Morgunblaðið - 02.11.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 21
Morgunblaðið/Kristinn
F.V. DR. Sveinn Jakobsson og Hermann Tönsberg við hluta af steinasafni hins síðarnefnda.
depli í miðjunni. Mér finnst hann
helst líkjast gorkúlum.
Hægt og rólega höfum við nálg-
ast enda geislasteinasvæðisins og
stórgrýti tekur við. Óneitanlega er
náttúrufegurðin þama mikil,
skammt er þó í annars konar um-
hverfi - handan við bláan Hval-
fjörðinn blasa við hús Jámblendi-
verksmiðjunnar, við emm stödd fáa
kílómetra frá þeim stað þar sem
jarðgöngin undir Hvalfjörð opnast.
Til hægri handar við mig em falleg-
ar klettamyndanir, klettadrangar
sem urðu að steingerðum tröllkerl-
ingum í þjóðsögunum. Skarfur sest
á stein skammt frá og hestar úr
stóði skyggnast niður til okkar og
sýna þess engin merki að vera loft-
hræddir, þrátt fyrir að þeir standi
tæpt við hyldýpið.
Gull og glópagull
Við snúum til baka og tölum á
leiðinni um steinasöfnun, skyldi
Hermann hafa fundið gull? „Nei,
gull hef ég ekki fundið, í öllu falli
ekki sýnilegt eintak," svarar hann.
„Gull fínnst jú hér á landi, eins og
glöggt hefur komið fram í fréttum,
en ég hef aldrei heyrt getið um
sýnilegt gull. Glópagull (brenni-
steinskís), sem er algengt hér á
landi, hefur villt um fyrir mörgum
enda era steindirnar áþekkar að út-
liti. Fyrir nokkram áratugum var
hægt að finna stóra teningslaga
„glópagulls“kristalla í árfarvegi í
Vestur-Húnavatnssýslu. En ýmsar
aðrar málmríkar tegundir hef ég
fundið eins og síderít, göthít og
ankerít sem eru járnríkar steindir,
svo og koparkís og fleira.“
Hvað með skakkaföll, hafa þau
orðið einhver? „Komið hefur fyrir
að puttar hafa orðið fyrir hnjaski
þegar hamarinn hefur ekki ratað á
meitilinn," segir Hermann. „Stund-
um hefur þó munað litlu. Eitt sinn
vorum við fjórir félagar í FÁS að
leita fanga fyrir botni Hvalfjarðar
fyrir mörgum árum. Einn félaganna
rölti frá okkur og þegar um það bil
klukkustund var liðin og hann sýndi
sig ekki fórum við að svipast um eft-
ir honum. Við fundum hann brátt
þar sem hann stóð á örmjórri syllu í
þverhníptum sjávarklettum og var
hinn rólegasti að meitla út úr holu
þá stærstu yugavaralítkristalla,
sem er afar fágæt zeólítategund,
sem fundist hafa hér á landi. Hann
var þarna í augljósri stórhættu.
Þegar hann kom upp á bjargbrún-
ina var hann inntur eftir því hvað
hann meinti með þessu uppátæki
sínu og svaraði hann þá á auga-
bragði: „Hvað átti ég að gera?“
Seinna þetta sumar fórum við aftur
á umræddan fundarstað og þá höfð-
um við með okkur sigbúnað.
Eitt sinn hrasaði kunningi minn í
klettabelti í nánd við Tíðarskarð.
Við vorum að leita að jaspis, ég var
að fikra mig upp eftir klettum þegar
umræddur kunningi kom að mér og
spurði hvort ég ætlaði ekki hærra
og vissi ég ekki fyrr en hann var
komin við hlið mér ojr fór ceyst. Sá
ég brátt undir iljar honum og
skömmu síðar heyrði ég skraðninga
fyrir ofan mig. Eg leit upp og sá
vininn koma fljúgandi niður eftir
berginu. Hann lenti í urðinni fyrir
neðan og brotnaði illa á hendi.
