Morgunblaðið - 02.11.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 02.11.1997, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Slagorð og f jórans foringja- myndir Pétur J. Thorsteinsson var fyrsti embættismaður íslenskra stjórnvalda sem dvaldist að staðaldri í Moskvu. Hann kom þangað haustið 1944 eftir mikla svaðilför, sjóleiðis til Egyptalands og þaðan var flogið á leiðarenda, með millilendingum í Miðausturlöndum og suðurhluta Sovétríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson hefur kynnt sér dagbækur Péturs frá þessum tíma. PÉTUR Thorsteinsson f Moskvu 1945. PÉTUR afhendir Voroshilov, forseta forsætisráðs, trúnaðarbréf sitt 3. nóvember 1953. Pétur var sendiráðsritari hjá nafna sínum, Pétri Benediktssyni, sem hafði verið skipaður sendiherra íslands í Sovétríkjunum fyrr um árið. Hann var hins vegar langdvölum fjarri þessu umdæmis- ríki sínu, hafði farið þangað óvilj- ugur og líkaði vistin yfirleitt illa. Pétur Thorsteinsson kom til Moskvu í lok september og hlakk- aði til að kynnast sovésku samfé- lagi af eigin raun. „Ég hafði verið vinstri sinnaður ungur maður eins og svo margir,“ sagði hann síðar, „og trúað skrifunum um Sovétrík- in, ekki síst ritum Halldórs Lax- ness og Þórbergs Þórðarsonar. Sú trú var þó talsvert farin að dvína, einkum eftir innrás Sovétmanna í Finnland í árslok 1939.“ En Pétur Benediktsson vissi af skoðunum nafna síns og við komuna til Moskvu mun hann hafa sagt eitt- hvað á þessa ieið: „Nú, nú, Mttu í kringum þig, sjáðu ástandið." Pét- ur Thorsteinsson þurfti ekki að dveljast lengi eystra til að verða af- huga sósíalísku þjóðskipulagi. Þegar Pétur hafði dvalist á ann- an mánuð í Moskvu leið að þjóðhá- tíðardegi Sovétríkjanna, 7. nóvem- ber. Þann dag árið 1917 brutust bolsévikkar til valda í Rússlandi og það var skemmtileg tilviljun að Pétur hafði fæðst sama dag. Hann langaði til að fylgjast með hátíða- höldum á byltingarafmælinu, enda vissi hann að þau yrðu mikilfeng- leg. Hann varð hins vegar að láta sér lynda að fylgjast að mestu með þeim úr fjarska, því hann hafði sýkst af malaríu í Teheran þegar hann þurfti að bíða þar dögum saman eftir flugi til Sovétríkjanna og var rúmfastur fyrstu dagana í nóvember. „Læknirinn segir að ég eigi að borða það sem mér þyki best,“ skrifaði Pétur í dagbók sína, „og nefnir kjúklinga, egg og rauð- vín“. Elena Korotkova, ritari við sendiráð íslands í Moskvu, þýddi svo áfram eftir lækninum „að ég eigi að baða mig í vodka. Ég sá fyr- ir mér að ég lægi í baðkeri fullu af vodka. En læknirinn átti við að ég ætti að þvo mér með bómullar- hnoðra sem búið væri að væta í vodka. Sennilega hefur hann talið það jafngilt spíritusi. Hann fór að tala um malaríusjúkdóminn og sagði að hann gæti vel skilið að ég hefði fengið malaríu því mikið væri um þann sjúkdóm í suðvesturhluta Islands. Þegar ég fór að malda í móinn þýddi það lítið. Ekki veit ég hvaðan hann hafði þá speki.“ Þrátt fyrir veikindin gat Pétur fylgst með umstanginu sem fylgdi byltingarafmælinu. „Hér er frídag- ur í dag og á morgun og mikið um dýrðir,“ skrifaði hann kunningja sínum í Reykjavík á hátíðardaginn. „Menn heimsækja kunningjana og gefa gjafir og allar götur eru skreyttar flöggum og „dýrlinga- myndum" Leníns og Stalíns, fyrst og fremst Stalín, af honum eru myndir alls staðar. Hátalarar í gangi um allar götur og líklega eitthvað um skrúðgöngur. I kvöld heldur Molotov [utanríkisráðheiTaj veislu fyrir diplómatana." Pétur komst ekki í þá veislu en nafni hans fór og sagði honum helstu tíðindi úr henni. Sendiherr- ar klæddust einkennisbúningum sínum eða kjólfötum og báru orður sínar. „Þama var, eins og í öllum veislum hins opinbera hér, sérstakt herbergi fyrir „fínustu" gestina," skrifaði Pétur. I öðru herbergi sátu Japanar svo einir saman, af tillits- semi við fulltrúa Vesturveldanna, en allt fram á lokadaga seinni heimsstyrjaldar ríkti það einkenni- lega ástand að Japanar áttu ekki í stríði við Sovétríkin þótt þeir væru í liði með Þjóðverjum og stæðu að auki í blóðugri baráttu í Asíu og á Kyrrahafí við Breta og Banda- ríkjamenn, bandalagsþjóðir Sovét- manna. Næstu vikur og mánuði kynntist Pétur landi og þjóð, velvild óbreyttra borgara þótt þeir hrædd- ust flestir að eiga samneyti við út- lendinga, harðýðgi stjómvalda og seinagangi í stjómkerfinu. Hann var fljótur að læra