Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 17 ÍÞRÓTTIR Tveir íslenskir umboðsmenn fá FIFA-réttindi EYJÓLFUR Bergþórsson og Ólafur Garðarsson verða fyrstu Islendingarnir sem fá réttindi frá Alþjóða knattspyrnusam- bandinu, FIFA, til að starfa sem alþjóðlegir umboðsmenn í knattspyrnu. Fulltrúar Knatt- spyrnusambands íslands ræddu við þá á föstudag og fóru yfir gögn þeirra en í kjölfarið fær FIFA málið til afgreiðslu. Aðeins umboðsmenn með fyrrnefnd réttindi mega starfa að sölu og kaupum leikmanna og til að fá viðurkenningu FIFA til starfans verða þeir að upp- fylla ákveðin skilyrði, m.a. að leggja fram bankatryggingu að upphæð 200.000 svissneskra franka (um 10 millj. kr.) og sakavottorð. Tvímenningarnir uppfylla öll sett skilyrði og því má gera ráð fyrir því að þeir verði viður- kenndir umboðsmenn innan skamms. Morgunblaðið/Kristinn ANJA Andersen, handknattleikskonan frábæra, í úrslita- leiknum gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra. Hún átti mikinn þátt í að Danlr urðu Ólympíumeistarar. Anjaerbetri en karimenn Danska handknattleikskonan Anja Andersen er leikur með norska félaginu Bækkelaget hefur oft verið talin besti handknattleiks- maður heims í kvennaflokki, en þjálfari hennar Frode Kyvág var ekki nokkrum vafa og eftir stórleik Anju með félaginu sínu í EHF- keppninni um síðustu helgi. Þá sagði Kyvág að hún væri betri en flestir karlmenn í íþróttinni. „Þeir eru ekki margir karlmennirnir sem standa henni framar," sagði þjálfarinn í samtali við Verdens Gang í umræddum leik Bækkelaget í Evrópukeppninni sem var gegn Olimpija Ljubljana frá Slóveníu skoraði hún 16 mörk í 33:21 sigri norska liðsins. Mörkin voru í öllum regnbogans litum og réðu mark- verðir Olimpija ekkert við þau. „Vera kann að margir karlmenn skjóti fastar, en ég fullyrði að eng- inn karlamaður skjóti betur á markið en hún gerir. Anja er einn einn allra besti handknattleiksmað- ur heims og fáir karlmenn standa henni á sporði. Engin vörn hefur enn fundið leið til þess að stöðva stökk- og gólfskot hennar. Hún skorar frá stöðum á vellinum þar sem halda mætti að ómögulegt væri að skora.“ Helga í 3. sæti Helga Magnúsdóttir skylminga- maður er í efsta sæti í stiga- keppninni um N-Evrópubikarinn í skylmingum með höggsverði. Eftir sigur í fyrsta mótinu þá varð hún í þriðja sæti í 2. umferðinni sem fram fór í Amsterdam um síðustu helgi. Þá varð Sigrún Geirsdóttir í 19. sæti en alls voru keppendur 23 í kvennaflokki. í karlaflokki voru 69 keppendur og þar náði Ragnar Sigurðsson bestum árangri en hann varð í 17. sæti. Kári Björnsson varð 42., Guð- jón Gestsson í 52. sæti, Kristmund- ur Bergsveinsson hlaut 54. sæti og Sigurður Guðbjörnsson hreppti 60. sætið. Árangur Helgu er athyglisverður þar sem hún gekk ekki heil til skóg- ar í einstaklingskeppninni eftir að hafa meiðst illa í baki í liðakeppn- inni á laugardag. Að sögn Nikolays Mateevs landsliðsþjálfara sýndi Helga mikla keppnishörku í ein- staklingskeppninni með því að keppa meidd og ná þriðja sætinu. Hún sigraði í stigakeppninni um N-Evrópubikarinn sl. vor, en alls eru mótin átta í röðinni. Næst verð- ur keppt í Kaupmannahöfn í nóv- embermánuði. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 24. og 25. október 1997 Við styðjum Júlíus Vífil í eitt af efstu sætunum Magnús L. Sveinsson, formaður vr. Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona. Jón Þórarinsson, tónskáld. Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfuiitrúi. Asta Möller, hjúkrunarfræðingur. Guðmundur H. Garðarson, fyrrv. alþingismaður. Jónas Hvannberg, menntaskólanemi. Ellert B. Schram, fyrrv. alþingismaður. Valdimar Grímsson, handboltamaóur. Sigríður Ragna Sigurðardóttir, dagskrárfuiitrúi. Daði Guðbjörnsson, listmáiari. Páll Gíslason, læknir. Sigfús Sigfússon, forstjóri. Egill Eðvarðsson, kvikmyndagerðarmaður. Margrét Theodórsdóttir, skóiastjóri. Lárus Sigurðsson, knattspyrnumaður. Hilmar Guðlaugsson, borgarfulltrúi. Guðrún Pétursdóttir, háskólakennari. Jónas Fr. Jónsson, lögmaður. Hjálmar Blöndal Guðjónsson, menntaskólanemi. Þorbjörn Jensson, landsUðsþjáifari. Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Skjóis og Eirar. Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri. Guðmundur Torfason, knattpyrnuþjálfari. Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. Baldvin Tryggvason, fyrrv. sparisjóðsstjóri. Jóhanna Thorsteinson, leikskóiastjóri. Stefán Gunnarsson, byggingameistari. Björg Einarsdóttir, rithöfundur. Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttarlögmaður. Katrín Fjeldsted, læknir. Andri Sigþórsson, knattspyrnumaöur. Kosningaskrifstofan er að Suðurgötu 7. Opið alla daga kl. 13-22 Símar 561 7640 og 561 7641 • Símbréf 561 7643
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.