Læknarnir sem gerðu fyrstu aðgerð
á honum vildu endilega fá að sjá
þessa merkissteina sem við legðum
okkur í slíka hættu fyrir, en þessir
steinar þykja hins vegar ekki
merkilegir en geta verið ansi falleg-
ir og litskrúðugir.“
Rauði steinninn
Það vill svo vel til að skömmu síð-
ar verður á leið okkar myndarlegur
jaspis. Hermann fór öðravísi að en
Guðmundur Böðvarsson skáld,
hann beygði sig niður og tók uppúr
„vegarins ryki“ hinn rauða stein -
og víst var hann fallegur, enda er
hann talsvert notaður í skartgripi. I
Alfræðiorðabók Arnar og Órlygs
segir að jaspis sé þétt afbrigði af
kvarsi, samsett úr örsmáum, korn-
óttum kristöllum, oftast grænn,
rauður eða móleitur og sé algeng
holufylling í blágrýtismyndun ís-
lands. Ég tek steininn í lófann og
hugsa um alla þá helgi og hjátrú
sem steinum hafa fylgt frá örófi
alda. Agat, sem er fremur sjaldgæf-
ur glerhallur, þótti samkvæmt upp-
lýsingum úr íslenskum þjóðháttum
séra Jónasar frá Hrafnagili t.d.
áhrifaríkur til þess að greiða hag
fæðandi kvenna. Areiðanlegri í
þessum efnum var þó lausnar-
steinninn, það var hins vegar ekki
auðvelt að komast yfir hann. Sagt
var að hann fyndist aðeins í brunni
einum vestur í Drápuhlíðarfjalli -
sumir sögðu að hann ræki aðeins af
sjó. Bestur af öllu var þó blóð-
stemmusteinninn, hann er þrír litlir
steinar samvaxnir - og erum við þá
aftur komin að vini okkar
baggalútnum. Þá má nefna hulins-
hjálmssteininn sem dugði til að gera
fólk ósýnilegt ef það hélt á honum,
með óskasteininn í hendi gat fólk
óskað sér og lífsteinninn var að
fornu frægur því hann græddi öll
sár og sá sem ber hann á sér getur
alls ekki dáið. Af öllum þessum
náttúrusteinum þótti fólki þó mest
til agatsins fyrrnefnda koma, hann
hafði að sögn 24 náttúrur og bar
fólk hann því gjarnan á sér. Sam-
kvæmt þjóðtrúnni flutu allir nátt-
úrasteinar uppi eða komu upp á
Jónsmessunóttinni, þá var um að
gera að vera handfljótur og varla
hefur spillt að þekkja dálítið til í
steinafræðunum.
Steinafundur
Hver skyldi vera merkilegasti
steinafundur Hermanns Tönsberg?
„Árið 1987 fann ég steind í Norður-
árdal sem nefnist síderít, úr henni
er unnið járn erlendis. Fágætur
zeolíti sem heitir cowlesít var íyrst
uppgötvaður árið 1975 og fannst
hér á landi 1981 ofarlega í Norður-
árdal og árið 1990 nálægt Stykkis-
hólmi. Tveimur áram síðar upp-
götvaði ég nýjan fundarstað í Hval-
firði sunnanverðum - það þarf ekki
alltaf að fara yfir lækinn." Ferðafé-
lagi Hermanns var um árabil Hallur
Ólafsson múrari í Hafnarfirði. Þeir
fóru sína fyrstu ferð á Austfirði árið
1993 og fundu þar í brattri skriðu
stærri granatkristalla en áður höfðu
fundist hér á landi og þar sem þeir
lögðu bflnum fundu þeir skellur af
rósakvarsi, „Þetta vora stórviðburð-
ir í okkar augum, steinasafnara að
sunnan og lítt kunnugra austfirsk-
um fjöllum," segir Hermann og
brosir.
Við eram nú komin upp í bíl og
ökum áleiðis að heimili Hermanns
þar sem við ætlum að hitta dr.