rússnesku og þýddi fréttir, skjöl og opinberar skýrslur sem hann sendi síðan til utanríkisráðuneytisins í Reykjavík. Annars vom samskipti íslands og Sovétríkjanna mjög lítil og Pétur varð einatt að finna sér verkefni sjálfur. Stundum bámst þó beiðnir frá íslandi sem hann sinnti eftir bestu getu. Hann leitaði eftir teikningum af togurum, skólabygg- ingum, skemmtigörðum og íþrótta- mannvirkjum, að ógleymdum upp- lýsingum um nýjustu tegundir rússneskra snjóbíla. Sósíalistar sátu í nýsköpunarstjóm Ólafs Thors og réðu örugglega mestu um að grafist var fyrir um þetta í aust- urvegi. Þau laun, sem Pétur fékk ytra, vom mjög lág og mun verri en vestrænir starfsbræður hans höfðu. Pétur Benediktsson kvart- aði oft yfir bágum kjömm þeirra beggja og eitt sinn lagði hann til að hann fengi staðamppbót með því að utanríkisráðuneytið borgaði fyr- ir pels sem hann hafði keypt í London fyrir dvölina eystra, þar sem frostið fór iðulega yfir 20 stig á vetrum. Pétur fékk það svar að þá ætti sendiráðið í Moskvu að eiga pelsinn. Honum var skemmt og skrifaði á móti um þessa stefnu ráðuneytisins: „Ég held að þettá hljóti að vera á einhverjum mis- skilningi byggt. Það er ómögulegt að ráða menn hingað eftir stærð og varla er ástæða fyrir sendiráðið að fara að safna að sér allskonar fatn- aði sem mölur, ef ekki ryð, fær grandað á skömmum tíma.“ Og hvað myndi gerast, bætti Pétur Benediktsson við, ef þessari reglu yrði fylgt og ónefndur embættis- maður utanríkisráðuneytisins yrði sendur til Moskvu? „Hann yrði að nota snjóstígvélin mín fyiir svefn- poka.“ Svo fór að ráðuneytið sá að sér og nafnarnir í Moskvu fengu að vita að undantekning yrði gerð vegna þeirra „sérstöku“ aðstæðna sem þar ríktu. En ráðdeild var þó áfram í heiðri höfð: „Þetta ber þó ekki að skilja þannig að hér sé ver- ið að marka stefnu, sem ætlast sé til að verði fylgt í framtíðinni, held- ur mun verða skorið úr þessu í hvert einstakt skipti, eftir því sem málavextir standa til.“ Og Pétur Benediktsson skildi pelsinn eftir í sendiráðinu í Moskvu þegar hann fór þaðan. Þegar Pétur Thorsteinsson hafði verið ár eystra leið aftur að bylt- ingarafmæli. „Verið er að skreyta borgina vegna hinna komandi há- tíðarhalda," skrifaði hann í byrjun nóvember 1945. „I dag eru settar upp nokkrar stjömur á hótelið hér, um 1,30 m í þvermál. Kantarnir settir ljósaperam af venjulegri stærð. Éin stjarnan sett utan á altanið hjá P. Ben. Nú er nóg af rafmagnsperum en ef maður vill fá peru í herbergið hjá sér er það ekki hægt.“ Hvarvetna í miðborg Moskvu gat að líta myndir af átrúnaðargoð- unum, Marx, Engels, Lenín og einkum Stalín. „Er virkilega ekki hægt að skreyta borgina með öðru en þessum fjárans foringjamynd- um?“ spurði Pétur sjálfan sig og skrifaði hjá sér það sem nafni hans hafði sagt um dýrkunina: „Verð að viðurkenna hvað það hittir í mark sem P. Ben. sagði í gær: „Þeir eru svo innilega leiðinlegir hér. Þetta er hjálpræðisher!“„ Þegar byltingardagurinn rann upp fylgdist Pétur Thorsteinsson með hátíðahöldunum. „Ógurlegur mannfjöldi" streymdi að Rauða torginu, að sögn hans, og 4-5 klukkustundir liðu uns síðustu göngumennirnir voru búnir að þramma yfir það. „Starfsfólk hvers fjTÍrtækis var saman í hóp,“ skrif- aði Pétur, „með spjald í broddi fylkingar sem sýndi hvaðan það var. Síðan spjöld með stórum myndum af Stalín og öðrum leið- togum. Spjöld með öllu mögulegu: Póstmenn höfðu nokkur spjöld með stórum myndum af frímerkj- um. Símastarfsfólk hafði stórt spjald með mynd af símskeyti til útlanda. Sumir báru litla rauða fána. Sumir báru reyrstöng með dinglandi gúmmíblöðru á endan- um. Aðrir spiluðu á harmóniku. Stundum var lítil hornahljómsveit með. Ýmsir reyndu að syngja en fæstir sungu sama lag og varð af undarlegur kliður. Aragrúi af börnum var með í fylkingunum. Stundum voru einhvers konar til- færingar á hjólum, til dæmis stór hjólagrind, er fjórir menn ýttu, með hnattlíkani úr silki á. Þama var risalíkan af bók með titlinum „Stjómarskráin". Þá vom ýmis slagorð. Flest vora: „Dýrð sé hin- um mikla Stalín“, önnur til dæmis „lengi lifi sovétþjóðinar, lengi lifi stjómarskráin" og svo framvegis.“ Það var kalt í lofti þennan dag „og ýrði úr loftinu einhverju sem hvorki var regn né snjór“. Pétur og I f § í i I L > i V i i i < i 4 í 4 í ( ( I (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.