Morgunblaðið - 02.08.1997, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 1997_____________________
MINNINGAR
ARNÞÓRINGI
SIG URÐSSON
+ Arnþór Ingi
Sigurðsson
fæddist í Reylqavík
17. mars 1978.
Hann lést af slys-
förum á Reyðar-
firði aðfaranótt 26.
júlí. Foreldrar hans
eru Erna Arnþórs-
dóttir, f. 15. mars
1954, og Sigurður
Eiríkur Aðalsteins-
son, f. 19. mai 1953.
r Bróðir Arnþórs
Inga er Sigurður
Örn, f. 8. júlí 1982.
Útför Arnþórs
Inga fer fram frá Reyðarfjarð-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls,
og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
Elsku Addi, alltaf varst þú kátur
og hress þegar þú komst til afa og
ömmu og hvenær sem við hittum
þig. Nú ert þú horfinn frá okkur
en við eigum minningarnar eftir
góðar og ljúfar, og þær geymum
við í hjörtum okkar.
Við biðjum Guð að gæta þín.
Aldrei mætzt í síðsta sinni
sannir Jesú vinir fá.
Hrellda sál, það haf í minni
harmakveðju stundum á.
Þótt vér sjáumst oftar eigi
. undir sól, er skín oss hér,
á þeim mikla dýrðardegi
Drottins aftur finnumst vér.
Elsku Ema, Siggi og Siggi Öm,
megi góður Guð styrkja ykkur og
styðja, og okkur öll í þessari sorg.
Afi og amma, Heiðarvegi 13.
Það er erfitt að tjá þær minning-
ar sem streyma í gegnum hugann
á svona stundum. Við sem höfum
þekkt þig frá því þú fæddist; sökn-
uður okkar er sár. Eftir situr í hjarta
okkar minningin um góðan og ljúf-
an dreng.
Elsku Addi, Guð geymi þig.
■ Nú, pð, ég von’að gefi,
af gæsku sinni frið,
að sársaukann hann sefi,
af sálu allri bið.
Og þó að sárt sé saknað,
og sól sé bakvið ský,
þá vonir geti vaknað,
og vermt okkur á ný.
Þá ljósið oss mun leiða,
með ljúfum minningum,
og götur okkar greiða,
með góðum hugsunum.
(I.T.)
Elsku Siggi, Erna, Siggi Örn og
aðrir ástvinir, megi Guð styrkja
■okkur öll i þessari miklu sorg.
Föðursystkini og fjölskyldur
þeirra.
Mikið eru örlögin einkennileg og
miskunnarlaus, hugsaði ég þegar
mér barst sú frétt að hann Addi
frændi minn hefði látist af slysför-
um aðfaranótt 26. júlí. í fyrstu
neitar maður að trúa þessu, örvænt-
ingin og vonbrigðin hellast yfir
mann. En maður fær víst engu
breytt, maður verður að horfast í
augu við þessa hræðilegu stað-
reypd.
Ég man þegar ég talaði við Adda
nú í síðustu viku. Eins og oft áður
þá barst tal okkar að knattspýrnu.
Hann spurði hvenær ég kæmi aust-
ur til að spila fóbolta við sig og
Sigga bróður sinn. Því oft höfðum
við spilað og þá aðallega hjá afa á
* Heiðarvegi 1. Addi var mikill
áhugamaður um knatt-
spymu enda var hann
mjög efnilegur knatt-
spymumaður. Inni á
vellinum var hann leik-
inn og útsjónarsamur
og þau vom ekki fá
mörkin sem hann skor-
aði með glæsibrag fyrir
Val. Þó svo Addi væri
hættur að æfa knatt-
spyrnu fylgdist hann
vel með. Það vom ekki
ófáar stundirnar sem
hann fór á völlinn og
þá aðallega til að horfa
á Sigga bróður sinn
sem hann hvatti og studdi ávallt,
enda ríkti mikill kærleikur á milli
þeirra bræðra.
