennarar og 185 nemendur. Bæjarstjórnin okkar hefur metnað til að standa sem best að rekstri skólans og búa hann vel til að sinna sínu hlutverki. Við slíkar aðstæður er gott að starfa. Flugvirki Landhelgisgæsla íslands auglýsir hér með til umsóknar lausa stöðu flugvirkja. Um er að ræða fullt starf. Staðan tilheyrirflugdeild stofn- unarinnar og heyrir stjórnunarlega beint undir yfirflugvirkja. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör ákvarðast af kjarasamningi fjármála- ráðherra f.h. Ríkissjóðs og Flugvirkjafélags íslands. Umsóknum ber að skila til Landhelgisgæslu íslands, Seljavegi 32, Reykjavík, á þartil gerð- um umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir 21. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið veita Oddur Garðarsson, yfirflugvirki, og Þorkell Guð- mundsson, tæknistjóri, í síma 511 2222. Þeir, sem kunna að eiga eldri umsóknir um stöðu flugvirkja hjá stofnuninni, þurfa að end- urnýja umsóknir sínar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin Lögregluskóli ríkisins Fulltrúi Laus ertil umsóknar staða fulltrúa í 50% starf við Lögregluskóla ríkisins. Helstu verkefni eru símavarsla, skjalavarsla, ritvinnsla og almenn skrifstofustörf. Einnig að hafa umsjón með kaffistofum starfsmanna og nemenda, svo sem gerð pantana og þegar við á framreiðslu léttra rétta auk þess að annast frágang og annað til- fallandi. Stefnt er að því í framtíðinni að auka við starfið og sameina það ræstistarfi. Áhersla er lögð á góða framkomu og lipurð í mannleg- um samskiptum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Áætlað er að ráða í starfið frá og með 1. september nk. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendisttil Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir skóla- stjóri. Hveragerðisbær Frá Grunnskólanum í Hveragerði Raungreinakennarar Við Grunnskólann í Hveragerði er laus staða raungreinakennara. Nánari uplýsingar gefur Guðjón Sigurðsson, skólastjóri í síma 483-4950 og Pálína Snorra- dóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 483-4635. Skólastjóri. Trésmiðir Vegna aukinna verkefna viljum við ráða nokkra trésmiði nú þegar. Upplýsingará skrifstofunni, Funahöfða 19, og í síma 557 3700 Ármannsfell m. 53^ Hrafnista Reykjavík . Hjúkrunarfræðingar. Lausar stöður á hjúkr- unarvakt vistheimilisins. Heilar stöður eða hlutastörf. Lífleg vinna og góður starfsandi. Hjúkrunarritari óskast um óákveðinn tíma vegna forfalla. Góð tölvukunnátta og gott við- mót nauðsynlegt. Stöður sjúkraliða og starfsmann við aðhlynningu eru lausar. Um er að ræða heilar stöður og hlutastörf. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 553 5262 og Hrafnhildur Sigur- jónsdóttir, deildarstjóri hjúkrunarvaktar, í síma S. 568 9540. Hrafnista, hjúkrunar- og vistheimili fyrir aldraöa í Reykjavík, tók til starfa 1957. Þar búa 317 vistmenn. Á vistheimilinu eru 204 en á 5 hjúkrunardeildum eru 113. íslensk erfðagreining. Tölvunarfræðingar íslensk erfðagreining óskar eftir að ráða til starfa tölvunarfræðinga. Um er að ræða spenn- andi störf sem felast í þróun á gagnagrunn- skerfum, viðmótsforritun og annarri forritun til úrvinnslu erfðafræðigagna. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í tölv- unarfræðum eða aðra sambærilega menntun. Reynsla af forritun í C++, Java eða gagna- grunnum (SQL) æskileg. Upplýsingar um menntun og fyrri störf um- sækjenda skulu send til íslenskrar erfðagrein- ingar, Lynghálsi 1,110 Reykjavík. (Nánari upplýsingar veitirstarfsmannastjóri ~ ísíma 570 1900). v Hugfang hf. Framkvæmdastjóri Hugfang hf. er vaxandi fyrirtæki á sviði há- tækni. Aðal framleiðsluvara fyrirtækisins er skólatölvan Ritþjálfi, sem komin er í notkun í marga grunnskóla landsins. Framundan er krefjandi starf við uppbyggingu fyrirtækisins og markaðssetningu erlendis. Að baki fyrirtæk- isins stendur traustur hópur einstaklinga og fjárfesta. Leitað er að traustum og dugmiklum einstakl- ingi til að leiða starfsemi fyrirtækisins. Hann þarf að hafa frumkvæði og metnað til að ná árangri. Góð tungumálakunnátta (enska og Norðurlandamál) er nauðsyn. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnunarstörfum og erlendum viðskiptum. Vinsamlegast sendið umsóknirtil: Hugfang hf. Skúlatúni 6,105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst. Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki Kennarar — kennarar Við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki vantar nk. skólaár sérkennara og almennan kennara. Umsóknarfrestur ertil 15. ágúst. Upplýsingargefa Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri, sími 453 6622 og Óskar Björnsson, að- stoðarskólastjóri, sími 453 5745. Kennara vantar Kennara vantar við Villingaholtsskóla fram að áramótum vegna forfalla. Villingaholtsskóli er fámennur skóli, 17 km frá Selfossi. Umsóknarfrestur ertil 10. ágúst. Upplýsingar veita skólastjóri, Jónína M. Jóns- dóttir, sími 486 3325 og formaður skólanefnd- ar, Einar Helgi Haraldsson, sími 486 5590.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.