Morgunblaðið - 02.08.1997, Side 48
4$ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SMAAUGLYSINGAR
G)
Dagsferðir um verslunar-
mannahelgina:
Sunnudaginn 3. ágúst Selvogs-
gatan/Grindarskarðsleið,
1. áfangi. Forn leið á milli Hafn-
arfjarðar og Selvogs. Brottför frá
BSl kl. 10.30. Farið er í Selvog og
gengið að Grindarskörðum. Verð
kr. 1.600/1.800.
Mánudaginn 4. ágúst Selvogs-
gatan/Grindarskarðsleið,
2. áfangi. Gengið frá Grindar-
skörðum til Hafnarfjarðar. Brott-
för kl. 10.30.
Verð kr. 1.300/1.500.
Helgarferðir næstu helgi:
8. —10. ágúst Fjölskylduferð í
Bása. Boðið er upp á skipulagð-
ar gönguferðir við allra hæfi
ásamt dagskrá fyrir börnin.
Varðeldar, grillveisla fyrir börn-
in, sannkölluð fjölskyldustemm-
ing. Skráning stendur yfir á skrif-
stofu Útivistar.
9, —10. ágúst Fimmvörðuháls.
Farið frá Reykjavík á laugar-
dagsmorgni. Gist í Fimmvörðu-
skála og gengið í Bása á sunnu-
degi. Á nokkuð að sleppa því að
fara Fimmvörðuhálsinn i sumar?
Skráningar standa yfir í eftirtald-
ar ferðir á Fimmvörðuháls: 13.—
14. ágúst, 16, —17. ágúst, 23.—
24. ágúst, 30.—31. ágúst.
Skráningar standa yfir
í ferðir:
22.-24. ágúst Laugavegurinn,
hraðferð. Brottför frá Reykjavík
á föstudagsmorgni. Gengið í
Hvanngil og gist í skála. Á laug-
ardegi er gengið í Bása.
22.-24. ágúst Hvanngil—
Strútslaug—Básar. Á föstu-
degi er ekið í Hvanngil. Daginn
eftir er gengið í Strútslaug og á
sunnudegi í Landmannalaugar.
22.-24. ágúst Vestmannaeyj-
ar, pysjuferð. Skoðunar- og
gönguferðir um Heimey. Gist á
farfuglaheimili.
29.—31. ágúst Veiðivötn. Á
föstudagskvöld er ekið í Veiðiv-
ötn. Farið verður að Tröllinu við
Tungná, gengið að Hreysinu og
Veiðivatnasvæðið skoðað. Á
heimleið er virkjanasvæðið við
Sigöldu skoðað.
Spennandi sumarleyfisferðir
12.—16. ágúst Laugavegurinn
trússferð. Farangur fluttur á
milli gististaða. Gengið frá Land-
mannalaugum í Bása. Undirbún-
ings- og kynningarfundur þriðju-
daginn 5. ágúst kl. 20.00 á Hall-
veigastig 1.
16.—21. ágúst Snæfell — Lóns-
öræfi. Ferðin hefst á Egilsstöð-
um. Ekið að Snæfelli þaðan sem
gengið er að Geldingafelli, i Eg-
ilssel og niður að lllakambi um
Tröllkróka. Gist í skálum.
19,—23.. ágúst Landmannal-
augar — Strútslaug — Básar.
Gengið úr Laugum í Hattver og
yfir Torfajökul í Strútslaug. Frá
Strútslaug er farið að Bláfjalla-
kvísl um Emstrur og gist í Botn-
um. Á fjórða degi er gengin
Rjúpnafellsleið í Bása.
26.—30 ágúst Laugarvegurinn.
Gengið frá Landmannalaugum í
Bása. Gist í skálum.
Ferðir í Bása allar helgar í
ágúst.
Dagskrá
helgarinnar
Á Þingvöllum verður boðið upp
á fjölbreytta dagskrá um helgina,
þar sem saman fer fræðsla,
skemmtun og holl útivera. Þjóð-
garðurinn á Þingvöllum er griða-
staður, þar sem fólk á öllum aldri
á að geta dvalið og notið um-
hverfisins í ró og næði. Því skal
ríkja næturró á tjaldstæðum eftir
miðnætti og drukkið fólk, er spill-
ir friði, getur vænst þess að
verða vikið af svæðinu.
Föstudagur 1. ágúst
kl. 21.30 Kvöldrölt.
Stutt ganga frá Þingvallakirkju,
með gjánni Silfru niður að bakka
Þingvallavatns.
Laugardagur 2. ágúst
kl. 11.00 Barnastund við
Skötugjá.
Safnast verður saman við kirkj-
una og gengið út að Skötugjá,
þar sem sagðar verða sögur og
farið í leiki.Tekur 1 — IV2 klst.
Kl. 11.00 Ármannsfell.
Lagt verður upp frá Skógarhól-
um og gengið á Ármannsfell. Á
leiðinni verður hugað að náttúru-
fari, jarðfræði og þjóðsögum.
Nauðsynlegt er að vera vel
skóaður og gott að hafa með sér
nesti, sérstaklega eitthvað að
drekka. Gangan tekur 4—5 klst.
ATH! Einungis verður farið ef
veður og skyggni er gott.
Kl. 13.00 Hrauntún.
