Morgunblaðið - 02.11.1997, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 26/10-1/11.
^BS
P&S dregnr úr hækk-
► SAMKOMULAG í lífeyr-
isnefnd fjármálaráðherra
felur í sér aukið svigrúm
lífeyrissjóða til að ákveða
lágmarksiðgjald til sam-
tryggingar. Telji lífeyris-
sjóður að hann geti uppfyllt
skilyrði lífeyrissjóðafrum-
varpsins um lágmarks
tryggingarvernd sjóðfélaga
með 8-9% iðgjaldi er honum
heimilt að ákveða að hafa
það svo lágt. Sjóðfélaginn
sjálfur ætti þá að geta tekið
ákvörðun um i hvaða sjóð
hann greiðir það sem vantar
upp á lágmarksiðgjaldið
sem verður eftir sem áður
10%.
► Útvarpsréttarnefnd hef-
ur veitt Pósti og síma hf.
24 leyfi til endurvarps á
sjónvarpsdagskrá um breið-
band. Formaður nefndar-
innar segir nefndina telja
þörf á að endurskoða út-
varpslög og bæta við þau
skýrum ákvæðum um rétt-
indi og skyldur þeirra sem
reka kapalkerfi.
► ALLT útlit er fyrir að
þroskaþjálfar fari í verkfall
á morgun, mánudag, en
samninganefnd ríkisins hef-
ur hafnað því að veita
þroskaþjálfum sambærileg-
ar hækkanir og leikskóla-
kennarar og grunnskóla-
kennarar hafa samið um.
un á gjaldskrá
SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur til-
kynnt að hækkun sem boðuð var í byij-
un vikunnar á gjaldskrá Pósts og síma
hf. fyrir staðarsamtöl 1. nóvember þegar
ailt landið verður eitt gjaldsvæði verði
lækkuð, en kröftug mótmæli bárust yfír-
völdum og P&S hvaðanæva að vegna
hækkunarinnar. Eftir fund með Davíð
Oddssyni forsætisráðherra tilkynnti
Halldór Blöndal samgönguráðherra að
hann hefði gert tillögu um að þriggja
mínútna staðarsímtöl hækkuðu um
20,8% í staðinn fyrir þá 40% hækkun
sem tekið hefur gildi. Ákvörðun sem
tekin hafði verið um 22% lækkun á milli-
landasímtölum stendur óbreytt og mun
P&S bera kostnaðinn af henni án þess
að komi til hækkunar á innanlandstaxt-
anum. Breytingamar sem ákveðnar
höfðu verið hefðu þýtt um 100 milljóna
króna kostnað fyrir P&S, en eftir að
dregið verður úr hækkununum mun það
hafa í för með sér 380 milljóna króna
tekjurýmun fyrir fyrirtækið.
Kennarar fá 33%
SAMNINGANEFNDIR kennarafélag-
anna og launanefndar sveitarfélaga
undirrituðu nýjan kjarasamning þegar
verkfall grunnskólakennara hafði staðið
yfír í tæpan sóiarhring. Samningurinn
giidir frá 1. ágúst sl. og felur í sér um
33% meðalhækkun launa á samnings-
tímanum sem stendur út árið 2000. Er
þá meðtalin 4% launahækkun sem sam-
ið var um með bráðabirgðasamkomu-
lagi í mars síðastliðnum.
Samið um síldina
► EFTIRSPURN eftir
vinnuafli hefur ekki verið
jafnmikil og nú frá því i
septembermánuði árið
1991. Vi\ja atvinnurekendur
fjölga starfsmönnum um
535 manns á landinu öllu
eða sem nemur 0,6% af
mannafla á vinnumarkaði.
SAMNINGAR hafa tekist um heildar-
veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum
á næsta ári, og verður heildarveiðikvóti
næsta árs 1.290.000 tonn, sem er tæp-
lega 200 þúsund tonnum minna en
heimilað var að veiða í ár. í hlut íslend-
inga kemur 202 þúsund tonna veiði-
kvóti, sem er sama hlutfall af veiðikvót-
anum og á þessu ári.
Ciinton og Jiang
semja
BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræddi
á miðvikudag við Jiang Zemin, forseta
Kína, en opinberri heimsókn þess síð-
arnefnda til Bandaríkjanna lýkur í
dag. Á fundi leiðtoganna í Washington
samþykkti Clinton að heimila sölu á
kjamakljúfum til Kína eftir að Jiang
hafði lofað að Kínveijar myndu ekki
aðstoða ríki eins og íran við smíði
kjarnorkuvopna. Þetta er fyrsti leið-
togafundur Bandaríkjanna og Kína í
átta ár en mótmæli almennings við
ástandi mannréttindamála í Kína hafa
sett svip sinn á heimsóknina.
