Morgunblaðið - 02.11.1997, Side 16
16 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Spítala-
líf 2
KVIKMYNPIR
Regnboginn
LANSINN 2 „RIGET 2“
★ ★ ★
Leikstjórar: Lars von Trier og Mort-
en Arnfred. Handrit: Von Trier og
Niels Vörsel. Kvikmyndatökustjóri:
Eric Kress. Tónlist: Joachim Holbek.
Aðalhlutverk: Emst Hugo Jarkard,
Kirsten Rolffes, Holger Juul Hansen,
Sören Pilmark og Ghita Nörby. 286
min. Enskur texti.
LANSINN 2, framhaldsmynd
dönsku sápuóperuhrollvekjunnar
sem Ríkissjónvarpið sýndi fyrir
nokkru, er á dagskrá Kvikmynda-
hátíðar í Reykjavík í fullri lengd,
næstum fimm tímar. Hún tekur við
nákvæmlega þar sem fyrri myndin
endaði og heldur áfram að rekja
ákaflega dularfulla atburði er eiga
sér stað á Ríkisspítalanum í Kaup-
mannahöfn og snýst í kjarna sínum
um baráttu góðs og ills. Þeir sem
höfðu gaman af Lansanum munu
örugglega skemmta sér vel á fram-
haldinu, sem gert er af meira al-
vöruleysi er fyndið vel og oft hroll-
vekjandi.
Lars von Trier og Morten Am-
fred stýra framhaldinu í sameiningu
og halda sama frásagnarstíl og ein-
kenndi fyrri myndina. Handhelda
myndavélin, sem fór fyrir brjóstið
á mörgum, er enn á sífelldu iði
milli persónanna og skapar óróa og
yfirbragð heimilda- eða frétta-
mynda. Einnig er gulleitum filter
brugðið fyrir linsuna sem gefur
myndinni sína sérstöku áferð hrörn-
unar, er hentar vel hrollvekjandi
spítalasögunni.
Myndin hefst á því að gamla
skyggna konan frú Drusse (Kirsten
Rolffes) lendir í bílslysi á leiðinni
af spítalanum hafandi leyst hina
dularfullu gátu fyrri myndarinnar.
En hún á greinilega verk óunnið á
stofnunni og er lögð inn aftur að
fást við þann úr neðra. Sænski
danahatarinn (Ernest Hugo) byrlar
samstarfsmanni er hann þolir ekki
haitískt dásvefnlyf og yfirmaður
deildarinnar (Holger Juul) leitar sér
sálfræðihjálpar hjá furðufugli í
kjallara spítalans. Hið illa er á
sveimi um bygginguna sem fyrr og
ífvimíNiAHÁn*’
\í
Sunnudagur 2. nóvember
Regnboginn
Kl. 15.00
Hamlet (lengri útgáfa)
Swingers
Substance of Fire
Transformer
Kl. 17.00
Looking for Richard
subUrbia
Kl. 19.00
The Brave
Othello
Kl. 21.00
Hamlet
The Brave
Kl. 23.00
Substance of Fire
Looking for Richard
Laugarásbíó
Kl. 15.00
En avoir (au pas)
Un été á la Goulette
Kl. 17.00
The Truce
Kl. 19.00
The End of Violence
Kl. 21.00
The Winner
The End of Violence
Kl. 23.00
The Truce
Drunks
LISTIR
sækir að hinu góða í líki afmyndaðs
fyrirbura.
Andi David Lynch svífur hér yfír
vötnum og þeim von Trier og Arn-
fred tekst að skapa heilmikinn
óhugnað sem góð tónlistin og
áhrifshljóð ýta undir. Hinn ljúfí
danski húmor er
mjög áberandi í
fyrri hluta fram-
haldsins og oft
skellir maður upp
úr einkanlega að
því er snýr að sænska lækninum,
sem Ernest Hugo leikur af hreinni
snilld. Annars eru allir leikararnir
prýðilegir í hlutverkum sínum og
eiga ekki svo lítinn þátt í að gera
Lansann, bæði 1 og 2, að fyrirtaks-
skemmtun. Þeir skapa með hjálp
von Triers og félaga trúverðugar
persónur innan furðuveraldar spít-
alans sem þú fmnur til með og
hlærð að af því þær eru fyrst og
fremst manneskjulegar. Á því
byggist gamansemin. Og ekki síður
hrollurinn.