Það er svo margt sem mig lang-
aði að segja um þennan kæra
frænda minn, sem kvaddi þennan
heim svo skyndilega og langt um
aldur fram.
Elsku systir, mágur, Siggi, afi
og amma á Heiðarvegi 1 svo og
aðrir ættingjar og vinir. Megi góður
Guð styrkja ykkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri treptárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Agnar Arnþórsson.
Laugardaginn síðasta barst mér
til eyma sú hörmulega frétt að fyrr-
um nemandi minn, Arnþór Ingi Sig-
urðsson, aðeins 19 ára gamall,
væri dáinn. Ólýsanleg tilfinning
greip mig og ég fylltist reiði yfir
óréttlæti þessa heims. Ungmenni í
blóma lífsins hrifið burt úr okkar
litla samfélagi og við skilin eftir
með sorgina.
Þessi glaðlyndi og kraftmikli
strákur, sem lauk skólanum hjá
mér með prýðisárangri fyrir þremur
árum, horfinn burt og minningin
ein eftir. Arnþór, eða Addi eins og
hann var kallaður, átti góðar gáf-
ur, var duglegur til vinnu og mikill
íþróttamaður, hæfíleikastrákur sem
átti svo margt ógert. Hann reyndist
mér ljúfur og samviskusamur nem-
andi en átti eins og aðrir strákar
sín strákapör og gat verið snöggur
upp á lagið, en það risti aldrei djúpt
og það var ætíð stutt í brosið. Hann
hafði óstöðvandi áhuga á fótbolta
og var mikill boltamaður, eldsnögg-
ur og teknískur. En því miður fékk
Addi ekki notið sinna guðsgjafa
lengur en raun ber vitni. Grimm
örlög gripu í taumana og gerðu að
engu framtíðardrauma.
Já, það er erfitt að sætta sig við
að hann Addi sé horfinn úr þessum
heimi á fund æðri máttarvalda, en
ég er þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þessum góða dreng
og bið guð að geyma hann undir
sínum vemdarvæng. Ég bið góðan
guð að blessa og styrkja alla sem
nú eiga um sárt að binda, foreldr-
ana Sigurð og Ernu og Sigurð Öm
bróður hans, afana og ömmurnar,
skyldmennin öll og alla hans góðu
vini.
Þóroddur Helgason
skólastjóri
Bekkjarfélagi okkar og vinur,
Addi, er dáinn svo alltof snemma.
Með nokkrum fátæklegum orðum
viljum við kveðja góðan dreng.
Þegar við fréttum lát Adda varð
það okkur öllum mjög mikið áfall
og við erum varla farin að trúa
þessu ennþá. Nú, þegar við emm
hætt að sjá honum bregða fyrir
gemm við okkur grein fyrir því hve
mikilvægur hann var í okkar dag-
lega lífi.
Öll munum við eftir honum sem
glaðlegum strák sem var alltaf á
fleygiferð við hvað sem hann
fékkst. Fótbolti var hans aðal-
áhugamál og hafði hann mikla
hæfileika á því sviði. Addi var alltaf
mikill Liverpool-aðdáandi og fór
tvisvar út til Englands til að fýlgj-
ast með liðinu sínu. Hann hafði líka
mikinn áhuga á tónlist og urðum
við sérstaklega vör við það í skóla-
ferðalaginu okkar þar sem Led
Zeppelin og Deep Purple hljómuðu
um alla rútuna. Addi átti auðvelt
með að læra, var hörkuduglegur i
vinnu og alltaf tilbúinn til að gera
vinum sínum greiða.
Söknuður okkar er mikill og sárt
að hafa þennan góða vin ekki leng-
ur meðal okkar. Við biðjum góðan
Guð að vemda Adda og blessa og
styrkja foreldra hans, Sigurð og
Ernu, Sigga bróður hans sem og
aðra ættingja og vini.
Af eilífðarljósi bjarmann ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Bekkjarfélagar úr Grunn-
skóla Reyðarfjarðar.
Enn hefur verið reitt til höggs.