Svein Jakobsson jarðfræðing, for-
stöðumann jarðfræðideildar Nátt-
úrafræðistofnunar Islands, en hann
er félagi Hermanns í FÁS. „Flesta
steina sem ég finn hér heima tekst
mér að greina til tegundar sjálfur,
en ef það ekki tekst hefur þrauta-
lendingin verið Náttúrufræðistofn-
un með dr. Svein innandyra," segir
Hermann. Hann kvað Svein hafa
komið áhugaverðum sýnum til
greiningar erlendis. „Þessi sam-
vinna hefur verið afar jákvæð bæði
fyrir mig og stofnunina, hún hefur
fengið skerf af sýnunum og ég nið-
urstöðuna," segir hann og lætur
þess jafnframt getið að tæplega sé
nógu vel búið að jarðfræðideildinni
bæði hvað tækjabúnað varðar og
sýningaraðstöðu.
Úr öllum lögum samfélagsins
Hermann er eins og fyrr kom
fram formaður Félags áhugamanna
um steinafræði, sá félagsskapur var
stofnaður 18. nóvember árið 1983
og voru stofnfélagar þrettán, fyrsti
formaður var Sigurður Karlsson.
„Framan af var kynjaskipting í fé-
laginu nokkuð jöfn, en þetta hefur
breyst og era nú mun fleiri karlfé-
lagar, af hverju veit ég ekki, hitt
veit ég að félagar koma úr hinum
ýmsu lögum samfélagsins," segir
Hermann. Hann kvað félagið halda
fundi fyrsta mánudag hvers mánað-
ar á veturna og enda starfið á vorin
með ferðalagi - þó ekki til steina-
söfnunar, í lögum félagsins er slíkt
bannað. „Við fáum hins vegar
gjarnan jarðfræðinga með í ferðina
til að fræða okkur um jarðmyndanir
og fleira, gott getur verið að þekkja
til jarðmyndunar og jarðfræði,"
segir hann. Hinir og aðrir fræði-
menn halda fyrii'lestra á fundum fé-
lagsins og skoðaðar hafa verið
stofnanir og steinasöfn. Hvað sam-
starf við aðra steinaklúbba varðar
þá er það lítið enn sem komið er.
„Það er starfandi klúbbur á Akur-
eyri og höfum við átt í samræðum
við hann um samstarf en ekki hefur
orðið af því enn, þá er FÁS í dönsku
félagi, Stenevenner, frá þeim fáum
við reglulega bækling sem þeir gefa
út, annars er sambandið lítið,“ segir
Hermann.
Við erum nú komin í hlað á heim-
ili Hermanns og þar bíður dr.
Sveinn. Við förum þrjú saman út í
bílskúr húsbóndans, þar sem hann
hýsir steinasafn sitt að mestu. „Ég
hef bundið mig við tegundasöfnun,
safn mitt telur í dag yfir 80 innlend-
ar tegundir sem ég hef sjálfur safn-
að. Mig vantar 25 til 30 tegundir til
að ná flóranni nokkurn veginn en þá
undanskil ég smásæju sýnin, 40 af
þessum tegundum er unnt að finna í
Hvalfirði einum,“ segir Hermann
þegar við erum komin inn í innsta
vígið - að borðinu þar sem dýr-
mætustu sýnishornin eru geymd.
Elsti steinninn í safni Hermanns er
glópagull frá Mógilsá í Esjunni sem
hann fann árið 1968, kvaðst hann
líta svo á að þá hafi steinasöfnun
hans hafist.
Dr. Sveinn Jakobsson
hefur orðið
Dr. Sveinn Jakobsson er berg-
fræðingur og lærði á sjöunda ára-
tugnum í Kaupmannahöfn en hefur
líka fengist við steindafræði. Hann
kveður Félag áhugamanna um
steinafræði hafa haft töluverða þýð-
ingu. „Félagsmenn hafa fundið nýja
staði og nýjar tegundir og þess
vegna hjálpað okkar fáu steinafræð-
ingum,“ segir hann. Um 60 til 70
manns á landinu safna veralega
steinum. „Afar misjafnt er hvernig
menn taka á þessu,“ segir Sveinn.