Bamfóstra hlýtur
lífstíðardóm
NÍTJÁN ára
bresk bamfóstra
var á föstudag
dæmd í fangelsi
til lífstíðar í
Bandaríkjunum
fyrir að hafa
myrt ungbarn
sem hún gætti,
með því að slá
höfði þess utan
I vegg. Dómur-
inn hefur vakið hörð viðbrögð, ekki
síst í Bretlandi, þar sem mörgum þyk-
ir að ekki hafí verið sannað að um
morð hafí verið að ræða.
Verðfall á mörkuðum
GENGI verðbréfa á fjármálamörkuð-
um heims var orðið tiltölulega stöð-
ugt undir lok vikunnar eftir miklar
dýfur og uppsveiflur í vikunni. Á
mánudag varð mesta lækkun sem
orðið hefur á Dow Jones vísitölunni
í áratug og voru viðskipti stöðvuð í
tvígang á Wall Street. Var verðfallið
rakið til ólgu á verðbréfamörkuðum
í Hong Kong. Daginn eftir kúventu
bandarískir markaðir og varð mesta
hækkun sem orðið hefur á einum
degi.
►ÍRÖSK stjórnvöld bönn-
uðu í vikunni Bandarikja-
mönnum að taka þátt i
vopnaeftirliti Sameinuðu
þjóðanna í landinu. SÞ
stöðvuðu þegar vopnaeft-
irlit í írak og lýstu bresk
og bandarísk stjórnvöld
því yfir að ekki væri úti-
Iokað að gripið yrði til
hemaðaraðgerða gegn
írökum ef þarlendir ráða-
menn stæðu við ákvörðun
sina.
►MARY McAleese var i
gær kjörin forseti írlands.
Hlaut hún 59% atkvæða
en kjörsókn hefur aldrei
verið minni á írlandi, um
47%.
►GORDON Brown, íjár-
málaráðherra Bretlands,
lýsti því yfir á mánudag
að Bretar myndu standa
utan Efnahags- og mynt-
bandalags Evrópu, er þvi
yrði hleypt af stokkunum
1999 og útilokaði nánast
að þeir yrðu aðilar fyrr
en eftir árið 2002.
►LITHÁAR hafa hafnað
tilboði rússneskra sljóm-
valda um öryggistrygg-
ingar, sem Borís Jeltsín
Rússlandsforseti lagði
fram á fundi sinum og
Algirdar Brazauskas for-
seta landsins. Lettar hafa
einnig hafnað tilboðinu.
►DANSKUR fangi, sem
fiúði til Finnlands, er hon-
um var gefið helgarfrí úr
fangelsi, hefur játað að
hafa myrt tvo lögreglu-
menn í Helsinki. Þeir vom
skotnir er þeir eltu Dan-
ann, sem hafði framið rán
á hóteli.
Félagsvísindastofnun kannar kerfi almannatrygginga
Útbreiðsla almenn en
hlutfall greiðslna lágt
ALMANNATRYGGINGAR á Islandi
eru mjög yfírgripsmiklar að því leyti
að þær ná til þorra landsmanna, en
hins vegar eru íslendingar eftirbátar
flestra annarra OECD-ríkja hvað
varðar hlutfall tryggingagreiðslna
af heildarlaunum verkamanna, sam-
kvæmt Stefáni Ólafssyni prófessor.
Stefán kynnti ófullgerða könnun
Félagsvísindastofnunar Háskóla ís-
lands um „Almannatryggingar í fjöl-
þjóðlegu samhengi" á ársfundi
Tryggingastofnunar ríkisins á föstu-
dag og ságði að endanlegra niður-
staða væri að vænta innan nokkurra
vikna, en áherslan væri mest á það
hvernig ísland félli að hugmyndinni
um norrænt velferðarkerfí.
Jafngott og það besta?
„Það mætti segja að þróun al-
mannatrygginga á Islandi hafí gerst
í tveimur sprengjum," sagði Stefán.
„Það voru lögin um alþýðutrygging-
ar árið 1936 og lögin um almanna-
tryggingar árið 1947. Þau höfðu það
markmið eins og kom fram við
stjórnarmyndun nýsköpunarstjórn-
arinnar að færa skyldi Islendingum
almannatryggingakerfi, sem væri
jafngott og það besta sem þekktist
í heiminum. Það var sérstaklega lit-
ið til Nýja-Sjálands og Bretlands."
Þegar metið er hversu vel hafí
tekist til er um tvo mælikvarða að
ræða, annars vegar útbreiðslu og
hins vegar að hve miklu leyti tekju-
missir sé bættur.
Neðstir með Áströlum
Samkvæmt töflum, sem Stefán
sýndi, var hlutfall greidds ellilífeyris
sem hlutfall af heildarlaunum verka-
manna árið 1985 tæplega 35 af
hundraði og stóðu ísiendingar þar
jafnfætis Aströlum neðstir á lista
yfir 19 OECD-ríki. Efstir voru Belg-
ar með rúmlega 80 af hundraðþ þá
Svíar með 75 af hundraði og þá Ital-
ir með rúmlega 70 af hundraði. Út-
breiðsla ellilífeyristrygginga á Is-
landi hefði hins vegar verið nálægt
100% á sama tíma, en meðaltal 18
OECD-landa rúmlega 90 af hundr-
aði.