Enn einn ungur maður verið kallað-
ur burt úr faðmi ástvina og félaga.
Alla setur hljóða og í huga okkar
gerist spurningin áleitin: Hvers
vegna? Æskan á að erfa landið og
því er erfitt að sætta sig við að
kallað hafí verið eftir unglingi sem
enn var að leita sinnar leiðar en
átti um svo margar að velja.
Þegar við fréttum af láti Adda
tóku að hrannast upp i hugann
myndir tengdar skólagöngu hans.
Myndir frá því hann kom fyrst í 6
ára bekk, lítill, brosandi og ákveð-
inn í að standa sig og síðan enn
fleiri myndir sem spanna skóla-
göngu hans við Grunnskóla Reyðar-
fjarðar.
Strax skipaði hann ákveðinn sess
meðal bekkjarfélaganna sem allir
virtu og öllum fannst sjálfsagður.
í leikjum og íþróttum var hann jafn-
an í forystu og einnig veittist honum
nám auðvelt. Hann var samvisku-
samur og natinn og skýr er af hon-
um myndin þar sem hann situr við
borðið sitt einbeittur, með saman-
bitnar tennur við að leysa verkefni
sín.
Slíkar myndir er að fínna í huga
sérhvers kennara og á stundum sem
þessum eru það dýrmætustu minn-
ingarnar. Að fá sem kennari að
fylgjast með barni vaxa úr grasi
og verða að unglingi og síðar full-
orðnum einstaklingi eru ákveðin
forréttindi. Því erfiðara er þess
vegna að þurfa líka að horfa á að
lífinu ljúki svo snemma. Að ungum
hæfíleikaríkum og réttsýnum dreng
skuli ekki lengur auðnast að taka
þátt í leik og starfí félaganna. Vera
hrifsaður úr faðmi ástríkrar íjöl-
skyldu, þar sem hann skipaði svo
stóran sess hjá foreldrum, bróður
og öfum sínum og ömmum.
Á þessari sorgarstund biðjum við
Guð að styrkja Sigga, Ernu, Sigurð
Örn og aðra ættingja og vini.
Myndirnar af góðum dreng
geymum við í huga okkar og biðjum
honum góðrar heimkomu í faðm
Guðs.
Halldóra og Hilmar.
Rauðir lokkar, freknur á nefi og
fallegt bros. Þetta er myndin sem
ég mun geyma í minningunni um
hann Adda litla sem við gjarnan
kölluðum hann. Það settist sorg að
hjarta þegar mér bárust þær fregn-
ir að hann væri dáinn. Aðeins 19
ára gamall kvaddi hann þetta jarð-
líf og þær sækja á hugann ein af
annarri minningarnar frá liðnum
árum þegar hann lék sér kátur og
hress við stelpurnar mínar.
Ég bið Guð að styrkja ættingja
og vini. Elsku Erna, Siggi og Siggi,
engin orð geta tjáð samúð mína en
ég vil trúa að tíminn lækni öll sár
hægt og hægt og bið þess að svo
verði einnig nú.
Með þakklæti fyrir góðar sam-
verustundir kveð ég ljúfan dreng.
Margrét Traustadóttir.
Það fyrsta sem kom upp í huga
mér þegar ég fékk þær sorglegu
fréttir að vinur minn, Amþór Ingi,
væri dáinn var af hveiju?
En það var ekki aftur snúið,
hvernig þú varst farinn burt og þá
ennþá lengra í burtu frá mér.
Þó að þú sért farinn ferðu aldrei
burt úr huga mínum og ég ætla
að reyna gera mitt besta til að skilja
þig og það sem gerðist.
Það er sárt að hugsa til þess að
ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur
en ég verð samt að sætta mig við
það sem er og verður.
Ég trúi því að við eigum eftir
að ná saman aftur og þá þar sem
okkur líður vonandi báðum vel.
Ég vil bara að þú vitir, að þú
átt alltaf eftir að eiga sérstakan
stað í hjarta mínu og allar þær
stundir sem við áttum saman verða
ofarlega í huga mér, sem og góðar
minningar; sem við munum alltaf
eiga saman þó svo að leiðir okkar
skilji um tíma.