Gægjugötin
í Goulette
Laugarásbíó
SUMARIÐ í GOULETTE
★ ★ ★
LEIKSTJÓRINN Férid Bougnéd-
ir frá Túnis kann að búa til svel-
landi kynþokka úr forboðinni ást í
myndinni Sumarið í Goulette. Hún
er dæmisaga sem gæti gerst í nú-
tímanum en gerist reyndar fyrir
nokkrum áratugum á mikilvægum
tímapunkti í samskiptum landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs eins og í
ljós kemur í lok myndarinnar. Hún
segir frá þremur feðrum, þremur
dætrum og þremur vonbiðlum af
flokki múslíma, kristinna manna og
gyðinga í hinum gullfallega
strandbæ Goulette í Túnis þar sem
gægjugöt eru á öllum húsum svo
auðveldara sé að njósna um ná-
grannann. Frægasti íbúi landsins
er leikkonan Claudia Cardinale og
hún birtist í eigin
persónu bæj-
arbúum til ævar-
andi gleði og
ánægju. Sólin
skín, fegurð
landsins er ómæld og gleði ríkir í
hjörtum mannanna nema feðurnir
þrír eru miður sín vegna hinna
gullfallegu dætra sinna. Andrúms-
loftið er kímniblandið og með ein-
dæmum kynferðislegt: Það gerist
ekkert og ekkert er sýnt en samt
er allt ti) staðar. Bougnédir hefur
gert list úr tempraðri erótík í hitan-
um í Goulette.
Tvær einmana sálir
Laugarásbíó
AÐ HAFA EÐA EKKI
★ ★
FRANSKA myndin Að hafa eða
ekki eftir Laetitia Masson segir af
tveimur einmana sálum sem hittast
fyrir tilviljun í stórborg í Frakk-
landi og úr verður ástarsamband.
Aðdragandi þess er langur. Fyrst
kynnumst við högum konunnar sem
missir atvinnuna og síðar mannsins
sem þráir að eiga samskipti við
konur en verður lítið ágengt nema
með mellum. í fyrstu virðast þau
ekki hæfa hvort öðru en ástin, sér-
staklega Frakkanna, er óútreiknan-
leg. Masson hefur gert skondna
mynd um ástina, einlæga og hlýja.
Arnaldur Indriðason
ÚR kvikmyndinni the Brave.
Háskólabió
Kl. 15.00 og 17.15
Carla’s Song
Kl. 21.00 og 23.00
Gridlock’d
Georgia
Mánudagur 3. nóvember
Regnboginn
KI. 17.00 og 21.00
The Brave
Paradise Road
Kl. 19.00 og 23.00
Cosi
Intimate Relations
Laugarásbíó
Kl. 17.00
Drunks
Kl. 19.00
The Winner
Kl. 21.00 og 23.00
The End of Violence
The Truce
Háskólabió
Kl. 17.15
Carla’s Song
KI. 21.00 og 23.00
Gridlock’d
Georgia
ERLENDAR BÆKUR
Geðlæknirinn,
blaðamaðurinn og
fj öldamorðinginn
Caleb Carr: „The Alienist".
Bantam Books 1995.
597 síður.
EIN AF þeim metsölubók-
um sem ég hef lengi ætlað
mér að lesa en ekki komið mér
til þess fyrr en nú fyrir
skemmstu er „The Alienist"
eftir bandaríska rithöfundinn
Caleb Carr. Það var með tals-
verðri eftirvæntingu
sem ég loksins sett-
ist niður með hana
því orðspor hennar
var gott. Hún kom
út fyrir eitthvað um
þremur árum og
vakti strax mikla
athygli. Hún var í
sex mánuði á met-
sölulista The New
York Times og hlaut
afbragðsgóða gagn-
rýni. Höfundurinn
hafði ekki skrifað
mikið áður og var
tiltölulega óþekktur
en lofaður í hástert
og sagður réttilega
hafa samið bók sem
var meira varið í en
flestar aðrar í af-
þreyingarhillum
bókabúðanna, ákaf-
lega vel samda
sögulega spennu-
sögu um leit að
íjöldamorðingja. I
einum dómi sagði að
Caleb Carr gleddi
bæði þá sem höfðu
gaman af Ragtime og Lömb-
unum þagna og það er nokkuð
til í því. „The Alienist" gerist
í New York um síðustu alda-
mót og segir af leit sérvalins
hóps manna að skelfilegum
fjöldamorðingja, sem myrðir
og limlestir börn.