Samkvæmt tölum Stefáns var
útbreiðsla tekjutryggingar sjúkra-
trygginga árið 1985 100% í sex af
þeim 19 OECD-löndum, sem hann
hafði til samanburðar, Þau ríki voru
ísland, Sviss, Danmörk, Finnland,
Svíþjóð og Noregur. Á þeim tíma var
ísland hins vegar með lægsta hlut-
fall af heildariaunum verkamanns af
löndunum 19 fyrir utan Bandaríkin.
Upphæð sjúkradagpeninga á íslandi
var þá um fjórðungur heildarlauna
verkamanns. Næstir fyrir ofan voru
Bretar þar sem hlutfallið var um
þriðjungur og síðan Ástralir með um
40 af hundraði. Hin ríkin 16 borguðu
helming heildarlauna verkamanns í
slysatryggingu eða meira og Þjóð-
veijar og Norðmenn bættu þá iauna-
missi að fuilu.
*
A landsliðs-
æfíngu
LANDSLIÐ íslands í handbolta
keppir öðru sinni við lið Litháa í
íþróttahúsinu við Kaplakrika í
Hafnarfirði í kvöld, sunnudags-
kvöld. Leikurinn er liður í Evr-
ópukeppni landsliða. íslenska lið-
ið tapaði fyrri leiknum með þrem-
ur mörkum sl. miðvikudag.
Landsliðsmennirnir æfðu í Kapla-
krika á föstudag, sjálfsagt til að
tryggja að sagan frá Litháen end-
urtaki sig ekki. Ungur stuðnings-
maður liðsins stóð utan við gler-
vegg og fylgdist spenntur með.
----------*-------
• •
Olvaður og
réttindalaus
ÖLVAÐUR og réttindalaus ungling-
ur ók utan í vegg í Vestfjarða-
göngunum aðfaranótt laugardags.
Farþegi sem var í bílnum slasað-
ist, en þó ekki alvarlega að sögn
lögreglu. Bíllinn er talinn gjörónýtur.
Þá var annar ölvaður ökumaður
tekinn um svipað leyti í göngunum.
— ♦ ♦ ♦
*
A batavegi
STÚLKAN frá Egilsstöðum, sem
brenndist í heitu baðvatni í fyrra-
kvöld var flutt á gjörgæsludeild
Landspítalans.
Að sögn lækna er líðan hennar
góð og er hún á batavegi.
Morgunblaðið/Golli
Lokun Goethe-stofnunarinnar
Gæti skaðað
viðskiptatengsl
landanna
I FRETTATILKYNNINGU sem
sendinefnd á vegum þýska Sam-
bandsþingsins hefúr sent frá sér
til þýskra Qölmiðla segir að íslend-
ingar í viðskiptalífínu telji að lokun
Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík
muni hafa alvarlegar afleiðingar í
för með sér fyrir viðskiptasamband
landanna tveggja. Ástæðan er sú
að möguleikar íslendinga til að
læra þýsku muni minnka og ís-
lenskum námsmönnum í Þýska-
landi þar af leiðandi fækka.
í tilkynningunni segir ennfrem-
ur að nefndin muni beita sér gegn
lokun stofnunarinnar meðal ann-
ars með því að ræða við Klaus
Kinkel, utanríkisráðherra Þýska-
lands.
Þingnefndin, sem fæst við sam-
skipti Þýskalands og Norðurlanda,
var á ferð á íslandi um miðjan
október og ræddi við fulltrúa fé-
lagsins Germaníu, Þýsk-íslenska
verslunarráðsins, ýmsa þingmenn,
ráðherra og embættismenn.
í fréttatilkynningunni segir að
nefndarmennimir hafi fundið fyrir
miklum áhuga íslendinga á
Þýskalandi og að allir sem þeir
hafi rætt við hafi sagt Goethe-
stofnunina mikilvæga fyrir tengsl
landanna. Viðmælendurnir tjáðu
nefndinni að íslendingar litu á
boðaða lokun stofnunarinnar sem
móðgun, því að ef hún kæmist í
framkvæmd yrði ísland eina land
Norður-Evrópu þar sem ekki væri
starfandi nein Goethe-stofnun.
Álíka upphæð og efnaður
Hamborgarbúi svíkur
undan skatti
Fyrirhuguð lokun stofnunarinn-
ar hefur einnig orðið aðalritstjóra
blaðsins Súddeutsche Zeitung, eins
stærsta og virtasta dagblaðs
Þýskalands, tilefni til greinaskrifa.
Ritstjórinn, Herbert Riehl-Heyse,
rekur lokunina til fámennisins á
íslandi. Hann bendir þó á að kostn-
aðurinn af rekstri stofnunarinnar,
sem er um 350 þúsund þýsk mörk,
eða rúmar 14 milljónir íslenskra
króna, sé hverfandi í þýsku sam-
hengi, ekki meira en það sem efn-
aður Hamborgarbúi svíki undan
skatti á ári að meðaltali.