Eg vil biðja góðan Guð að vernda
og styrkja alla þína ættingja og
vini. Elsku Erna, Siggi og Siggi,
megi góður Guð og allt sem í hans
valdi er styrkja ykkur í gegnum
þessa þungu raun.
Ég ætla að kveðja góðan vin með
hluta úr ljóði eftir Stein Steinarr:
Og ég sem drykklangt drúpi höfði,
yfir dauðans ró,
hvort er ég heldur hann sem eftir lifír
eða hinn sem dó?
Blessuð sé minning þín.
Þín,
Stella Mjöll.
Það var sárt að heyra að Addi
frændi væri dáinn. Hann sem alltaf
var svo góður og skemmtilegur.
Við viljum minnast hans með þess-
um sálmi:
Ó, þá náð að eiga Jesúm
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu í Drottins skaut.
Ó, það slys því hnossi að hafna,
hvílikt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut,
Eigir þú við böl að búa,
bíðir freistni, sorg og þraut,
óttast ekki, bænin ber oss
beina leið í Drottins skaut.
Hver á betri hjálp í nauðum?
Hver á slíkan vin á braut,
hjartans vin, sem hjartað þekkir?
Höllum oss í Drottins skaut.
Ef vér berum harm í hjarta,
hryggilega dauðans þraut,
þá hvað helst er Herrann Jesús
hjartans fró og líknar skaut.
Vilji bregðast vinir þínir,
verðirðu einn á kaldri braut,
flýt þér þá að halla og hneigja
höfuð þreytt í Drottins skaut.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Erna, Siggi eldri, Siggi
yngri, amma Sigga, Addi afi og
allir aðrir. Við ætlum að halda
áfram að biðja Guð að styrkja ykk-
ur og að hjálpa Adda frænda.
Sigga, Lilja og Eiríkur Viðar.
Með þessum örfáu orðum viljum
við kveðja ástkæran vin okkar,
Amþór Inga Sigurðsson, sem féll
frá laugardaginn 26. júlí síðastlið-
inn. Það er alltaf mikill missir að
missa góðan vin, sérstaklega í
svona litlu bæjarfélagi þar sem all-
ir eru frekar samrýndir.
Addi eins og hann var kallaður
var virkur þátttakandi í félags- og
íþróttalífi bæjarins og þá einkum í
knattspyrnu þar sem hann var mjög
hæfileikaríkur og einn dyggasti
stuðningsmaður KVA-liðsins. Lýs-
andi dæmi um það er ferðalag sem
handboltaliðið fór til Akureyrar síð-
astliðið ár þar sem hann var eini
stuðningsmaður liðsins á móti fullu
húsi af Þórsumm og mátti varla á
milli sjá hvorir hefðu sig meira í
frammi í hvatningarópum.
Allir höfðu mikla ánægju af nær-
veru hans þar sem hann hafði ein-
stakt lag á að koma öllum í gott
skap með framkomu sinni og litrík-
um persónuleika bæði í leik og
starfí. Þar sem fráfall Adda bar svo
brátt að gafst okkur aldrei tími til
að segja honum hvað við virtum
hann að verðleikum og hversu vin-
átta hans var okkur mikils virði.
Elsku Sigurði, Ernu, Sigurði
Erni, ættingjum og vinum vottum
við okkar dýpstu samúð og megi
Guð vera með ykkur í þessari miklu
sorg.
Steinar ísfeld, Helgi Seljan
og Þorsteinn Einarsson.
Afmælis-
ogminn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblað-
inu. Til leiðbeiningar fyrir
greinahöfunda skai eftirfarandi
tekið fram um lengd greina,
frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínu-
bil og hæfílega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þijú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem íjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki i greinunum sjálf-
um.
Undirskrift
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textamenferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er ennfremur unnt að
senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn eða
eftir að útför hefur farið fram,
er ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.