Morgunblaðið - 19.10.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.10.1997, Qupperneq 1
238. TBL. 85. ÁRG. STOFNAÐ 1913 112 SÍÐUR B/C/D/E SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þóttist vera lömuð í tólf ár BRESKA lögreglan hefur komist að því að 33 ára fyrrverandi ballettdansmær blekkti umheiminn í tólf ár með því að þykjast vera lömuð upp að mitti. Konan hafði sannfært lækna og félagsráðgjafa í Oldham um að hún hefði lamast árið 1985 þegar hún átti að fara í dansferð til Grikklands. Hundruð manna létu fé af hendi rakna til að styðja konuna og hún helg- aði líf sitt fjársöfnunum og ýmiss konar góðgerðastarfsemi í þágu lamaðra. Yfírvöld í heimabæ hennar dáðust svo að dugnaði hennar að þau völdu hana konu ársins f Oldham árið 1993. Hún var hógværðin uppmáluð þegar hún tók við viðurkenningunni og sagði: „I raun- inni er ekki svo slæmt að vera í hjóla- stól.“ Svikin komust upp þegar konan kærði ítrekuð innbrot og skemmdar- verk í íbúð sinni. Lögreglan kom fyrir myndavél við húsið til að upplýsa málið og á myndum sem teknar voru sást að hún gat gengið án hjálpartækja. Fé- lagsmálastofnun Oldham hefur hafið rannsókn á því hvers vegna konunni var veitt aðstoð að andvirði hundruð þúsunda króna án þess að gengið væri úr skugga um að hún væri í raun lömuð. Kúbverjar minn- ast Guevaras ERNESTO „Che“ Guevara, byltingar- heljan goðsagnakennda, var borinn til hinztu hvílu í Santa Clara á miðri Kúbu á föstudag, 30 árum eftir andlát sitt. Þúsundir Kúbverja voru viðstadd- ir athöfnina og veifuðu fánum alþýðu- lýðveldisins sem Guevara átti sinn þátt í að stofna. Við þetta tækifæri hvatti Fidel Castro Kúbuleiðtogi til þess að minning þessa fyrrverandi samherja síns mætti áfram setja mark sitt á þá hreyfingu sem þeir mótuðu báðir fyrir 40 árum. 21 fallbyssuskoti var hleypt af til heiðurs Guevara fyrir utan nýtt grafhýsi hans, og barnakór söng í minningu um „Che“ og sex aðra sem dóu með honum í misheppnaðri tilraun til að koma af stað bændauppreisn í Bólivíu haustið 1967. Morgunblaðið/Ómar Hauststemmning við Oxará Rússneskir kommúnistar funda um aðgerðir Vonast eftir hring- borðsviðræðum Moskvu. Reuters. FLOKKSFORYSTA rússneskra kommúnista, sem ráða mestu í neðri deild rússneska þings- ins, Dúmunni, sat í gær á rökstólum um það til hvaða bragðs hún vilji grípa næst í togstreit- unni við Boris Jeltsin forseta og ríkisstjórn hans um leiðir til umbóta í efnahagsmálum. Á morgun fara fram viðræður um dagskrá hringborðsviðræðna stjórnar og stjórnarand- stöðu, sem hugsanlega verða hafnar í vikunni. Fulltrúar á fundi flokksforystunnar hafa um tvo kosti að velja. Annað hvort að veita ríkis- stjórninni fulla andstöðu eða hætta við að krefjast atkvæðagreiðslu í Dúmunni um van- trauststillögu á hendur stjórninni. Fundurinn fór fram fyrir luktum dyrum, en skiptar skoð- anir eru um það í röðum kommúnista hve langt skuli gengið í aðgerðum gegn stjórninni. Hermt er að Zjúganov sé hikandi við að ganga mjög langt þar sem það gæfl Jeltsín tilefni til að leysa þingið upp. Jeltsín, talsmenn ríkisstjórnai- hans og Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, gáfu allir í skyn á föstudag að málamiðlun væri í sjónmáli, tveimur dögum eftir að forsetinn hafði gripið inn í heita umræðu um efnahags- stefnu stjórnarinnar á þinginu með ákalli um að málamiðlunar skyldi leitað og kommúnistar féllust á að fresta um viku atkvæðagreiðslu um vantraust. Vongóðir um málamiðlun Jeltsín hefur þegar fallizt á að halda á morgun, mánudag, málamiðlunarviðræður með þátttöku Viktors Tsjernomyrdíns forsæt- isráðherra, Gennadís Zeleznjovs, forseta Dúmunnar, og Jegors Stroyevs, forseta efri deildar þingsins. Reiknað er með því að á þessum fundi muni fjórmenningarnir koma sér saman um dagskrá víðtækari hring- borðsviðræðna stjórnar og stjórnarandstöðu. „Eg er sannfærður um að hringborðsviðræður verða haldnar og að í þeim verður fundin leið út úr þessari snúnu stöðu,“ tjáði Zjúganov fréttamönnum. Reuters Ekki viðskiptastríð INGOLSTADT, flutningaskip í eigu Japana, liggur hér við bryggju í Newark í Bandaríkj- unum. Japönum og Bandaríkjamönnum tókst í fyrrakvöld að leysa harða deilu, sem stefndi í að leiða til þess að japönskum skip- um yrði bannað að leggjast að bryggju í bandarískum höfnum með alvarlegum afleið- ingum fyrir viðskipti. títgerðarinenn fragt- skipa í Bandaríkjunum hafa lengi kvartað undan gífurháum hafnargjöldum í Japan. LEYNDARDÓMAR Vatnajökuls Skerpum athygflina og ábyrgðina Höfum aðlagast breyttum tímum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.