Gengið með gjám og um fornar
götur að Hrauntúni. Fjallað verð-
ur um náttúru og sögu svæðis-
ins. Nauðsynlegt er að vera vel
skóaður og má gjarnan hafa
með sér nesti. Gangan hefst við
þjónustumiðstöð og tekur 3—4
klst.
Kl. 15.00 Leikið í Hvannagjá.
Barnastund fyrir alla krakka í
Hvannagjá, þar sem spjallað
verður um náttúruna og farið í
leiki. Barnastundin tekur 1 — Vh
klst. og hefst við þjónustumið-
stöð.
Kl. 21.00 Kvöldrölt.
Gengið frá Flosagjá (Peninga-
gjá), út á Spöngina, að Þingvalla-
bæ og endað í kirkju.
Tekur um 1 klst.
Sunnudagur 3. ágúst
kl. 11.00 Barnastund
við Þingvallakirkju.
Leikið og sungið í og við kirkj-
una. Tekur 1 — 1% klst.
Kl. 13.00 Lautartúr
í Hrauntún
Ferð fyrir alla fjölskylduna, unga
sem aldna, i Hrauntún, þar sem
farið verður i leiki, rústir gamla
bæjarins skoðaðar og nesti
snætt í rólegheitum. Lagt verður
upp frá Sleðaásréttinni fyrir ofan
Bolabás, þaðan sem stutt og
auðveld ganga er í Hrauntún.
Ferðin tekur 3—4 klst.
IVIunið nestið, skjólfötin og góða
skapið!
Kl. 14.00 Guðsþjónusta.
Séra Heimir Steinsson annast
guðsþjónustuna — organisti Ing-
unn Hildur Hauksdóttir.
Kl. 15.30 Gestamóttaka
á Skáldareit
Staðarhaldari tekur á móti gest-
um þjóðgarðsins og ræðir um
náttúru og sögu Þingvalla. Mót-
takan hefst á Skáldareit að baki
Þingvallakirkju og stendur yfir i
30—40 mínútur.
Kl. 16.30 Tónleikar
í Þingvallakirkju
Yngveldur Ýr Jónsdóttir, messó-
sópran, syngur við undirleik
Bjarna Jónatanssonar.
Kl. 21.00 Kvöldrölt.
Gengið frá Flosagjá (Peningagjá)
út á Spöngina, að Þingvallabæ
og endað í kirkju.
Mánudagur 4. ágúst
Kl. 11.00 Leikið í Hvannagjá.
Barnastund fyrir alla krakka, þar
sem spjallað verður um náttúr-
una og farið í leiki. Barnastund
hefst við þjónustumiðstöð og
tekur 1 — Vh klst.
Kl. 13.00 Skógarkot.
Gengið að eyðibýlinu Skógarkoti
og fjallað um náttúru og búsetu í
Þingvallahrauni. Gangan hefst
við Flosagjá (Peningagjá) og tek-
ur um 3 klst. Gjarnan má hafa
með sér einhverja hressingu.
Allar frekari upplýsingar
veita landverðir 1' þjónustu-
miðstöð þjóðgarðarins, sími
482 2660.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Vegna landsmóts hvítasunnu-
manna í Kirkjulækjarkoti, Fljóts-
hlíð, fellur samkoman niður
sunnudagskvöld.
Aðalstöðvar
KFUM og KFUK,
Holtavegi 28.
Engin samkoma á morgun,
sunnudag, vegna Sæludaga
í Vatnaskógi.
4
MIIMIMIIMGAR
MAGNUS
AÐALBJARNARSON
+ Magnús Aðalbjarnarson
fæddist á Unaósi í Hjalta-
staðaþinghá í N-Múlasýslu 10.
janúar 1927. Hann lést á
Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel-
fossi 19. júlí síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Selfoss-
kirkju 26. júlí.
Mig langar að minnast Magnús-
ar í örfáum orðum. Ég kynntist
honum fyrst 2. janúar 1987 er ég
mætti í fyrsta skipti í vinnu hjá
Bifreiðasmiðju KA sem var og
hét. Ég var frekar feimin og
óframfærin enda ekki nema 17
ára gömul. En Magnús var fljótur
að laga það, hann sagði við mig
að ef ég gæti ekki þolað talsmát-
ann og stríðnina á þessum vinnu-
stað þá gæti ég allt eins farið
heim. Mér brá, en svo var ég nokk-
uð fljót að átta mig á stríðninni
í honum.
Ég vann hjá Magnúsi til okt-
óberloka 1994 og líkaði vel, hann
var hafsjór af fróðleik og það var
auðvelt að fá hann til að segja frá
einhverju ef hann hafði tíma og
sögurnar sumar voru stórkostleg-
ar. Svo var hann ekki spar á ráð-
leggingar allt frá þvottavélakaup-
um og upp í húsakaup. Ég sakn-
aði þess að þurfa að flytja mig til
innan fyrirtækisins og missa af
öllu fjörinu í smiðjunum, en það
vandist.
Svo komu veikindin, það var
erfitt að horfa upp á stóran og
stæðilegan mann verða að engu.
Ég vil bara þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast svo merkum
manni sem Magnús var.
Elsku Dísa, ég sendi þér og fjöl-
skyldunni mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Minning Magnús-
ar lifir.
Sigrún Sveinsdóttir.
■■“SfeSÖ*
AUSTURSTRÆTI • GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • LAGMULA
SPORHÖMRUM • LANGARIMA • ENGIHJALLA
SETBERGSHVERFIOG FIRÐIHAFNARFIRÐI