Spennandi sögusvið
Þótt sagan sé næstum sex
hundruð síður prentuð með
mjög smáu letri verður hún
aldrei langdregin heldur þvert
á móti er eitthvað að gerast á
hverri síðu sem gerir hana
spennandi, óhugnanlega og
kannski ekki síst fræðandi lesn-
ingu um tíðarandann í New
York fyrir hundrað árum. í
henni koma fyrir þekktar per-
sónur borgarinnar eins og lög-
reglustjórinn Theodore Roose-
velt, sem síðar varð litríkur for-
seti, og mannlífi og umhverfi
stórborgarinnar er lýst af mik-
illi fæmi. Carr, sem er menntað-
ur í sagnfræði, notfærir sér hið
forvitnilega sögusvið og sögutí-
mann til hins ýtrasta og býr til
úr hvoru tveggja ákjósanlegan
bakgrunn spennusögu um það
hvemig menn við lok síðustu
aldar tóku að beita því sem í
dag em kallaðar nútímalegar
aðferðir við leit að fjöldamorð-
ingja.
Sagan í „The Alienist" er
sögð næstum aldarfjórðungi
eftir að atburðir hennar eiga
sér stað en sögumaður er
blaðamaður við The New York
Times, Moore að nafni. Heiti
bókarinnar er dregið af aðal-
persónu hennar geðlækninum
og sálkönnuðinum Laszlo
Kreizler en titillinn er gamalt
enskt heiti yfir geðlækna.
Kreizler er einskonar Sherlock
Holmes, alvitur sérvitringur
með sálvísindin að vopni, og
Moore verður hans Watson
þegar lögreglustjórinn Roose-
velt setur þá yfír sérstakan
rannsóknarhóp er fínna skal í
snatri barnamorðingja sem
gengur laus í borginni og myrð-
ir unga drengi er selja blíðu
sína í fátækrahverfunum. Hin
byltingarkennda aðferð Kreizl-
ers og félaga er að draga upp
sálfræðilegan prófíl áf morð-
ingjanum byggðan á gerðum
hans, morðaðferð, tímasetning-
um morðanna og morðstöðum
svo nokkuð sé nefnt, þar til
þeir þekkja bakgrunn hans og
sögu og reyna að spá í næstu
voðaverk hans í æsilegu kapp-
hlaupi við tímann.
Styrkur í smáatriðunum
Styrkur bókarinnar liggur
ekki síst í smáatriðunum. Carr
hefur kynnt sér til hlýtar sögu-
efni sitt og fléttar inn í söguna
margskonar fróðleik um New
Yórk, íbúana, ríka og fátæka,
hugmyndir sem þá voru uppi í
geðlæknisfræði og heimspeki,
væringar á pólitíska sviðinu,
undirheima New York, heimil-
islíf Roosevelts verðandi for-
seta og ýmislegt fleira bita-
stætt. Einnig hefur hann aflað
sér víðtækrar þekkingar á hug-
myndum manna um hvemig
fjöldamorðingjar verða til og
leitar fýrst og fremst í æskuna
eftir svörum. Annað sem Carr
vinnur vel er persónusköpunin
en geðlæknirinn Kreizler er
einhver athyglisverðasta sögu-
persóna bandarískra afþrey-
ingabókmennta síðustu ára,
nánast alvitur vísindamaður og
húmanisti sem þráir að komast
að sannleikanum. Aðrar per-
sónur eru ekki síður vel skrifað-
ar þótt þær falli nokkuð í
skuggann af Kreizler.
Caleb Carr gerir þessa
hundrað ára sögu að ljóslif-
andi, stundum hrollvekjandi,
alltaf spennandi og á endanum
magnaðri frásögn samda af
innsæi, skilningi og þekkingu
um leitina að svari við því hvað
í samfélagi mannanna getur
af sér fjöldamorðingja eins og
þann sem Kreizler og félagar
þefa uppi. „The Alienist“ brást
ekki væntingunum sem til
hennar voru gerðar. Hún er
frábær.
Arnaldur Indriðason
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Caleb Carr hefur skrifað eina af
betri spennusögum síðustu ára með
bókinni „The Alienist", sem kom
út í vasabroti fyrir tveimur árum.