„Til era mun stærri steinasöfn en
safn Hermanns, en ég tel að það sé
einstakt að því leyti að i því eru
langflestar tegundir og þar fýrir ut-
an eru í því mörg glæsileg sýni. Það
má bæta því við að ef menn era að
safna steinum og öðram náttúra-
gripum í einhverjum mæli ber þeim
skylda til að merkja þá, hvar þeir
séu teknir og í hvaða hæð yfir sjó.
Greiningin getur hins vegar beðið,
hún getur stundum verið snúin. Oft
dugar ekki smásjáin og þá þarf að
fara út í röntgengreiningu og nú
eru komnar nýjar aðferðir eins og
örgreining sem er efnagreining á
afar smáum komum. Til era hér á
landi stór steinasöfn sem era alger-
lega ómerkt, ef viðkomandi steina-
safnari fellur frá er ekki hálft gagn
af slíkum söfnum fræðilega séð.
Safn Hermanns og fleiri safnara
eru merkt í bak og fyrir og því nýti-
leg bæði fyrir fræði- og áhugamenn.
Félag áhugamanna um steina-
fræði hefur að sögn dr. Sveins haft
aðstöðu frá upphafi hjá Náttúra-
fræðistofnun við Hlemm. „Þeir hafa
haldið alla sína fundi hjá okkur og
sömuleiðis komið og skoðað steina-
safnið. Við erum með ágætis steina-
safn, 5600 steindir og er meirihluti
þeirra íslenskur," segir hann. Þess
ber að geta að steind er minnsta
sjálfstæða eining í steinaríkinu og
berg er safn steinda. Steinn er aftur
allsherjarhugtak. „Hér á landi era
þekktar 282 steindir, sem er ekki
mikið miðað við að fjöldi steinda í
heiminum er 4700. Tegundafæðinni
hér veldur ungur aldur landsins og
einsleit jarðfræði. Steindafræði er
hér tiltölulega skammt á veg komin
miðað við t.d. hjá nágrannaþjóðum
okkar, þess vegna hefur starf félaga
FÁS haft töluverða þýðingu eins og
iyrr sagði,“ segir Sveinn.
Umgengmi við náttúmna
En hvað má taka mikið af stein-
um úr nátturalegu umhverfi og
hvað stóra steina? „I nokkur ár hef-
ur það mál verið skoðað. Við eram
að reyna að mynda okkur skoðun á
því hvort við eigum að leggja til að
sett verið lög um steinatöku og þá
hvemig. Sumir era óneitanlega of
gíragir og safna í belg og biðu en
aðrir eru hófsamir og taka yfirleitt
lausa steina eða steina úr sjávar-
klettum sem eru að brotna niður
hvort sem er. Erfitt er að eiga við
þetta mál, ef sett væru lög yrði að
sjá til þess að þeim yrði framfylgt
og það gæti orðið erfiðleikum bund-
ið.“ Lokaorðin í þessari samantekt á
Hermann Tönsberg: „Steinasafnar-
ar eru hvattir til að skrá strax
steina sína, fundarstað, aðstæður og
aðrar steindir sem þar finnast.
Nauðsynlegt er að sækja um leyfi
ábúenda jarðanna sem farið er um
og loks þarf að gæta þess vandlega
að raska ekki neinu svo ummerki
sjáist.“
íg'
lóga gegn kuíða
med Ásmundi Gunnlaugssyni.
Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við
kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í
gegnum miklar breytingar í lífinu.
Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og
öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla
eða þekking á jóga nauðsynleg.
Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 4. nóvember.
YOGAÉ
STUDIO
Verð frá kr. 2.990 !!!
Sýning á ekta handmáluðum
bysönshum íkonum
/mugardagirml. nóvkhl2—-19
I sunnudaginn 2. nóv. kl. 12—19
Jb. .
HÓTET
REYKJAVIK
SIGTÚNI