Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 1

Morgunblaðið - 19.10.1997, Side 1
238. TBL. 85. ÁRG. STOFNAÐ 1913 112 SÍÐUR B/C/D/E SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þóttist vera lömuð í tólf ár BRESKA lögreglan hefur komist að því að 33 ára fyrrverandi ballettdansmær blekkti umheiminn í tólf ár með því að þykjast vera lömuð upp að mitti. Konan hafði sannfært lækna og félagsráðgjafa í Oldham um að hún hefði lamast árið 1985 þegar hún átti að fara í dansferð til Grikklands. Hundruð manna létu fé af hendi rakna til að styðja konuna og hún helg- aði líf sitt fjársöfnunum og ýmiss konar góðgerðastarfsemi í þágu lamaðra. Yfírvöld í heimabæ hennar dáðust svo að dugnaði hennar að þau völdu hana konu ársins f Oldham árið 1993. Hún var hógværðin uppmáluð þegar hún tók við viðurkenningunni og sagði: „I raun- inni er ekki svo slæmt að vera í hjóla- stól.“ Svikin komust upp þegar konan kærði ítrekuð innbrot og skemmdar- verk í íbúð sinni. Lögreglan kom fyrir myndavél við húsið til að upplýsa málið og á myndum sem teknar voru sást að hún gat gengið án hjálpartækja. Fé- lagsmálastofnun Oldham hefur hafið rannsókn á því hvers vegna konunni var veitt aðstoð að andvirði hundruð þúsunda króna án þess að gengið væri úr skugga um að hún væri í raun lömuð. Kúbverjar minn- ast Guevaras ERNESTO „Che“ Guevara, byltingar- heljan goðsagnakennda, var borinn til hinztu hvílu í Santa Clara á miðri Kúbu á föstudag, 30 árum eftir andlát sitt. Þúsundir Kúbverja voru viðstadd- ir athöfnina og veifuðu fánum alþýðu- lýðveldisins sem Guevara átti sinn þátt í að stofna. Við þetta tækifæri hvatti Fidel Castro Kúbuleiðtogi til þess að minning þessa fyrrverandi samherja síns mætti áfram setja mark sitt á þá hreyfingu sem þeir mótuðu báðir fyrir 40 árum. 21 fallbyssuskoti var hleypt af til heiðurs Guevara fyrir utan nýtt grafhýsi hans, og barnakór söng í minningu um „Che“ og sex aðra sem dóu með honum í misheppnaðri tilraun til að koma af stað bændauppreisn í Bólivíu haustið 1967. Morgunblaðið/Ómar Hauststemmning við Oxará Rússneskir kommúnistar funda um aðgerðir Vonast eftir hring- borðsviðræðum Moskvu. Reuters. FLOKKSFORYSTA rússneskra kommúnista, sem ráða mestu í neðri deild rússneska þings- ins, Dúmunni, sat í gær á rökstólum um það til hvaða bragðs hún vilji grípa næst í togstreit- unni við Boris Jeltsin forseta og ríkisstjórn hans um leiðir til umbóta í efnahagsmálum. Á morgun fara fram viðræður um dagskrá hringborðsviðræðna stjórnar og stjórnarand- stöðu, sem hugsanlega verða hafnar í vikunni. Fulltrúar á fundi flokksforystunnar hafa um tvo kosti að velja. Annað hvort að veita ríkis- stjórninni fulla andstöðu eða hætta við að krefjast atkvæðagreiðslu í Dúmunni um van- trauststillögu á hendur stjórninni. Fundurinn fór fram fyrir luktum dyrum, en skiptar skoð- anir eru um það í röðum kommúnista hve langt skuli gengið í aðgerðum gegn stjórninni. Hermt er að Zjúganov sé hikandi við að ganga mjög langt þar sem það gæfl Jeltsín tilefni til að leysa þingið upp. Jeltsín, talsmenn ríkisstjórnai- hans og Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, gáfu allir í skyn á föstudag að málamiðlun væri í sjónmáli, tveimur dögum eftir að forsetinn hafði gripið inn í heita umræðu um efnahags- stefnu stjórnarinnar á þinginu með ákalli um að málamiðlunar skyldi leitað og kommúnistar féllust á að fresta um viku atkvæðagreiðslu um vantraust. Vongóðir um málamiðlun Jeltsín hefur þegar fallizt á að halda á morgun, mánudag, málamiðlunarviðræður með þátttöku Viktors Tsjernomyrdíns forsæt- isráðherra, Gennadís Zeleznjovs, forseta Dúmunnar, og Jegors Stroyevs, forseta efri deildar þingsins. Reiknað er með því að á þessum fundi muni fjórmenningarnir koma sér saman um dagskrá víðtækari hring- borðsviðræðna stjórnar og stjórnarandstöðu. „Eg er sannfærður um að hringborðsviðræður verða haldnar og að í þeim verður fundin leið út úr þessari snúnu stöðu,“ tjáði Zjúganov fréttamönnum. Reuters Ekki viðskiptastríð INGOLSTADT, flutningaskip í eigu Japana, liggur hér við bryggju í Newark í Bandaríkj- unum. Japönum og Bandaríkjamönnum tókst í fyrrakvöld að leysa harða deilu, sem stefndi í að leiða til þess að japönskum skip- um yrði bannað að leggjast að bryggju í bandarískum höfnum með alvarlegum afleið- ingum fyrir viðskipti. títgerðarinenn fragt- skipa í Bandaríkjunum hafa lengi kvartað undan gífurháum hafnargjöldum í Japan. LEYNDARDÓMAR Vatnajökuls Skerpum athygflina og ábyrgðina Höfum aðlagast breyttum tímum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.