Morgunblaðið - 02.11.1997, Side 20

Morgunblaðið - 02.11.1997, Side 20
20 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðio/ Guðrun Guðlaugsdóttir steina Steinar eru snar þáttur í umhverfí manns- ins. Hermann Tönsberg er formaður Fé- lags áhugamanna um steinafræði. Guðrún Guðlaugsdóttir fór í steinaferð með Her- manni upp í Hvalfjörð og ræddi við hann og dr. Svein Jakobsson jarðfræðing um steinasöfnun og steintegundir. 1 HERMANN Töns- berg við Útskála- hamar í Hvalfirði. 2 F.V. ARAGÓNÍT og siderit sem Her- mann fann í Norð- urárdal í Borgar- firði. 3 ÞRÍR samvaxnir baggalútar úr steinasafni Her- manns Tönsberg. 4 STEINASAFNARI að störfúm. 5 ZEOLÍTAR úr Hvalfirði. Stones, meira að segja heilt tímabil í mannkynssögunni er kennt við steininn - steinöld. Það er því ekki að ófyrirsynju að fólki hefur lengi leikið hugur á að vita hvað steinn eiginlega er - hvernig hann er myndaður og úr hverju hann er. Þetta er þó ekki einfalt mál, stein- tegundimar eru margar og ólíkar. Kristallar steinhjartans Útskálahamar leynir á sér, ofan frá veginum skyldi enginn maður ætla að þar fyrir neðan væri þver- hníptur hamar, ókleifur hverjum manni og aðeins fær fuglinum fljúg- andi. Fuglamir vita þó hvernig í pottinn er búið, það sést á yfirgefnu hrafnshreiðri sem verður á leið okk- ar Hermanns þegar við stjáklum yf- ir þarann og steinahrúgurnar í fjör- unni meðfram klettabeltinu. Her- mann leiðir fórina og hefur á herð- um sér appelsínugulan bakpoka, sem í hverjum era alls kyns tæki og tól sem steinasafnari þarf nauðsyn- lega á að halda til að geta sinnt áhugamáli sínu að gagni. Hamarinn hefur Hermann þó tilbúinn í hægri hendinni og lúpuna hefur hann um hálsinn - fyrir þá sem era eins óvit- andi og ég var í upphafi ferðarinnar er lúpa stækkunargler, þetta stækkar tíu sinnum. Ekki líður á löngu áður en Hermann stingur við fótum og tekur að berja á bjarginu. Hann hefur séð einn af fjölmörgum geislasteinum sem þama er að finna, geislasteintegundir era til í miklu úrvali. Eg horfi sem „steini lostin" á þessar aðfarir. ;,Máttu gera þetta?“ spyr ég svo. „I miklu hófi,“ svarar hann og þegar ég at- huga nánar afraksturinn verð ég að viðurkenna að brottnámið er einmitt í miklu hófi, Hermann legg- ur enda áherslu á að fara þurfi að náttúranni með mikilli gætni hvað þetta snertir. Hermann hefur þama fundið eina af 19 tegundum zeólíta eða geislasteina sem era til staðar í Hvalfirði, alls finnast 23 hér á landi. „Zeólítar myndast sem úrfelling úr jarðhitavatni og era algeng holufyll- ing í blágrýtismyndun," segir Her- mann og verður í framan eins og gangandi alfræðiorðabók. Hann slíðrar hamarinn í belti sér, bregður lúpunni fyrir augað og skyggnist í geislasteininn, þetta reynist vera stilbit. Ég fæ að grína í lúpuna og svo fíngerðir og fallegir eru kristall- ar steinsins að næstum þarf stein- hjarta til að hrærast ekki við þá sjón - kannski eru kristallar stein- hjartans einmitt svona. Síðan tekur Hermann enn strikið meðfram Út- skálahamri og ég paufast á eftir. Baggalútar - frjósemistákn Skyndilega beygir Hermann sig niður og tekur eitthvað smátt upp í lófa sinn. „Sérðu þetta - þetta er baggalútur," segir hann og sýnir mér lítinn, rauðan kringlóttan stein. „Hvað er baggalútur?" spyr ég. „Það eru merkilegir steinar - þrír slíkir samvaxnir eru frjósemistákn og konur höfðu þá um hálsinn til þess að verða frjósamari," svarar Hermann. Hann upplýsir mig um að baggalútar finnist í lípariti. Þeir era líka stundum nefndir hreðja- steinar og í bókinni Islenskt grjót eftir Hjálmar R. Bárðarson segir að þeir myndist þegar gosgufur verða eftir inni í líparithrauni. Þeir séu harðir og verði því oft eftir þegar bergið í kring hafí veðrast. Her- mann gefur mér baggalútinn og ég fer að líta í kringum mig eftir fleiri slíkum og fyrr en varir er ég komin með heila fjölskyldu af baggalútum í vasana, sumir era samvaxnir, tveir og tveir og svo einn sem er saman- settur úr fimm kúlum en ég finn engan sem nothæfur er sem frjó- semistákn - kannski að almættinu finnist nóg að gert, hugsa ég og læt hugann hvarfla frá baggalútunum. Meðan ég var að leita hafði Her- mann fundið merkilegri steina en baggalútarnir þykja. „Sjáðu, hérna eru thomsonitkúlur." Ég sé litlar, mjólkurhvítar kúlur inni í holu í berginu. Thomsónít er meðal al- gengari zeólíta á íslandi og er geisl- óttur, þ.e. geislarnir ganga út frá MÉR fannst sem steini væri létt af hjarta mér sl. sunnudags- morgun þegar ég sá hvað veðrið vtir gott því veðrið getur oft lagt stein í götu manns og þá þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Meðan ég vissi ekkert um veðurhorfur fannst mér ég eiginlega milli steins og sleggju og kannski mætti segja að ég yrði steinhissa þegar ég sá hvað sólin skein glatt í heiði, svo síðla hausts. „Það er eins gott að hvert einasta tröll hafi komið sér í helli sinn í tíma, annars hefðu þau öragglega orðið að steini,“ tautaði ég meðan ég sótti fjallgönguskóna. Nú fer kannski einhvem að grana hvar fiskur liggur undir steini eða grana allténd að ekki muni ég sest í helg- an stein. Ég vona að lesendum þyki ekki taka steininn úr þótt þeir fregni nú að til stendur að athuga hvort ekki standi öragglega steinn yfir steini í umhverfi Utskálahamars við Hval- fjörð, en þangað ætlar blaðamaður Morgunblaðsins að leggja leið sína ásamt Hermanni Tönsberg, for- manni Félags áhugamanna um steinafræði, FÁS. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þeir sem starfa að félagsmálum þurfa oft lengi að klappa steininn og einnig að ryðja mörgum steinum úr göt- unni og það væri beinlínis ósann- gjarnt að að kasta að þeim þungum steinum fyrir þær satór. Líklega er þó varla viðeigandi að tala um gler- hús eða syndleysi í þessum sam- bandi. Sem sagt - eins og fólk er kannski farið að átta sig á byggir mestöll romsan hér að framan á Is- lensku orðtakasafni og það eitt og sér sýnir hvað steinninn hefur verið þýðingarmikill fyrir fólkið sem byggði þetta land. Fyrir okkur sem nú lifum hefur steinninn vafalaust að ýmsu leyti aðra merkingu en hann hafði fyrir umdangengnar kynslóðir. Ef ég má dirfast að nefna eitt orðtak enn: „Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest“, sýnir það. hvaða hlutverki steinninn gegndi fyrir ferðalanga fyrri tíma. Steinar vora ásamt torfinu notaðir sem byggingarefni allt frá land- námsbyggð, auk allra annarra hlut- verka steinsins kenndi t.d. rithöf- undurinn Steinn Steinarr við fyrir- bærið, svo og hljómsveitin Rolling ! » ! I 9 i : t . í « ( p <4 N u

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.